Hoppa yfir valmynd
1. ágúst 2013 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Gísli Freyr Valdórsson ráðinn aðstoðarmaður innanríkisráðherra

Gísli Freyr Valdórsson, stjórnmálafræðingur og blaðamaður, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráherra. Gísli Freyr mun starfa við hlið Þóreyjar Vilhjálmsdóttur sem hóf störf í ráðuneytinu í byrjun sumars en innanríkisráðherra hefur samkvæmt lögum og skipulagi ráðuneytisins tvo aðstoðarmenn.

Gísli Freyr Valdórsson er nýr aðstoðarmaður innanríkisráðherra
Gísli Freyr Valdórsson er nýr aðstoðarmaður innanríkisráðherra

Gísli Freyr er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann hefur frá ársbyrjun 2008 starfað sem blaðamaður og pistlahöfundur á Viðskiptablaðinu en áður starfaði Gísli Freyr sem forstöðumaður gistisviðs Hótel Sögu um fjögurra ára skeið. Þá hefur Gísli Freyr gegnt ýmsum félagsstöfum síðasta áratug, setið í stjórn og framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna árin 2009 til 2011 og gegnt þar meðal annars hlutverki alþjóðafulltrúa og gjaldkera.

Gísli Freyr er kvæntur Rakel Lúðvíksdóttur kennara og eiga þau tvö börn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum