Hoppa yfir valmynd
16. febrúar 2011 Dómsmálaráðuneytið

Tógó orðið samstarfsríki Íslands á sviði ættleiðinga

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út löggildingu fyrir félagið Íslenska ættleiðingu til að annast milligöngu um ættleiðingar frá Tógó. Tógó er fyrsta samstarfsríki Íslands í Afríku á sviði ættleiðinga en bæði ríkin eiga aðild að Haag-samningnum um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa.

Að beiðni Íslenskrar ættleiðingar hefur verið unnið að því í innanríkisráðuneytinu að koma á samstarfinu við Tógó. Tógósk yfirvöld gera þær kröfur að samskipti ríkjanna fari fram milliliðalaust og kallaði það á breytingar á reglugerð um ættleiðingarfélög, sem nú hafa verið gerðar. Innanríkisráðuneytið mun því verða í samskiptum við yfirvöld í Tógó en Íslensk ættleiðing mun engu að síður annast allan undirbúning mála hér á landi vegna ættleiðinga þaðan. Félagið leiðbeinir væntanlegum kjörforeldrum um allt er viðvíkur ættleiðingum frá Tógó, eins og við ættleiðingar frá öðrum löndum. Þeim, sem óska eftir forsamþykki sýslumanns til að ættleiða barn frá Tógó, er því skylt að leita milligöngu um ættleiðinguna hjá félaginu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum