Hoppa yfir valmynd
18. október 2011 Dómsmálaráðuneytið, Innviðaráðuneytið

Innanríkisráðherra á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er nú á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Ásamt honum sitja fundinn þær Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Bryndís Helgadóttir skrifstofustjóri.

Ögmundur Jónasson á fundi allsherjar- og menntamálanefndar.
Ögmundur Jónasson á fundi allsherjar- og menntamálanefndar.

Í upphafi fundar kynnti innanríkisráðherra lista yfir þau lagafrumvörp sem hann hyggst leggja fram á Alþingi á þessu þingi, bæði nú á haustþinginu og á komandi vorþingi. Í kjölfar máls hans spurðu nefndarmenn hann um ýmis málefni og spurði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrst um kjör lögreglumanna og hvort ráðherra hefði ekki áhyggjur af stöðu kjaraviðræða þar, svo og um flutning Landhelgisgæslunnar til Suðurnesja. Siv Friðleifsdóttir spurði um frumvarp um heimildir til rannsókna á hugsanlegum brotum sem væru í undirbúningi og um vopnalög.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum