Hoppa yfir valmynd
11. apríl 2013 Forsætisráðuneytið

Ræða um þýðingu alþjóðlegrar íhlutunar, sáttmála og skuldbindinga í baráttu við glæpi gegn mannkyni

Rætt er um alþjóðlega íhlutun og hvernig alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmálar gagnast í baráttu við glæpi gegn mannkyni, stríðsátök og deilur bæði fyrr og síðar á alþjóðlegri ráðstefnu um mannréttindamál sem nú stendur í Reykjavík. Ráðstefnunni lýkur um hádegisbil á morgun, föstudag en hún fer fram á ensku.

Ögmundur Jónasson flutti setningarræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um mannréttindamál sem nú stendur í Reykjavík.
Ögmundur Jónasson flutti setningarræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um mannréttindamál sem nú stendur í Reykjavík.

Að ráðstefnunni standa samtökin Institute for Cultural Diplomacy, innanríkisráðuneytið og Edda rannsóknarsetur Háskóla Íslands. Nærri 20 innlendir og erlendir sérfræðingar flytja erindi á ráðstefnunni, fyrrverandi og núverandi stjórnmálamenn og fræðimenn á ýmsum sviðum. Má meðal þeirra nefna breska fyrrverandi ráðherrann, John Leslie Prescott, Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, Vesna Medenica, en hún er forseti hæstaréttar Svartfjallalands.

Innlendir og erlendir sérfræðingar flytja erindi á ráðstefnunni.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti setningarræðu ráðstefnunnar og ræddi hann meðal annars hvernig ætti að grípa inní, hvort letja ætti eða hvetja til alþjóðlegrar íhlutunar við átök og glæpi gegn mannkyni eða mannréttindabrot. Hann sagði að fjallað yrði um þessi svið út frá sögunni og nútíðinni. Hann sagði ekki spurninguna snúast um þekkingu á grimmdarverkum heldur hvernig ætti að koma í veg fyrir þau. Ekki væri aðeins horft til hins stjórnmálalega eða landfræðilega, lagalega eða siðfræðilega vanda um að grípa inn í heldur einnig út frá þjóðfélagshópum og uppbyggingu og réttlæti í kjölfar átaka.

Innlendir og erlendir sérfræðingar flytja erindi á ráðstefnunni.

Innlendir og erlendir sérfræðingar flytja erindi á ráðstefnunni.




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum