Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2011 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherra flutti ávarp á hátíðarsýningu um afleiðingar vímuefnaneyslu

Innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, ávarpaði gesti í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld  en þá fór fram hátíðarsýning á forvarna- og skemmtifræðsluverkinu Hvað ef? Sýningin er ætluð unglingum og fjallar um afleiðingar áfengis- og vímuefnaneyslu.

Ögmundur Jónasson ávarpar gesti sýningarinnar Hvað ef?
Ögmundur Jónasson ávarpar gesti sýningarinnar Hvað ef?

Alla jafna er verkið sýnt í Kassanum en að þessu sinni var efnt til sérstakrar hátíðarsýningar á aðalsviði Þjóðleikhússins í tilefni af því að 25 þúsund manns hafa nú séð verkið. Þá hefur leikhópurinn staðið fyrir sýningum úti á landi.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum