Hoppa yfir valmynd
3. september 2013 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra skipar þrjá héraðsdómara

Innanríkisráðherra hefur skipað í þrjú embætti héraðsdómara, þar af tvær konur og einn karl. Sigríður Elsa Kjartansdóttir var skipuð í embætti dómara við héraðsdóm Vestfjarða og verður jafnframt dómsstjóri. Þau Sigríður J. Hjaltested og Þórður Clausen Þórðarson voru skipuð dómarar við héraðsdóm Reykjavíkur. Embættin voru auglýst laus til umsóknar þann 6. júní síðastliðinn.

Samkvæmt 4. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 skilaði dómnefnd umsögn sinni um umsækjendur um embættin.

Niðurstaða dómnefndar var sú að af þeim umsækjendum sem sóttu um embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur hafi Sigríður J. Hjaltested verið hæfust og að henni frátalinni hafi Sigríður Elsa Kjartansdóttir og Þórður Clausen Þórðarson verið hæfust. Þá telur nefndin að af þeim sem sóttu um embætti dómara við héraðsdóm Vestfjarða hafi Arnaldur Hjartarson og Sigríður Elsa Kjartansdóttir verið hæfust til að hljóta skipun í það embætti.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum