Hoppa yfir valmynd
1. júní 2012 Dómsmálaráðuneytið

Frambjóðendur til kjörs forseta Íslands 2012

Innanríkisráðuneytið hefur í dag gefið út auglýsingu um framboð til kjörs forseta Íslands sem fara á fram 30. júní 2012 í samræmi við lög um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, þar sem segir að auglýsa skuli hverjir séu í kjöri innan viku frá því framboðsfrestur er liðinn sem var 25. maí 2012.

Forsetaframbjóðendur eru:

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, Skildinganesi 4, Reykjavík

Ari Trausti Guðmundsson, Fannafold 132, Reykjavík

Hannes Bjarnason, Bjarnastöðum, Akrahreppi

Herdís Þorgeirsdóttir, Hávallagötu 9, Reykjavík

Ólafur Ragnar Grímsson, Bessastöðum, Sveitarfélaginu Álftanesi

Þóra Arnórsdóttir, Hjallabraut 66, Hafnarfirði

Í samræmi við 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands hafa einnig verið afgreidd til  Hæstaréttar Íslands skjöl er varða ofangreind framboð, þ.e. samþykki forsetaefnis, nægileg tala meðmælenda og vottorð yfirkjörstjórna um að þeir séu kosningarbærir.

Fyrir lok framboðsfrests 25. maí 2012 barst einnig framboð Ástþórs Magnússonar Wium, sem búsettur er erlendis en með dvalarstað að Vogaseli 1 í Reykjavík. Framboðinu fylgdi samþykki frambjóðanda og meðmæli samtals 1.886 kosningarbærra manna samkvæmt vottorðum yfirkjörstjórna.

Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis upplýsti Ástþór Magnússon Wium og innanríkisráðuneytið 25. maí 2012 að allar forsendur væru brostnar fyrir útgáfu vottorðs gildra meðmæla úr Vestfirðingafjórðungi sem kjörstjórnin hafði gefið út til hans 22. maí 2012. Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis, Reykjavíkurkjördæmis suður og Reykjavíkurkjördæmis norður gáfu út vottorð með fyrirvara um gildi undirskrifta meðmælenda með framboði hans. Yfirkjörstjórnir Suðurkjördæmis og Suðvesturkjördæmis vottuðu meðmælendalista Ástþórs án athugasemda.

Innanríkisráðuneytið telur að þar sem ekki liggur fyrir lögboðið vottorð yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis séu ekki uppfyllt ákvæði 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands, nr. 36/1945, og því verður framboð Ástþórs Magnússonar Wium ekki metið gilt. Jafnframt telur innanríkisráðuneytið að gera verði þá kröfu að vottorð sem frambjóðandi leggur fram á grundvelli 4. gr. laga um framboð og kjör forseta Íslands skuli gefin án fyrirvara um gildi þeirra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum