Hoppa yfir valmynd
24. maí 2013 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Ráðherraskipti í innanríkisráðuneytinu

Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýr innanríkisráðherra, tók við lyklavöldum í ráðuneytinu í morgun úr höndum Ögmundar Jónassonar sem gegnt hefur embættinu frá stofnun ráðuneytisins í ársbyrjun 2011.

Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við lyklavöldunum úr hendi Ögmundar Jónassonar í morgun.
Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við lyklavöldunum úr hendi Ögmundar Jónassonar í morgun.

Eftir lyklaskiptin heilsaði hinn nýi ráðherra uppá starfsfólk ráðuneytisins og kynnti sér starfsaðstöðuna. Ný ríkisstjórn mun síðan halda sinn fyrsta fund eftir hádegi í dag.

Hanna Birna var kjörin á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum 27. apríl síðastliðinn. Hún er fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.

Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við lyklavöldunum úr hendi Ögmundar Jónassonar í morgun.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum