Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2014 Dómsmálaráðuneytið

Ráðherrar kynntu sér stöðu umbrotanna í Vatnajökli

Vegna umbrotanna undir Dyngjujökli í norðanverðum Vatnajökli hefur viðbúnaðarstig almannavarna verið hækkað i neyðarstig. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar funduðu í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð síðdegis í dag og kynntu sér framvindu umbrotanna og viðbrögð.

Þau Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sátu fund með Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra og Víði Reynissyni, deildarstjóra almannavarna. Fundinn sátu einnig vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og fulltrúar ýmissa stofnana og viðbragðsaðila.

Innanríkisráðherra sat fund hjá Samhæfingarmiðstöð almannavarna í dag.

Vegum beggja vegna Jökulsár á Fjöllum við Dettifoss hefur verið lokað og svæðið við Dettifoss og þar norður af hefur verið rýmt. Þá eru starfsmenn Vegagerðarinnar tilbúnir með tæki til að rjúfa Hringveginn við brúna yfir Jökulsána við Grímsstaði svo og í Öxarfirði ef til flóðs kemur. Með því á að freista þess að leiða áraun flóðs framhjá brúnum og verja þær.

Flogið var á flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF yfir svæðið í gær. Flugmálayfirvöld hafa bannað flug á stóru svæði yfir Vatnajökli og þar norður og suður af.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum