Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2011 Innviðaráðuneytið

Flugvellir í Evrópu telja ekki tímabært að afnema reglur um vökva í handfarangri

Nýjar flugverndarreglur taka að óbreyttu gildi 29. apríl. Þær heimila flugfarþegum innan ESB-svæðisins að halda vörum í vökvaformi sem þeir hafa keypt utan ESB-svæðisins eða um borð í vélum sem skráðar eru í ríki utan ESB er þeir halda áfram för sinni innan ESB-svæðisins. Í dag verða skiptifarþegar að láta síkt af hendi áður en haldið er í tengiflug.

Samtök flugvalla í Evrópu, ACI Europe, hafa hins vegar lagst gegn gildistöku nýju reglnanna. Samtökin hafa áhyggjur af þessari breytingu þar sem tækni til að greina sprengiefni í vökvaformi er ekki tilbúin enn. Samtökin segjast styðja afnámi bannsins en aðeins ef til reiðu er örugg og nægilega afkastamikil tækni fyrir núverandi umferð flugvalla.

Unnið er að tilraunum með tæknina á tilraunastofum en ekki enn við við raunverulegar aðstæður á flugvöllum. Að sögn ACI-Europe hafa tilraunir á tilraunastofum ekki gengið vel og sendir búnaður fjölda falskra viðvarana við prófanir. Í raunaðstæðum myndu þær leiða til mun fleiri  skoðana sem krefðust þess að opna umbúðir. Það leiði til biðraða með tilheyrandi óánægju farþega. Bandaríkjamenn hafa gert tilraunir með slík tæki en gefist upp eftir að hafa eytt í þær milljónum Bandaríkjadala.

Bann við að bera með sér vökva í handfarangri átti að falla úr gildi fyrst 29. apríl 2010 en var framlengt til 29. apríl 2013 þar sem ekki var til tækni fyrir að greina sprengiefni í vökvaformi. Öðru máli gegndi með áningarfarþega en bann við að þeir tækju með sér vörur í vökvaformi átti að falla úr gildi 29. apríl næstkomandi eins og áður sagði.

Þetta má lesa í 4125-hefti Europolitics.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum