Hoppa yfir valmynd
16. september 2013 Innviðaráðuneytið

Samráð um aðgang að gögnum um umferð og ferðir innan Evrópusambandsins

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leita samráðs um aðgang að gögnum um umferð og ferðir innan Evrópusambandsins. Öllum sem telja sig geta komið með ábendingar er gefinn kostur á að taka þátt. Framkvæmdastjórnin tekur við athugasemdum til 25. október 2013.

Nánari upplýsingar um hvernig skal standa að því að koma upplýsingum og athugasemdum á framfæri eru á vef Evrópusambandsins .

Mál sem þessi eiga undir EES-samninginn og verði af því að ný löggjöf verði sett í framhaldinu er þetta kjörið tækifæri fyrir EFTA-ríkin til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum á frumstigi málsins.

Markmiðið með samráðinu er að fá yfirsýn yfir efnið, meta þær aðferðir sem beitt er í dag sem og þær aðferðir sem lagt er til að notaðar verði. Upplýsingunum sem fást úr samráðinu verður bætt við þær upplýsingar sem hafa fengist úr fyrri athugunum og fyrra samráði með hliðsjón af því að framkvæmdastjórnin leggi fram tillögu að löggjöf um efnið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum