Hoppa yfir valmynd
14. júní 2013 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra fundaði með biskupi Íslands

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra átti í gær fund á biskupsstofu með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands. Með í för voru Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Þórey Vilhjálmsdóttir aðstoðarmaður.

Innanríkisráðherra átti fund með biskupi 13. júní.
Innanríkisráðherra átti fund með biskupi 13. júní.

Agnes M. Sigurðardóttir biskup fór í upphafi fundar yfir mál sem eru efst á baugi hjá kirkjunni um þessar mundir, meðal annars fjármál, löggjafarmál og málefni kirkjugarða. Kom fram í máli biskups að kirkjan hefði tekið á sig umtalsverða tekjuskerðingu þar sem greiðslur ríkisins til kirkjunnar hefðu minnkað ár frá ári, þ.e. bæði greiðslur vegna kirkjueigna og lögbundin sóknargjöld. Biskup lagði fram minnisblað kirkjuráðs og kemur þar fram að Þjóðkirkjan vænti góðs samstarfs við ríkið og leiðréttingu sóknargjalda og gerð skriflegs samnings um þau og um að skerðingar undanfarinna ára á kirkjujarðasamkomulaginu gangi til baka.

Þá kemur fram í minnisblaði kirkjuráðs að tillögu að frumvarpi til þjóðkirkjulaga yrði væntanlega skilað til kirkjuþings á komandi hausti og verði það samþykkt þar sé þess vænst að ráðherra leggi það fram á Alþingi.

Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði starfsemi Þjóðkirkjunnar mikilvæga og kvaðst hafa fylgst vel með starfinu gegnum árin. Hún kvaðst og reiðubúin að leggja sitt að mörkum til góðs samstarfs við kirkjuna af sinni hálfu og ráðuneytisins.

Innanríkisráðherra átti fund með biskupi 13. júní.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum