Hoppa yfir valmynd
29. ágúst 2012 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja. Umsagnarfrestur um drögin er til 11. september næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið [email protected]

Eftirfarandi breytingar eru lagðar til á núgildandi reglugerð:

Lagt er til að skilgreiningu fornbifhjóls í ákvæði 01.310 (1) verði breytt til samræmis við núgildandi skilgreiningu fornbifreiðar í reglugerð nr. 822/2004, með síðari breytingum. Að öðrum kosti yrði um óþarfa misræmi að ræða milli þessara tveggja eðlislíku skilgreininga reglugerðar nr. 822/2004. Með breytingunni verður unnt að skrá bifhjól í notkunarflokk fornbifhjóla frá upphafi þess árs sem þau ná 25 ára aldri. 

Því næst er lagt til að Umferðarstofu verði veitt heimild til að veita tímabundna undanþágu frá reglum um lit og áletrun taxaljósa. Talið er rétt að fela Umferðarstofu vald til að veita leigubifreiðarstöðvum undanþágur í tilviki átaksverkefna í þágu góðgerðarmála. Ákvæðið felur í sér að við mat á óskum á undanþágum skal Umferðarstofa hafa umferðaröryggi að leiðarljósi.

Þá er lagt til að innleidd verði „tilskipun Framkvæmdastjórnarinnar nr. 2009/1/EB frá 7. janúar 2009 um breytingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2005/64/EB um gerðarviðurkenningu vélknúinna ökutækja með tilliti til endurnotanleika, endurvinnanleika og endurnýtanleika þeirra í því skyni að laga hana að tækniframförum.“ (3. gr.). Markmiðið með tilskipuninni er að auka endurvinnanleg efni í fólks- og sendibifreiðum og minnka þannig mengun vegna bifreiða. Gerðin hefur áhrif á bifreiðaframleiðendur en eingöngu óbein áhrif hér á landi.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum