Hoppa yfir valmynd
18. september 2012 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra segir Ísland hafa mikilvægu hlutverki að gegna á norðurslóðum

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem fylgdist með fjölþjóðlegri leitar- og björgunaræfingu við Grænland í síðustu viku segir augljóst að Ísland hafi mikilvægu hlutverki að gegna á norðurslóðum. Íslensku björgunarsveitirnar hafi staðið sig afar vel og hann hafi sannfærst að fullu um mikilvægi þess að Íslendingar taki af alefli þátt í uppbyggingu björgunarstarfs á norðurslóðum.

Frá fjölþjóðlegu leitar- og björgunaræfingunni við Grænland.
Frá fjölþjóðlegu leitar- og björgunaræfingunni við Grænland.

VIPaa75procent

Frá vinstri: Karsten Riis Andersen frá yfirstjórn varnarmála í Danmörku,  Henrik Kudsk aðmíráll yfirmaður herstjórnarinnar á Grænlandi, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Þórunn J . Hafstein skrifstofustjóri.

Ögmundur heimsótti búðir björgunarfólks í Meistaravík ásamt Þórunni J. Hafstein skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu og fulltrúum frá Danmörku, Kanada, Noregi og Rússlandi. Tilgangurinn með æfingunni var að æfa sameiginleg viðbrögð við því þegar skemmtiferðaskip strandar á leið frá Svalbarða en einnig voru æfð viðbrögð við eldi um borð í skipinu og leki sem kom að því. Verkefnin snerust um leit og björgun farþega í skipinu og flutning slasaðra á spítala í Nuuk á Grænlandi og á Íslandi. Þar sem skipið var statt við austurströnd Grænlands var langt í allar björgunarsveitir og þjálfunin fólst í raunverulegum leitar- og björgunarviðbrögðum Norðurskautsþjóðanna.

Isjaki





Auk starfsmanna Landhelgisgæslunnar í stjórnstöð var varðskipið Þór á vettvangi, einnig TF-SIF  og gistiaðstaða og flugskýli Gæslunnar á Keflavíkurflugvelli var nýtt. Aðrir þátttakendur frá Íslandi voru Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Isavia, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Rauði kross Íslands. Þá var samhæfingarstöð almannavarna virkjuð meðan á æfingunni stóð.

Aefing

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum