Hoppa yfir valmynd
13. mars 2013 Innviðaráðuneytið, Dómsmálaráðuneytið

Margrét Hauksdóttir skipuð forstjóri Þjóðskrár Íslands frá 1. maí 2013

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði í dag Margréti Hauksdóttur í embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands frá og með 1. maí 2013.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afhendir Margréti Hauksdóttur skipunarbréfið.

Margrét Hauksdóttir er lögfræðingur að mennt með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Hún starfaði hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu áður en hún hóf störf árið 2000 hjá Fasteignamati ríkisins, síðar Fasteignaskrá Íslands þar til Fasteignaskrá og Þjóðskrá voru sameinaðar í eina stofnun, Þjóðskrá Íslands, 1. júlí 2010. Hún hefur því starfað innan veggja þessara stofnana um árabil, síðustu níu árin sem aðstoðarforstjóri.

Hjá Þjóðskrá Íslands starfa um eitt hundrað manns. Stofnunin fer með yfirstjórn fasteignaskráningar, heldur fasteignaskrá, ákveður fasteignamat og brunabótamat og annast rannsóknir á fasteignamarkaðnum. Stofnunin annast almannaskráningu, heldur þjóðskrá og sér um útgáfu vottorða, skilríkja og vegabréfa. Þjóðskrá rekur gáttina island.is og stuðlar að aukinni rafrænni stjórnsýslu í samvinnu við önnur stjórnvöld og veitir þeim þjónustu á því sviði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum