Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2012 Dómsmálaráðuneytið

Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra

Umsækjendur um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu fjármála og rekstrar í innanríkisráðuneytinu eru 44. Embættið var auglýst laust til umsóknar 6. janúar og rann umsóknarfrestur út 26. þess mánaðar.

Skipuð hefur verið þriggja manna hæfnisnefnd sem skal vera ráðherra til fulltingis við undirbúning skipunar í embættið, sbr. 18. og 19. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands. Í nefndinni eru Bjarni Snæbjörn Jónsson, ráðgjafi sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Arney Einarsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykavík og Þórhallur Vilhjálmsson, aðallögfræðingur Alþingis.


Umsækjendur í stafrófsröð:

  • Arinbjörn Sigurgeirsson, rekstrarfræðingur,
  • Arnar Már Sigurðsson, fangavörður/aðstoðarvarðstjóri,
  • Atli Arason, viðskiptafræðingur,
  • Árni Sigurjónsson, skrifstofustjóri hjá embætti forseta Íslands og staðgengill forsetaritara,
  • Árni Thoroddsen, kerfishönnuður,
  • Ásgeir Þórhallsson, skattaendurskoðandi hjá ríkisskattstjóra,
  • Bergur Hauksson, viðskiptafræðingur,
  • Eiríkur Benónýsson, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu,
  • Eirný Valsdóttir, fyrrv. bæjastjóri,
  • Eva Arnarsdóttir, hagfræðingur,
  • Guðjón Viðar Valdimarsson, viðskiptafræðingur,
  • Guðmundur Sverrisson, viðskiptafræðingur,
  • Guðrún Gísladóttir, framkvæmdastjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands,
  • Hallgrímur H. Gröndal, rekstrarstjóri hjá Ríkiskaupum,
  • Heiðrún Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur,
  • Hjördís Jóhannesdóttir, viðskiptafræðingur,
  • Ingibjörg Sigurðardóttir, laganemi,
  • Ingibjörg Þorsteinsdóttir, deildarstjóri hjá Flugmálastjórn Íslands,
  • Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur,
  • Jóhannes Finnur Halldórsson, sérfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu,
  • Jóhannes Ágústsson, framkvæmdastjóri Avest AB,
  • Jón Halldór Guðmundsson, skrifstofustjóri og aðalbókari hjá sýslumanninum á Seyðisfirði,
  • Jón Ingi Einarsson, fjármálastjóri fjármálaþjónustu menntasviðs Reykjavíkur,
  • Jón Pálsson, sérfræðingur hjá NeckCare, AS,
  • Jón S. Þórðarson, viðskiptafræðingur,
  • Jónína Kristjánsdóttir, innkaupamaður hjá Fríhöfninni,
  • Karitas Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Fiskistofu,
  • Kristján Sveinlaugsson, verkefnastjóri menningarkorts, menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar,
  • Kristófer A. Tómasson, útibússtjóri Arion banka á Selfossi,
  • Lilja Margrét Hreiðarsdóttir, læknaritari,
  • Magnús Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Landspítalanum,
  • Magnús Haukur Ásgeirsson, gæða- og öryggisstjóri hjá Pennanum,
  • Oddur Einarsson, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu,
  • Olga Möller, MSc IBE/viðskiptafræðingur,
  • Pétur U. Fenger, sérfræðingur í innanríkisráðuneytinu,
  • Sigurjón Haraldsson, öryggisráðgjafi hjá ServicePoint A/S,
  • Stefán Guðmundsson, forstöðumaður rekstrar- og mannauðsviðs Matvælastofnunar,
  • Sveinn Bragason, viðskiptafræðingur,
  • Sverrir Örn Kaaber, skrifstofustjóri Icelandic Fish and Chips,
  • Sædís Guðný Hilmarsdóttir, vörustjóri hjá Pennanum,
  • Valbjörn Steingrímsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi,
  • Vilborg Anna Elvarsdóttir, tækniteiknari,
  • Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir, laganemi og
  • Þorsteinn Fr. Sigurðsson, rekstrarhagfræðingur.

 


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum