Fréttir

Fyrirsagnalisti

Samstarfshópur um netöryggi stofnaður - 23.2.2017

Fjölmargir sátu ráðstefnu um netöryggi og stofnfund samstarfshóps um netöryggi.

Stofnfundur samstarfshóps um netöryggi var haldinn 20. febrúar í Reykjavík samhliða ráðstefnu um netöryggismál en netöryggisráð sem skipað var á grunni stefnu innanríkisráðherra um net- og upplýsingaöryggi hefur undirbúið stofnun hópsins. Í samstarfshópi um netöryggi sitja fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila auk fulltrúa í netöryggisráði.

Lesa meira

Undirritaði yfirlýsingu Evrópuríkja um samgöngur og loftslagsbreytingar - 22.2.2017

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd Íslands.

Samgönguráðherrar aðildarríkja samgöngunefndar Efnahagsnefndar Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu, UNECE, fögnuðu 70 ára afmæli nefndarinnar á fundi í Genf í vikunni. Af þessu tilefni undirrituðu ráðherrarnir yfirlýsinguna Embracing the new era for sustainable inland transport and mobility sem fjallar um samgöngur og áherslur í umhverfismálum og umferðaröryggi.

Lesa meira

Dómsmálaráðherra heimsótti Útlendingastofnun - 21.2.2017

Sigríður Á. Andersen og Kristín Völundardóttir.

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra heimsótti Útlendingastofnun í Skógarhlíð í Reykjavík á dögunum og kynnti sér starfsemi hennar. Jafnframt heimsótti hún móttöku- og greiningarmiðstöð fyrir hælisleitendur við Bæjarhraun í Hafnarfirði.

Lesa meira

Niðurstaða styrkúthlutunar vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 - 17.2.2017

Eftirtalin 24 sveitarfélög hafa staðfest formlega að þau vilji ganga til samninga við fjarskiptasjóð um ráðstöfun á tilgreindum styrk til lagningar á ljósleiðarakerfum. Stefnt er að undirritun samninga við fyrstu hentugleika.

Lesa meira

Lokað vegna jarðarfarar - 17.2.2017

Innanríkisráðuneytið verður lokað í dag, föstudaginn 17. febrúar, frá klukkan 12.00 vegna jarðarfarar Ólafar Nordal, fyrrverandi innanríkisráðherra.

Drög að reglugerðum um vegabréfsáritanir og um för yfir landamæri til umsagnar - 15.2.2017

Drög að reglugerðum um vegabréfsáritanir og um för yfir landamæri sem settar eru á grundvelli nýrra laga um útlendinga sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn eru nú til umsagnar á vef ráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 28. febrúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að breyttum reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa til umsagnar - 15.2.2017

Drög að breytingum á reglum um björgunar- og öryggisbúnað íslenskra skipa eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 28. febrúar næstkomandi og skal senda þær á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Skipar starfshóp til að kanna framkvæmdir við stofnleiðir og mögulega fjármögnun - 15.2.2017

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur skipað starfshóp til að kanna hvernig hátta megi umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu. Markmið verkefnisins er að bæta stofnleiðir út frá höfuðborginni, bæði Vesturlandsveg og Suðurlandsveg, svo og Reykjanesbraut. Jafnframt er hópnum falið að setja fram tillögur um fjármögnun framkvæmdanna, til dæmis með veggjaldi.

Lesa meira

Drög að reglum um nefnd um eftirlit með störfum lögreglu til umsagnar - 13.2.2017

Drög að reglum um nefnd um eftirlit með störfum lögreglu eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 24. febrúar næstkomandi og skal senda þær á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Einn-einn-tveir dagurinn haldinn í þrettánda sinn - 11.2.2017

Fjölmörg börn fengu verðlaun í eldvarnargetraun sem afhent voru í dag.

Einn-einn-tveir dagurinn var haldinn hátíðlegur í 13. sinn í dag og var dagskrá fjölbreytt og sýnd margs konar tæki og búnaður björgunar- og viðbragðsaðila við Hörpuna í Reykjavík. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra flutti ávarp við athöfn þar sem afhent voru verðlaun fyrir eldvarnargetraun og skyndihjálparmaður Rauða krossins var útnefndur sem er Unnur Lísa Schram.

Lesa meira

Fimmtán embætti dómara við Landsrétt auglýst laus til umsóknar - 10.2.2017

Auglýsing um  embætti dómara við Landsrétt

Innanríkisráðuneytið auglýsir laus til umsóknar embætti 15 dómara við Landsrétt. Landsréttur tekur til starfa 10. janúar 2018 á grundvelli laga um dómstóla sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Umsóknarfrestur umembættin er til og með 28. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

Drög að reglugerð um fjarstýrð loftför til umsagnar - 10.2.2017

Drög að reglugerð um notkun og starfrækslu fjarstýrðra loftfara (dróna) eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnir má senda ráðuneytinu á netfangið postur@irr.is til og með 27. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

Tíu sóttu um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra - 10.2.2017

Tíu umsóknir bárust um embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra en auglýsing var birt í byrjun janúar. Umsóknarfrestur rann út 25. janúar.

Lesa meira

Drög að lagabreytingum á sviði fjarskipta til umsagnar - 8.2.2017

Drög að breytingum á lögum um fjarskipti, lögum um Póst- og fjarskiptstofnun og lögum um fjarskiptasjóð eru nú til umsagnar. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 15. febrúar næstkomandi og skal senda þær á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Undirbýr átak í uppbyggingu á aðalleiðum út frá Reykjavík - 7.2.2017

Frá fundi um vegakerfið og umferðaröryggi

Hægt yrði að ráðast í umfangsmikla uppbyggingu á aðal umferðarleiðum út frá höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut, ef komið verður á sérstakri gjaldtöku á þessum leiðum sem fjármagna myndi framkvæmdir. Slík gjaldtaka myndi flýta mjög uppbyggingu á þessum leiðum sem yrði annars ekki ráðist í á næstu árum með hefðbundnum framlögum til samgöngumála eins og þau hafa verið.

Lesa meira

Skýrsla um vistun barna á Kópavogshæli 1952-1993 afhent dómsmálaráðherra - 7.2.2017

Svonefnd vistheimilanefnd, sem skipuð var til að kanna starfsemi vist- og meðferðaheimila fyrir börn, skilaði í dag dómsmálaráðherra skýrslu sinni og fjallar hún um vistun barna á Kópavogshæli árin 1952-1993. Áður hafði nefndin skilað skýrslum um Unglingaheimili ríkisins, Upptökuheimili ríkisins, meðferðarheimilin í Smáratúni og á Torfastöðum, um Heyrnleyingjaskólann, vistheimilin Kumbaravog, Reykjahlíð og Silungapoll, skólaheimilið Bjarg, Breiðavíkurheimilið og heimavistarskólann að Jaðri.

Lesa meira

Ræða leiðir til að styrkja sveitarstjórnarstigið - 2.2.2017

Frá fundi með sveitarstjórnarfólki í Árnessýslu.

Verkefnisstjórn sem hefur það hlutverk að greina sveitarstjórnarstigið og skilgreina tækifæri og leiðir til að styrkja það hefur nú hafið fundaferð þar sem markmiðið er að ræða við og hlusta á sveitarstjórnarmenn um efnið. Fyrsti fundurinn var haldinn í síðustu viku á Hólmavík með fulltrúum sveitarfélaga á Vestfjörðum og nú í vikunni voru fundir á Hvolsvelli og Selfossi með fulltrúum sunnlenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Drög að reglugerð um útlendingamál til umsagnar - 2.2.2017

Drög að reglugerð um útlendingamál sem sett er á grundvelli nýrra laga um útlendinga sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn eru nú til umsagnar á vef ráðuneytisins. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 19. febrúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Ísland ljóstengt 2017 – niðurstaða opnunar styrkbeiðna - 2.2.2017

Fjarskiptasjóður úthlutar styrkjum til sveitarfélaga til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli utan markaðssvæða. Í fyrra hlutu 14 sveitarfélög alls 450 milljóna króna styrk til þess að tengja um 1.000 lögheimili og vinnustaði.

Lesa meira

Sigríður Á. Andersen tók þátt í fundi dómsmálaráðherra Evrópuríkja - 27.1.2017

Sigríður Á. Andersen sótti fund dómsmálaráðherra Evrópuríkja og hér er hún með starfsbróður frá Möltu Carmelo Abela.

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sótti óformlegan fund dóms- og innanríkisráðherra í Valetta á Möltu í gær, 26. janúar, en þar voru málefni tengd hælisleitendum og Schengen ríkjasamstarfinu til umræðu. 

Lesa meira

Sýslumannafélagið fundaði með fulltrúum innanríkisráðuneytis - 27.1.2017

Sýslumannafélag Íslands hélt í dag félagsfund í innanríkisráðuneytinu og sátu hann allir sýslumenn og  fulltrúar nokkurra fleiri aðila. Umfjöllunarefni fundarins voru skipulagsmál embættanna, fjármál og ýmislegt er varðandi samstarf þeirra.

Lesa meira

Samráð ESB um breytingu á tilskipun um samsetta flutninga - 27.1.2017

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um breytingar á tilskipuninni um svokallaða samsetta flutninga frá 7. desember 1992 um setningu sameiginlegra reglna fyrir tilteknar tegundir vöruflutninga milli aðildarríkja. Samráðið stendur til 23. apríl 2017.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður - 27.1.2017

Prófnefnd um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið vorið 2017. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Drög að breytingum á fjarskiptalögum til umsagnar - 27.1.2017

Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fjarskipti eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Tilgangur breytinganna er að styrkja lagastoð til að unnt verði að innleiða ákvæði Evrópureglugerðar um nethlutleysi. Umsagnir má senda ráðuneytinu á netfangið postur@irr.is til og með 6. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

Sérstökum byggðastyrk úthlutað til lagningar ljósleiðara - 26.1.2017

Haraldur Benediktsson kynnti úthlutun byggðastyrkja ásamt Karli Björnssyni og Ólafi E. Jóhannssyni.

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið með vísan til markmiða byggðaáætlunar og umsagnar stjórnar Byggðastofnunar að verja allt að 100 milljónum króna úr fjárveitingu byggðaáætlunar til að styrkja sérstaklega uppbyggingu ljósleiðarakerfis í strjálbýlum sveitarfélögum. Þessi fjárveiting kemur til viðbótar 450 m.kr. úthlutun fjarskiptasjóðs til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017.

Lesa meira

Mislæg gatnamót Krísuvíkurvegar og Reykjanesbrautar og öryggisaðgerðir á Grindavíkurvegi - 25.1.2017

Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur falið Vegagerðinni að undirbúa útboð vegna mislægra gatnamóta Krísuvíkurvegar og Reykjanesbrautar. Einnig hefur hann óskað eftir tillögum Vegagerðarinnar um öryggisaðgerðir á Grindavíkurvegi.

Lesa meira

Breyting á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja til umsagnar - 24.1.2017

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja. Unnt er að veita umsagnir um reglugerðardrögin til og með 6. febrúar næstkomandi og skulu þau send á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á fundi hjá landshlutasamtökum sveitarfélaga - 20.1.2017

Jón Gunnarsson sat fund með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaga í vikunni ásamt fulltrúum annarra stjórnmálaflokka.

Landshlutasamtök sveitarfélaga boðuðu í vikunni fulltrúa stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi til fundar. Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sat fundinn ásamt aðstoðarmanni en af hálfu landshlutasamtakanna sátu fundinn formenn og framkvæmdastjórar. Einnig sátu hann fulltrúar Byggðastofnunar.

Lesa meira

Ólafur E. Jóhannsson ráðinn aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra - 19.1.2017

Ólafur E. Jóhannsson

Ólafur E. Jóhannsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. Ólafur hefur hafið störf í ráðuneytinu.

Lesa meira

Sendiherra Makedóníu ræddi við dómsmálaráðherra - 18.1.2017

Fulltrúar Makedóníu ræddu við dómsmálaráðherra í dag.

Fulltrúar stjórnvalda í Makedóníu áttu í dag fund með Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra ásamt fulltrúum Útlendingastofnunar og sérfræðingum ráðuneytisins til að ræða aukningu á umsóknum um vernd hér á landi frá makedónískum ríkisborgurum. Fyrr í dag áttu þeir fund með fulltrúum utanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Laufey Rún Ketilsdóttir ráðin aðstoðarmaður dómsmálaráðherra - 18.1.2017

Laufey Rún Ketilsdóttir er aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.

Laufey Rún Ketilsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Laufey Rún hefur þegar hafið störf.

Lesa meira

Samið um smíði ferju til siglinga í Landeyjahöfn - 17.1.2017

Vegamálastjóri og fulltrúar pólsku skipasmíðastöðvarinnar skrifa hér undir samninginn.

Skrifað var í dag undir samninga um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju við pólsku skipasmíðastöðina Crist í húsnæði Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir að ferjan geti hafið siglingar uppúr miðju ári 2018. Undir samninginn skrifuðu fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar, Vegagerðarinnar, Vestmannaeyjabæjar, Ríkiskaupa og innanríkisráðuneytis.

Lesa meira

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir ráðin aðstoðarmaður samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra - 16.1.2017

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.

Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir lögfræðingur hefur verið ráðin aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vigdís Ósk mun hefja störf á næstu dögum en hún hefur starfað sem lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Fulltrúar yfirvalda Tógó og Íslands ræddu um ættleiðingar - 16.1.2017

Fulltrúar Tógó og Íslands ræddu ættleiðingarmál.

Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing tóku á dögunum á móti fulltrúum ættleiðingaryfirvalda frá Tógó sem heimsótti Ísland í nokkra daga. Átti sendinefndin fundi með ráðuneytinu, fulltrúa sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu og stjórn og starfsfólki Íslenskrar ættleiðingar.

Lesa meira

Ísland ljóstengt 2017 – niðurstaða A hluta umsóknarferlis - 13.1.2017

Umsóknarferli fjarskiptasjóðs vegna verkefnisins Ísland ljóstengt 2017 sem nú stendur yfir skiptist í A og B hluta. A hlutinn er nokkurs konar forval og er þeim hluta lokið en B hlutinn eru skil á  eiginlegum styrkbeiðnum sem nú fer í hönd.

Lesa meira

Tveir ráðherrar í innanríkisráðuneyti - 11.1.2017

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra og Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Tveir ráðherrar verða í innanríkisráðuneytinu í nýrri ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem tók við í dag: Jón Gunnarsson er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Sigríður Á. Andersen er dómsmálaráðherra. Eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum tóku þau bæði við lyklum að innanríkisráðuneytinu nú síðdegis hjá fráfarandi innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal.

Lesa meira

Samið um árangursstjórnun við sýslumann í Vestmannaeyjum - 10.1.2017

Lára Huld Guðjónsdóttir sýslumaður og Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri skrifuðu undir samninginn.

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum og innanríkisráðuneytið hafa gert með sér árangursstjórnunarsamning en tilgangur hans er að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli aðila. Þá á samningurinn að skerpa áherslur um stefnumótun, framkvæmd verkefna, áætlanagerð og leggja grunn að mati á árangri af starfsemi embættisins.

Lesa meira

Drög að reglugerð um mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu til umsagnar - 9.1.2017

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að reglugerð um mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu sem starfrækt er af embætti ríkislögreglustjóra. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 20. janúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Greiðsla húsaleigubóta færist frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga - 5.1.2017

Greiða húsaleigubóta hefur nú færst frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í samræmi við lög um húsnæðisbætur sem Alþingi samþykkti vorið 2016 og tóku gildi um áramótin. Á sama tíma falla úr gildi lög um húsaleigubætur og hlutverk sveitarfélaganna varðandi stuðning til leigjenda og flyst verkefnið til nýstofnaðrar Greiðslustofu húsnæðisbóta.

Lesa meira