Hoppa yfir valmynd
7. október 2011 Dómsmálaráðuneytið

Fjallað um forsögu og framkvæmd Schengen samningsins

Fjallað var um forsögu, umfang og framkvæmd Schengen landamæraeftirlitsins sem Íslendingar gerðust aðiliar að fyrir tíu árum á ráðstefnu á vegum innanríkisráðuneytisins 6. október síðastliðinn. Erindi ráðstefnunnar fjölluðu um framkvæmdina, tollaeftirlit, skipulagða glæpastarfsemi og hlutverk Landhelgisgæslunnar.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpar ráðstefnugesti.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpar ráðstefnugesti.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra setti ráðstefnuna og sagði ljóst að hérlendis vildu menn reisa skorður við för þeirra inn í landið sem hefðu óhreint mjöl í pokahorninu. Hann sagðist þeirrar skoðunar að eftirlit þurfi að vera fyrir hendi, spurning væri hvar það ætti að vera, við landamæri eða eftir að inn í landið væri komið. Sagðist hann fremur fylgjandi því að eftirlit færi fram á landamærum. Hann kvað gagnlegt að efna til ráðstefnu sem þessarar og nauðsynlegt væri að meta og endurmeta hlutina.

Þétt setinn salur á Schengen ráðstefnuFlutt voru átta erindi á ráðstefnunni. Valgerður María Sigurðardóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu ræddi um forsögu, umfang og ástæður þess að Ísland hóf þátttöku í Schengen samstarfinu og Jóhanna Jónsdóttir, fulltrúi frá skrifstofu EFTA í Brussel, fjallaði um EFTA og samhengið við EES samninginn og um frjálsa för. 

Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum, fjallaði um daglega framkvæmd Schengen og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, ræddi um málefni útlendinga, hælismál og áritanir.

Guðbrandur Guðbrandsson, lögreglufulltrúi í alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, ræddi lögreglusamvinnu Schengen ríkja, Niels Bracke, sérfræðingur frá ráðherraráði Evrópusambandsins, ræddi skipulagða glæpastarfsemi í Evrópu. Þá talaði Karen Bragadóttir, forstöðumaður tollsviðs tollstjóra, um tollaeftirlit á landamærum og að lokum fjallaði Auðunn F. Kristinsson um Landhelgisgæsluna og samstarf við Landamærastofnun.

Kynningar fyrirlesara má sjá hér:


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum