Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2011 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Fjölsóttur fundur forstöðumanna stofnana innanríkisráðuneytis

Fundur forstöðumanna stofnana innan innanríkisráðuneytið var haldinn í gær í Reykjavík. Komnir voru saman margir forstöðumanna stofnana og dómstóla sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins en slíkir fundir eru haldnir einu sinni til tvisvar á ári.

Margir sýslumenn sátu fund forstöðumanna stofnana innanríkisráðuneytis.
Margir sýslumenn sátu fund forstöðumanna stofnana innanríkisráðuneytis.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti fundinn með ávarpi og síðan fjallaði Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri um stefnumótun sem nú er unnið að í ráðuneytinu og þátttöku forstöðumanna í henni. Að ávörpum þeirra loknum sögðu forstöðumenn frá helstu áskorunum sínum í starfi og væntingum til hins nýja innanríkisráðuneytis.

Frá fundi forstöðumanna stofnana innanríkisráðuneytis.

Ráðherra sagði í ávarpi sínu að sameiningarferli ráðuneytanna hefði verið lærdómsríkt, margir hefðu haft efasemdir og væri sú gagnrýni reist á góðum rökum en vel hefði tekist að vinna úr stöðunni. Brýnt hefði verið að taka stjórnsýsluna til gagngerrar endurskoðunar og ekki sæi fyrir endann á erfiðleikum vegna niðurskurðar. Hann sagði ráðuneytið þurfa að vera á verði í þágu stofnana sinna, allir hefðu minna fé á milli handanna og því yrði að endurmeta allt starfið. Hann sagði unnið að stefnumótun fyrir ráðuneytið og mikilvægt væri að heyra sjónarmið forstöðumanna.

Frá fundi forstöðumanna stofnana innanríkisráðuneytis.Eftir að ráðuneytisstjóri hafði kynnt stefnumótunarstarfið tóku forstöðumenn til máls hver á fætur öðrum og sögðu frá áskorunum sínum og væntingum. Rauður þráður í máli þeirra var að mikil áskorun væri að halda uppi góðri þjónustu við þær aðstæður sem hagræðing og sparnaður í ríkiskerfinu krefðist.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum