Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2013 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um almenningsflug til umsagnar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu nr. 812/2012 eru nú til umsagnar og eru áhugasamir hvattir til þess að senda inn umsagnir. Unnt er að senda inn athugasemdir til 24. apríl og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Með reglugerðardrögunum er innleidd framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 646/2012 frá 16. júlí 2012 um ítarlegar reglur um sektir og févíti samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008.

Með reglugerð EB nr. 216/2008 var framkvæmdastjórninni gefin heimild, að tillögu Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA), að leggja sektir á fyrirtæki sem hafa skírteini útgefin af EASA fyrir brot á reglugerðinni og öðrum byggðum á henni. Við innleiðingu reglugerðar 216/2008 hér á landi var Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) falið þetta hlutverk framkvæmdastjórnarinnar, sbr. 136. gr. a laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum. 

Með reglugerð þeirri sem nú er innleidd eru settar reglur um fyrirkomulag sektanna annars vegar hjá EASA og hins vegar hjá framkvæmdastjórninni/ESA og samvinnu þeirra við flugmálayfirvöld aðildarríkjanna. Ákvörðun um álagningu sekta er aðeins tekin eftir að viðkomandi skírteinishafi hefur fengið tækifæri til að bæta fyrir brot sitt og koma með athugasemdir.

Ekki er gert ráð fyrir að reglugerðin muni hafi mikil áhrif hér á landi þar sem nær allir aðilar í flugstarfsemi á Íslandi starfa á grundvelli heimilda sem gefnar eru út af Flugmálastjórn Íslands en ekki á grunni skírteina útgefnum af EASA. Aðeins eitt fyrirtæki á Íslandi er starfandi eins og er á grunni skírteinis útgefnu af EASA.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum