Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2011 Innviðaráðuneytið

Morgunverðarfundur um almenningssamgöngur

Innanríkisráðuneytið boðar til morgunverðarfundar um almenningssamgöngur miðvikudaginn  13. apríl kl. 8.15 til 10. Fundurinn verður haldinn á Radisson Hótel Sögu í Reykjavík.

Frumvarp til nýrra umferðarlaga er nú til umfjöllunar á Alþingi.
Frumvarp til nýrra umferðarlaga er nú til umfjöllunar á Alþingi.

Tilgangur fundarins er að kynna núverandi stöðu almenningssamgangna, horfur og nýjungar sem ráðuneytið og aðrir aðilar eru að vinna að til að nýta betur fjármuni og efla þennan samgöngumáta.

Fundurinn hefst kl. 8.30 en húsið er opið frá kl. 8.15 og geta fundarmenn keypt sér léttan morgunverð á innan við 1.000 krónur. Þeir sem sækja vilja fundinn eru beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] eigi síðar en um hádegi þriðjudaginn 12. apríl.

Þeir sem ekki eiga kost á að sitja fundinn geta fylgst með honum á netinu og er tenging á útsendinguna á eftirfarandi slóð:

http://straumur.hotelsaga.is/msradisson/Viewer/?peid=8636a6d12ad2415386b9c79508d7efa5

Dagskrá

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flytur ávarp í upphafi fundar.

Þá verða flutt þrjú erindi:

  • Hreinn Haraldsson vegamálastjóri fjallar um núverandi stöðu ríkisstyrktra almenningssamgangna og horfur,
  • Þorsteinn R. Hermannsson, verkfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu, kynnir tillögu starfshóps samgönguráðs að grunnneti almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu,
  • Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., fjallar um nýjungar á sviði almenningssamgangna.

Að loknum erindum fjallar Dagur B. Eggertsson, formaður samgönguráðs, um efnið almenningssamgöngur og samgönguáætlun.

Í kjölfarið verða pallborðsumræður og fyrirspurnir. Í pallborði munu sitja bæjarstjórarnir Aldís Hafsteinsdóttir í Hveragerði og Ásgerður Halldórsdóttir á Seltjarnarnesi, Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., Dagur B. Eggertsson, formaður samgönguráðs, og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sem jafnframt hefur síðasta orðið á fundinum.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum