Fréttir innanríkisráðuneytisins 2011-2017

Embætti héraðssaksóknara tekur til starfa 1. janúar 2016 - 30.12.2015

Nýtt embætti héraðssaksóknara tekur til starfa 1. janúar 2016, í samræmi við breytingar á lögum um meðferð sakamála og lögreglulögum. Embætti sérstaks saksóknara verður lagt niður frá sama tíma.

Lesa meira

Afgreiðsla nauðungarvistana flyst til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu 1. janúar 2016 - 30.12.2015

Frá og með 1. janúar flyst afgreiðsla nauðungarvistana á grundvelli lögræðislaga til embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Vaktsími þar um helgar og aðra frídaga er 849-1744 en virka daga ber að hringja í símanúmer embættisins, 458-2000. Eyðublöð og frekari upplýsingar er hægt að nálgast á vef sýslumanna, syslumenn.is .

Lesa meira

Samráð um áhrif tilskipunar um upplýsingaskipti milli landa um umferðarlagabrot - 23.12.2015

Opið samráð stendur nú yfir á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í því skyni að meta áhrif tilskipunar 2015/413 um upplýsingaskipti milli ríkja Evrópusambandsins um umferðalagabrot. Samráðið stendur yfir til 19. febrúar 2016.

Lesa meira

Endanleg framlög Jöfnunarsjóðs á tekjutapi vegna fasteignaskatts, tekjujöfnunar og útgjaldajöfnunar - 22.12.2015

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlaga vegna tekjutaps vegna fasteignaskatts, vegna tekjujöfnunarframlags og vegna útgjaldajöfnunarframlags.

Lesa meira

Ýmsar breytingar á lögræðislögum í gildi 1. janúar 2016 - 17.12.2015

Ýmsar breytingar á lögræðislögum taka gildi 1. janúar næstkomandi og vinnur innanríkisráðuneytið nú að undirbúningi þeirra. Meðal þess er að flytja verkefni frá ráðuneytinu til sýslumanns og samráð við sveitarfélög og helstu aðila sem breytingarnar varða. Markmið laganna er að bæta framkvæmd lögræðislaga og tryggja að lagaumhverfi og verklag sé í samræmi við alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar. Lögin eru liður í undirbúningi fullgildingar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Lesa meira

Áfrýjunarfjárhæð vegna einkamála breytt - 17.12.2015

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst hækkun á áfrýjunarfjárhæð vegna einkamála úr 776.097 kr. í 790.214 kr. Breytingin tekur gildi 1. janúar 2016. Auglýsingin fer hér á eftir:

Lesa meira

Drög að breytingum á lögum um meðferð einkamála til umsagnar - 16.12.2015

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um meðferð einkamála er varða meðferð gjafsóknarmála eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 12. janúar 2016 og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Síðari hluti hringtengingar ljósleiðara á Vestfjörðum boðinn út - 14.12.2015

Auglýst hefur verið á vef Ríkiskaupa útboð á seinni verkhluta ljósleiðarahringtengingar á Vestfjörðum. Tilboð verða opnuð 28. janúar 2016. Stefnt er að verklokum sama ár. Þá verða Vestfirðir hringtengdir með ljósleiðara sem gerir núverandi afkastaminni og óáreiðanlegri varasambönd óþörf. Þannig eykst til muna áreiðanleiki fjarskipta á öllu landsvæðinu.

Lesa meira

Frumvarp til nýrra útlendingalaga afhent innanríkisráðherra - 11.12.2015

Frumvarp til nýrra útlendingalaga hefur verið afhent innanríkisráðherra. Frumvarpið samdi nefnd þingmanna úr öllum flokkum og voru frumvarpsdrögin kynnt á opnum fundi í ágúst síðastliðnum og á vef ráðuneytisins. Frumvarpið hefur tekið smávægilegum breytingum við lokameðferð en unnt er að koma ábendingum til ráðuneytisins til og með 18. desember næstkomandi. Skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Ríkið bætir 1,5 milljörðum króna við í þjónustu við fatlað fólk - 11.12.2015

Skrifað var undir samkomulag ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun á þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk og felur það meðal annars í sér 1,5 milljarða viðbótarframlag í verkefnið. Um leið var kynnt skýrsla verkefnisstjórnar um faglegt og fjárlagslegt mat á yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaganna sem átti sér stað í byrjun árs 2011.

Lesa meira

Drög að lagabreytingu til að tryggja betri rétt neytenda til umsagnar - 10.12.2015

Drög að lagafrumvarpi til breytinga á ýmsum lögum sem tryggja eiga betur rétt neytenda er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Fyrirhuguð breyting er vegna innleiðingar tilskipana Evrópusambandsins er varða lausn ágreinings milli neytenda og seljenda vöru og þjónustu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 31. desember næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna til umsagnar - 8.12.2015

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingu á lögum um skráningu og mat fasteigna. Lögð er annars vegar til breyting vegna aðgangs Þjóðskrár Íslands að gögnum til ákvörðunar við mat á fasteignum og hins vegar er lögð til hækkun gjalds fyrir rafræn veðbandayfirlit. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um frumvarpsdrögin til og með 21. desember næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Greinargerð um endursendingu hælisleitenda til Ítalíu - 7.12.2015

Innanríkisráðuneytið hefur á síðustu vikum farið yfir forsendur fyrir endursendingum hælisleitenda á grundvelli svonefndrar Dyflinnarreglugerðar. Á það einkum við Ítalíu, Ungverjaland og Grikkland og var það talið nauðsynlegt  vegna aðstæðna sem skapast hafa í þessum löndum vegna mikils fjölda hælisleitenda sem þangað hafa leitað.

Lesa meira

Skipar samráðshóp til að greina umbætur í meðferð nauðgunarmála - 2.12.2015

Innanríkisráðherra hefur ákveðið að setja af stað vinnu við greiningu á því sem betur má fara við meðferð nauðgunarmála. Greiningin taki til meðferðar nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu.

Lesa meira

Ísland hvatti ríki IMO til að staðfesta Höfðaborgarsamkomulagið um öryggi sjómanna - 2.12.2015

Ráðsfundur Alþjóða siglingamálastofnunarinnar, IMO, stendur nú yfir í London og sækja hann á annað þúsund fulltrúar aðildarríkja. Á fundinum sem haldinn er á tveggja ára fresti er fjallað um verkefni stofnunarinnar, kosið í 40 manna ráð sem fer með yfirstjórn stofnunarinnar og á fundinum í ár var staðfest skipan nýs framkvæmdastjóra.

Lesa meira

Lögð til skipan eftirlitsnefndar vegna kvartana og kærumála vegna starfa lögreglu - 27.11.2015

Nefnd sem innanríkisráðherra skipaði í ársbyrjun um meðferð kærumála og kvartana á hendur lögreglu skilaði í dag ráðherra niðurstöðu sinni. Leggur nefndin til að ráðherra skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum, yfirfara þau og greina hvort um sé að ræða kæru um refsiverða háttsemi eða kvörtun er lúti að starfsaðferðum lögreglu, og komi erindum í viðeigandi farveg. Þá lagði nefndin einnig fram drög að breytingum á lögum sem nauðsynlegar eru með hliðsjón af þessum tillögum.

Lesa meira

Samráð ESB um aðgerðaráætlun um rafræna stjórnsýslu - 27.11.2015

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hrundið af stað almennu samráði um næstu aðgerðaráætlun í rafrænni stjórnsýslu, þ.e . next eGovernment Action Plan 2016-2020 í samræmi við það sem hafði verið lagt til í stefnunni um stafrænan innri markað. Frestur er til 22. janúar 2016 til að koma að athugasemdum.

Lesa meira

Fjallað um lýðræði á vefnum og upplýsingatækni alls staðar á UT-degi - 26.11.2015

Dagur upplýsingatækninnar var í dag og var þar boðað til málstofu um upplýsingatækni og lýðræðið og ráðstefnu undir heitinu upplýsingatæknin alls staðar. Greint var frá niðurstöðum úttektarinnar hvað er spunnið í opinbera vefi 2015 og í lok dagsins voru veittar viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagsvefinn. Besti ríkisvefurinn er island.is og besti vefur sveitarfélags er akranes.is.

Lesa meira

Spáð að farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgi úr 4,9 milljónum 2015 í 6,2 2016 - 25.11.2015

Isavia kynnti í dag spá um fjölda farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári og er þar gert ráð fyrir að þeir verði rúmlega 6,2 milljónir. Í ár er búist við um 4,9 milljónum farþega og er aukningin yfir 28%. Næsta sumar munu 25 flugfélög bjóða flug frá Keflavíkurflugvelli til 80 áfangastaða. Farþegaspáin nær til þeirra sem koma til landsins, þeirra sem fara og til skiptifarþega, þ.e. þeirra sem millilenda á flugvellinum á leið sinni milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Lesa meira

Tvær málstofur á UT-deginum á morgun - 25.11.2015

Tvær málstofur verða á dagskrá árlegs UT-dags sem fram fer á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík á morgun. Á þeirri fyrri sem stendur yfir kl. 10.30 til 12.30 verður fjallað um upplýsingatæknina og lýðræðið og sú seinni hefur yfirskriftina upplýsingatæknin alls staðar og stendur hún frá kl. 13 til 15.30.

Lesa meira

Málstofa um reglur um útboð á opinberri þjónustu í samgöngum - 24.11.2015

Innanríkisráðuneytið stóð nýverið fyrir málstofu um útboð á opinberri þjónustu í samgöngum. Var hún haldin í samvinnu við ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, og sóttu hana um 30 manns, fulltrúar ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og stofnana sem sinna samgöngumálum og heyra undir innanríkisráðuneytið.

Lesa meira

Um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis - 24.11.2015

Innanríkisráðuneytið minnir á að íslenskir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili hér á landi en sest hafa að erlendis eiga kosningarrétt við alþingiskosningar, forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt frá landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Að þeim tíma liðnum fellur kosningarrétturinn niður nema sérstaklega sé sótt um að halda honum.

Lesa meira

Samstaða á fundi ráðherra Evrópuríkja um að herða á landamæraeftirliti - 20.11.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra sat í dag neyðarfund dómsmála- og innanríkisráðherra Evrópuríkja í Brussel þar sem fjallað var um forgangsaðgerðir ríkjanna í baráttunni við hryðjuverk. Innanríkisráðherra segir að í máli ráðherra á fundinum hafi komið fram mikil samstaða um aðgerðirnar og samhugur hafi verið með Frökkum vegna hryðjuverkanna í París föstudaginn 13. nóvember. Einnig kom fram að árásirnar í París hafi ekki verið einungis á Frakka heldur á Evrópu alla, viðhorf og lifnarðahætti Evrópubúa.

Lesa meira

Vegna framlengingar vegabréfa - 20.11.2015

Þeir sem hafa nú undir höndum framlengd vegabréf og þurfa á flýtiútgáfu nýs vegabréfs að halda munu greiða fyrir slíka útgáfu sama gjald og um venjulega útgáfu væri að ræða til næstu áramóta. Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til Þjóðskrár Íslands að þeir sem hafa nú þegar greitt fullt gjald vegna þessa geti leitað eftir því að fá hluta gjaldsins endurgreiddan.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um Reykjavíkurflugvöll - 19.11.2015

Vegna umfjöllunar um Reykjavíkurflugvöll telur innanríkisráðuneytið mikilvægt að koma því skýrt á framfæri að í bréfi ráðuneytisins til Reykjavíkurborgar, dags. 3. nóvember síðastliðinn var ekki tekin endanleg ákvörðun að hafna lokun brautar 06/24 (NA/SV-brautar). Í bréfinu er kröfum Reykjavíkurborgar um að ríkinu sé skylt að loka brautinni þegar í stað hins vegar hafnað.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um skotelda til umsagnar - 19.11.2015

Drög að breytingu á reglugerð um skotelda eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 26. nóvember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Framlenging vegabréfa gildir lengst til 24. nóvember - 17.11.2015

Innanríkisráðherra hefur skrifað undir breytingu á reglugerð um vegabréf sem er í því fólgin að felld verður niður heimild til framlengingar á vegabréfum sem runnið hafa út. Breytingin er til komin þar sem reglur Alþjóða flugmálastofnunarinnar, ICAO, krefjast þess að vegabréf þurfi að vera véllesanlegt til að teljast gilt ferðaskilríki.

Lesa meira

Óskað umsagnar á breytingu á reglugerðum um miðaverð flokkahappdrætta - 16.11.2015

Stjórnir Happdrættis Háskóla Íslands og Happdrættis SÍBS hafa farið þess á leit við innanríkisráðuneytið að miðaverð í umræddum flokkahappdrættum verði kr. 1.500 á mánuði frá og með 1. janúar á næsta ári í stað 1.300 kr. eins og nú er. Áður hafði stjórn Happdrættis Dvalarheimilis aldraðra sjómanna óskað eftir sömu hækkun og var reglugerð breytt í þá veru.

Lesa meira

Reynt verður að ná Jóni Hákoni BA af hafsbotni - 16.11.2015

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur rannsakað sjóslysið þegar fiskveiðiskipið Jón Hákon BA 60 sökk við Aðalvík 7. júlí síðastliðinn. Nefndin hefur upplýst ráðuneytið um að hún telji nauðsynlegt að ná skipinu af hafsbotni til að ljúka rannsókn slyssins og hefur nefndin ákveðið að það verði reynt.

Lesa meira

Styrking dómskerfisins með millidómstigi og öflugri stjórnsýslu er forgangsmál - 14.11.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra ávarpaði aðalfund Dómarafélags Íslands sem haldinn var í gær. Sagði hún í upphafi að málefni dómstóla væri mikilvægur málaflokkur í innanríkisráðuneytinu og að stjórnvöldum bæri að skapa dómstólum umhverfi og umgjörð svo þeir geti rækt hlutverk sitt sem best og að réttaröryggi borgaranna verði tryggt. Hún sagði að styrking dómskerfisins með millidómstigi og öflugri stjórnsýslu væri forgangsmál hjá sér.

Lesa meira

Breyta þarf löggjöf til að jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna - 12.11.2015

Innanríkisráðuneytið stóð í dag fyrir morgunverðarfundi um skipt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Tilefnið er skýrsla starfshóps sem innanríkisráðherra skipaði í byrjun árs 2015 en hópnum var falið að kanna með hvaða leiðum mætti jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna. Skýrslan var unnin í kjölfar samþykktar þingsályktunartillögu á Alþingi 12. maí 2014.

Lesa meira

Morgunverðarfundur um jafnt búsetuform barna - 9.11.2015

Innanríkisráðuneytið stendur fyrir morgunverðarfundi um skýrslu innanríkisráðherra um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Fundurinn verður haldinn í Iðnó í Reykjavík fimmtudaginn 12. nóvember klukkan 9 til 10.30. Boðið verður uppá morgunverðarhressingu.

Lesa meira

Fyrsti fundur netöryggisráðs haldinn í vikunni - 5.11.2015

Fyrsti fundur netöryggisráðs var haldinn í innanríkisráðuneytinu þriðjudaginn 3. nóvember en í ráðinu sitja fulltrúar opinberra aðila. Megin hlutverk ráðsins er að hafa umsjón með framkvæmd á stefnu stjórnvalda um net- og upplýsingaöryggi. 

Lesa meira

Breytingar á lögreglunámi undirbúnar - 3.11.2015

Verið er að undirbúa breytingar á lögreglunámi og stefnt er að því að lögreglunemar verði teknir inn næsta haust og stundi þá námið samkvæmt nýrri námskrá og breyttri tilhögun námsins. Við undirbúninginn er byggt á tillögum starfshópa á vegum innanríkisráðuneytisins sem hafa meðal annars lagt til að stofnað verði mennta- og starfsþróunarsetur löggæslunnar sem falin verði ábyrgð á útfærslu lögreglunámsins.

Lesa meira

Hvatti til gagnsæis og góðra viðskiptahátta gegn erlendum mútubrotum - 30.10.2015

Formaður vinnuhóps OECD um mútur í alþjóðlegum viðskiptum, Drago Kos, ræddi um erlend mútubrot og skuldbindingar Íslands í málaflokknum í málstofu sem fram fór í Þjóðminjasafninu í gær á vegum innanríkisráðuneytisins. Vinnuhópurinn sem Drago Kos stýrir fylgir eftir innleiðingu alþjóðlegs sáttmála á þessu sviði gagnvart Íslandi og 40 öðrum ríkjum.

Lesa meira

Ræddi samgöngumál og sveitarstjórnarmálefni á ársþingi SASS - 29.10.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ávarp á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem nú stendur í Vík í Mýrdal. Fjallaði ráðherra um samgönguframkvæmdir, vetrarþjónustu á vegum á Suðurlandi, almenningssamgöngur, almannavarnir og viðbúnað vegna mögulegra flóða úr Mýrdalsjökli og eflingu sveitarstjórnarstigsins. Auk innanríkisráðherra fluttu ávarp þeir Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Drög að breyttum þinglýsingarlögum til umsagnar - 29.10.2015

Drög að frumvarpi til breytinga á lögum um þinglýsingar eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu og miða breytingarnar að því að unnt verði að taka upp rafrænar þinglýsingar. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 12. nóvember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Ólafur Þór Hauksson skipaður héraðssaksóknari og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari - 28.10.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, í embætti  héraðssaksóknara. Þá hefur ráðherra skipað Kolbrúnu Benediktsdóttur, saksóknara, í embætti varahéraðssaksóknara.

Lesa meira

Útlendingastofnun semur við Hafnarfjarðarbæ um þjónustu við hælisleitendur - 23.10.2015

Fulltrúar Útlendingastofnunar, Hafnarfjarðarbæjar og innanríkisráðuneytisins skrifuðu í dag undir samstarfssamning um þjónustu við hælisleitendur. Samningurinn gildir til 1. mars á næsta ári og er hann liður í því hlutverki stjórnvalda að tryggja þjónustu við hælisleitendur meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá stjórnvöldum. Slíkir samningar hafa áður verið gerðir við Reykjanesbæ og Reykjavíkurborg.

Lesa meira

Sjö nýir loftferðasamningar milli Íslands og annarra ríkja - 23.10.2015

Sjö nýir loftferðasamningar voru gerðir á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem haldin var í Tyrklandi í vikunni. Markmið hennar er að skapa aðildarríkjum stofnunarinnar vettvang til viðræðna um gerð og framkvæmd tvíhliða loftferðasamninga í því skyni að opna nýja markaði fyrir flugrekendur. Alls sótti 101 ríki ráðstefnuna og hafa aldrei svo mörg ríki sótt hana.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um skotelda til umsagnar - 19.10.2015

Drög að breytingu á reglugerð um skotelda er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 23. október næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is .

Lesa meira

Drög að nýrri reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga til umsagnar - 16.10.2015

Reikningsskila- og upplýsinganefnd hefur unnið drög að endurskoðaðri reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Reglugerðardrögin eru nú til kynningar og er unnt að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 30. október. Skulu þær berast á netfangið postur@irr.is .

Lesa meira

Málstofa um mútur í alþjóðlegum viðskiptum - 16.10.2015

Málstofa um baráttuna gegn mútum í alþjóðlegum viðskiptum verður haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands þann 29. október næstkomandi frá klukkan 9-11, á vegum innanríkisráðuneytisins. Aðalgestur málstofunnar verður Drago Kos, formaður vinnuhóps OECD, sem fylgir eftir innleiðingu alþjóðlegs sáttmála á þessu sviði gagnvart Íslandi og fjörutíu öðrum ríkjum.

Lesa meira

Útlendingastofnun semur við Reykjavíkurborg um þjónustu við hælisleitendur - 14.10.2015

Forstjóri Útlendingastofnunar og borgarstjóri skrifuðu í dag undir samning um þjónustu Reykjavíkurborgar við hælisleitendur sem innanríkisráðherra staðfesti. Samningurinn er liður í því hlutverki stjórnvalda að tryggja hælisleitendum þjónustu meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum og tryggja fullnægjandi búsetuúrræði.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um eflingu netöryggissveitar til umsagnar - 14.10.2015

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að lagafrumvarpi um breytingar á lögum um almannavarnir sem fela meðal annars í sér að efla netöryggissveit sem hefur heyrt undir Póst- og fjarskiptastofnun og að hún verði flutt til ríkislögreglustjóra. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um frumvarpsdrögin til og með 21. október næstkomandi. Skulu þau send á netfangið postur@irr.is

Lesa meira

Drög að reglugerð um ómönnuð loftför til umsagnar - 12.10.2015

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um ómönnuð loftför en lög um loftferðir heimila að settar séu sérreglur um þau. Umsagnarfrestur er til 2. nóvember næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is. Um þessar mundir er víða unnið að mótun reglna og kynnti Flugöryggisstofnun Evrópu nýlega drög að reglusetningu um ómönnuð loftför.

Lesa meira

Karl Axelsson skipaður hæstaréttardómari - 9.10.2015

Forseti Íslands hefur fallist á tillögu innanríkisráðherra um að Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður verði skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá og með 12. október næstkomandi. Karl fékk skipunarbréf sitt afhent í innanríkisráðuneytinu í dag.

Lesa meira

Ráðherrafundur og ráðstefna um flóttamannavanda - 9.10.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra sat í gær ráðherrafund Schengen ríkja í Lúxemborg þar sem rætt var um flóttamannastrauminn til Evrópu. Í framhaldi af þeim fundi var síðan haldin fjölþjóðleg ráðstefna utanríkisráðherra og dómsmála- og innanríkisráðherra um málið.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um breytingar á vatnsveitulögum til umsagnar - 9.10.2015

Innanríkisráðuneytið kynnir nú að nýju til umsagnar drög að lagafrumvarpi um breytingar á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga, nr. 32/2004. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin á netfangið postur@irr.is til og með 30. október næstkomandi. Meginmarkmið frumvarpsins er að skýra og treysta grundvöll álagningar vatnsgjalds á vegum vatnsveitna sveitarfélaga fyrir þá almannaþjónustu sem þær veita en hvorki að útvíkka né auka gjaldtökuna frá því sem verið hefur.

Lesa meira

Auglýsing um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis - 8.10.2015

Íslenskir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili hér á landi en sest hafa að erlendis eiga kosningarrétt við alþingiskosningar, forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt frá landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Að þeim tíma liðnum fellur kosningarrétturinn niður nema sérstaklega sé sótt um að halda honum.

Lesa meira

Unnið að úrbótum vegna skuldbindinga um samevrópska loftrýmið - 7.10.2015

Eftirlitsstofnun EFTA gaf út í dag út rökstutt álit um að Ísland fullnægði ekki skuldbindingum samkvæmt reglum um samevrópska loftrýmið. Íslensk stjórnvöld hafa átt í samskiptum við eftirlitsstofnunina vegna þessa máls og unnið að úrbótum á þeim atriðum sem koma fram í álitinu. Höfðu íslensk stjórnvöld sent stofnuninni tímaáætlun um úrbætur sem unnið hefur verið eftir.

Lesa meira

Unnið að fullgildingu sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks - 5.10.2015

Innan stjórnarráðsins hefur hefur verið unnið að því undanfarin misseri að undirbúa fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sbr. þingsályktun Alþingis þar að lútandi. Samkvæmt þingsályktuninni hefur innanríkisráðuneytið umsjón með verkefninu en einstakir verkþættir eru hins vegar á ábyrgð mismunandi ráðuneyta eftir því sem við á. Samráðsvettvangur Stjórnarráðsins með aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga og hagsmunaaðila hefur annast undirbúning málsins.

Lesa meira

Samgöngumál og fjarskiptamál meðal umræðuefna á aðalfundi SSA - 2.10.2015

Almenningssamgöngur og önnur samgöngumál, ljósleiðaramál, umhverfismál og fleira voru meðal umfjöllunarefna á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi sem nú stendur yfir á Djúpavogi. Fundinum lýkur uppúr hádegi á morgun. Ólöf Nordal innanríkisráðherra ávarpaði fundinn og ræddi meðal annars samgöngumál, eflingu sveitarfélaga og um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Lesa meira

Samráð á vegum ESB um netnotkun - 2.10.2015

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hóf þann 24. september 2015 samráð á vefnum um málefni sem varða netnotkun. Fjallar annað samráðið um frelsi notenda á netinu og hitt um regluumhverfi fyrir ýmsa starfsemi sem fram fer á netinu. Samráðið stendur fram yfir miðjan desember.

Lesa meira

Skipulagsreglur fyrir Egilsstaðaflugvöll auglýstar - 1.10.2015

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst skipulagsreglur fyrir Egilsstaðaflugvöll. Hafa þær að geyma fyrirmæli um starfsemi og starfsheimildir innan flugvallarins, reglur um hindranafleti og fleira. Unnt er að senda ráðuneytinu skriflegar athugsemdir til og með 16. nóvember næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

ESB efnir til samráðs um framtíðarreglur varðandi fjarskipti - 1.10.2015

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opnað samráð á tveimur sviðum um framtíðarreglur um fjarskipti í Evrópu. Í báðum tilvikum stendur samráðið til 7. desember næstkomandi.

Lesa meira

Flutninga- og samgöngukerfið er grundvallarforsenda búsetugæða og atvinnulífs - 30.9.2015

Flutningalandið Ísland var yfirskrift ráðstefnu sem Sjávarklasinn stóð fyrir og var fjallað um spurninguna hvernig byggja eigi upp flutningakerfið á Íslandi. Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ávarp í upphafi fundar og sagði meðal annars að flutningar snertu alla innviði þjóðfélagsins og að það væri fyrirferðarmikill málaflokkur í innanríkisráðuneytinu. Flutninga- og samgöngukerfið væri ein heild og grundvallarforsenda búsetugæða og öflugs atvinnulífs.

Lesa meira

Ráðstefna um stöðu og þróun sveitarstjórnarstigsins á Íslandi í norrænu ljósi - 30.9.2015

Sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni er yfirskrift ráðstefnu á vegum innanríkisráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Nordregio, stofnunar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, sem haldin verður í Reykjavík mánudaginn 26. október næstkomandi. Fjallað verður um stöðu og þróun sveitarstjórnarstigsins á Íslandi í norrænu ljósi og spurt hvað læra megi af norrænum umbótaverkefnum.

Lesa meira

Samráðsfundur um breytingar á lögræðislögum - 30.9.2015

Innanríkisráðuneytið efndi í vikunni í til óformlegs fundar um breytingar á lögræðislögum sem taka eiga gildi í byrjun næsta árs og snerta nauðungarvistanir. Ein breytingin felst í því að frá áramótum verður eingöngu heimilt að svipta mann lögræði tímabundið. Breytingar er snerta nauðungarvistanir fela meðal annars í sér að ákvörðum læknis um að vista mann nauðugan á sjúkrahúsi má standa í allt að 72 klukkustundir. Ef talið er nauðsynlegt að halda sjúklingi nauðugum lengur verður að óska eftir samþykki sýslumanns fyrir nauðungarvistun í allt að 21 sólarhring.

Lesa meira

Drög að reglugerð um rafrænar íbúakosningar til umsagnar - 30.9.2015

Endurskoðuð hefur verið reglugerð um undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag rafrænna íbúakosninga og eru drög reglugerðarinnar nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 14. október næstkomandi. Skulu þau send á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um breytingar á hegningarlögum til umsagnar - 29.9.2015

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Eru annars vegar lagðar til breytingar á íslenskum refsiákvæðum sem eru nauðsynlegar svo Ísland geti fullgilt samning Evrópuráðsins frá árinu 2011 um forvarnir og barráttu gegn ofbeldi gegn konum. Hins vegar er lagt til að sérstakt ákvæði um ofbeldi í nánum samböndum (heimilisofbeldi) verði sett í almenn hegningarlög. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 16. október næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að reglugerð um verkefni sýslumanns til umsagnar - 28.9.2015

Drög að reglugerð um verkefni sýslumanns eru nú til umsagar hjá innanríkisráðuneytinu en þau fjalla um að sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu verði falin verkefni er lúta að nauðungarvistun í allt að 21 sólarhring. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til og með 11. október næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Umhverfismat tillögu að samgönguáætlun til kynningar - 27.9.2015

Samgönguráð hefur auglýst til kynningar umhverfismat tillögu að samgönguáætlun fyrir tímabilið 2015-2026. Unnt er að gera athugasemdir við umhverfismatið til og með 13. nóvember. Senda skal athugasemdir bréfleiðis merktar umhverfismat til innanríkisráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7 101 Reykjavík eða með tölvupósti á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um húsgöngu- og fjarsölusamninga til umsagnar - 26.9.2015

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga. Tilgangur frumvarpsins er að taka upp hér á landi ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2011/83/ESB um réttindi neytenda. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 11. október nk. og skulu þær sendar á póstfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Um tveggja milljarða króna hækkun á veltu Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - 26.9.2015

Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á síðasta ári námu alls 37,5 milljörðum króna og framlög úr sjóðnum 37,0 milljörðum króna. Er það tæplega tveggja milljarða króna hækkun á tekjum og framlögum frá árinu 2013. Þetta kom fram á ársfundi sjóðsins sem fór fram í Reykjavík miðvikudaginn 23. september.

Lesa meira

Sprengt í gegn í Norðfjarðargöngum í dag - 25.9.2015

Eftir 1650 sprengingar í Norðfjarðargöngum sem liggja milli Eskifjarðar og Norðfjarðar sprengdi Ólöf Nordal innanríkisráðherra í dag 1651. sprenginguna og þá síðustu nálægt miðjum göngunum. Ráðherra óskaði við það tækifæri Austfirðingum til hamingju með þennan áfanga og sagðist hafa óskað eftir því við Vegagerðina að kannað yrði hvort unnt væri að hleypa umferð á göngin fyrr en áætlað er en samkvæmt verksamningi á að ljúka verkinu í september 2017. Það yrði þó aðeins gert að fyllsta öryggis yrði gætt.

Lesa meira

Lagt til að heimiluð verði skipt búseta barns með ákveðnum skilyrðum - 24.9.2015

Innanríkisráðherra hefur skilað Alþingi skýrslu um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum. Er það í samræmi við ályktun Alþingis frá 12. maí 2014 þar sem ráðherra var falið í samstarfi við félags- og húsnæðismálaráðherra að skipa fimm manna starfshóp sem kanni með hvaða leiðum megi jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna. Innanríkisráðuneytið hefur skýrsluna til meðferðar og Ólöf Nordal innanríkisráðherra lýsti yfir ánægju sinni með skýrsluna í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Lesa meira

Umsögn dómnefndar um umsækjendur um embætti dómara við Hæstarétt Íslands - 24.9.2015

Dómnefnd sem metið hefur umsækjendur um embætti hæstaréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar 10. júlí síðastliðinn hefur lokið störfum og skilað innanríkisráðuneytinu umsögn sinni. 

Lesa meira

Drög að breytingum á siglingalögum til umsagnar - 21.9.2015

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um breytingu á siglingalögum, nr. 34/1985, með síðari breytingum. Þar er lagt til að tekin verði upp sambærileg vernd og farþegar njóta í öðrum flutningageirum, þ.e. í flugi og á landi. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 4. október nk. og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um rannsókn samgönguslysa til umsagnar - 21.9.2015

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 18/2013, um rannsókn samgönguslysa, með síðari breytingum. Markmið frumvarpsins er að samræma íslensk lög við ákvæði tilskipunar 2009/18/EB um rannsókn sjóslysa og reglugerð (ESB) nr. 996/2010 um rannsókn flugslysa. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 2. október nk. og skulu þær sendar á póstfangið postur@irr.is

Lesa meira

54 hælisleitendur hafa fengið vernd á árinu - 18.9.2015

Í tilefni af sívaxandi fjölda umsókna um hæli hér á landi og umræðu um málefni flóttamanna vill ráðuneytið upplýsa um þróun mála, þar á meðal um fjölda umsókna, upprunaríki umsækjenda, hlutfall veitinga og fjöldaspár fyrir árið. Upplýsingar frá Útlendingastofnun sýna að árið í ár verður metár hvað fjölda umsókna varðar, en nú um miðjan september hafa 196 manns sótt um hæli. Á sama tímabili í fyrra sóttu 104 um hæli en samtals sóttu 176 manns um hæli það ár. Fjölgunin milli ára miðað við 17. september nemur 88,5%. 

Lesa meira

Drög að breytingu á lögum um mannréttindasáttmála Evrópu til umsagnar - 17.9.2015

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að lagafrumvarpi um breytingu á lögum um mannréttindasáttmála Evrópu, 62/1994, með síðari breytingum. Er þar lagt til að 15. viðauki við mannréttindasáttmála Evrópu verði lögfestur. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um frumvarpsdrögin til og með 28. september næstkomandi. Skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um Landhelgisgæsluna til umsagnar - 17.9.2015

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til breytinga á lögum um Landhelgisgæslu Íslands nr. 52/2006. Markmið lagabreytingarinnar er að bregðast við ábendingum Ríkisendurskoðunar og kveða skýrt á um heimild Landhelgisgæslu Íslands til að taka að sér verkefni erlendis, meðal annars í ljósi þess að umfang slíkra verkefna hefur aukist undanfarin ár. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin til og með 25. september n.k. og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög frumvarps um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga til umsagnar - 15.9.2015

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að lagafrumvarpi um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Snýst breytingin um að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiði sveitarfélögum tímabundið framlag sem fengið er með hlutdeild í tekjum ríkissjóðs af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki árin 2015 til 2017. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um frumvarpið til og með 25. september næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Lárentsínus Kristjánsson skipaður héraðsdómari - 15.9.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað Lárentsínus Kristjánsson hæstaréttarlögmann í embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur. Skipað var í embættið frá og með 14. september 2015.

Lesa meira

Innanríkisráðherra fjallaði um samgöngumál á opnum fundi á Patreksfirði - 12.9.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra efndi til opins fundar á Patreksfirði í dag um samgöngu- og fjarskiptamál. Fundinn sat á sjötta tug manna úr Vesturbyggð og nágrenni. Ráðherra fjallaði vítt og breitt um stöðu samgöngumála á Vestfjörðum og kom einnig inn á fjarskiptamál.

Lesa meira

Innanríkisráðherra opnaði formlega nýjan kafla á Vestfjarðavegi - 11.9.2015

Nýr og endurbyggður kafli á Vestfjarðavegi var tekinn formlega í notkun í dag þegar Ólöf Nordal innanríkisráðherra klippti á borða ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra. Með þessum áfanga sem er á milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði lýkur enn einum áfanganum í endurbyggingu Vestfjarðavegar.

Lesa meira

Starfsmenn norska samgönguráðuneytisins heimsóttu innanríkisráðuneytið - 11.9.2015

Hópur starfsmanna deildar norska samgönguráðuneytisins sem sinnir flugmálum, fjarskiptamálum og póstmálum heimsótti innanríkisráðuneytið í gær. Starfsmenn ráðuneytisins fræddu Norðmennina og fengu til liðs við sig fulltrúa frá Isavia og Póst- og fjarskiptastofnun.

Lesa meira

Aukin fjárveiting vegna ráðgjafar fyrir foreldra í forsjár- og umgengnisdeilum - 10.9.2015

Á næsta ári er ráðgert samkvæmt fjárlagafrumvarpinu að verja alls 60 milljónum króna í verkefnið sáttameðferð hjá sýslumannsembættum  sem er vegna innleiðingar á barnalögum sem samþykkt voru árið 2012. Lagabreytingin fólst í aukinni þjónustu og ráðgjöf fyrir foreldra sem eiga í forsjár- og umgengnisdeilum um börn sín en þessi verkefni hafa verið falin sýslumönnum.

Lesa meira

Komið til móts við óskir um aukna þjónustu í heimabyggð - 10.9.2015

Löglærðum fulltrúum verður bætt við í umdæmum tveggja sýslumannsembætta landsins. Embættin á Norðurlandi eystra og á Austurlandi fá hvort um sig fjárveitingu til að ráða löglærða fulltrúa á skrifstofur embættanna samkvæmt tillögum þess efnis í fjárlagafrumvarpinu.

Lesa meira

Dómnefnd mat þrjá umsækjendur um embætti dómara hæfasta - 9.9.2015

Dómnefnd hefur skilað umsögn um umsækjendur um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Embættið var auglýst þann 12. júní 2015 og bárust alls sjö umsóknir.

Lesa meira

Kynningarfundur og undirbúningsnámskeið vegna löggildingarprófa fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur - 9.9.2015

Löggildingarpróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur verða haldin 15. og 16. febrúar 2016 að undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingarseturs Háskóla Íslands. Kynningarfundur fyrir þá sem hyggjast þreyta löggildingarpróf verður haldinn mánudaginn 14. september n.k. kl. 16:00 í stofu 210 í Stapa (áður Félagsstofnun stúdenta) við Hringbraut, Reykjavík.

Lesa meira

Drög að reglum um þóknun skipaðra lögráðamanna til umsagnar - 9.9.2015

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglum um þóknun og útlagnað kostnað skipaðra lögráðamanna. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 25. september næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Göngum í skólann hleypt af stað - 9.9.2015

Átakinu ,,Göngum í skólann“ var hleypt formlega af stað í morgun í Lágafellsskóla í Mosfellsbæ en að því standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og nokkrir samstarfsaðilar. Markmiðið er að hvetja grunnskólanema til að ganga eða hjóla í skólann, að huga að hreyfingu um leið og hugað er að öryggi í umferðinni.

Lesa meira

Hælisleitendur orðnir 154 það sem af er ári - 7.9.2015

Samtals sóttu 154 einstaklingar um hæli á Íslandi á tímabilinu 1. janúar 2015 til 31. ágúst 2015. Er það 66% aukning miðað við sama tíma árið 2014 en þá höfðu 93 sótt um hæli. Í ágúst sóttu 49 manns um hæli á Íslandi en það eru jafnmargir og sóttu um samtals síðustu þrjá mánuðina á undan. Til að setja töluna í samhengi þá sóttu alls 35 manns um hæli á Íslandi árið 2009 og 50 árið 2010, sbr. meðfylgjandi mynd hér að neðan. Heildarfjöldi umsækjenda í ár er varlega áætlaður.

Lesa meira

Drög að breytingum á umferðarlögum til umsagnar - 4.9.2015

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingum á umferðarlögum nr. 50/1987 sem varða innleiðingar tveggja ESB-gerða og breytta skilgreiningu á bifhjóli og torfærutæki. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til og með 18. september á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Mótun réttaröryggisáætlunar rædd á samráðsfundi - 4.9.2015

Innanríkisráðuneytið og stýrihópur um mótun réttaröryggisáætlunar boðuðu í gær til samráðsfundar með forystumönnum og lykilfólki innan réttarkerfisins og fulltrúum fagfélaga innan þess. Efni fundarins var umfjöllun og umræða um megin markmið og aðgerðir í réttaröryggisáætlun sem nú er í mótun.

Lesa meira

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir styrki - 4.9.2015

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til sjóðsins en næsta úthlutun styrkja fer fram í október. Frímerkja- og póstsögusjóður var stofnaður árið 1986 og gilda um hann reglur nr. 453/2001. Umsóknarfrestur er til 5. október næstkomandi.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður - 4.9.2015

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið haustið 2015. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Starfshópur leggur til að stofnað verði mennta- og starfsþróunarsetur löggæslunnar - 3.9.2015

Starfshópur um endurskoðun á lögreglunámi hefur skilað innanríkisráðherra skýrslu sinni og er aðal tillaga hópsins að sett verði á stofn mennta- og starfsþróunarsetur löggæslunnar. Lagt er til að grunnnám lögreglu verði tvö ár sem ljúki með diplómaprófi á háskólastigi. Þeir sem ljúki ársnámi til viðbótar verði lögreglufræðingar. Tillögurnar eru nú til skoðunar í ráðuneytinu.

Lesa meira

Skrifaði undir samning um árangursstjórnun við Landhelgisgæsluna - 3.9.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra og Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, skrifuðu í dag undir árangursstjórnunarsamning ráðuneytisins og LHG þegar ráðherra heimsótti stofnunina. Forstjórinn og nokkrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar kynntu helstu þættina í starfseminni fyrir ráðherra og fylgdarliði.

Lesa meira

Lög um þriðju kynslóð farsíma verði felld úr gildi - 2.9.2015

Drög að lagafrumvarpi um afnám laga um þriðju kynslóð farsíma eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til og með 10. september næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Úttekt á opinberum vefjum fer fram í sjötta sinn - 26.8.2015

Kynningarfundur um fyrirhugaða úttekt á opinberum vefjum var haldinn í gær þar sem úttektin var kynnt fyrir ábyrgðarmönnum, stjórnendum og vefstjórum opinberra vefja. Úttektin hefur farið fram annað hvert ár frá árinu 2005 undir heitinu: Hvað er spunnið í opinbera vefi? Er þetta því sjötta úttektin.

Lesa meira

Drög að endurskoðaðri reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla til umsagnar - 26.8.2015

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að endurskoðaðri reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 9. september næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Frumvarp til nýrra laga um útlendinga til umsagnar - 24.8.2015

Þverpólitísk þingmannanefnd um útlendingamál kynnti á fundi í dag í samvinnu við innanríkisráðuneytið drög að lagafrumvarpi til nýrra útlendingalaga. Sjá má frumvarpið hér á vef innanríkisráðuneytisins og verður unnt að veita umsögn um það til og með 7. september næstkomandi. Skulu umsagnir berast á netfangið utlendingamal@irr.is með efnislínunni: Athugasemdir – frumvarp til nýrra laga um útlendinga.

Lesa meira

Innanríkisráðherra fjallaði m.a. um stjórnmál, orðræðuna og Hólaprent í ræðu á Hólahátíð - 16.8.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti hátíðarræðu á Hólahátíð sem lauk síðdegis í dag. Ráðherra ræddi meðal annars um um Hólastað og Hólaprentið og áhrif þess, gerði stjórnmálin og orðræðuna að umtalsefni, hversu óvægin hún væri á köflum. Hún sagði reyna á þolgæði í efnahagsmálum þjóðarinnar nú þegar bjartari tímar væru framundan og nú skipti miklu máli að halda áfram að reisa við efnahagslífið og standa gegn þenslu og auknum ríkisútgjöldum.

Lesa meira

Auka á samstarf stofnana vegna fjölgunar ferðamanna - 14.8.2015

Innanríkisráðherra vinnur að því í samvinnu við lögreglustjórann á Suðurlandi, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Slysavarnafélagið Landsbjörg og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið að koma á skilvirku samstarfi stjórnvalda og félagasamtaka sem miði að því að auka öryggi ferðamanna og viðbragðsaðila hér á landi. Þá hefur ráðherra nýverið ritað nokkrum stofnunum sem sinna þessum verkefnum og óskað upplýsinga um hvort og hvernig aukinn fjöldi ferðamanna hefur haft í för með sér fleiri verkefni og nýjar áskoranir.

Lesa meira

Norrænir sveitarstjórnarráðherrar ræddu einföldun regluverks - 13.8.2015

Ólöf Nordal innanríkisráðherra situr í dag fund norrænna sveitarstjórnarráðherra sem fram fer í Uppsölum í Svíþjóð. Aðalumræðuefni fundarins er hvernig megi einfalda laga- og regluverk þannig að það sé ekki of íþyngjandi fyrir sjálfsforræði sveitarfélaga og bætt geti stjórnsýslu og þjónustu við íbúa.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um skilgreiningu héraðsvega til umsagnar - 10.8.2015

Skilgreiningu héraðsvega var breytt lítillega með breytingu Alþingis á vegalögum nr. 80/2007 í febrúar síðastliðnum. Af þeim sökum er nauðsynlegt að breyta reglugerð um héraðsvegi. Unnt er að senda innanríkisráðuneytinu umsögn um reglugerðardrögin til 24. ágúst næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Umsækjendur um embætti hæstaréttardómara, héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara - 7.8.2015

Runninn er út umsóknarfrestur um þrjú embætti sem innanríkisráðuneytið auglýsti: Embætti hæstaréttardómara, embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara. Embætti hæstaréttardómara var auglýst 10. júlí og embætti héraðssaksóknara 16. júlí.

Lesa meira