Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2013 Forsætisráðuneytið

Erindi frá Mannréttindadómstól Evrópu vegna máls Geirs H. Haarde

Innanríkisráðuneytinu hefur borist erindi Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að kæra Geirs H. Haarde gegn íslenska ríkinu sé til meðferðar hjá dómstólnum.

Í erindinu er fjallað um kæru Geirs H. Haarde til dómstólsins í máli 66847/12 og sex spurningar lagðar fyrir stjórnvöld vegna kærunnar. Stjórnvöldum er gert að útvega dómstólnum enska þýðingu af niðurstöðum Landsdóms í máli gegn kæranda, sem og öðrum ákvörðunum eða niðurstöðum tengdum málinu. Veittur er frestur til 6. mars 2014 til þess að koma á framfæri skriflegri greinargerð í málinu.

Erindi dómstólsins hefur verið sent Alþingi til upplýsingar og kynnt í ríkisstjórn í morgun, en ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins fer með fomlegt fyrirsvar vegna mála sem rekin eru gegn Íslandi fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.

Meðfylgjandi er erindi Mannréttindadómstóls Evrópu.

Erindi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna máls nr. 66847/12

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum