Hoppa yfir valmynd
7. maí 2012 Forsætisráðuneytið

Umsóknarfrestur um styrki til verkefna á sviði mannréttindamála að renna út

Minnt er á að umsóknarfrestur vegna styrkja innanríkisráðuneytisins til mannréttindamála rennur út 8. maí. Styrkja á verkefni og starfsemi sem á einn eða annan hátt styðja við eða stuðla að vernd og virkni mannréttinda.

Umsóknum skal skilað rafrænt til innanríkisráðuneytisins í gegnum netskil á Ísland.is. Hafi umsækjendur ekki tök á að skila rafrænt má senda umsókn til innanríkisráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, á eyðublaði sem þar má fá. Öllum umsækjendum verður svarað þegar ákvörðun liggur fyrir.

Í ár verður sérstök áhersla lögð á að veita styrki  til verkefna sem tengjast þeim tilmælum sem fram komu til íslenskra stjórnvalda á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í reglubundnu eftirliti með mannréttindum á Íslandi, sem fram fór í Genf 10. október síðastliðinn. Ráðuneytið hefur 6,2 milljónir króna til ráðstöfunar fyrir framangreinda styrki.

Styrkumsóknir verða metnar með hliðsjón af eftirfarandi:

  • Markmiði verkefnisins og hvort líklegt sé að því verði náð.
  • Væntanlegum árangri og ávinningi.
  • Hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf.
  • Hvort unnt sé að meta framvindu og árangur verkefnis.

Hvorki eru veittir styrkir vegna ferðakostnaðar né uppihalds.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum