Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2012 Dómsmálaráðuneytið

Ráðstefna um breytingar á barnalögum og undirbúning að gildistöku þeirra

Innanríkisráðuneytið, Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni og Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd gangast næstkomandi fimmtudag fyrir ráðstefnu um breytingar á barnalögum og undirbúning að gildistöku og framkvæmd laganna. Hægt verður að skrá sig á ráðstefnuna til hádegis þann 7. nóvember á netfangið [email protected]

Fjallað verður um þær breytingar á barnalögum sem samþykktar voru fyrr á þessu ári og koma til framkvæmda á næsta ári. Jafnframt munu innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um ráðgjöf og sáttameðferð, umgengni og forsjárdeilur, þar á meðal heimild dómara til þess að dæma sameiginlega forsjá.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum