Hoppa yfir valmynd
13. janúar 2012 Dómsmálaráðuneytið

Heimsótti svæðisstjórn björgunarsveita höfuðborgarsvæðis

Ögmundur Jónasson heimsótti í dag svæðisstjórn björgunarsveita höfuðborgarsvæðisins og kynnti sér stjórnstöðvarbíl sem útbúinn hefur verið. Hefur bíllinn komið að góðum notum við leitar- og björgunaraðgerðir á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Innanríkisráðherra heimsóttir svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu.
Innanríkisráðherra heimsóttir svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu.

Daníel Eyþór Gunnlaugsson og Einar Daníelsson sem sitja báðir í svæðisstjórninni og einn áhafnarmeðlimur bílsins, Vilberg Sigurjónsson, kynntu ráðherra starfsemina og bílinn og búnað hans. Ákveðið var árið 2009 að ráðast í að útbúa rúmgóðan bíl með slíkri miðstöð og fékkst mjólkurflutningabíll frá Búðardal sem var innréttaður sérstaklega. Áður hafði verið notaður mun minni bíll sem nýttur verður áfram í viðeigandi verkefni.

Innanríkisráðherra heimsóttir svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu.

Í stjórnstöðvarbílnum geta starfað 8 til 10 manns við stjórnun aðgerða og margs konar upplýsingasöfnun og vöktun. Bíllinn er búinn 14 tölvuskjám, 30 símatækjum, í lagnir fóru kringum 2 km af köplum og loftnetin eru 17. Meðlimir björgunarsveitanna unnu sjálfir við að innrétta bílinn og setja í hann tæki og sveitirnar nutu einnig mikillar velvildar og stuðnings fjölmargra fyrirtækja.

Innanríkisráðherra heimsóttir svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu.Bíllinn sem komst í gagnið á síðasta sumri hefur verið notaður 13 sinnum í útköllum og tvisvar verið til taks vegna fjölmennra menningarviðburða. Útköllin hafa bæði verið á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, meðal annars við leit á Sólheimajökli seint á síðasta ári og hann var við Múlakvísl síðasta sumar þegar brúin þar hvarf í fljótið.

 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum