Hoppa yfir valmynd
25. mars 2011 Dómsmálaráðuneytið

Þjóðskrá Íslands hefur opnað upplýsingaveitu fyrir kjósendur um skráningu á kjörskrá

Kjósendur geta nú kannað hvar þeir eru á kjörskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl næstkomandi á kosningavef innanríkisráðuneytisins, kosning.is.

Kjósendur geta nú kannað hvar þeir eru á kjörskrá í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl næstkomandi á kosningavef innanríkisráðuneytisins, kosning.is. Með því að slá inn kennitölu kjósanda kemur upp nafn hans, lögheimili og sveitarfélag. Reykvíkingar og íbúar nokkurra stærri sveitarfélaga í landinu fá einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Þjóðskrá Íslands sér um gerð kjörskrárstofna, en þetta er í fjórða sinn sem hún útbýr slíkan aðgang að kjörskrá. Á kjörskrárstofni eru allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár 19. mars 2011 og fæddir eru 9. apríl 1993 og fyrr. Ennfremur eru á kjörskrárstofni þeir íslenskir ríkisborgarar, sem lögheimili eiga erlendis en eiga kosningarrétt samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum