Hoppa yfir valmynd
17. apríl 2013 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Umbætur í húsnæðismálum stofnana innanríkisráðuneytisins á Akureyri

Endurgert húsnæði þriggja stofnana innanríkisráðuneytisins að Hafnarstræti 107 á Akureyri var formlega opnað í dag. Þar eru til húsa Sýslumaðurinn á Akureyri, Héraðsdómur Norðurlands eystra og í dag bættist við skrifstofa Þjóðskrár Íslands á Akureyri.

Fagnað var í dag endurbótum á húsnæði sýslumanns á Akureyri og því að skrifstofa Þjóðskrár Íslands á Akureyri flytur í húsið.
Fagnað var í dag endurbótum á húsnæði sýslumanns á Akureyri og því að skrifstofa Þjóðskrár Íslands á Akureyri flytur í húsið.

Húsið hefur verið endurnýjað í hólf og gólf að frátalinni þeirri hæð hússins sem hýsir dómstólinn en sá hluti hefur áður verið endurnýjaður. Hjá sýslumanni á Akureyri starfa kringum 20 manns að meðtöldum starfsmanni í útibúi á Dalvík. Sex starfa hjá Héraðsdómi norðurlands eystra. Hjá útibúi Þjóðskrár Íslands eru 15 starfsmenn en þeim hefur fjölgað með auknum verkefnum útibúsins síðustu árin. Með því að færa starfsemi þessara þriggja stofnana sem falla undir ábyrgðarsvið innanríkisráðuneytisins saman í eitt hús við eina af aðalgötum bæjarins er innanríkisráðuneytið að efla starfsemi stofnana sinna á Akureyri og búa starfsmönnum þeirra og þeim sem þær þjóna aðstöðu í fremstu röð.

Ragnhidlur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis. flutti kveðju innanríkisráðherra.Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, flutti ávarp við athöfnina og bar kveðju frá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra sem ekki gat komið því við að vera viðstaddur. Sagði Ragnhildur það mikið framfaraskref að nú væri allt húsið nýtt í þágu þessara þriggja stofnana sem tilheyrðu innanríkisráðuneytinu og óskaði starfsmönnum velfarnaðar í endurnýjuðu húsi við góðan aðbúnað. Hún sagði þær mikilvægar í bæjarlífi Akureyrar, bæði sem grunnstoð opinberrar þjónustu og sem vinnustað. Von innanríkisráðuneytisins væri sú að þessi endurnýjaða aðstaða leggði grunn að enn öflugri starfsemi þeirra. Allar sinntu þær grunnþjónustu samfélagsins. Dómstólarnir sem grunnstoð réttarkerfisins, sýslumenn fulltrúar framkvæmdavalds og löggæslu í héraði og hjá Þjóðskrá væru vistaðar grunnskrár sem við öll þyrftum að eiga góðan aðgang að í daglegum verkefnum.

Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri, flutti ávarp við opnun hússins og sagði hann að reynt hafi á þolinmæði starfsmanna meðan á framkvæmdum stóð og væru menn fegnir nú þegar framkvæmdum væri lokið. ,,Samskipti við verktaka hafa á tímabilinu verið mikil og í alla staði góð og hafa þeir sýnt mikla tillitssemi gagnvart þeirri starfsemi sem í húsinu var á verktíma og vill starfsfólk þakka það. Endurgerð húsnæðis sýslumanns á Akureyri er kærkomin fyrir starfsfólk en með þessu batnar starfsaðstaða til muna. Þá hafa öryggismál skrifstofunnar verið stórlega endurbætt.”

Fagnað var í dag endurbótum á húsnæði sýslumanns á Akureyri og því að skrifstofa Þjóðskrár Íslands á Akureyri flytur í húsið.

Haukur Ingibergsson forstjóri Þjóðskrár Íslands flutti einnig ávarp við þetta tækifæri og sagði meðal annars: „Ég fagna flutningi Þjóðskrár Íslands í hið endurgerða húsnæði og að hin nýja aðstaða skapi tækifæri til að efla starfsemi stofnunarinnar á Akureyri enn frekar en þar starfa nú 15 starfsmenn að margvíslegum viðfangsefnum stofnunarinnar.“

Auk þeirra fluttu ávörp Ólafur Ólafsson dómstjóri og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar sem fagnaði því að ríkisvaldið vildi styrkja og efla stofnanir sínar á Akureyri.

Fagnað var í dag endurbótum á húsnæði sýslumanns á Akureyri og því að skrifstofa Þjóðskrár Íslands á Akureyri flytur í húsið.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum