Hoppa yfir valmynd
24. september 2011 Dómsmálaráðuneytið

Nýja varðskipið Þór afhent með viðhöfn í Chile

Hið nýja varðskip Íslendinga, Þór, var afhent við hátíðlega athöfn í Asmar, skipasmíðastöð sjóhersins í Chile, í gær, 23. september. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, tóku við skipinu fyrir hönd íslenska ríkisins.

Þór prýddur fánum á afhendingardegi.
Þór prýddur fánum á afhendingardegi.

Með hinum nýja Þór er stigið nýtt skref í  öryggismálum sjómanna og vöktun íslenska hafsvæðisins, hvort sem er á sviði auðlindagæslu, fiskveiðieftirlits, löggæslu, leitar eða björgunar. Varðskipið er sérstaklega hannað með hliðsjón af þörfum Íslendinga og verkefnum  á Norður-Atlantshafi. Skipið verður öflugur hlekkur í keðju björgunaraðila á Norður-Atlantshafi og stóreykur möguleika Landhelgisgæslunnar á hafinu.

Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri afhjúpaði skjöld varðaskipsins ásamt Andrés Fonzo, aðmíráli og forstjóra Asmar skipasmíðastöðvarinnar.









Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri afhjúpaði skjöld varðskipsins ásamt Andrés Fonzo, aðmírál og forstjóra Asmar skipasmíðastöðvarinnar.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti ávarp.Í tengslum við afhendingu skipsins fluttu bæði Georg Kr. Lárusson og Ragnhildur Hjaltadóttir ávörp og þökkuðu þau skipasmíðastöðinni fyrir gott samstarf og framúrskarandi verk svo og starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og öðrum sem hafa komið að verkinu.

Smíði skipsins hófst fyrir fjórum árum eða í október 2007 og hefur verkið gengið mjög vel og er kostnaður innan heildaráætlunar. 

Áætluð koma varðskipsins Þórs til Íslands er þann 27. október nk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum