Hoppa yfir valmynd
24. febrúar 2006 Forsætisráðuneytið

Skýrsla starfshóps sem kynnti sér mismunandi löggjöf um vændi og fleira á Norðurlöndum og víðar

Skilað hefur skýrslu sinni starfshópur, sem dómsmálaráðherra skipaði þann 23. nóvember 2004, sem kynnti sér mismunandi löggjöf um vændi o.fl. á Norðurlöndum og víðar.

Skýrsla starfshóps sem kynnti sér mismunandi löggjöf um vændi o.fl. á Norðurlöndum og víðar.
Skýrsla starfshóps sem kynnti sér mismunandi löggjöf um vændi o.fl. á Norðurlöndum og víðar.

Fréttatilkynning nr.: 9/2006

Skilað hefur skýrslu sinni starfshópur, sem dómsmálaráðherra skipaði þann 23. nóvember 2004, sem kynnti sér mismunandi löggjöf um vændi o.fl. á Norðurlöndum og víðar.

Í starfshópinn voru skipuð Kolbrún Halldórsdóttir, alþingismaður, tilnefnd af þingflokki Vinstri hreyfingar græns framboðs, Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður, tilnefndur af þingflokki Samfylkingarinnar, Gunnar Örn Örlygsson, alþingismaður, tilnefndur af Frjálslynda flokknum (nú í þingflokki Sjálfstæðisflokksins), Jónína Bjartmarz, alþingismaður, tilnefnd af þingflokki Framsóknarflokksins og Ásta Möller, varaþingmaður, nú alþingismaður, tilnefnd af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Formaður starfshópsins var Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Í skýrslunni má finna ítarlega umfjöllun um löggjöf er snertir vændi og vændiskaup. Sérstaklega eru rakin sjónarmið um kosti og galla þess að gera vændiskaup refsiverð. Kolbrún Halldórsdóttir, Jónína Bjartmarz og Ágúst Ólafur Ágústsson telja, er gera beri vændiskaup refsiverð með lagasetningu áþekkri þeirri sem í gildi er í Svíþjóð. Ásta Möller og Gunnar Örn Örlygsson telja að ekki sé ráðlegt að svo komnu máli að gera slíkar lagabreytingar. Ragna Árnadóttir, fulltrúi dóms- og kirkjumálaráðuneytis, mælir ekki með því að farin verði sú leið að setja í lög ákvæði sem geri vændiskaup refsiverð.

Starfshópurinn komst ekki að sameiginlegri niðurstöðu um það hvaða leið væri líklegust til að draga úr vændi hér á landi, enda var það ekki í umboði hans að leggja fram tillögur um það. Mismunandi afstaða nefndarmanna kemur fram í lokaorðum skýrslunnar.

Skýrslan er aðgengileg á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins, en einnig má nálgast prentuð eintök í afgreiðslu þess að Skuggasundi 3, Reykjavík.

Reykjavík, 24. febrúar 2006.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum