Hoppa yfir valmynd
21. júní 2011 Dómsmálaráðuneytið

Ræddu aukið samstarf í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi

Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna áttu í dag fund í Finnlandi og ræddu meðal annars aukið samstarf í baráttunni gegn skipulagri glæpastarfsemi. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sat fundinn ásamt Bryndísi Helgadóttur, skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu.
Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna á fundi í Finnlandi 21. júní 2011.
Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna á fundi í Finnlandi 21. júní 2011.

Á fundinum lýsti Ögmundur Jónasson hvernig Íslendingar byggðu mikið á norrænu samstarfi á þessu sviði sem hefði komið að miklu gagni. Ákveðið var að taka þetta málefni áfram fyrir á fundi ráðherranna á næsta ári en skipuleggja í millitíðinni hvernig gera mætti samstarfið enn skilvirkara og markvissara. Auk þessa ræddu ráðherrarnir meðal annars um önnur úrræði en gæsluvarðhald þegar um er að ræða erlenda glæpamenn svo sem farbann og rafrænt eftirlit.

Næsti fundur dómsmálaráðherranna verður haldinn í Noregi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum