Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2013 Dómsmálaráðuneytið

Kynningarfundur og undirbúningsnámskeið vegna löggildingarprófa fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur

Löggildingarpróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur verða haldin 10. og 11. febrúar 2014, að undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingarseturs Háskóla Íslands. Sýslumaðurinn á Hólmavík annast framkvæmd laga um löggilta dómtúlka og skjalaþýðendur.
Kynningarfundur fyrir þá sem hyggjast þreyta löggildingarpróf verður haldinn miðvikudaginn 11. september n.k. kl. 16:40 að Neshaga 16, 107 Reykjavík. Undirbúningsnámskeið fer fram á sama stað föstudagana 27. september, 11. október, 25. október og 8. nóvember n.k. kl. 9 - 16. Próftökum er skylt að sækja undirbúningsnámskeiðið. 
 
Umsóknir á eyðublöðum sem fást hjá sýslumanninum á Hólmavík og á vefnum www.syslumenn.is skulu berast sýslumanninum á Hólmavík, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík, í síðasta lagi 23. september nk. Prófgjald að fjárhæð kr. 140.000 skal greiða inn á reikning embættisins nr. 0316-26-00021, kt. 570269-5189 og skal staðfesting á greiðslu fylgja umsóknum.  Þeir sem sækja um að þreyta aðeins próf í aðra áttina greiða kr. 105.000. Að auki skal fylgja með sakavottorð umsækjanda og ljósrit af vegabréfi eða fæðingarvottorð. Námskeiðsgjald er innifalið í prófgjaldi.
 
Nánari upplýsingar veitir sýslumaðurinn á Hólmavík í síma 455 3500.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum