Hoppa yfir valmynd
16. maí 2013 Dómsmálaráðuneytið

Breytingar á reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni til umsagnar

Til umsagnar eru nú drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 507/2007 um akstursíþróttir og aksturskeppnir. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir við reglugerðardrögin til 24. maí næstkomandi á netfangið [email protected].

Breytingartillögurnar eiga rót sína að rekja til þess að Akstursíþróttasamband Íslands óskaði eftir því við ráðuneytið að aðilum í akstursíþróttum og aksturskeppni væri búinn rammi til að hægt væri að tryggja ökutæki þeirra. Við endurskoðunina komu þá jafnframt í ljós ýmsar minniháttar endurbætur og uppfærslur sem þörf var á að gera. Reglugerðin er sett skv. 34. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og er gert ráð fyrir að hún öðlist gildi við undirritun.

Markmiðið er að breytingarnar verði til þess fallnar að auka öryggi við ástundun akstursíþrótta. Við vinnslu reglugerðarinnar hefur verið samráð við Akstursíþróttasamband Íslands, Umferðarstofu, Samtök fjármálafyrirtækja, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Samtök sveitarfélaga.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum