Hoppa yfir valmynd
15. nóvember 2013 Dómsmálaráðuneytið

Skýrsla nefndar um breytt skipulag og tilhögun vegna efnahagsbrotamála kynnt í ríkisstjórn

Nefnd sem þáverandi innanríkisráðherra skipaði í byrjun árs 2012 til að leggja fram tillögur um breytt skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum hefur skilað skýrslu sinni. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur tillögurnar nú til skoðunar en hún kynnti þær í ríkisstjórn í dag.

Nefndina skipuðu í upphafi þau Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, sem var formaður, Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri og Þóra M. Hjaltested, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Í júní 2012 tók Valgerður Rún Benediktsdóttir, skrifstofustjóri í sama ráðuneyti, sæti Þóru í nefndinni. Með nefndinni starfaði Gunnlaugur Geirsson, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum