Hoppa yfir valmynd
4. desember 2013 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um skipsbúnað til umsagnar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 589/2004, um skipsbúnað, með síðari breytingum, eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 18. desember næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið [email protected].

Með drögum þessum er lagt til að innleidd verði í íslenskan rétt tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2012/32/ESB, um breytingu á tilskipun ráðsins 96/98/EB, um búnað um borð í skipum.

Lagt er til að í stað viðauka A, sem mælir fyrir um prófunarstaðla fyrir skipsbúnað, komi nýr viðauki A um sama efni. Um er að ræða uppfærslu vegna breytinga á alþjóðasamningum sem varða öryggi skipa og á gildandi prófunarstöðlum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum