Hoppa yfir valmynd
13. júní 2013 Dómsmálaráðuneytið

Landhelgisgæslan vill auka samstarf við aðra viðbragðsaðila

Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara sem Landhelgisgæslan gengst fyrir var haldinn í gær í fundarsal gæslunnar á öryggissvæðinu í Keflavík. Þar var kynnt yfirlit yfir helstu björgunaraðgerðir Landhelgisgæslunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar á síðasta ári. Er þetta í þriðja sinn sem fundur sem þessi er haldinn.

Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara var haldinn 12. júní.
Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara var haldinn 12. júní.

Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara var haldinn 12. júní.Auðunn F. Kristinsson, verkefnisstjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, fór yfir helstu björgunaraðgerðir á síðasta ári og Friðfinnur Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg greindi frá aðgerðum félagsins á þessu sviði.

Fram kom í máli Auðuns að alls var Landhelgisgæslan kölluð til 476 sinnum á síðasta ári vegna atvika sem flokkuð eru undir leit og björgun vegna leitar á landi, skipa eða vegna flugatvika. Af þessum fjölda voru 37 tilvik á neyðarstigi, 216 á óvissustigi og 215 á viðbúnaðarstigi. Loftför Landhelgisgæslunnar voru kölluð út 173 sinnum og voru 60 þeirra svokölluð útkall Alfa, þ.e. þegar hætta eða neyð er á ferðum. Þá kom fram að samstarf viðbragðsaðila er talsvert og er áhugi á að auka það enn og að halda sameiginlegar æfingar. Þá hefur Landhelgisgæslan áhuga á að styðja betur vettvangsstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar og auka þjálfun.

Að loknum fundinum var farið í skoðunarferð um starfssvæði Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðunum í Keflavík og leiddu þá ferð þeir Ásgrímur L. Ásgrímsson og Jón B. Guðnason. Einnig var komið við hjá ítölsku flugsveitinni sem nú annast loftrýmisgæslu við Ísland. Sveitin kom hingað til lands síðastliðinn föstudag og verður fram yfir mánaðamótin.

Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara var haldinn 12. júní.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum