Hoppa yfir valmynd
12. júlí 2012 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Kínverskur aðstoðarráðherra heimsækir innanríkisráðherra

Aðstoðarráðherra iðnaðar og viðskipta í Kína, Wang Dongfeng, heimsótti innanríkisráðuneytið og Neytendastofu í dag ásamt forstjóra kínversku Neytendastofunnar og forstjóra neytendasamtakanna þar í landi svo og sendiherra Kína á Íslandi. Kynnti sendinefndin sér stöðu ýmissa hliða neytenda-, viðskipta- og landbúnaðarmála hérlendis.

Í innanríkisráðuneytinu tóku á móti ráðherranum og fylgdarliði hans Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri innviðaskrifstofu, og Björn Freyr Björnsson sérfræðingur. Fulltrúar ráðuneytisins kynntu gestunum helstu verkefni ráðuneytisins og stöðu og stefnu í neytendamálum og Kínverjarnir greindu frá því helsta á þessu sviði í heimalandi sínu.

Kínverska sendinefndin heimsótti einnig Neytendastofu og kynnti sér starfsemi  Neytendasamtakanna og embættis yfirdýralæknis. Sendinefndin heldur héðan til Danmerkur og Svíþjóðar til að kynna sér neytendamál þar.

Aðstoðarráðherra iðnaðar og viðskipta í Kína heimsótti innanríkisráðuneytið ásamt sendinefnd.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum