Hoppa yfir valmynd
6. október 2011 Dómsmálaráðuneytið

Umsögn dómnefndar um setningu í embætti dómara við Hæstarétt Íslands

Dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um embætti dómara skilaði innanríkisráðherra hinn 3. október sl. umsögn sinni um hæfni þeirra sem sóttu um setningu í embætti dómara við Hæstarétt Íslands. Umsækjendur voru Benedikt Bogason dómstjóri, Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Ingimundur Einarsson héraðsdómari og Þorgeir Ingi Njálsson dómstjóri.

Ályktarorð dómnefndarinnar eru eftirfarandi: „Með vísun til 2. mgr. 4. gr. a laga nr. 15/1998 um dómstóla, með síðari breytingum, er það niðurstaða dómnefndar að Benedikt Bogason sé hæfastur umsækjenda til að hljóta setningu í embætti hæstaréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar 15. júlí 2011 í Lögbirtingablaði.

Umsögnin er hér með birt í heild sinni í samræmi við 2. mgr. 8. gr. reglna nr. 620/2010 um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti. Í nefndinni sitja: Eiríkur Tómasson, sem jafnframt er formaður, Allan V. Magnússon, Brynjar Níelsson, Guðrún Agnarsdóttir og Stefán Már Stefánsson.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum