Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2013 Dómsmálaráðuneytið

Indverjar vilja læra af reynslu Íslendinga

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fundaði í síðustu viku með dómsmálaráðherra Indlands, dr. Ashwani Kumar, í ferð sinni til Indlands. Á fundinum var meðal annars rætt um mikilvægi laga og réttar fyrir lýðræðisríki og þróun þeirra en Indland er stærsta lýðræðisríki heims en Ísland hið elsta og eitt af þeim minnstu.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra átti fund á Indlandi með dr. Ashwari Kumari dómsmálaráðherra.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra átti fund á Indlandi með dr. Ashwari Kumari dómsmálaráðherra.

Rætt var um áskoranir sem bæði ríkin standa frammi fyrir á þessu sviði en meðal áskorana er að tryggja tiltrú almennings á að allir væri jafnir fyrir lögum. Eins var rætt um aðgengi að dómstólum fyrir alla en mikill kostnaður sem getur leitt af því að bera mál fyrir dómsstóla getur haft áhrif á aðgengi almennings og tækifæri til að nýta sér réttarkerfið.

Þá ræddu ráðherrarnir um mikilvægi ýmissa stoðstofnana lýðræðisins sem einnig veita stjórnvöldum aðhald en fram kom í máli dómsmálaráðherrans að unnið væri að því að koma á fót varanlegri og öflugri skrifstofu umboðsmanns þingsins í Indlandi. Frumvarp þar að lútandi er til umfjöllunar í indverska þinginu og vonast ráðherrann til að það nái í gegn fljótlega. Að lokum lýsti dr. Ashwani Kumar áhuga sínum á því að koma í heimsókn til Íslands til að fræðast meira um land og þjóð og kann slík heimsókn að vera möguleg síðar á árinu.

Innanríkisráðherra sat fund með formanni mannréttindaráðs Indlands.Í framhaldi af fundi innanríkisráðherra með indverska starfsbróður sínum fundaði hann með mannréttindaráði Indlands. Mannréttindaráðið er sjálfstæður vettvangur sem komið var á fót árið 1993, Megiverkefni þess er að vernda og stuðla að frekari framþróhun mannréttinda í Indlandi, meðal annars með hliðsjón af alþjóðlegum mannréttindaskuldbindingum. Á fundinum fór formaður ráðsins og fyrrverandi yfirdómari í hæstarétti Indlands, K. G. Balakrishnan, yfir hlutverk þess og helstu verkefni nú um stundir. Nefndin sinnir fjölmörgum athugunum að eigin frumkvæði og vinnur einnig úr ábendingum frá borgurunum. Flestar athuganir nefndarinnar beinast að því að rannsaka misfellur innan lögreglunnar.

Þá greindi innanríkisráðherra mannréttindanefndinni frá stöðu mannréttindamála á Íslandi og helstu áskorunum í þeim efnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum