Fréttir

Fyrirsagnalisti

Umfangsmiklar breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu í gildi um áramót - 31.12.2014

Hér sjást nýju umdæmamörkin og skrifstofur embættanna í hverju umdæmi.

Hinn 1. janúar breytast umdæmamörk embætta sýslumanna og lögreglu í landinu þegar umdæmum sýslumanna fækkar úr 24 í 9 og umdæmum lögreglu úr 15 í 9. Þetta eru umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á þessum embættum á síðari áratugum. Undirbúningur hefur staðið lengi yfir og stjórnvöld áttu víðtækt samráð við fjölmarga aðila í aðdraganda breytinganna.

Lesa meira

Banaslys í umferðinni ekki svo fá í áratugi - 31.12.2014

Banaslys í umferðinni hafa ekki verið svo fá á einu ári og nú frá árinu 1966 þegar kerfisbundin skráning hófst. Fjórir hafa látist á árinu í þremur umferðarslysum, tvær konur og tveir karlar. Árið 1968 þegar hægri umferð var tekin upp létust 6 í umferðarslysum, árið 2010 létust 8 og árið 2012 létust 9. Í fyrra létust 15 í 14 slysum. Að meðaltali hafa um 16 manns látist á ári í umferðarslysum síðustu 10 árin.

Lesa meira

Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga til umsagnar - 23.12.2014

Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga ásamt viðaukum eru nú til umsagnar á vef ráðuneytisins. Reikningsskila- og upplýsinganefnd hefur undanfarna mánuði unnið að endurskoðun þessara reglna. Unnt er að senda umsagnir um reglugerðina og viðaukana til ráðuneytisins til og með 14. janúar 2015 á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að reglugerð um kærunefnd útlendingamála til umsagnar - 22.12.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um kærunefnd útlendingamála en nefndin tekur til starfa 1. janúar næstkomandi. Unnt er að senda umsagnir um reglugerðardrögin til ráðuneytisins til og með 5. janúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra setur nýjar reglugerðir um 9 sýslumannsumdæmi og 9 lögregluumdæmi - 19.12.2014

Innanríkisráðherra hefur skrifað undir reglugerð um umdæmamörk sýslumannsembætta sem taka á gildi um næstu áramót þegar umdæmum sýslumannsembætta fækkar úr 24 í 9. Þá hefur ráðherra skrifað undir reglugerð um umdæmamörk lögregluembætta og verða umdæmin framvegis 9 en þau voru áður 15. Breytingarnar eru meðal þeirra umfangsmestu á umræddum embættum á síðari árum. Hefur undirbúningur staðið lengi yfir og stjórnvöld átt víðtækt samráð við fjölmarga aðila.

Lesa meira

Nýr aðstoðarmaður innanríkisráðherra - 19.12.2014

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður innanríkisráðherra.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún hóf störf í dag.

Lesa meira

Uppfærður leiðarvísir um meðferðarhæfi kærumála til Mannréttindadómstóls Evrópu - 19.12.2014

Á heimasíðu ráðuneytisins má nú finna nýútkomna uppfærslu leiðarvísis um meðferðarhæfi kærumála til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE).

Lesa meira

Drög að gjaldskrá fyrir Samgöngustofu til kynningar - 18.12.2014

Innanríkisráðuneytið birtir til kynningar drög að gjaldskrá fyrir Samgöngustofu. Unnt er að gera athugasemdir við gjaldskrárdrögin til og með 5. janúar 2015 og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að reglugerð um gerð og búnað ökutækja til umsagnar - 18.12.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 5. janúar næstkomandi.

Lesa meira

Undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi - 18.12.2014

Þrír ráðherrar undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi.

Félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Í yfirlýsingunni segir að ráðherrarnir séu einhuga um að vinna saman gegn ofbeldi í íslensku samfélagi og niðurbrjótandi áhrifum þess, auka fræðslu og forvarnarstarf um ofbeldi, bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála.

Lesa meira

Framlag til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts - 17.12.2014

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlags til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts fyrir árið 2014, skv. reglugerð nr. 80/2001. Endurskoðunin tekur mið af auknu ráðstöfunarfjármagni sjóðsins til greiðslu framlagsins.

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð um áhöfn í almenningsflugi til umsagnar - 16.12.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi. Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið postur@irr.is til og með 8. janúar næstkomandi.

Lesa meira

Drög að reglugerð um gagnatengingaþjónustu í samevrópska loftrýminu til umsagnar - 16.12.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um  gagnatengingaþjónustu í samevrópska loftrýminu. Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið postur@irr.is til og með 8. janúar næstkomandi.

Lesa meira

Haldið verði áfram undirbúningi að smíði Vestmannaeyjaferju - 16.12.2014

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að haldið verði áfram undirbúningi að smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Innanríkisráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti verður falið í samráði við Vegagerðina og Vestmannaeyjabæ að skilgreina og meta hvernig verkefnið verður best fjármagnað og hvaða valkostir séu hagkvæmastir varðandi útboð og eftir atvikum rekstur nýrrar ferju.

Lesa meira

Sextán lögreglumenn útskrifast úr Lögregluskólanum - 12.12.2014

Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ávarp við útskrift úr Lögregluskólanum í dag.

Sextán lögreglumenn voru útskrifaðir úr Lögregluskóla ríkisins í dag. Ellefu konur eru í hópnum og er hlutfall kvenna í lögreglu nú kringum 13%. Nýju lögregluþjónarnir hafa flestir þegar fengið störf sem lögreglumenn eða eru að sækja um stöður og einn hefur ráðið sig til Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til setningar - 11.12.2014

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá 1. janúar 2015 til og með 15. september 2017, vegna leyfis skipaðs dómara. Miðað er við að sett verði í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið starfi sínu. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira

Færri ökumenn og farþegar slasast í umferðinni en fleiri hjólreiðamenn - 11.12.2014

Banaslysum og alvarlegum slysum ökumanna og farþega bifreiða fækkaði árin 2011-2013 en á sama tíma fjölgaði alvarlegum slysum meðal hjóreiðamanna. Árið 2011 slösuðust 24 hjólreiðamenn, 36 árið eftir og 77 á síðasta ári en enginn hjólreiðamaður lést. Auknar hjólreiðar eru meðal skýringa á fjölgun slasaðra hjólreiðamanna en skráning þessara slysa hefur einnig verið bætt.

Lesa meira

Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli á alþjóðlega mannréttindadeginum - 10.12.2014

Rauði krossinn á Íslandi fagnar í dag 90 ára afmæli sínu á alþjóðlega mannréttindadeginum en samtökin voru stofnuð 10. desember 1924. Innanríkisráðuneytið óskar Rauða krossinum á Íslandi til hamingju með 90 ára afmælið og þakkar félaginu mikilvæg mannréttinda- og mannúðarstörf í þágu íslensks samfélags.

Lesa meira

Drög að reglugerð um ökuskírteini til umsagnar - 10.12.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð ökuskírteini. Frestur til að senda umsagnir er til og með 17. desember og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Kristín Haraldsdóttir ráðin aðstoðarmaður innanríkisráðherra - 9.12.2014

Kristín Haraldsdóttir er lögfræðilegur aðstoðarmaður innanríkisráðherra.

Ólöf Nordal hefur ráðið Kristínu Haraldsdóttur, sérfræðing við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sem lögfræðilegan aðstoðarmann sinn. Kristín hóf störf í ráðuneytinu í dag.

Lesa meira

Áfrýjunarfjárhæð vegna einkamála breytt - 5.12.2014

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst hækkun á áfrýjunarfjárhæð vegna einkamála úr 761.423 krónum í 776.097 kr. Breytingin tekur gildi 1. janúar 2015.

Lesa meira

Nýr innanríkisráðherra tekur við embætti - 4.12.2014

Ólöf Nordal tók í dag við embætti innanríkisráðherra af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Nýr innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, tók við ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi innanríkisráðherra, óskaði eftir lausn frá embætti 21. nóvember síðastliðinn og tilkynnti formaður Sjálfstæðisflokksins um nýjan ráðherra á fundi þingflokksins í morgun.

Lesa meira

Reglugerð sett um lögregluumdæmi lögreglustjóra - 4.12.2014

Dómsmálaráðherra hefur skrifað undir reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra. Með reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna 9 lögregluumdæma landsins og um leið hvar aðalstöð lögreglustjóra skuli vera innan hvers umdæmis svo og lögreglustöðvar. Reglugerðin tekur gildi 1. janúar 2015.

Lesa meira

Drög að stefnu um net- og upplýsingaöryggi til umsagnar - 28.11.2014

Starfshópur um stefnumótun í net- og upplýsingaöryggi var settur á fót á vegum innanríkisráðuneytisins í júní 2013. Aðalverkefni hópsins var að móta stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki og vernd upplýsingainnviða sem varða þjóðaröryggi. Drög að stefnu 2014 til 2025 eru nú tilbúin og birt hér á vefnum til umsagnar.

Lesa meira

Fjallað um net- og upplýsingaöryggi og rafræna þjónustu á ráðstefnu UT dagsins - 27.11.2014

Ráðstefna UT dagsins var haldin í Reykjavík í dag.

Gegnsæ stjórnsýsla, net- og upplýsingaöryggi, rafrænar undirskriftasafnanir og árangur í fjarskiptum var meðal umfjöllunarefna á ráðstefnu UT dagsins, Byggjum, tengjum og tökum þátt, sem var í Reykjavík í dag. Auk ráðstefnunnar var haldinn fræðslufundur fyrir vefstjóra um upplýsingaöryggi og varnir opinberra vefja gegn hvers kyns tölvuárásum.

Lesa meira

Óskað umsagna um framtíðarskipan lögreglumenntunar - 26.11.2014

Ráðuneytið óskar eftir umsögnum um tillögur starfshóps um framtíðarskipan lögreglumenntunar á Íslandi. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að námið verði þriggja ára nám á háskólastigi, að skólinn verði sjálfstæð eining en menntun útvistað til menntakerfis að stórum hluta og að Lögregluskólinn verði fræðslu- og rannsóknarsetur lögreglu.

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp um breytingar á lögum almannavarnir og fleira - 25.11.2014

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun lagafrumvarp um breytingar á almannavarnalögum í því skyni að mæla skýrar fyrir um skyldur ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja sem sjá um rekstur mikilvægra samfélagslegra innviða, svo sem á sviði fjarskipta og raforku ef til neyðarástands kemur. Frumvarpið verður nú sent þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna til afgreiðslu. 

Lesa meira

Ísland gerir átta nýja loftferðasamninga - 24.11.2014

Verulegur árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem haldinn var í Indónesíu í síðustu viku. Markmið hennar er að skapa aðildarríkjum stofnunarinnar vettvang til viðræðna um gerð og framkvæmd tvíhliða loftferðasamninga. Alls sóttu 78 ríki ráðstefnuna og héldu samtals 546 tvíhliða fundi.

Lesa meira

Yfirlýsing frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur - 21.11.2014

Hér fer á eftir yfirlýsing frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Lesa meira

Niðurstaða um fjarstýrð mannlaus loftför - 21.11.2014

Nú liggja fyrir niðurstöður samráðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um opnun markaða og stefnumótun um fjarstýrð mannlaus loftför eða dróna til nota í borgaralegum tilgangi. Frestur til að koma að athugasemdum í samráðinu var til 24. október 2014.

Lesa meira

Endurskoðun á reikniverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - 19.11.2014

Á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 8. október síðastliðnum voru kynntar tillögur að nýju reikniverki fyrir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Tillögurnar byggjast á skýrslu starfshóps sem vann að heildarendurskoðun á laga- og reglugerðarákvæðum um sjóðinn á árunum 2009 og 2010 og var gefin út í júní 2010.

Lesa meira

Tillögur um breytta flokkun vega í frumvarpi um breytingar vegalögum - 19.11.2014

Lagafrumvarp um breytta flokkun vega er nú til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpinu fyrir skemmstu. Breytingarnar snúast annars vegar um að innleiða tvær tilskipanir ESB vegna gjaldtöku á umferð og viðurlög við brotum og hins vegar um að breyta skilgreiningu á flokkun þjóðvega, um mat á vegstæðum og ábyrgð á viðhaldi vega.

Lesa meira

Dagur upplýsingatækninnar haldinn 27. nóvember - 19.11.2014

Dagur upplýsingatækninnar 2014 verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 27. nóvember. Fyrir hádegi fer fram fræðslufundur um öryggi opinberra vefja og eftir hádegi verður ráðstefna með yfirskriftinni: Byggjum, tengjum og tökum þátt.

Lesa meira

Leiðbeiningar um ljósleiðarauppbyggingu opinberra aðila - 18.11.2014

Póst- og fjarskiptastofnun hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sveitarfélög og aðra opinbera aðila vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfa. Leiðbeiningarnar fela í sér upplýsingar um regluverk EES-samningsins á sviði samkeppni og ríkisaðstoðar, tæknikröfur, upplýsingar um kröfur í útboðum ásamt fyrirmynd að útboðsgögnum og að samningi við fjarskiptafyrirtæki um tengingu og rekstur ljósleiðarakerfa.

Lesa meira

Tveir nýir lögreglustjórar skipaðir - 18.11.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur skipað tvo nýja lögreglustjóra: Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og Karl Inga Vilbergsson í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum. Embættin voru auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 18. ágúst og bárust ráðuneytinu fimm umsóknir um hvort embætti frá átta umsækjendum, þremur konum og fimm körlum.

Lesa meira

Strengjum þess heit sem samfélag að fækka umferðarslysum - 16.11.2014

Frá athöfn til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðarslysum.

„Strengjum þess heit sem samfélag að fækka umferðarslysum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, m.a. í ávarpi sínu við athöfn sem haldin var við bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi í dag, á árlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Efnt var til hliðstæðrar athafnar víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Minnst var látinna með einnar mínútu þögn og um leið var þeim starfsstéttum þakkað sem sinna viðbrögðum og meðferð fólks vegna umferðarslysa.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um framtíðarskipan ákæruvalds til umsagnar - 14.11.2014

Drög að frumvarpi til laga um framtíðarskipan ákæruvalds eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir um frumvarpið á netfangið postur@irr.is til og með 21. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Einn umsækjandi um setningu í embætti dómara við Hæstarétt - 13.11.2014

haestirettur

Embætti dómara við Hæstarétt Íslands var nýlega auglýst laust til setningar frá 1. janúar 2015 til 15. september 2017. Umsóknarfrestur var til 13. október sl. og barst ein umsókn um embættið, frá Ingveldi Einarsdóttur, settum dómara við Hæstarétt Íslands.

Lesa meira

Dr. Hjörtur Bragi Sverrisson skipaður formaður kærunefndar útlendingamála - 12.11.2014

Dr. Hjörtur Bragi Sverrisson.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað dr. Hjört Braga Sverrisson, framkvæmdastjóra mannréttindadeildar ÖSE í Kosovo, formann kærunefndar útlendingamála. Alls bárust sextán umsóknir um embættið en sérstök valnefnd mat Hjört Braga hæfastan umsækjenda. Lesa meira

Fræðsla, umferðareftirlit og framkvæmdir til að fækka banaslysum - 10.11.2014

Stjórnvöld vörðu um 366 milljónum á síðasta ári í þágu aukins umferðaröryggis samkvæmt umferðaröryggisáætlun samgönguáætlunar. Lögð var áhersla á sérstakar aðgerðir sem eiga að leiða til fækkunar slysa og lækkunar kostnaðar samfélagsins af umferðarslysum. Markmið stjórnvalda um aukið umferðaröryggi til ársins 2022 er tvíþætt; annars vegar að fjöldi látinna í umferð á hverja 100.000 íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum það ár. Hins vegar að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um ekki minna en 5% á ári til ársins 2022. Þetta kemur fram í ársskýrslu um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar árið 2013 sem var að koma út.

Lesa meira

Innanríkisráðherra og borgarstjóri tóku fyrstu skóflustungu að stækkun flugstjórnarmiðstöðvar - 10.11.2014

Innanríkisráðherra og borgarstjóri tóku fyrstu skóflustungu að stækkun flugstjórnarmiðstöðvar

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tóku fyrstu skóflustungu að stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík 7. nóvember síðastliðinn. Starfsemin, sem er nú á fjórum stöðum í borginni, verður í kjölfar stækkunarinnar færð undir eitt þak við Reykjavíkurflugvöll. Ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun síðari hluta ársins 2016.  

Lesa meira

Innanríkisráðherra keypti neyðarkall af Lilju Steinunni í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík - 7.11.2014

Innanríkisráðherra keypti neyðarkall af Lilju Steinunni í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík

Árleg söfnun Landsbjargar  hófst í gær með sölu nýs neyðarkalls björgunarsveita. 

Lesa meira

Árlegur minningardagur um þá sem látist hafa í umferðarslysum - 6.11.2014

Sunnudaginn 16. nóvember verður minnst þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður í fjórða sinn til þessarar athafnar en efnt er til hliðstæðrar athafnar víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

Lesa meira

Frumvarpsdrög um flutning netöryggissveitar til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra til umsagnar - 5.11.2014

Drög að lagafrumvarpi um flutning netöryggissveitar frá Póst- og fjarskiptastofnun til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Í frumvarpinu er jafnframt lagt til að starfssvið sveitarinnar verði víkkað. Unnt er að senda umsagnir um frumvarpið á netfangið postur@irr.is til og með 17. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Breyting á reglugerð um skoðanir ferja til umsagnar - 4.11.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 743/2001, um skoðanir ekjuferja og háhraðafarþegafara í millilandasiglingum, með síðari breytingum. Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið postur@irr.is til og með 17. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um flugvernd til umsagnar - 4.11.2014

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 985/2011. Breytingarnar varða meðal annars flugverndarþjálfun, bakgrunnsathuganir, skimun farþega og fleira. Umsagnarfrestur er til 21. nóvember næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Nærri 200 manns sóttu rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar - 1.11.2014

Fjölbreytt efni var til umræðu á rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar.

Nærri 200 manns sóttu þrettándu rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var í Reykjavík í gær og hlýddu á 20 fyrirlestra um margs konar rannsóknir og kannanir á sviði vega-, umferðar- og hafnamála. Samkvæmt vegalögum eiga 1,5% af mörkuðum tekjum Vegagerðarinnar að renna til rannsókna- og þróunarstarfs og eru mörg verkefna sem Vegagerðin styrkir kynnt á þessum árlegu ráðstefnum.

Lesa meira

Margar ástæður nefndar fyrir minnkandi kosningaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum í vor - 30.10.2014

Skýrsla um rannsókn á dræmri kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum 2014 var kynnt í innanríkisráðuneytinu í dag.

Enginn flokkur í framboði í mínu sveitarfélagi höfðaði til mín, mér fannst of margir flokkar vera í framboði, mér fannst ekki skipta máli hver yrði kosinn í sveitarstjórn, ég taldi að atkvæði mitt myndi ekki hafa áhrif á úrslit kosninganna. Allt eru þetta ástæður sem fram komu í svörum kjósenda í rannsókn á ástæðum fyrir minnkandi kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðið vor.

Lesa meira

Ný reglugerð um stjórn fjarskiptasjóðs og verkefnisstjórn - 30.10.2014

Reglugerð um stjórn fjarskiptasjóðs og verkefnisstjórn um framkvæmd fjarskiptaáætlunar hefur tekið gildi og kemur í stað eldri reglugerðar um sama efni. Ástæða þessarar breytingar er sú að tilfærsla hefur orðið á verkefnum með sameiningu ráðuneyta, uppfæra þurfti lagatilvísanir í reglugerðinni og um leið var breytt nokkrum öðrum efnisatriðum.

Lesa meira

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2015 sem þegar hafa komið til úthlutunar nema  um 33 milljörðum króna - 29.10.2014

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um heildarúthlutun framlaga á næsta ári til hinna ýmsu málaflokka sem sjóðurinn sinnir samanber reglugerðir um starfsemi sjóðsins. Alls nema úthlutanirnar nú um 33 milljörðum króna.

Lesa meira

Drög að reglugerð um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi - 29.10.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi. Með henni er innleidd EES-gerð, þ.e. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 996/2010 frá 20. október 2010 um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi og um niðurfellingu á tilskipun 94/56/EB). Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið postur@irr.is til og með 10. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Drög að átta reglugerðum um flugleiðsögu til umsagnar - 23.10.2014

Innanríkisráðuneytið er nú með til umsagnar drög að átta reglugerðum vegna innleiðingar á svokölluðum SES II pakka sem varðar samræmt evrópskt loftrými og tekinn hefur verið upp í EES-samninginn með þeim aðlögunum sem af ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar leiðir. Reglugerðirnar varða allar hin ýmsu svið flugleiðsögu og atriði sem tengjast henni svo sem frammistöðukerfi, gjaldtöku og fleira.

Lesa meira

Starfshópur vinnur að stefnumótun og skipulagi í málaflokkum Þjóðskrár Íslands og Útlendingastofnunar - 23.10.2014

Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins er nú að hefja vinnu við að móta nýja framtíðarsýn í málaflokkum Þjóðskrár Íslands og Útlendingastofnunar. Stefnt er að því að hópurinn skili áfangaskýrslu til ráðherra eigi síðar en 1. apríl 2015.

Lesa meira

Vegna umræðna um skotvopnaeign lögreglunnar - 21.10.2014

Vegna umfjöllunar um skotvopnaeign lögreglunnar vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira

Norrænir dómsmálaráðherrar funda á Íslandi - 21.10.2014

Dómsmálaráðherrar Norðurlanda funduðu á Nesjavöllum í dag.

Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna sitja nú reglulegan fund sem fram fer á Íslandi og stýrir honum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra. Á fundinum er meðal annars rætt um ýmsar hliðar dóms- og réttarvörslukerfisins, unga afbrotamenn og samspil refsinga og félagslegrar aðstoðar.

Lesa meira

Drög að breytingum á reglugerðum um almannaflug til umsagnar - 21.10.2014

Innanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerðum um breytingu á reglugerð um almannaflug flugvéla, nr. 694/2010 og reglugerð um almannaflug þyrlna, nr. 695/2010. Umsagnir um drögin óskast sendar á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 3. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um breytta hugtakanotkun til umsagnar - 20.10.2014

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að lagafrumvarpi um breytta hugtakanotkun í íslenskri löggjöf. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin á netfangið postur@irr.is til og með 27. október næstkomandi.

Lesa meira

Auglýsing um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis - 20.10.2014

Þeir íslenskir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili hér á landi en sest hafa að erlendis, eiga kosningarrétt við alþingiskosningar, forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt frá landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Að þessum tíma liðnum fellur kosningarrétturinn niður nema sérstaklega sé sótt um að halda honum.

Lesa meira

Tillaga að frumvarpi til breytinga á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar til kynningar - 20.10.2014

Innanríkisráðuneytið birtir hér með til kynningar tillögu að frumvarpi til breytinga á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997. Frumvarpið var áður lagt fram á 143. löggjafarþingi en var ekki afgreitt en frumvarpið hefur verið unnið í innanríkisráðuneytinu í samræmi við tillögur kirkjuþings þar að lútandi.

Lesa meira

Innanríkisráðherra lagði áherslu á náið samstarf ríkis og sveitarfélaga á ársþingi SSNV - 17.10.2014

Innanríkisráðherra flutti ávarp á ársþingi Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ávarpaði ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í gær en meðal umfjöllunarefna ársfundarins auk aðalfundarstarfa var erindi um landsskipulagsstefnu, stefnumörkun og aðkomu sveitarfélaga, um stöðu og framtíð Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og um sóknaráætlanir landshluta. Auk ráðherra ávörpuðu fundinn þeir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.

Lesa meira

Áætluð úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2014 - 15.10.2014

Innanríkisráðherra  hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 8. október sl. um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2014 á grundvelli 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Lesa meira

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2015 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti - 15.10.2014

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 8. október sl. um áætlaða heildarúthlutun framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2015, sbr. reglugerð, nr. 80/2001 með síðari breytingum. Lesa meira

Kynnti sér framkvæmdir við nýtt fangelsi - 10.10.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir skoðaði framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði. Með henni á myndi eru Páll E. Winkel og Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í gær fangelsisbygginguna á Hólmsheiði sem nú er að rísa. Páll E. Winkel fangelsismálastjóri og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnisstjórnar, og fleiri sögðu frá stöðu framkvæmdanna.

Lesa meira

Unnið verður að útfærslu breytinga á regluverki Jöfnunarsjóðs í vetur - 8.10.2014

Innanríkisráðherra flutti ávarp á ársfundi Jöfnunarsjóðs í dag.

Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á síðasta ári námu alls 34,6 milljörðum króna og framlög úr sjóðnum 34,8 milljörðum króna. Er það rúmlega tveggja milljarða króna hækkun á tekjum og framlögum frá árinu 2012. Þetta kom fram á ársfundi sjóðsins sem fór fram í Reykjavík í dag.

Lesa meira

Drög að reglugerðum um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætta til umsagnar - 8.10.2014

Innanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerðum um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta en breytingar á umdæmunum ganga í gildi 1. janúar 2015. Rökstuddar umsagnir um drögin óskast sendar á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 17. október næstkomandi.

Lesa meira

Stuttmyndin Stattu með þér frumsýnd 9. október - 8.10.2014

Frá forsýningu stuttmyndarinnar Stattu með þér.

Stuttmyndin Stattu með þér verður frumsýnd í grunnskólum landsins á morgun, 9. október, og þá verður myndin einnig gerð aðgengileg öllum á vefnum. Myndin fjallar um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk og er unnin á vegum samstarfsverkefnisins Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum, sem er samstarfsverkefni innanríkisráðuneytis, velferðarráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Lesa meira

Drög að reglugerð um öryggisráðstafanir vegna viðburða við vegi til umsagnar - 7.10.2014

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að nýrri reglugerð um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna starfsemi og viðburða á og við vegi. Drögin eru unnin hjá Samgöngustofu og verður nú leitað umsagnar lögreglu og Vegagerðarinnar. Unnt er að senda umsögn um drögin á netfangið postur@irr.is til 24. október næstkomandi.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi til breytinga á vopnalögum til umsagnar - 7.10.2014

Innanríkisráðuneytið kynnir drög að lagafrumvarpi til breytinga á vopnalögum. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin til ráðuneytisins á netfangið postur@irr.is til 17. október næstkomandi.

Lesa meira

Breytingar á ýmsum ákvæðum réttarfarslaga til umsagnar - 6.10.2014

Innanríkisráðuneytið kynnir drög að lagafrumvarpi sem réttarfarsnefnd hefur samið að tilhlutan innanríkisráðherra. Eru þar lagðar til fjölmargar breytingar á ákvæðum réttarfarslaga. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin til ráðuneytisins á netfangið postur@irr.is til 14. október næstkomandi.

Lesa meira

Ferðaþjónusta, samgöngur og sóknaráætlanir meðal efnis á aðalfundi Eyþings - 3.10.2014

Hermann Sæmundsson flutti fundinum kveðju frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Ört vaxandi ferðaþjónusta, áhrif hennar, samgöngur, sóknaráætlanir og byggðaþróun voru meðal umræðuefna á aðalfundi Eyþings, samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, sem nú stendur að Narfastöðum í Reykjadal. Einnig var kynnt áfangaskýrsla um almenningssamgöngur og á morgun verða almenn aðalfundarstörf.

Lesa meira

Davíð Þór Björgvinsson settur ríkissaksóknari - 3.10.2014

Davíð Þór Björgvinsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur sett Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, ríkissaksóknara til að gefa endurupptökunefnd umsögn um viðhorf embættisins til tveggja endurupptökubeiðna Ragnars Aðalsteinssonar hrl., dags. 4. september sl., f.h. Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar sem fram eru komnar vegna Hæstaréttarmálsins nr. 214/1978: Ákæruvaldið gegn Kristjáni Viðari Viðarssyni, Sævari Marínó Ciesielski, Tryggva Rúnari Leifssyni, Albert Klahn Skaftasyni, Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni.

Lesa meira

Drög að reglugerð um vistun ungra fanga til umsagnar - 29.9.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um afplánun ungra fanga á aldrinum 15 til 18 ára. Unnt er að veita umsögn um reglugerðardrögin til 10. október og skal umsögn berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð um upplýsinga- og fjarskiptatækni fyrir samgöngukerfi til kynningar - 26.9.2014

Til kynningar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um upplýsinga- og fjarskiptatækni til notkunar fyrir svokölluð skynvædd samgöngukerfi. Unnt er að senda umsögn til ráðuneytisins og skal hún berast eigi síðar en 10. október næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð um flutning á hættulegum farmi til umsagnar - 26.9.2014

Drög að breytingu á reglugerð um flutning á hættulegum farmi á landi eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til 10. október næstkomandi og skal umsögn berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Farþegum hefur fjölgað á nánast öllum leiðum almenningssamgöngukerfisins - 25.9.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir fundaði um almenningssamgöngur með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaga.

Efling almenningssamgangna á landsbyggðinni í kjölfar þess að sérleyfakerfið var lagt niður var umræðuefni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á fundi með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaga sem haldinn var í gær í tengslum við landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú stendur á Akureyri.

Lesa meira

Kynnti sér framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum - 25.9.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir skoðaði framkvæmdirnar við Vaðlaheiðargöng í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í dag miðstöð Vegagerðarinnar á Akureyri og skoðaði einnig framkvæmdirnar við Vaðlaheiðargöng. Alls hafa verið sprengdir tæplega 2.700 metrar Eyjafjarðarmegin í göngunum en greftri þar var hætt í lok ágúst og byrjað að bora í Fnjóskadal og eru gangamenn komnir vel á annað hundrað metra inn þeim megin.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til setningar - 25.9.2014

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá og með 1. janúar 2015 til og með 30. júní 2015, vegna leyfis skipaðs dómara.

Lesa meira

Embætti hæstaréttardómara laust til setningar - 25.9.2014

haestirettur

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands, til setningar meðan á leyfi skipaðs dómara stendur. Miðað er við að sett verði í embættið frá og með frá og með 1. janúar 2015 til og með 15. september 2017.

Lesa meira

Hvítbók um stöðu og framtíð sveitarstjórnarstigsins fyrir áramót - 24.9.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp við setningu landsþingsins í dag.

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var sett á Akureyri nú síðdegis og flutti Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræðu við upphaf þingsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambandsins, setti þingið en yfirskrift þess er áskoranir í bráð og lengd. Um 200 manns voru við þingsetninguna en þingið stendur fram á föstudag.

Lesa meira

Þingmannanefnd vinnur að umbótum í útlendingamálum - 24.9.2014

Þverpólitísk þingmannanefnd sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði endurskoðar nú lög um útlendinga og er stefnt að því að frumvarp til nýrra útlendingalaga verði lagt fyrir Alþingi á komandi vetri. Nefndina leiðir Óttarr Proppé alþingismaður. Auk hans sitja í nefndinni alþingismennirnir Svandís Svavarsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Birgitta Jónsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Lesa meira

Dómsmálaráðherra sendir réttarfarsnefnd og stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd erindi vegna símahlustunar - 24.9.2014

Dómsmálaráðherra hefur ritað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf í framhaldi af því að athygli ráðuneytisins hefur verið vakin á fullyrðingum um að framkvæmd símahlustunar við rannsókn sakamála og eftirlit með þeim kunni að vera ábótavant. Er lagt í hendur nefndarinnar að meta hvort ástæða sé til athugunar á téðum fullyrðingum á vettvangi nefndarinnar. Undir bréfið skrifar Eygló Harðardóttir sem nú gegnir embættinu fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráherra.

Lesa meira

Reglugerð um flýtimeðferð hælisumsókna gefin út - 24.9.2014

Innanríkisráðherra hefur skrifað undir reglugerð um hvaða skilyrði geta verið fyrir sérstakri málsmeðferð umsækjenda um hæli hér á landi, svokallaða flýtimeðferð. Í flýtimeðferð felst að ekki er talin þörf á fullri efnismeðferð umsóknar um hæli, afgreiðslu umsóknar er forgangsraðað á undan öðrum umsóknum og/eða frestir í málsmeðferðinni eru styttri en þegar mál hljóta fulla efnismeðferð, svo sem vegna gagnaöflunar.

Lesa meira

Lög um frestun á nauðungarsölum hafa tekið gildi - 23.9.2014

Lög um að nauðungarsölum verði frestað áfram á meðan vinnsla umsókna um höfuðstólslækkun húsnæðislána stendur yfir hafa tekið gildi. Með lögunum er sýslumönnum veitt heimild til að fresta nauðungarsölum fram yfir 1. mars 2015.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um prófun á ökuritum til umsagnar - 23.9.2014

Drög að breytingu á reglugerð um prófun á ökuritum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin og er umsagnarfrestur til 3. október næstkomandi. Skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Breytt umdæmaskipan meðal umræðuefna á aðalfundi Sýslumannafélags Íslands - 20.9.2014

Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, ávarpaði aðalfund Sýslumannafélags Íslands.

Breytt umdæmaskipan sýslumannsembætta, aðgerðaáætlun um breytingarnar, fjármál og fleira efni var til umræðu á aðalfundi Sýslumannafélags Íslands sem lauk í Borgarfirði í dag. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, ávarpaði fundinn í gær, flutti fundarmönnum kveðju innanríkisráðherra og þakkaði sýslumönnum fyrir góð samskipti og umræður við undirbúning breytinga á embættunum sem koma eiga til framkvæmda 1. janúar næstkomandi.

Lesa meira

Dómsmálaráðherra kynnti sér starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur - 20.9.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra heimsótti Héraðsdóm Reykjavíkur.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra heimsótti Héraðsdóm Reykjavíkur nýverið og kynnti sér starfsemi dómstólsins. Ingimundur Einarsson dómstjóri og Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður í Dómarafélagi Íslands, gengu með ráðherra og fylgdarliði um húsnæði héraðsdóms. Greindu þeir síðan frá helstu þáttum starfseminnar ásamt þeim Símoni Sigvaldasyni, héraðsdómara og formanni dómstólaráðs, Ólöfu Finnsdóttur, framkvæmdastjóra dómstólaráðs, og Friðriki Þ. Stefánssyni, rekstrar- og mannauðsstjóra.

Lesa meira

Nauðsynlegt að bæta og efla samskipti ríkis og sveitarfélaga - 18.9.2014

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fór fram í dag í Búðardal.

Samskipti ríkis og sveitarfélaga voru eitt aðal umræðuefna á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fór fram í dag í Búðardal. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var meðal frummælenda um efnið ásamt Gunnari Sigurðssyni, formanni SSV, Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Haraldi Benediktssyni alþingismanni.

Lesa meira

Innanríkisráðuneytið fellir úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um Breiðafjarðarferju - 18.9.2014

Innanríkisráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um að ekki sé heimilt að flytja inn og skrá á íslenska skipaskrá norsku ekjuskipsferjuna Vågen, sem Sæferðir hyggjast nota til siglinga um Breiðafjörð. Telur ráðuneytið að fyrirtækinu sé heimilt að flytja inn ferjuna en ráðgert er að hún taki við af Baldri sem Breiðafjarðarferja og er því ekkert til fyrirstöðu að skipið geti hafið siglingar þegar það kemur til landsins.

Lesa meira

Innanríkisráðherra leggur til að fjarskiptasjóður styrki hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum - 15.9.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var til andsvara við sérstaka umræðu á Alþingi í gær þegar staða og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbygging háhraðatenginga í dreifbýli var til umfjöllunar. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður var málshefjandi. Ráðherra kvaðst hafa lagt til við fjarskiptasjóð að styrkja lagningu ljósleiðara milli Súðavíkur og Brúar í Hrútafirði og myndi slík hringtenging bæta mjög rekstraröryggi almennra fjarskipta sem og neyðarfjarskipta.

Lesa meira

Reglur um hæfnisnefnd lögreglu til umsagnar - 15.9.2014

Reglur um skipan hæfnisnefndar lögreglunnar eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 22. september og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is

Lesa meira

Innanríkisráðherra flutti ávarp á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum - 13.9.2014

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fór fram í gær og í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp í dag á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem nú stendur í Sveitarfélaginu Vogum. Ræddi hún meðal annars samstarf ríkis og sveitarfélaga, tekjustofna sveitarfélaga, atvinnuuppbyggingu og fleira. Fundurinn hófst í gær og voru þar meðal annars til umræðu menntamál, almenningssamgöngur, málefni fatlaðs fólks og fjallað var um tækifærin á Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira

Dómsmálaráðherra kynnti sér þróun mála í Bárðarbungu á fundi hjá almannavörnum - 10.9.2014

Björn Oddsson, sérfræðingur hjá almannavörnum, fræðir fundarmenn um stöðu mála í Bárðarbungu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra heimsótti í morgun almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ásamt ráðuneytisstjórum innanríkisráðuneytis og forsætisráðuneytis og nokkru samstarfsmönnum úr báðum ráðuneytum. Fulltrúar almannavarnadeildar fóru yfir stöðuna í Bárðarbungu og í Holuhrauni og upplýstu ráðherra um nokkrar mögulegar sviðsmyndir. Ríkisstjórnin mun ræða stöðuna á fundi sínum síðar í dag.

Lesa meira

Svar við bréfi umboðsmanns Alþingis frá 25. ágúst - 9.9.2014

Innanríkisráðherra hefur í dag svarað umboðsmanni Alþingis vegna bréfs hans frá 25. ágúst síðastliðnum. Bréfið fer hér á eftir:

Lesa meira

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir styrki - 8.9.2014

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 30. september næstkomandi. Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð um í hvaða skyni sótt er um styrk.

Lesa meira

Málþing um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi haldið 25. september - 8.9.2014

Málþing um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi verður haldið á Grand hótel Reykjavík 25. september næstkomandi. Málþingið ber heitið „Zero Tolerance“ og fer fram á ensku. Norræna ráðherranefndin, innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið ásamt Jafnréttisstofu halda málþingið sem er hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimilað að undirbúa samkomulag ríkis og kirkju um leiðréttingu sóknargjalda - 5.9.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fékk í dag heimild ríkisstjórnarinnar til að hefja undirbúning að gerð samkomulags milli ríkis og kirkju á grundvelli tillagna starfshóps sem gera ráð fyrir að umframskerðing sóknargjalda verði jöfnuð út á fjórum árum. Markmiðið með samningnum er að upphefja þann hluta aðhaldskrafna árin 2009-2012 sem gekk lengra en gert var gagnvart öðrum aðilum sem byggja rekstur sinn á framlögum af fjárlögum.

Lesa meira

Innanríkisráðherra setti norræna ráðstefnu um gjafsóknarreglur í einkamálum - 5.9.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra setti norræna ráðstefnu um gjafsóknarmál í Norræna húsinu í dag.

Norræn ráðstefna um gjafsóknarreglur í einkamálum á Norðurlöndum er haldin í Reykjavík í dag. Ráðstefnan er á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands í samvinnu við innanríkisráðuneytið og Lögmannafélag Íslands og með styrk frá Norræna ráðherraráðinu og Norræna húsinu.

Lesa meira

Óskað umsagnar um drög að lagafrumvarpi um fullnustu refsinga - 5.9.2014

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um fullnustu refsinga. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til 18. september nk. og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður - 5.9.2014

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið haustið 2014. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Lög og reglur, öryggismál og fjárveitingar til umræðu á hafnasambandsþingi - 4.9.2014

Hafnasambandþing stendur í dag og á morgun á Ólafsfirði.

Meðal efnis á hafnasambandsþingi sem nú stendur yfir á Ólafsfirði er umfjöllun um fjárhagslega stöðu hafna sem Gunnlaugur Júlíusson ræddi og síðan ræddi Valur Rafn Halldórsson, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði Hafnasambandsins, um efnhagsleg áhrif hafna. Kom meðal annars fram í máli hans að þó að beint framlag hafna væri aðeins 0,3% í landsframleiðslu væru óbein áhrif mun meiri og spurði hvar til dæmis væru stödd byggðarlög eins og Súðavík, Þorlákshöfn, Grenivík, Höfn eða Vestmannaeyjar ef ekki væru hafnir í þessum byggðarlögum.

Lesa meira

Hlutur hafna í landsframleiðslu er verulegur - 4.9.2014

Hafnasambandsþing stendur nú yfir á Ólafsfirði.

Hafnasambandsþing hófst í morgun á Ólafsfirði og stendur til morguns. Á dagskrá er meðal annars umfjöllun um fjárhag og stöðu hafna, efnahagsleg áhrif hafna og langtímastefna. Þá verður rætt um hafnalög og reglugerðir. Gísli Gíslason, formaður Hafnasambandsins, setti þingið og Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri innviðaskrifstofu innanríkisáðuneytisins, flutti ávarp fyrir hönd Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Lesa meira

Umsóknarfrestur um starf formanns kærunefndar útlendingamála rennur út 8. september - 4.9.2014

Innanríkiráðuneytið hefur auglýst að nýju með framlengdum umsóknarfresti starf lögfræðings sem formanns kærunefndar útlendingamála laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 8. september næstkomandi.

Lesa meira

Málsmeðferðartími hælisumsókna 90 dagar - 3.9.2014

Málsmeðferðartími hælisumsókna verður að meðaltali ekki lengri en 90 dagar á hvoru stjórnsýslustigi í málum sem hafa komið inn frá og með 25. ágúst. Þetta var eitt megin markmiða með breytingum á útlendingalögum síðastliðið vor. Með þeim breytingum og breyttu verklagi í hefur náðst árangur í að auka skilvirkni og vanda verklag við meðferð hælisumsókna undanfarin misseri.

Lesa meira

Drög að reglugerð um kröfur um tvöfaldan byrðing til umsagnar - 3.9.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um að flýta innleiðingu á kröfum um tvöfaldan byrðing eða sambærilegum hönnunarkröfum fyrir olíuflutningaskip með einföldum byrðingi. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 18. september nk. á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Neytendasamtökin tilnefnd sem tengiliður við  Evrópsku neytendaaðstoðina - 3.9.2014

Innanríkisráðuneytið hefur tilnefnt Neytendasamtökin sem tengilið Íslands við Evrópsku neytendaaðstoðina, ENA með samningi sem gildir til þriggja ára. Hlutverk ENA er að aðstoða neytendur sem eiga í deilum við seljendur vöru eða þjónustu yfir landamæri innan EES.

Lesa meira

Drög að reglugerð um öryggi leikfanga og fleira til umsagnar - 3.9.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um öryggi leikfanga og frjálsan flutning þeirra innan EES. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 17. september næstkomandi á netfangið postur@irr.is

Lesa meira

Drög að frumvarpi til laga um farmflutninga á landi til umsagnar - 2.9.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að lagafrumvarpi um farmflutninga á landi. Unnt er að veita umsögn um frumvarpið til 17. september næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður 8. október - 2.9.2014

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 8. október næstkomandi  á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 16:00. Ársfundurinn verður með svipuðu sniði og áður.

Lesa meira

Drög að reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla til umsagnar - 2.9.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma flugvalla. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 15. september næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Samráð um notkun mannlausra loftfara – dróna - 1.9.2014

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur nú kost á samráði um opnun markaða og stefnumótun um fjarstýrð mannlaus loftför eða dróna til nota í borgaralegum tilgangi. Samráðið stendur til 24. október næstkomandi.

Lesa meira

Lagt til að nauðungarsölum verði frestað áfram - 31.8.2014

Innanríkisráðherra mun leggja fram á fyrstu dögum þingsins frumvarp um breytingar á nauðungarsölulögum þar sem gert er ráð fyrir að nauðungarsölum verði frestað áfram meðan vinnsla umsókna um höfuðstólslækkun húsnæðislána stendur yfir. Frumvarpið, sem kynnt var í ríkisstjórn síðastliðinn föstudag, gerir ráð fyrir að nauðungarsölum verði áfram frestað fram yfir 1. mars 2015 en frestur samkvæmt gildandi lögum á að renna út 1. september.

Lesa meira

Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið til umsagnar - 28.8.2014

Drög að breytingu á lögum um Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsögn um frumvarpsdrögin til og með 8. september næstkomandi og skal umsögn berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Nýr dómsmálaráðherra tekur við - 27.8.2014

Nýr dómsmálaráðherra heilsaði uppá starfsmenn í innanríkisráðuneytinu í dag.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, sem einnig hefur tekið við sem nýr dómsmálaráðherra heimsótti ráðuneytið í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti nýjan ráðherra fyrir starfsmönnum og kvaðst hann hlakka til samstarfsins.

Lesa meira

Tíu umsóknir um tvö embætti lögreglustjóra - 27.8.2014

Umsóknarfrestur um embætti tveggja lögreglustjóra, annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar í Vestmannaeyjum, rann út 18. ágúst síðastliðinn. Fimm umsóknir bárust um hvort embætti.

Lesa meira

Nýtt embætti dómsmálaráðherra í innanríkisráðuneyti - 26.8.2014

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra að færa málefni dómstóla, lögreglu og ákæruvalds undan ábyrgðarsviði hennar sem innanríkisráðherra. Sett verður á fót nýtt embætti dómsmálaráðherra í innanríkisráðuneytinu, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun gegna samhliða embætti forsætisráðherra, þar til annað verður ákveðið.

Lesa meira

Ráðherrar kynntu sér stöðu umbrotanna í Vatnajökli - 23.8.2014

Vegna umbrotanna undir Dyngjujökli í norðanverðum Vatnajökli hefur viðbúnaðarstig almannavarna verið hækkað i neyðarstig. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar funduðu í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð síðdegis í dag og kynntu sér framvindu umbrotanna og viðbrögð.

Lesa meira

Norræn ráðstefna um gjafsóknarreglur í einkamálum - 22.8.2014

Föstudaginn 5. september 2014 verður haldin norræn ráðstefna um gjafsóknarreglur í einkamálum á Norðurlöndum. Að ráðstefnunni standa Lagastofnun Háskóla Íslands í samvinnu við innanríkisráðuneytið og Lögmannafélag Íslands með styrk frá Norræna ráðherraráðinu og Norræna húsinu.

Lesa meira

Unnið að samkomulagi um hækkun sóknargjalda - 21.8.2014

Starfshópur um fjármál kirkjunnar skilaði ráðherra tillögum sínum á dögunum. Frá vinstri: Viðar Helgason, Sigríður Anna Þórðardóttir, Inga Rún Ólafsdótir og Gísli Jónasson.

Starfshópur um fjárhagsleg málefni Þjóðkirkjunnar leggur til að Þjóðkirkjan og innanríkisráðuneytið semji um hækkun sóknargjalda í áföngum á næstu árum. Einnig leggur nefndin til að eigi síðar en árið 2016 verði samið um að draga að fullu til baka á tilteknum tíma skerðingu á sóknargjöldum til að að ákvæði laga nr. 91/1987 um sóknargjöld komi að fullu til framkvæmda á ný.

Lesa meira

Allsherjar- og menntamálanefnd skoðaði framkvæmdir við fangelsið á Hólmsheiði - 20.8.2014

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis kynnti sér framkvæmdirnar á Hólmsheiði á dögunum.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heimsótti í síðustu viku fangelsið á Litla Hrauni og Sogni og kynnti sér einnig framkvæmdir við nýja fangelsið á Hólmsheiði.

Lesa meira

Auglýst eftir ráðgjafateymi fyrir nauðungarvistaða einstaklinga - 20.8.2014

Innanríkisráðneytið minnir á auglýsingu um ráðningu fjögurra ráðgjafa til að annast ráðgjöf við nauðungarvistaða einstaklinga á sjúkrahúsi. Frestur til að sækja um rennur út þriðjudaginn  26. ágúst næstkomandi. Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.

Lesa meira

Svar við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis frá 6. ágúst - 15.8.2014

Hér á eftir fer bréf innanríkisráðherra með svörum við fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis frá 6. ágúst sem sent var umboðsmanni í dag.

Lesa meira

Ný embætti sýslumanna og lögreglustjóra undirbúin - 11.8.2014

Innanríkisráðherra ávarpaði fund sýslumanna og lögreglustjóra í ráðuneytinu í dag.

Haldinn var í innanríkisráðuneytinu í dag fundur um undirbúning að breyttu skipulagi umdæma sýslumanna og lögreglustjóra í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi á liðnu vori. Breyting á umdæmunum og aðskilnaður embætta sýslumanna og lögreglustjóra tekur formlega gildi 1. janúar næstkomandi en fram að því verður unnið að útfærslu breytinganna og eflingu embættanna.

Lesa meira

Nýrri brú yfir Múlakvísl fagnað - 6.8.2014

Innanríkisráðherra klippti á borða á Múlakvíslarbrú að viðstöddum vegamálastjóra, brúarverkfræðingi, skæraverði, ráðherrum og þingmönnum Suðurkjördæmis.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu í dag á borða á nýrri brú yfir Múlakvísl og lýstu hana formlega opna við fögnuð viðstaddra. Kemur hún í stað einbreiðrar bráðabirgðabrúar sem reist var á sjö dögum í júlí 2011 eftir að flóð í Múlakvísl sópaði brúnni burt og rauf þar með Hringveginn.

Lesa meira

Svar við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis - 1.8.2014

Hér að neðan er bréf innanríkisráðherra með svörum við fyrirspurnum  umboðsmanns Alþingis sem sent var umboðsmanni í dag.

Lesa meira

Ráðgjafateymi fyrir nauðungarvistaða einstaklinga - 1.8.2014

Innanríkisráðneytið hyggst ráða fjóra ráðgjafa til að annast ráðgjöf við nauðungarvistaða einstaklinga á sjúkrahúsi. Einn þeirra yrði tilgreindur sem verkefnisstjóri. Frestur til að sækja um er til 26. ágúst næstkomandi. Sjá nánari upplýsingar í auglýsingu hér að neðan.

Lesa meira

Þórólfur Árnason skipaður forstjóri Samgöngustofu - 31.7.2014

Þórólfur Árnason rekstrarverkfræðingur var metinn hæfastur umsækjenda um embætti forstjóra Samgöngustofu að mati valnefndar og í samræmi við niðurstöðu hennar hefur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipað hann í embættið. Þórólfur mun hefja störf þann 6. ágúst nk.

Lesa meira

Embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum laus til umsóknar - 30.7.2014

Innanríkisráðuneytið auglýsir laus til umsóknar tvö embætti lögreglustjóra, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Umsóknarfrestur er til 18. ágúst næstkomandi. Innanríkisráðherra skipar í embættin frá 1. janúar 2015 til fimm ára.

Lesa meira

Lögreglustjórum fækkað úr 15 í 9 - 24.7.2014

Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður fyrsta konan sem gegnir embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Embætti lögreglustjóra á landinu verða 9 í stað 15 með nýjum lögum um lögregluumdæmi. Ný lögreglulið njóta styrks af stærri liðsheild, færri stjórnendum og hagkvæmari rekstri.

Lesa meira

Skipað í sýslumannsembætti og þeim fækkað úr 24 í 9 - 23.7.2014

Ný lög um umdæmaskipan sýslumanna taka gildi um næstu áramót. Embættin verða 9 í stað 24 áður, sem tryggir öflugri og stærri embætti og skapar ný tækifæri fyrir þessa mikilvægu þjónustu í öllum landshlutum.

Lesa meira

Matsnefnd hefur skilað tillögum til innanríkisráðherra - 22.7.2014

Alls bárust 24 umsóknir um embætti forstjóra Samgöngustofu. Tveir hafa dregið umsóknina til baka. Nýr forstjóri verður skipaður fyrir 5. ágúst.

Lesa meira

Skýrsla um erlendar fjárfestingar og endurskoðun laga gerð opinber - 17.7.2014

Mikilvægt er að ákvarðanir tengdar erlendum fjárfestingum byggist á skýrum almennum reglum er meðal niðurstaðna skýrslu nefndar um endurskoðun á lögum og reglum er varða fjárfestingar og afnotarétt útlendinga að fasteignum hér á landi en nefndin skilaði tillögum sínum nýverið til innanríkisráðherra.

Lesa meira

Hafin verði rannsókn á minnkandi kosningaþátttöku - 14.7.2014

Innanríkisráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga láta kanna ástæður fyrir minnkandi kjörsókn í kjölfar sveitarstjórnakosninganna í vor

Lesa meira

Hanna Birna sækir fund innanríkis- og dómsmálaráðherra Evrópuríkja - 8.7.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir er hér með starfsbræðrum sínum Vidar Brein-Karlsen frá Noregi og Tobias Billström frá Svíþjóð.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sat í dag fund innanríkis- og dómsmálaráðherra Evrópuríkja sem haldinn er á Ítalíu. Helstu umræðuefni fundarins eru mannréttindi, málefni flóttamanna, ofbeldi gegn konum og almannavarnir.

Lesa meira

Samráð um starfsstöðvar nýrra embætta lögreglustjóra og sýslumanna - 3.7.2014

Frestur til að skila inn umsögnum og ábendingum vegna nýrra embætta sýslumanna og lögreglustjóra hefur verið framlengdur til 14. júlí.

Lesa meira

Karl Gauti Hjaltason skólastjóri Lögregluskóla ríkisins - 1.7.2014

Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, lætur af störfum sökum aldurs frá og með 1. júlí 2014. Við embættinu tekur Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.

Lesa meira

Sex hafnir skilgreindar sem neyðarhafnir - 27.6.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur undirritað reglugerð um útnefningu skipaafdrepa á Íslandi. Þannig eru skilgreindar hafnir, hluti hafna, örugg skipalægi eða akkerislægi sem geta tekið á móti nauðstöddum skipum. Tilgangur neyðarhafna er að fyrirbyggja slys og mengun á sjó og draga úr áhrifum þeirra á umhverfi sjávar og stranda, efnahagslífið og heilbrigði íbúa.

Lesa meira

Starf formanns kærunefndar útlendingamála laust til umsóknar - 26.6.2014

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst starf formanns kærunefndar útlendingamála laust til umsóknar.

Lesa meira

Umsækjendur um starf forstjóra Samgöngustofu - 25.6.2014

Alls bárust 24 umsóknir um starf forstjóra Samgöngustofu sem auglýst var laust til umsóknar 6. júní síðastliðinn. Umsóknarfrestur var til 22. júní. Hæfni umsækjanda verður metin af þriggja manna nefnd sem innanríkisráðherra skipar.

Lesa meira

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína heimsótti innanríkisráðherra - 25.6.2014

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína, Zhang Mao, sem einnig fer með neytendamál þar í landi, heimsótti Ísland á dögunum og átti fund með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð í tengslum við starfrækslu loftfara til umsagnar - 24.6.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um tæknikröfur og stjórnsýslureglur í tengslum við starfsrækslu loftfara. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 2. júlí næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að reglugerð um starfsaðferðir Flugöryggisstofnunar Evrópu til umsagnar - 24.6.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um starfsaðferðir Flugöryggisstofnunar Evrópu við eftirlit með stöðlun. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 2. júlí næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um íslensk vegabréf - 20.6.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um íslensk vegabréf. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 4. júlí næstkomandi á netfangið postur@irr.is
Lesa meira

Vegna dóms Hæstaréttar - 18.6.2014

Vegna fyrirspurna fjölmiðla í framhaldi af birtingu dóms Hæstaréttar um kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur blaðamanni vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira

Starfshópur um eftirlit með starfsháttum lögreglu - 16.6.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað Ragnheiði Harðardóttur, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til að leiða starfshóp sem mun taka til skoðunar hvernig komið verði á virkara eftirliti með starfsháttum lögreglu.

Lesa meira

Ný hafnarreglugerð fyrir Sandgerðisbæ - 13.6.2014

Ný hafnarreglugerð fyrir Sandgerðisbæ hefur verið send Stjórnartíðindum til birtingar. Reglugerðinni er breytt að frumkvæði Sandgerðisbæjar sem samþykkti hana á fundi sínum 6. maí síðastliðinn.

Lesa meira

Tímamót í útlendingamálum - 11.6.2014

Innanríkisráðherra og framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi skrifuðu undir samstarfssamninginn í dag.

Með það að markmiði að hraða málsmeðferð vegna hælisumsókna, bæta verklag og tryggja sem besta nýtingu fjármagns hafa innanríkisráðuneytið og Rauði krossinn á Íslandi í dag gert með sér samning um þjónustu við hælisleitendur. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Hermann Ottósson, framkvæmdastjóri Rauða krossins, undirrituðu samninginn í höfuðstöðvum Rauða krossins í dag.

Lesa meira

Embætti forstjóra Samgöngustofu auglýst laust til umsóknar - 6.6.2014

Innanríkisráðuneytið auglýsir embætti forstjóra Samgöngustofu laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 22. júní og skal skila umsóknum skal skila á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Tillaga að breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja - 6.6.2014

Innanríkisráðuneytinu hefur borist tillaga Samgöngustofu um breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Snúa breytingarnar einkum að dýpt mynsturs í hjólbörðum fólksbíla, hópbíla, vörubíla og eftirvagna. Umræddar breytingar eru taldar mikilvægar enda markmið þeirra aukið umferðaröryggi.

Lesa meira

Samráð um breytingar á umdæmum embætta sýslumanna og lögreglustjóra - 4.6.2014

Innanríkisráðuneytið birtir til kynningar og samráðs umræðuskjöl er varða reglugerðir  um umdæmamörk og starfsstöðvar annars vegar lögregluembætta og hins vegar sýslumannsembætta. Þann 22. maí síðastliðin voru birt ný lög nr. 50/2014 um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði sem og breytingar á  lögreglulögum nr. 90/1996.

Lesa meira

Þjónusta í sveitarstjórnarkosningunum á kjördag - 31.5.2014

Hér á eftir er tilgreint hvar kjósendur geta leitað almennra upplýsinga á kjördag, svo sem um kjörskrá, kjörstaði og atriði er lúta að framkvæmd sveitarstjórnarkosninganna í dag.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar á kjördag - 31.5.2014

Á vef sýslumanna, syslumenn.is, má sjá upplýsingar frá embættum sýslumanna um það hvert kjósendur geti snúið sér til að greiða atkvæði utan kjörfundar í dag, á kjördegi, víðs vegar um landið.

Lesa meira

Drög að matslýsingu samgönguáætlunar og fjarskiptaáætlunar til umsagnar - 27.5.2014

Innanríkisráðuneytið kynnir um þessar mundir drög að matslýsingu fyrir samgönguáætlun 2015-2026 og fjarskiptaáætlun 2015-2026. Ráðuneytið leitar samráðs við almenning og hagsmunaaðila um matslýsinguna og er unnt að senda athugasemdir og ábendingar til 23. júní á netfangið samgongurad@irr.is.

Lesa meira

Frekari flutningur verkefna til sýslumanna undirbúinn - 26.5.2014

Innanríkisráðuneytið er að hefja undirbúning að frekari flutningi á verkefnum til sýslumanna í samræmi við ákvæði nýrra laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, sem Alþingi samþykkti 14. maí. Er það í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar um bætta stjórnsýslu og þjónustu ríkisins en meðal markmiða laganna er að stækka og efla umdæmi embætta sýslumanna.

Lesa meira

Tekið verður við flóttafjölskyldum frá Sýrlandi - 23.5.2014

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag tillögu innanríkisráðherra, velferðarráðherra og utanríkisráðherra að taka á móti flóttafjölskyldum frá Sýrlandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sendi aðildarríkjum neyðarkall nýverið um að þau komi til aðstoðar og taki á móti flóttafólki frá Sýrlandi sem hefur leitað til nágrannaríkjanna til þess að létta á þeim mikla þrýstingi sem þar hefur myndast.

Lesa meira

Undirbúningur hefst að hönnun og lagningu Sundabrautar - 23.5.2014

Ríkisstjórnin samþykkti á afmælisfundi sínum í dag tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að hefja formlegar viðræður ríkisins og einkaaðila um undirbúning, hönnun og lagningu Sundabrautar í Reykjavík í því skyni að flýta mögulegum framkvæmdum. Yrði byggt á tillögum stýrihóps ráðherra sem hefur haft það hlutverk að fara yfir hvaða samgönguframkvæmdir koma til greina í samvinnu ríkis og einkaaðila.

Lesa meira

Þjónusta sýslumanna við atkvæðagreiðslu utan kjörfundar - 22.5.2014

Sýslumenn annast þjónustu vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar við  sveitarstjórnarkosningarnar 31. maí næstkomandi. Öllum sem eru skráðir á kjörskrá er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er, óháð búsetu eða lögheimili.

Lesa meira

Fjögurra ára styrktarsamningur við Mannréttindaskrifstofu Íslands - 22.5.2014

Eftir undirritun samningsins, frá vinstri: Margrét Steinarsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Bjarni Jónsson og María Rún Bjarnadóttir.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, undirrituðu í gær styrktarsamning til fjögurra ára. Með samningnum er komið á föstum ramma um fjárframlög ráðuneytisins til skrifstofunnar en hingað til hefur styrkjum verið úthlutað til árs í senn í kjölfar umsóknar Mannréttindaskrifstofunnar.

Lesa meira

Forgangsmál að auðvelda borgurunum samskipti við hið opinbera - 21.5.2014

Frá málþingi innanríkisráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags forstöðumanna ríkisstofnana um rafræna stjórnsýslu.

Forgangsmál er að gera hinum almenna borgara auðveldara með að eiga samskipti við hið opinbera, hvort sem er stofnanir á vegum ríkisins eða sveitafélaga til að bæta þjónustu og auka lýðræðislega þátttöku á hinum ýmsu sviðum. Þetta kom fram í ávarpi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við setningu málstofu um rafræna stjórnsýslu í dag. Ásamt innanríkisráðuneytinu stóðu að henni Samband íslenskra sveitarfélaga og Félag forstöðumanna ríkisstofnana.

Lesa meira

Reglugerð breytt til að uppfæra viðauka vegna flugöryggis - 20.5.2014

Innanríkisráðuneytið ráðgerir að setja reglugerð til breytingar á reglugerð nr. 277/2008 um aðgerðir til að tryggja flugöryggi og halda skrá yfir flugrekendur er ekki uppfylla viðeigandi öryggiskröfur. Með breytingunni er innleidd reglugerð ESB frá 3. desember 2013.

Lesa meira

Tæplega þrjú þúsund manns í framboði - 19.5.2014

Alls eru 184 listar í framboði til 74 sveitarstjórna í kosningunum 31. maí næstkomandi. Á listunum eiga sæti 2.916 einstaklingar, 1536 karlar og 1380 konur. Karlar eru 53% frambjóðenda og konur 47%. Þessi hlutföll eru hin sömu og voru í síðustu sveitarstjórnarkosningum árið 2010.

Lesa meira

Breytingar á útlendingalögum - 18.5.2014

Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga á síðasta starfsdegi sínum fyrir hlé. Meðal breytinga er að almenn kæruleið vegna ákvarðana um útlendingamál verður færð til óháðrar úrskurðarnefndar sem hefur sömu valdheimildir og ráðherra til að úrskurða í kærumálum. Þá voru innleiddar fleiri breytingar sem munu gera stjórnsýsluna skilvirkari, tryggja enn frekar mannréttindi hælisleitenda og stytta málsmeðferðartíma en átak þess efnis hefur staðið yfir í ráðuneytinu frá því í ágúst 2013.

Lesa meira

Kjörskrár verði lagðar fram eigi síðar en 21. maí - 16.5.2014

Kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 skulu lagðar fram almenningi til sýnis eigi síðar en miðvikudaginn 21. maí næstkomandi á skrifstofu viðkomandi sveitarstjórnar eða öðrum hentugum stað sem sveitarstjórnin auglýsir. Kjörskrá skal liggja frammi á almennum skrifstofutíma til kjördags.

Lesa meira

Embættum sýslumanna og lögreglustjóra fækkað um meira en helming - 14.5.2014

Alþingi samþykkti í morgun tvö frumvörp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um breytingar á lögum um umdæmaskipan lögreglustjóra og sýslumanna. Með lögunum er embættum sýslumanna fækkað úr 24 í níu og lögregluumdæmum úr 15 í níu. Þá verður yfirstjórn lögreglu aðskilin frá yfirstjórn sýslumannsembætta.

Lesa meira

Hvar ertu á kjörskrá? - 13.5.2014

Kjósendur geta nú kannað hvar þeir eru á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningunum, 31. maí 2014, með því að smella hér.  Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag.

Lesa meira

Málstofa um rafræna stjórnsýslu hjá ríki og sveitarfélögum - 13.5.2014

Innanríkisráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Samband íslenskra sveitarfélaga standa í næstu viku fyrir málstofu um rafræna stjórnsýslu fyrir stjórnendur hjá ríki og sveitarfélögum. Málstofan fer fram á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík miðvikudaginn 21. maí milli klukkan 13:00-16:30.

Lesa meira

Lækka þarf gjöld á innanlandsflug - 9.5.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra svaraði í vikunnni skriflegum fyrirspurnum á Alþingi um gjöld á innanlandsflug og hvort gripið verði til aðgerða til að lækka þau. Fram kemur að ráðherra hafi ítrekað í ræðu og riti lýst þeirri skoðun að lækka þurfi opinber gjöld á innanlandsflug í hvaða formi sem er.

Lesa meira

Tekur þátt í fundi samgönguráðherra Evrópuríkja - 8.5.2014

Innanríkisráðherra á fundi samgönguráðherra Evrópuríkja í Aþenu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra situr nú fund samgönguráðherra Evrópuríkja sem fram fer í Aþenu í Grikklandi. Með ráðherra í för er Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um samantekt ráðuneytisins í máli hælisleitanda - 5.5.2014

Í framhaldi af umfjöllun um úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur og dóms Hæstaréttar sem varða upplýsingagjöf blaðamanna vegna gagna um málefni hælisleitanda í svokölluðu lekamáli vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira

Hólmfríður Grímsdóttir talin hæfust í embætti héraðsdómara - 30.4.2014

Dómnefnd sem mat hæfni umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst var 26. febrúar síðastliðinn hefur lokið störfum. Niðurstaða dómnefndar er sú að Hólmfríður Grímsdóttir sé hæfust til að hljóta skipun í embættið.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um ökuferlisskrá og punktakerfi til umsagnar - 30.4.2014

Drög að breytingu á reglugerð um ökuferlisskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir til og með 12. maí næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar - 30.4.2014

Innanríkisráðherra heimsótti Landhelgisgæsluna í gær og kynnti sér starfsemina.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í gær Landhelgisgæsluna þar sem forráðamenn hennar kynntu henni hina fjölmörgu þætti starfseminnar. Ráðherra heimsótti aðalstöðvarnar sem eru til húsa við Skógarhlíð, flugdeildina á Reykjavíkurflugvelli og varðskipið Þór sem lá við Miðbakka í Reykjavík.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um mál  hælisleitanda - 28.4.2014

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um mál hælisleitanda frá Afganistan vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira

Tillaga um breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja - 23.4.2014

Vegagerðin hefur óskað eftir því við innanríkisráðuneytið að breytt verði reglugerð um stærð og þyngd ökutækja á þann veg að leyfðar verði undanþágur frá þungatakmörkunum vegna ökutækja sem notuð eru við snjómokstur og hálkuvarnir. Unnt er að senda inn umsagnir um breytingartillöguna á netfangið postur@irr.is til og með 30. apríl.

Lesa meira

Tillaga um breytingu á reglugerð um stærð og þyngd ökutækja - 23.4.2014

Vegagerðin hefur óskað eftir því við innanríkisráðuneytið að breytt verði reglugerð um stærð og þyngd ökutækja á þann veg að leyfðar verði undanþágur frá þungatakmörkunum vegna ökutækja sem notuð eru við snjómokstur og hálkuvarnir. Unnt er að senda inn umsagnir um breytingartillöguna á netfangið postur@irr.is til og með 30. apríl.

Lesa meira

Stýrihópur kannar mögulegar samgönguframkvæmdir með aðkomu einkaaðila - 14.4.2014

Stýrihópur kannar mögulega samvinnu hins opinbera og einkaaðila við samgönguframkvæmdir.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað stýrihóp til að fara yfir hvaða  samgönguframkvæmdir kæmu til greina í samvinnu ríkis og einkaaðila. Formaður hópsins er Helga Valfells hagfræðingur og var fyrsti fundur haldinn í ráðuneytinu nýverið.

Lesa meira

Ræddi breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu á fundi hjá SSNV - 11.4.2014

Frá fundi innanríkisráðherra með fulltrúum SSNV í Skagafirði í gær.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti fyrirhugaðar breytingar á umdæmum embætta sýslumanna og lögreglustjóra á fundi með fulltrúum embættanna á Blönduósi og  Sauðárkróki ásamt sveitarstjórnarfulltrúum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Alþingi hefur nú til meðferðar lagafrumvörp er fjalla um þessar breytingar og bíða þau nú annarrar umræðu.

Lesa meira

Samið við Mannréttindastofnun HÍ um rafræna útgáfu á dómareifunum - 11.4.2014

Oddný Mjöll Arnardóttir (t.v.) og Ragnhildur Hjaltadóttir skrifuðu undir samninginn.

Innanríkisráðuneytið hefur samið við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands um styrk til rafrænnar útgáfu á dómareifunum Mannréttindadómstóls Evrópu. Undir samninginn skrifuðu í dag þær Oddný Mjöll Arnardóttir, fyrir hönd Mannréttindastofnunar, og Ragnhildur Hjaltadóttir, fyrir hönd innanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar getur hafist 5. apríl - 4.4.2014

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014 getur hafist laugardaginn 5. apríl. Kjósanda er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar frá og með þeim degi og til kjördags. Innanlands er hægt að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Sjá nánari upplýsingar á vef sýslumanna.

Lesa meira

Auglýsing um listabókstafi - 4.4.2014

Birt hefur verið í Stjórnartíðindum auglýsing innanríkisráðuneytisins um skrá yfir heiti og listabókstafi þeirra framboða sem buðu fram í að minnsta kosti einu kjördæmi í kosningum til Alþingis árið 2013. Sjá auglýsingu hér.

Lesa meira

Reglugerðardrög um rafræna gjaldtöku af umferð og eftirlit með skipgengum vatnaleiðum til umsagnar - 3.4.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu tvær reglugerðir sem snúast um innleiðingu á reglum er varða annars vegar rafrænt gjaldtökukerfi við innheimtu á veggjöldum og hins vegar reglugerð um afnám eftirlits með flutningum á vegum og skipgengum vatnaleiðum á landamærum aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins. Umsagnarfrestur er til og með 8. apríl og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Ríkisstjórnin leggur fyrir Alþingi frumvarp um frestun verkfallsaðgerða á Herjólfi - 1.4.2014

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um að fresta til 15. september verkfallsaðgerðum sem Sjómannasambands Íslands hóf á Herjólfi 5. mars. Með verkfallsaðgerðum er átt við vinnustöðvanir, verkbönn, verkföll og aðrar aðgerðir sem ætlað er að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög þessi ákveða. Frumvarpið verður nú sent þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna til afgreiðslu og ráðgert er að leggja það fram á Alþingi í dag og óska þess að unnt verði að afgreiða það samdægurs.

Lesa meira

Almenn framlög vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014 - 1.4.2014

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 19. mars síðastliðinn um endurskoðaða áætlun um úthlutun almennra framlaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014 á grundvelli 3. gr.  reglugerðar nr. 242/2014.

Lesa meira

Hjördís Stefánsdóttir sett forstjóri Persónuverndar til eins árs - 31.3.2014

Hjördís Stefánsdóttir hefur verið sett forstjóri Persónuverndar til eins árs

Hjördís Stefánsdóttir, lögfræðingur í innanríkisráðuneytinu, hefur tímabundið verið sett forstjóri Persónuverndar. Gildir setning hennar frá 1. apríl 2014 til 31. mars 2015.

Lesa meira

Heimilt að birta úrskurði í málefnum útlendinga - 31.3.2014

Vegna umfjöllunar í Fréttablaðinu í dag um birtingu úrskurða um málefni útlendinga vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira

Netöryggissveit flutt til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra - 28.3.2014

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um að netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar verði flutt til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Frumvarpinu er ætlað að tryggja aukið öryggi á þessu sviði og tryggja að forvarnir, viðbrögð og áherslur er varða netöryggi séu í samræmi við það sem best gerist í nágrannalöndum okkar.

Lesa meira

Tekjur sveitarfélaga að aukast og gert ráð fyrir hagnaði í ár - 24.3.2014

Innanríkisráðuneytið hefur tekið saman ýmsar upplýsingar um þróun fjármála sveitarfélaga síðustu árin í kjölfar þess að ráðuneytinu hafa borist fjárhagsáætlanir sveitarfélaga fyrir yfirstandandi ár. Þar kemur meðal annars fram að heildartekjur sveitarfélaga hafa aukist jafnt og þétt frá árinu 2010, framlegð frá rekstri hefur aukist og að áætlanir ársins geri ráð fyrir nokkrum hagnaði.

Lesa meira

Aðvörun til almennings um sýndarfé - 19.3.2014

Í tilefni af fréttum af fyrirhugaðri úthlutun sýndarfjár til Íslendinga (Auroracoin) vara íslensk stjórnvöld við hugsanlegri áhættu tengdri kaupum, varðveislu á eða viðskiptum með slíkt sýndarfé (e. virtual currencies). Sýndarfé má lýsa sem tilbúnum stafrænum skiptimiðli (e. medium of exchange).

Lesa meira

Skipaður verði starfshópur til að endurskoða lögræðislög - 18.3.2014

Óformlegur samráðshópur um nauðungarvistanir hefur skilað innanríkisráðherra umræðuskjali.

Óformlegur samráðshópur innanríkisráðuneytisins sem fjallað hefur að undanförnu um mögulegar breytingar á lögræðislögum að því er varðar framkvæmd nauðungarvistana hefur skilað innanríkisráðherra umræðuskjali eftir að hafa gaumgæft hvernig mannréttindasjónarmið yrðu sem best tryggð hvað varðar réttindi og framkvæmd laganna. Leggur hópurinn til að skipaður verði formlegur starfshópur til að endurskoða lögin og verklag við framkvæmd þeirra og að hann skili af sér drögum að lagafrumvarpi ásamt tillögum að breytingum á framkvæmd fyrir 1. júní á næsta ári.

Lesa meira

Leiðbeinandi sjónarmið vegna veitingar dvalarleyfa á grunni sérstakra tengsla við landið - 17.3.2014

Samin hafa verið í innanríkisráðuneytinu nokkur leiðbeinandi sjónarmið sem horft skal til við veitingu dvalarleyfis vegna sérstakra tengsla við landið á grundvelli 12. gr. f  útlendingalaga nr. 96/2002.

Lesa meira

Ný reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk 2014 - 17.3.2014

Innanríkisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2014. Reglugerðin er sett á grundvelli 13. gr. a. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 með síðari breytingum.

Lesa meira

Samgönguáætlun 2013 til 2016 samþykkt í ríkisstjórn - 14.3.2014

Fjögurra ára samgönguáætlun verður brátt lögð fyrir Alþingi.

Samgönguráð lagði nýverið fyrir innanríkisráðherra drög að fjögurra ára samgönguáætlun fyrir tímabilið 2013 til 2016. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti áætlunina fyrir ríkisstjórn í morgun og var hún samþykkt. Í kjölfarið verður hún lögð fyrir Alþingi sem tillaga til þingsályktunar. Tólf ára stefnumótandi samgönguáætlun skal endurskoða á fjögurra ára fresti og er endurskoðun hennar hafin. Tekur hún til áranna 2015-2026 og er miðað við að samgönguráð geti lagt hana fyrir ráðherra næsta haust.

Lesa meira

Verkefni flutt til tveggja embætta sýslumanna - 13.3.2014

Embætti sýslumanna á Siglufirði og á Hvolsvelli hafa tekið við nokkrum verkefnum af  innanríkisráðuneytinu. Fimm verkefni fluttust til embættis sýslumannsins á Siglufirði og eitt til embættis sýslumannsins á Hvolsvelli.

Lesa meira

Kynning á drögum að hafnarreglugerð fyrir Flatey á Skjálfanda - 12.3.2014

Samin hafa verið drög að reglugerð fyrir höfnina á Flatey á Skjálfanda sem nú eru til kynningar. Reglugerðin hefur verið send Vegagerðinni og Samgöngustofu til umsagnar og hefur verið tekið tillit til athugasemda stofnananna sem lutu að hnitsetningu hafnarinnar auk nokkurra minniháttar leiðréttinga. Frestur til athugasemda er til og með 19. mars og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Fyrsta styrkverkefnið um orkuskipti í skipum orðið að vöru - 10.3.2014

Úthlutað var síðastliðið sumar á vegum innanríkisráðuneytis, Samgöngustofu og Vegagerðar styrkjum til orkuskipta í skipum í gegnum verkefnið græna hagkerfið. Meðal verkefna sem hlutu styrk var verkefni Véltaks hf. en það laut að lokafasa í þróun smurolíuskilju sem dregið gæti verulega úr notkun smurolíu í íslenska skipaflotanum auk þess að skila auknum umhverfisgæðum.

Lesa meira

Drög að reglugerð um talrásir í samevrópska loftrýminu til umsagnar - 7.3.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um kröfur um bil milli talrása í samevrópska loftrýminu. Umsagnir skulu hafa borist ráðuneytinu á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 20. mars næstkomandi.

Lesa meira

Drög að reglugerð um gjaldtöku fyrir flugleiðsöguþjónustu til umsagnar - 7.3.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að reglugerð um sameiginlegt gjaldtökukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu. Umsagnir skulu hafa borist ráðuneytinu á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 20. mars.

Lesa meira

Málþing um breytingar á reglum um aðgang að Mannréttindadómstólnum í Evrópu - 4.3.2014

Mannrettindadomstóllinn í Strassborg.

Málþing um breytingar á reglum um aðgang að Mannréttindadómstólnum í Evrópu verður haldið föstudaginn 14. mars næstkomandi klukkan 15-17 í húsnæði Lögmannafélags Íslands, Álftamýri 9, Reykjavík. Að málþinginu standa innanríkisráðuneytið og Lögmannafélag Íslands.

Lesa meira

Drög að breytingu að reglugerð um sektir við umferðarlagabrotum til umsagnar - 4.3.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneyti drög að breytingu á reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum sem snúast um takmörkun á hámarkshraða, einkum í þéttbýli. Með breytingunni er leitast við að samræma hraðatakmarkanir og um leið renna stoðum undir heimild til sekta vegna brota á þeim. Umsögnir skulu hafa borist ráðuneytinu á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 12. mars.

Lesa meira

Umsögn dómnefndar um embætti setts héraðsdómara - 28.2.2014

Dómnefnd hefur skilað umsögn um umsækjendur um embætti setts héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Embættið var auglýst 23. desember síðastliðinn og sóttu eftiraldir: Hólmfríður Grímsdóttir, aðstoðarmaður dómara við Hæstarétt Íslands, Logi Kjartansson lögfræðingur, Pétur Dam Leifsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, og Sigurður Jónsson hæstaréttarlögmaður.

Lesa meira

Kjördagur sveitarstjórnarkosninga 31. maí auglýstur - 27.2.2014

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst formlega kjördag sveitarstjórnarkosninganna í vor og er hann ákveðinn laugardaginn 31. maí næstkomandi. Þá hefur kosningavefur ráðuneytisins, kosning.is, verið uppfærður og verða þar birtar hvers kyns fréttir og tilkynningar er varða kosningarnar. Einnig eru almennar upplýsingar á nokkrum erlendum tungumálum.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um mælingu skipa til umsagnar - 26.2.2014

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um mælingu skipa eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 12. mars næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til umsóknar - 26.2.2014

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara með fast sæti við héraðsdóm Reykjavíkur, sbr. ákvæði laga um dómstóla nr. 15/1998. Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 14. apríl 2014 eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu í samræmi við 4. gr. a, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 og reglur um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti nr. 620/2010. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira

Innanríkisráðherra skrifaði undir með farsíma - 26.2.2014

Innanríkisráðherra skrifaði undir skjal með farsíma.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, undirritaði í gær skjal með farsíma á stærstu farsímaráðstefnu í heimi sem nú stendur yfir á Spáni. Jafnframt var í gær og fyrradag haldinn ráðherrafundur sem Hanna Birna sótti. Undirritunin fór í gegnum íslenska hugbúnaðinn CoreData. Ráðstefnan sem haldin er í Barcelona ár hvert er vel sótt og sýna um 1.700 sýnendur á ráðstefnunni og um 80.000 gestir.

Lesa meira

Hönnun nýrrar Vestmannaeyjaferju auglýst - 22.2.2014

Innanríkisráðherra heimilaði í gær starfshópi um hönnun og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju að auglýsa útboð á hönnun ferjunnar. Ríkiskaupum hefur þegar verið falið að auglýsa útboðið miðað við tilteknar hönnunarforsendur.

Lesa meira

Breytingar í útlendingamálum - 20.2.2014

Undanfarið hefur farið fram umfangsmikil vinna að breytingum á meðferð útlendingamála hér á landi. Þáttur í þeirri vinnu er það frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga sem nú er til meðferðar hjá Alþingi, en þar er lögð áhersla á hraðari málsmeðferð, vandaðra verklag og bætta nýtingu fjármagns, samhliða því sem komið verður á fót sjálfstæðri úrskurðarnefnd sem fer með kærumál í útlendingamálum. Innanríkisráðherra hefur skipað þverpólitíska nefnd um málefni útlendinga á Íslandi sem m.a. mun fylgja eftir framkvæmd umræddra breytinga.

Lesa meira

Vinnuhópur mun greina kostnað við innanlandsflug - 20.2.2014

Fundur um greiningu á framtíð innanlandsflugs var haldinn í morgun.

Vel á annað hundrað manns fylgdist með fundi innanríkisráðuneytisins sem haldinn var í morgun þar sem fjallað var um niðurstöður skýrslu um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflugs. Um helmingur fundarmanna sótti fundinn í Iðnó í Reykjavík og annað eins fylgdist með honum á netinu og má sjá upptöku af fundinum hér að neðan. Auk ávarps innanríkisráðherra og kynningar á skýrslunni voru pallborðsumræður þar sem fjallað var um ýmsar hliðar innanlandsflugs. Fundinum stýrði Birna Lárusdóttir, formaður samgönguráðs.

Lesa meira

Fundur um framtíð áætlunarflugs innanlands sendur út á netinu - 19.2.2014

Fundur innanríkisráðuneytis þar sem greint verður frá niðurstöðum félagshagfræðilegrar greiningar á framtíð áætlunarflugs innanlands stendur í Iðnó í Reykjavík frá klukkan 8.30 til 10 að morgni fimmtudags 20. febrúar. Fundurinn verður sendur út á netinu á vef ráðuneytisins, smellið hér til að fylgjast með.  

Lesa meira

Skýrsla um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflugs aðgengileg - 19.2.2014

Félagshagfræðileg greining á framtíð áætlunarflugs innanlands. Forsíða skýrslu.

Skýrsla um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflugs er nú aðgengileg á vef innanríkisráðuneytisins. Fjallað verður um helstu niðurstöður skýrslunnar á morgunverðarfundi í Iðnó í Reykjavík í fyrramálið. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til 10 og verður hann sendur út á netinu á vef ráðuneytisins.

Lesa meira

Hægt að fylgjast með morgunverðarfundi um innanlandsflugið á vef innanríkisráðuneytis - 18.2.2014

Frá Reykjavíkurflugvelli.

Minnt er á skráningu á morgunverðarfund innanríkisráðuneytis um niðurstöður félagshagfræðilegrar greiningar á innanlandsfluginu sem haldinn verður fimmtudaginn 20. febrúar. Fundurinn fer fram í Iðnó í Reykjavík og verður unnt að fylgjast með fundinum á netinu á vef ráðuneytisins. Skráning fer fram á netfanginu skraning@irr.is.

Lesa meira

Fræðsluþing Vitundarvakningar í Grundarfirði um  ofbeldi gegn börnum - 18.2.2014

Fræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum verður haldið í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði á morgun, miðvikudaginn 19. febrúar, kl. 13:30-16:30. Fluttir verða fyrirlestrar og umræður verða um einkenni þolenda kynferðisbrots, skaðlega kynhegðun barna og klám, rannsóknir kynferðisbrota og annarra brota gegn börnum, réttindi barna og fræðsluefni fyrir kennara, börn og foreldra.

Lesa meira

Morgunverðarfundur 20. febrúar um greiningu á framtíð innanlandsflugs - 14.2.2014

Frá Reykjavikurflugvelli.

Innanríkisráðuneytið gengst fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 20. febrúar þar sem kynntar verða niðurstöður félagshagfræðilegrar greiningar á innanlandsfluginu. Fundurinn fer fram í Iðnó í Reykjavík og stendur frá kl. 8.30 til 10.

Lesa meira

Innanríkisráðherra skipar formenn fagráða siglingamála og fjarskiptamála - 10.2.2014

Skipaðar formenn fagráðs fjarskiptamála og siglingamála, Sigrún Lilja til vinstri og Jarþrúður til hægri.

Innanríkisráðherra hefur skipað Jarþrúði Ásmundsdóttur, framkvæmdastjóra, formann fagráðs um fjarskiptamál til næstu tveggja ára og Sigrúnu Lilju Guðbjartsdóttur, hagfræðing, formann fagráðs um siglingamál. Fagráðin eru skipuð annars vegar í samræmi við lög um fjarskiptamál og hins vegar lög um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

Lesa meira

Ráðuneytið óskar eftir frekari athugun - 7.2.2014

Innanríkisráðuneytið hefur veitt ríkissaksóknara öll þau gögn sem til eru í ráðuneytinu um mál er varðar kæru Katrínar Oddsdóttur, hdl. fyrir hönd hælisleitanda sem synjað var um hæli með úrskurði Útlendingastofnunar og innanríkisráðuneytisins. Að auki hefur ráðuneytið farið fram á enn frekari athugun á öllum tölvutækum gögnum málsins, að höfðu samráði við Persónuvernd og með sérstöku samþykki allra starfsmanna ráðuneytisins, svo hægt sé að tryggja að ríkissaksóknari hafa allar forsendur til frekari ákvarðana um málið.

Lesa meira

Kynnti breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu - 6.2.2014

Breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu voru ræddar á fundi innanríkisráðherra með sveitarstjórnarfulltrúum á Vesturlandi í dag.

Fyrirhugaðar breytingar á skipan umdæma embætta sýslumanna og lögreglu eru kynntar á fundi innanríkisráðherra með fulltrúum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem nú stendur yfir. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fór yfir lagafrumvörpin sem nú eru til meðferðar á Alþingi og að loknum inngangi hennar voru umræður. 

Lesa meira

Innanríkisráðherra hvatti sveitarfélög til að nýta rafrænt kosningakerfi - 5.2.2014

Möguleikar á rafrænum atkvæðagreiðslum voru kynntir fyrir sveitarfélögum í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra setti í dag fund hjá Þjóðskrá Íslands þar sem sveitarfélögum var kynnt nýtt kerfi til að nota við rafrænar íbúakosningar. Fundinn sátu fulltrúar allmargra sveitarfélaga en auk þess var hann sendur beint út á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Innanríkisráðherra fundar með fjölmenningarráði Reykjavíkur - 4.2.2014

Fulltrúar frá fjölmenningarráði Reykjavíkurborgar heimsóttu innanríkisráðherra.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tók í dag á móti fulltrúum í fjölmenningarráði Reykjavíkurborgar. Fjölmenningarráði er ætlað að vera ráðgefandi fyrir mannréttindaráð og aðrar stofnanir Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda. Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem stýrir þingnefnd um heildarendurskoðun útlendingalaga sat einnig fundinn.

Lesa meira

Vel mætt á fund á Suðurlandi - 3.2.2014

Innanríkisráðherra hélt fund á Hvolsvelli í dag með sveitarstjórnarmönnum og kynnti frumvörp um breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti í dag fyrirhugaðar breytingar á skipan umdæma sýslumanna og lögreglustjóra á fundi á Hvolsvelli fyrir fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi. Vel var mætt á fundinn og fulltrúar hinna ýmsu sveitarstjórna á Suðurlandi tóku þátt í umræðum. Með ráðherra á fundinum voru formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, formaður Sýslumannafélagsins, varaformaður Lögreglustjórafélagsins og þeir embættismenn ráðuneytisins sem að málinu koma.

Lesa meira

Kynnir breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglustjóra fyrir heimamönnum - 3.2.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mun næstu tvær vikurnar heimsækja alla landshluta og halda fundi með fulltrúum sveitarstjórna til að kynna fyrirhugaðar breytingar á skipan umdæma sýslumanna og lögreglustjóra. Lagafrumvörp þessa efnis eru nú til umfjöllunar á Alþingi. Fyrsti fundurinn verður í dag á Hvolsvelli.

Lesa meira

Rætt verði um aðkomu einkaaðila að uppbyggingu Keflavíkurflugvallar - 31.1.2014

Frá fundi innanríkisráðuneytisins um millilandaflug í dag.

Mikilvægt er að skoða vel mögulega aðkomu einkaaðila að uppbyggingu og rekstri Keflavíkurflugvallar til frambúðar en fyrir liggur að þörf er á umtalsverðum framkvæmdum við flugvöllinn á næstu árum samhliða auknum vexti í millilandaflugi. Þetta sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í ávarpi við setningu fundar um millilandaflug og flugrekstur íslenskra flugfélaga erlendis sem haldinn var á vegum innanríkisráðuneytisins í dag.

Lesa meira

Rakel Olsen skipuð formaður fagráðs um hafnamál - 30.1.2014

Innanríkisráðherra hefur skipað Rakel Olsen, stjórnarformann Agustson ehf. í Stykkishólmi, formann fagráðs um hafnamál. Skipað er í fagráðið til tveggja ára í samræmi við ákvæði laga um Vegagerðina, framkvæmdastofnun samgöngumála, um endurskipulagningu samgöngustofnana og sitja í ráðinu fulltrúar sömu aðila og í hafnaráði áður.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um gerð og búnað ökutækja til umsagnar - 29.1.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja. Unnt er að koma að athugasemdum við drögin og skulu þær sendar ráðuneytinu á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 7. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

Drög að breytingu að vegalögum til umsagnar - 29.1.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á vegalögum nr. 80/2007. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir um drögin til og með 9. febrúar næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Skýrsla um rannsókn efnahagsbrota lögð fram á Alþingi - 28.1.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lagði í dag fram á Alþingi skýrslu nefndar um skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotum sem skilað var til innanríkisráðherra fyrir áramót. Um leið var efnt til umræðu um skýrsluna á Alþingi og í lok hennar var skýrslunni vísað til allsherjar- og menntamálanefndar til umfjöllunar að ósk ráðherra.

Lesa meira

Farþegum í millilandaflugi fjölgaði en færri farþegar í innanlandsflugi - 28.1.2014

Frá Reykjavíkurflugvelli.

Farþegum í millilandaflugi um íslenska flugvelli fjölgaði á síðasta ári um 15,1% frá árinu 2012 en alls fóru þá 2.801.850 farþegar um flugvellina. Árið 2012 voru þeir 2.435.210 og í báðum tilvikum eru taldir með áningarfarþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll. Farþegum innanlands fækkaði um 7,4% milli ára, voru 695.556 í fyrra en 751.505 árið 2012. Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegum flugtölum Isavia sem birtar voru í gær.

Lesa meira

Óttarr Proppé skipaður formaður þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga - 27.1.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir og Óttarr Proppé.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað Óttarr Proppé, þingmann Bjartrar framtíðar, formann þverpólitísks þingmannahóps til að meta hvort og þá með hvaða hætti þörf sé á heildarendurskoðun á löggjöf um málefni innflytjenda. Innanríkisráðherra mun óska eftir tilnefningum frá öllum flokkum á Alþingi en tilgangurinn með skipan þverpólitískrar nefndar um þessi mál er að tryggja sem best samráð um þau mikilvægu verkefni sem framundan eru í þessum málaflokki.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður - 23.1.2014

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið vorið 2014. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Bréfi ríkissaksóknara svarað - 20.1.2014

Innanríkisráðuneytið svaraði í dag, eins og til stóð og tilkynnt hafði verið um, bréfi ríkissaksóknara vegna kæru lögmanns hælisleitanda um birtingu trúnaðargagna. Ekki er heimilt að birta bréfið á vef ráðuneytisins þar sem þar koma fram persónugreinanlegar upplýsingar.

Lesa meira

Eva María Jónsdóttir skipuð formaður fagráðs um umferðarmál - 17.1.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað Evu Maríu Jónsdóttur formann fagráðs um umferðarmál. Fagráðið tekur við af umferðarráði og er skipað í samræmi við lög um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngmála. Er þar kveðið á um heimild til skipunar fagráðs um umferðarmál með fulltrúum Samgöngustofu, hagsmunaaðila og annarra aðila.

Lesa meira

Samið við Reykjanesbæ um áframhaldandi þjónustu við hælisleitendur - 17.1.2014

Útlendingastofnun hefur samið við Reykjanesbæ, fyrir hönd innanríkisráðuneytisins, um áframhaldandi þjónustu við hælisleitendur. Gildir sá samningur út árið með heimild til framlengingar um ár.

Lesa meira

Lögreglumönnum fjölgar um rúmlega 50 - 16.1.2014

Í samræmi við áherslur ríkisstjórnarinnar um eflingu löggæslunnar skilaði þverpólitísk þingmannanefnd innanríkisráðherra tillögu að forgangsröðun varðandi 500 milljóna króna viðbótarframlag sl. þriðjudag. Innanríkisráðherra hefur yfirfarið tillögurnar og samþykkt þær. 

Lesa meira

Meirihluti sveitarfélaga hefur skilað nýjum samþykktum - 15.1.2014

Innanríkisráðuneytið hefur nú um áramótin yfirfarið, staðfest og birt 49 af þeim 52 samþykktum sem það fékk sendar árið 2013. Sveitarfélögin eru 74 og því eiga allmörg sveitarfélög enn eftir að fá staðfesta nýja samþykkt. Meðal þeirra eru flest fámennustu sveitarfélögin en líka nokkur fjölmenn og öflug sveitarfélög.

Lesa meira

Þingmannanefnd um eflingu löggæslu skilar innanríkisráðherra tillögum sínum - 14.1.2014

Nefnd þingmanna úr öllum flokkum hefur afhent innanríkisráðherra tillögur sínar um skiptingu 500 milljóna króna fjárveitingar til að efla löggæsluna í landinu. Ráðherra hefur nú tillögurnar til skoðunar og verða þær kynntar á fimmtudag.

Lesa meira

Samráð um breytingu á tilskipun um upplýsingatækni í umferðinni - 14.1.2014

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leita samráðs um upplýsingaþjónustu fyrir umferð á vegum sem fjallað er um í tilskipun 2010/40. Fjallar hún meðal annars um stöðuga upplýsingagjöf um umferðartafir og leiðaval vegna viðgerða eða annarra hindrana, upplýsingar um veður og færð en einnig um hámarkshraða og fleira sem skiptir vegfarendur máli.

Lesa meira

Vegna frétta um kæru hælisleitenda á hendur innanríkisráðuneyti - 12.1.2014

Vegna frétta um kæru lögmanna hælisleitenda á hendur innanríkisráðuneyti vegna meints leka trúnaðargagna vill ráðuneytið ítreka eftirfarandi:

Lesa meira

Kynnt drög að reglugerð um lénið .eu - 10.1.2014

Innanríkisráðuneytið birtir til kynningar drög að reglugerð um höfuðlénið .eu. Reglugerð þessi gerir íslenskum aðilum mögulegt að fá úthlutað léni með endingunni .eu. Áhrif og kostnaður af innleiðingu reglugerðarinnar eru óveruleg þar sem hér er um að ræða reglugerð sem veitir íslenskum aðilum ákveðin réttindi, þ.e. til þess að fá úthlutað lénum með .eu endingu en leggur takmarkaðar skyldur á herðar þeim.

Lesa meira

Vegna umfjöllunar um frumvarpsdrög um fólksflutninga í atvinnuskyni - 6.1.2014

Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um drög að frumvarpi um fólksflutninga á landi í atvinnuskyni vill innanríkisráðuneytið vekja athygli á því að enn er unnið að frumvarpsdrögunum og athugasemdir kannaðar. Frumvarpsdrögin voru kynnt á vef ráðuneytisins í október 2012.

Lesa meira