Hoppa yfir valmynd
7. júní 2013 Dómsmálaráðuneytið

Óvissu vegna þyrlumála eytt

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra veitti í gær forsvarsmönnum Landhelgisgæslunnar heimild til þess að ganga til samninga vegna áframhaldandi leigu á tveimur björgunarþyrlum til fjögurra ára. Landhelgisgæslan hefur því í dag gengið frá samningum vegna leigunnar.

Landhelgisgæslan hefur skrifað undir framlengingu á leigusamningi fyrir björgunarþyrlur til fjögurra ára.
Landhelgisgæslan hefur skrifað undir framlengingu á leigusamningi fyrir björgunarþyrlur til fjögurra ára.

Með leigusamningnum hefur verið eytt þeirri óvissu sem ríkt hefur í þyrlubjörgunarmálum Landhelgisgæslunnar. Í framhaldi af þessari niðurstöðu mun ráðherranefnd um ríkisfjármál taka ákvörðun um tímasetningu útboðs vegna kaupa á langdrægum björgunarþyrlum sem framtíðarlausn í þyrlubjörgunarmálum þjóðarinnar. 

Forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Lárusson, var afar sáttur við þessa niðurstöðu og ákvörðun ráðherra enda í samræmi við tillögu Landhelgisgæslunnar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum