Hoppa yfir valmynd
7. ágúst 2012 Dómsmálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands

Sjö umsóknir bárust um embætti tveggja dómara við Hæstarétt Íslands, sem auglýst voru laus til umsóknar í byrjun júlí. Umsóknarfrestur rann út 1. ágúst síðastliðinn.

Hæstiréttur Íslands
Hæstiréttur Íslands

Umsækjendur um embættin, í stafrófsröð:

  • Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.
  • Arnfríður Einarsdóttir, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur.
  • Ása Ólafsdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.
  • Benedikt Bogason, settur hæstaréttardómari.
  • Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður.
  • Helgi I. Jónsson, settur hæstaréttardómari.
  • Ingveldur Þ. Einarsdóttir, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur.

Skipað verður í embættin frá og með 1. október 2012, eða eftir að dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið starfi sínu í samræmi við 4. gr. a laga um dómstóla nr. 15/1998 og reglur um störf nefndarinnar nr. 620/2010.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum