Hoppa yfir valmynd
2. mars 2011 Dómsmálaráðuneytið

Stemma þarf stigu við skipulagðri glæpastarfsemi

Aðgerðir innanríkisráðherra til að sporna við starfsemi skipulagðra glæpasamtaka á Íslandi var umfjöllunarefni umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var til andsvara.

<P>Aðgerðir innanríkisráðherra til að sporna við starfsemi skipulagðra glæpasamtaka á Íslandi var umfjöllunarefni umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra var til andsvara.</P>

Í máli Ólafar Nordal kom fram að lögreglu- og dómsmálayfirvöld hafi fylgst með tilraunum til að koma á fót hérlendis skipulagðri glæpastarfsemi og að Eurupol hefði skilgreint alþjóðlegu samtökin Hells Angels sem glæpasamtök sem þjóðfélaginu stafaði ógn af. Frumskylda ríkisins væri að vernda borgara og benti þingmaðurinn á að í mannfæð lögregluliðs hérlendis væri brýnt að nýta markvissar rannsóknaraðferðir. Spurði hún innanríkisráðherra hvort til greina kæmi að setja í lög heimildir til að beita forvirkum rannsóknaraðferðum og hvort ráðherra myndi berjast gegn því að hópar alþjóðlegra glæpahringja næðu að festa rætur hérlendis.

Ögmundur Jónasson þakkaði þingmanninum fyrir að taka málið upp og væri umræða um það því miður tímabær á Alþingi. Ráðherra sagði að samkvæmt upplýsingum lögreglu væru brot sem rakin væru til gengja orðin sýnilegri og alvarlegri, til dæmis mansal, peningaþvætti og vopnasmygl og þetta væri starfsemi sem Íslendingar væru sammála um að líða ekki. Hann sagði lögreglu hafa fylgst vel með þessum málum og gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkir hópar festi rætur hérlendis. Brýnt væri að fara fram með sem víðtækustum hætti, auknar rannsóknarheimildir lögreglu væru eitt þeirra atriða sem kæmu til greina og væri nú í smíðum frumvarp í ráðuneytinu um að auka slíkar heimildir. Þeim yrði þó að beita af varfærni og aðeins að undangengnum dómsúrskurði. Hann sagði þjóðina þurfa að sýna samstöðu í þessu máli og standa einhuga að baki lögreglunni.

Aðrir þingmenn sem tóku til máls í umræðunni voru Siv Friðleifsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Þór Saari, Birgir Ármannsson, Þráinn Bertelsson, Vigdís Hauksdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum