Hoppa yfir valmynd
9. janúar 2012 Dómsmálaráðuneytið

Gengið frá tímabundinni leigu á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna

Gengið hefur verið frá tímabundinni leigu á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna sem kemur í stað TF-LIF sem verður í skoðun frá miðjum janúar til 23. mars. Þyrlan verður afhent í lok mánaðarins og ráðgert er að hún verði tilbúin í verkefni um miðjan febrúar.

Landhelgisgæslan leigir þyrlu frá Noregi meðan TF-LIF er í skoðun.
Landhelgisgæslan leigir þyrlu frá Noregi meðan TF-LIF er í skoðun.

Tekið var tilboði Knut Axel Ugland Holding AS um leigu á þyrlu af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1, sem er sömu tegundar og björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar TF-LIF og TF-GNA. Hún er einnig sambærileg þeim að getu.

Tilboð voru opnuð hjá Ríkiskaupum 19. desember, annað frá Knut Axel Ugland Holding AS og hitt frá Norðurflugi sem var frávikstilboð. Til að þyrlan uppfylli öll skilyrði útboðsgagna þarf að gera á henni smávægilegar breytingar sem fara fram annaðhvort í Noregi eða á Íslandi. Starfsmenn á vegum LHG hafa verið í Noregi undarfarna daga þar sem unnið er að lokafrágangi fyrir samningsgerð ásamt því að undirbúa skráningu hjá íslenskum flugmálayfirvöldum.

Samþykkt var 200 milljóna króna fjárveiting á fjárlögum ársins til að standa straum af kostnaði við leiguna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum