Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2014 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um flugvernd til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 985/2011. Breytingarnar varða meðal annars flugverndarþjálfun, bakgrunnsathuganir, skimun farþega og fleira. Umsagnarfrestur er til 21. nóvember næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið [email protected].

Í reglugerðardrögunum er meðal annars kveðið á um að heimilt verði að veita flugverndarþjálfun með námsefni sem er aðgengilegt almenningi án þess að sá aðili sem þjálfun hlýtur hafi gengist undir bakgrunnsathugun. Til þess að tryggja gagnsæi við afgreiðslu bakgrunnsathugana er einnig lagt til að við bakgrunnsathuganir skuli, auk ákvæða reglugerðar um flugvernd, fara eftir ákvæðum reglugerðar nr. 959/2012 um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála. Þá er með vísan til reglugerðar framkvæmdastjórnar ESB nr. 104/2013 lagt til að nýr liður bætist við þær aðferðir sem nefndar eru í 34. gr. reglugerðarinnar um skimun farþega og handfarangurs.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi ýmsar reglugerðir og ákvarðanir framkvæmdastjórnar ESB með breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans sem nánar er vísað til í reglugerðardrögunum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum