Hoppa yfir valmynd
7. maí 2013 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um umferðarmerki til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð nr. 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin til 21. maí á netfangið [email protected].

Breyta þarf reglugerðinni þar sem kynna þarf ný umferðarmerki sem taka á upp. Eru það meðal annars fjögur ný aðvörunarmerki, eitt boðmerki, þrjú upplýsingamerki, fjögur þjónustumerki, fjögur svonefnd undirmerki og þrjú önnur merki sem tilgreina vegalengd í jarðgöngum, hæðartakmörkun og lokun vegar. Sum hinna nýju merkja eru notuð samhliða öðrum merkjum í viðkomandi flokkum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum