Hoppa yfir valmynd
25. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Samningur um brúðuleikhússýningu um vitundarvakningu endurnýjaður

Samningur um sýningar á brúðuleikhússýningunni Krakkarnir í hverfinu hefur verið endurnýjaður. Sýningin er liður í vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum í samstarfi innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis og í samræmi við samning Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun.

Samningur um brúðuleikhússýningar hefur verið endurnýjaður.
Samningur um brúðuleikhússýningar hefur verið endurnýjaður.

Sýningin fer í 2. bekki allra grunnskóla. Henni er ætlað að fræða börn um kynferðisofbeldi og annað ofbeldi og auðvelda þeim að segja frá verði þau eða einhver í þeirra umhverfi fyrir slíku ofbeldi. Brúðleikararnir Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds hafa nú lokið fyrstu umferð sýninga í öðrum bekkjum landsins en þær hófust síðasta. vor. Sýningarnar hafa gengið vonum framar og fengið góðar móttökur hjá nemendum sem kennurum og öðru starfsfólki. Tugir mála hafa verið tilkynntir til barnaverndaryfirvalda vegna gruns um að barn hafi orðið fyrir ofbeldi.

Samningurinn sem nú var undirritaður gildir út árið 2014 og við lok hans mun brúðusýningin hafa verið sýnd í þremur árgöngum grunnskóla. Áhrif sýningarinnar verða metin og í framhaldið síðan ákveðið.

Samningur ráðuneytanna þriggja um vitundarvakninguna gildir jafnframt út árið 2014 en í nýlegri skýrslu um kynferðisbrotamál er lagt til að vitundarvakningin verði útvíkkuð og fest í sessi til framtíðar. Verkefnisstjórn um vitundarvakningu mun vinna nánar að útfærslu þeirra tillagna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum