Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2014 Innviðaráðuneytið

Morgunverðarfundur 20. febrúar um greiningu á framtíð innanlandsflugs

Innanríkisráðuneytið gengst fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 20. febrúar þar sem kynntar verða niðurstöður félagshagfræðilegrar greiningar á innanlandsfluginu. Fundurinn fer fram í Iðnó í Reykjavík og stendur frá kl. 8.30 til 10.

Frá Reykjavikurflugvelli.
Frá Reykjavikurflugvelli.

Dagskrá fundarins hefst með ávarpi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og mun hún fjalla um mikilvægi áætlunarflugsins innanlands fyrir öryggi og búsetugæði. Þá segir Vilhjálmur Hilmarsson hjá Mannviti frá helstu niðurstöðum á félagshagfræðilegri greiningu á framtíð innanlandsflugsins. Vilhjálmur vann greininguna ásamt Ástu Þorleifsdóttur, sérfræðingi í innanríkisráðuneytinu, en hluti niðurstaðna var kynntur á rannsóknarþingi Vegagerðarinnar seint á síðasta ári.

Markmið félagshagfræðilegrar greiningar er að meta þjóðhagslegan ávinning eða tap með kostnaðar/ábatagreiningu en huga jafnframt að samfélagslegum ávinningi sem ekki verður mældur í krónum og aurum svo sem búsetugæðum. Með þessari aðferð má greina á milli arðsemi mismunandi valkosta.

Í lok fundar verða pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa með ýmis sjónarhorn á þýðingu innanlandsflugsins.

Boðið verður uppá hressingu á fundinum sem hefst eins og fyrr segir klukkan 8.30.

Fundarmenn eru beðnir á að senda skráningu á netfangið [email protected]

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum