Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið

Afgreiðsla ríkisborgararéttar verður framvegis hjá Útlendingastofnun

Frá og með næstu mánaðamótum verða málefni er snerta afgreiðslu ríkisborgararéttar vistuð hjá Útlendingastofnun. Þeir sem hyggjast sækja um ríkisborgararétt skulu því framvegis snúa sér til Útlendingastofnunar með fyrirspurnir og umsóknir sínar. Lokaákvörðun verður eftir sem áður tekin í ráðuneytinu.

Fram til þessa hefur innanríkisráðuneytið séð um móttöku og afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt svo og umsóknir um ríkisborgararétt sem fara fyrir Alþingi. Við flutning verkefnisins til Útlendingastofnunar verða til samlegðaráhrif þegar forvinnsla umsókna verður unnin af stofnun sem þegar sér meðal annars um að gefa út dvalar- og búsetuleyfi.

Þessi verkefnaflutningur tengist endurskoðun á verkefnum ráðuneytisins sem fram fór á síðasta ári.

Fyrirspurnum vegna umsókna sem borist hafa ráðuneytinu fyrir 1. maí 2013, ber að beina til ráðuneytisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum