Fréttir innanríkisráðuneytisins 2011-2017

Umfangsmiklar breytingar á umdæmum sýslumanna og lögreglu í gildi um áramót - 31.12.2014

Hinn 1. janúar breytast umdæmamörk embætta sýslumanna og lögreglu í landinu þegar umdæmum sýslumanna fækkar úr 24 í 9 og umdæmum lögreglu úr 15 í 9. Þetta eru umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á þessum embættum á síðari áratugum. Undirbúningur hefur staðið lengi yfir og stjórnvöld áttu víðtækt samráð við fjölmarga aðila í aðdraganda breytinganna.

Lesa meira

Banaslys í umferðinni ekki svo fá í áratugi - 31.12.2014

Banaslys í umferðinni hafa ekki verið svo fá á einu ári og nú frá árinu 1966 þegar kerfisbundin skráning hófst. Fjórir hafa látist á árinu í þremur umferðarslysum, tvær konur og tveir karlar. Árið 1968 þegar hægri umferð var tekin upp létust 6 í umferðarslysum, árið 2010 létust 8 og árið 2012 létust 9. Í fyrra létust 15 í 14 slysum. Að meðaltali hafa um 16 manns látist á ári í umferðarslysum síðustu 10 árin.

Lesa meira

Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga til umsagnar - 23.12.2014

Drög að reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga ásamt viðaukum eru nú til umsagnar á vef ráðuneytisins. Reikningsskila- og upplýsinganefnd hefur undanfarna mánuði unnið að endurskoðun þessara reglna. Unnt er að senda umsagnir um reglugerðina og viðaukana til ráðuneytisins til og með 14. janúar 2015 á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að reglugerð um kærunefnd útlendingamála til umsagnar - 22.12.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um kærunefnd útlendingamála en nefndin tekur til starfa 1. janúar næstkomandi. Unnt er að senda umsagnir um reglugerðardrögin til ráðuneytisins til og með 5. janúar næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra setur nýjar reglugerðir um 9 sýslumannsumdæmi og 9 lögregluumdæmi - 19.12.2014

Innanríkisráðherra hefur skrifað undir reglugerð um umdæmamörk sýslumannsembætta sem taka á gildi um næstu áramót þegar umdæmum sýslumannsembætta fækkar úr 24 í 9. Þá hefur ráðherra skrifað undir reglugerð um umdæmamörk lögregluembætta og verða umdæmin framvegis 9 en þau voru áður 15. Breytingarnar eru meðal þeirra umfangsmestu á umræddum embættum á síðari árum. Hefur undirbúningur staðið lengi yfir og stjórnvöld átt víðtækt samráð við fjölmarga aðila.

Lesa meira

Nýr aðstoðarmaður innanríkisráðherra - 19.12.2014

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún hóf störf í dag.

Lesa meira

Uppfærður leiðarvísir um meðferðarhæfi kærumála til Mannréttindadómstóls Evrópu - 19.12.2014

Á heimasíðu ráðuneytisins má nú finna nýútkomna uppfærslu leiðarvísis um meðferðarhæfi kærumála til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE).

Lesa meira

Drög að gjaldskrá fyrir Samgöngustofu til kynningar - 18.12.2014

Innanríkisráðuneytið birtir til kynningar drög að gjaldskrá fyrir Samgöngustofu. Unnt er að gera athugasemdir við gjaldskrárdrögin til og með 5. janúar 2015 og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að reglugerð um gerð og búnað ökutækja til umsagnar - 18.12.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um gerð og búnað ökutækja. Unnt er að senda umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 5. janúar næstkomandi.

Lesa meira

Undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi - 18.12.2014

Félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Í yfirlýsingunni segir að ráðherrarnir séu einhuga um að vinna saman gegn ofbeldi í íslensku samfélagi og niðurbrjótandi áhrifum þess, auka fræðslu og forvarnarstarf um ofbeldi, bæta samvinnu og verklag við að draga úr ofbeldi og styrkja samstarf við rannsókn ofbeldismála.

Lesa meira

Framlag til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts - 17.12.2014

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun framlags til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts fyrir árið 2014, skv. reglugerð nr. 80/2001. Endurskoðunin tekur mið af auknu ráðstöfunarfjármagni sjóðsins til greiðslu framlagsins.

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð um áhöfn í almenningsflugi til umsagnar - 16.12.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 180/2014 um áhöfn í almenningsflugi. Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið postur@irr.is til og með 8. janúar næstkomandi.

Lesa meira

Drög að reglugerð um gagnatengingaþjónustu í samevrópska loftrýminu til umsagnar - 16.12.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um  gagnatengingaþjónustu í samevrópska loftrýminu. Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið postur@irr.is til og með 8. janúar næstkomandi.

Lesa meira

Haldið verði áfram undirbúningi að smíði Vestmannaeyjaferju - 16.12.2014

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að haldið verði áfram undirbúningi að smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Innanríkisráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti verður falið í samráði við Vegagerðina og Vestmannaeyjabæ að skilgreina og meta hvernig verkefnið verður best fjármagnað og hvaða valkostir séu hagkvæmastir varðandi útboð og eftir atvikum rekstur nýrrar ferju.

Lesa meira

Sextán lögreglumenn útskrifast úr Lögregluskólanum - 12.12.2014

Sextán lögreglumenn voru útskrifaðir úr Lögregluskóla ríkisins í dag. Ellefu konur eru í hópnum og er hlutfall kvenna í lögreglu nú kringum 13%. Nýju lögregluþjónarnir hafa flestir þegar fengið störf sem lögreglumenn eða eru að sækja um stöður og einn hefur ráðið sig til Landhelgisgæslunnar.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til setningar - 11.12.2014

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá 1. janúar 2015 til og með 15. september 2017, vegna leyfis skipaðs dómara. Miðað er við að sett verði í embættið hið fyrsta eftir að dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið starfi sínu. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira

Færri ökumenn og farþegar slasast í umferðinni en fleiri hjólreiðamenn - 11.12.2014

Banaslysum og alvarlegum slysum ökumanna og farþega bifreiða fækkaði árin 2011-2013 en á sama tíma fjölgaði alvarlegum slysum meðal hjóreiðamanna. Árið 2011 slösuðust 24 hjólreiðamenn, 36 árið eftir og 77 á síðasta ári en enginn hjólreiðamaður lést. Auknar hjólreiðar eru meðal skýringa á fjölgun slasaðra hjólreiðamanna en skráning þessara slysa hefur einnig verið bætt.

Lesa meira

Rauði krossinn á Íslandi fagnar 90 ára afmæli á alþjóðlega mannréttindadeginum - 10.12.2014

Rauði krossinn á Íslandi fagnar í dag 90 ára afmæli sínu á alþjóðlega mannréttindadeginum en samtökin voru stofnuð 10. desember 1924. Innanríkisráðuneytið óskar Rauða krossinum á Íslandi til hamingju með 90 ára afmælið og þakkar félaginu mikilvæg mannréttinda- og mannúðarstörf í þágu íslensks samfélags.

Lesa meira

Drög að reglugerð um ökuskírteini til umsagnar - 10.12.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð ökuskírteini. Frestur til að senda umsagnir er til og með 17. desember og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Kristín Haraldsdóttir ráðin aðstoðarmaður innanríkisráðherra - 9.12.2014

Ólöf Nordal hefur ráðið Kristínu Haraldsdóttur, sérfræðing við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sem lögfræðilegan aðstoðarmann sinn. Kristín hóf störf í ráðuneytinu í dag.

Lesa meira

Áfrýjunarfjárhæð vegna einkamála breytt - 5.12.2014

Innanríkisráðuneytið hefur auglýst hækkun á áfrýjunarfjárhæð vegna einkamála úr 761.423 krónum í 776.097 kr. Breytingin tekur gildi 1. janúar 2015.

Lesa meira

Nýr innanríkisráðherra tekur við embætti - 4.12.2014

Nýr innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, tók við ráðherraembætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi innanríkisráðherra, óskaði eftir lausn frá embætti 21. nóvember síðastliðinn og tilkynnti formaður Sjálfstæðisflokksins um nýjan ráðherra á fundi þingflokksins í morgun.

Lesa meira

Reglugerð sett um lögregluumdæmi lögreglustjóra - 4.12.2014

Dómsmálaráðherra hefur skrifað undir reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra. Með reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna 9 lögregluumdæma landsins og um leið hvar aðalstöð lögreglustjóra skuli vera innan hvers umdæmis svo og lögreglustöðvar. Reglugerðin tekur gildi 1. janúar 2015.

Lesa meira

Drög að stefnu um net- og upplýsingaöryggi til umsagnar - 28.11.2014

Starfshópur um stefnumótun í net- og upplýsingaöryggi var settur á fót á vegum innanríkisráðuneytisins í júní 2013. Aðalverkefni hópsins var að móta stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki og vernd upplýsingainnviða sem varða þjóðaröryggi. Drög að stefnu 2014 til 2025 eru nú tilbúin og birt hér á vefnum til umsagnar.

Lesa meira

Fjallað um net- og upplýsingaöryggi og rafræna þjónustu á ráðstefnu UT dagsins - 27.11.2014

Gegnsæ stjórnsýsla, net- og upplýsingaöryggi, rafrænar undirskriftasafnanir og árangur í fjarskiptum var meðal umfjöllunarefna á ráðstefnu UT dagsins, Byggjum, tengjum og tökum þátt, sem var í Reykjavík í dag. Auk ráðstefnunnar var haldinn fræðslufundur fyrir vefstjóra um upplýsingaöryggi og varnir opinberra vefja gegn hvers kyns tölvuárásum.

Lesa meira

Óskað umsagna um framtíðarskipan lögreglumenntunar - 26.11.2014

Ráðuneytið óskar eftir umsögnum um tillögur starfshóps um framtíðarskipan lögreglumenntunar á Íslandi. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að námið verði þriggja ára nám á háskólastigi, að skólinn verði sjálfstæð eining en menntun útvistað til menntakerfis að stórum hluta og að Lögregluskólinn verði fræðslu- og rannsóknarsetur lögreglu.

Lesa meira

Ríkisstjórnin samþykkir að leggja fram á Alþingi lagafrumvarp um breytingar á lögum almannavarnir og fleira - 25.11.2014

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun lagafrumvarp um breytingar á almannavarnalögum í því skyni að mæla skýrar fyrir um skyldur ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja sem sjá um rekstur mikilvægra samfélagslegra innviða, svo sem á sviði fjarskipta og raforku ef til neyðarástands kemur. Frumvarpið verður nú sent þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna til afgreiðslu. 

Lesa meira

Ísland gerir átta nýja loftferðasamninga - 24.11.2014

Verulegur árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem haldinn var í Indónesíu í síðustu viku. Markmið hennar er að skapa aðildarríkjum stofnunarinnar vettvang til viðræðna um gerð og framkvæmd tvíhliða loftferðasamninga. Alls sóttu 78 ríki ráðstefnuna og héldu samtals 546 tvíhliða fundi.

Lesa meira

Yfirlýsing frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur - 21.11.2014

Hér fer á eftir yfirlýsing frá Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra.

Lesa meira

Niðurstaða um fjarstýrð mannlaus loftför - 21.11.2014

Nú liggja fyrir niðurstöður samráðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um opnun markaða og stefnumótun um fjarstýrð mannlaus loftför eða dróna til nota í borgaralegum tilgangi. Frestur til að koma að athugasemdum í samráðinu var til 24. október 2014.

Lesa meira

Endurskoðun á reikniverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - 19.11.2014

Á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 8. október síðastliðnum voru kynntar tillögur að nýju reikniverki fyrir framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Tillögurnar byggjast á skýrslu starfshóps sem vann að heildarendurskoðun á laga- og reglugerðarákvæðum um sjóðinn á árunum 2009 og 2010 og var gefin út í júní 2010.

Lesa meira

Tillögur um breytta flokkun vega í frumvarpi um breytingar vegalögum - 19.11.2014

Lagafrumvarp um breytta flokkun vega er nú til meðferðar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis en Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti fyrir frumvarpinu fyrir skemmstu. Breytingarnar snúast annars vegar um að innleiða tvær tilskipanir ESB vegna gjaldtöku á umferð og viðurlög við brotum og hins vegar um að breyta skilgreiningu á flokkun þjóðvega, um mat á vegstæðum og ábyrgð á viðhaldi vega.

Lesa meira

Dagur upplýsingatækninnar haldinn 27. nóvember - 19.11.2014

Dagur upplýsingatækninnar 2014 verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 27. nóvember. Fyrir hádegi fer fram fræðslufundur um öryggi opinberra vefja og eftir hádegi verður ráðstefna með yfirskriftinni: Byggjum, tengjum og tökum þátt.

Lesa meira

Leiðbeiningar um ljósleiðarauppbyggingu opinberra aðila - 18.11.2014

Póst- og fjarskiptastofnun hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sveitarfélög og aðra opinbera aðila vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfa. Leiðbeiningarnar fela í sér upplýsingar um regluverk EES-samningsins á sviði samkeppni og ríkisaðstoðar, tæknikröfur, upplýsingar um kröfur í útboðum ásamt fyrirmynd að útboðsgögnum og að samningi við fjarskiptafyrirtæki um tengingu og rekstur ljósleiðarakerfa.

Lesa meira

Tveir nýir lögreglustjórar skipaðir - 18.11.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur skipað tvo nýja lögreglustjóra: Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og Karl Inga Vilbergsson í embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum. Embættin voru auglýst laust til umsóknar með umsóknarfresti til 18. ágúst og bárust ráðuneytinu fimm umsóknir um hvort embætti frá átta umsækjendum, þremur konum og fimm körlum.

Lesa meira

Strengjum þess heit sem samfélag að fækka umferðarslysum - 16.11.2014

„Strengjum þess heit sem samfélag að fækka umferðarslysum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, m.a. í ávarpi sínu við athöfn sem haldin var við bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi í dag, á árlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa. Efnt var til hliðstæðrar athafnar víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu. Minnst var látinna með einnar mínútu þögn og um leið var þeim starfsstéttum þakkað sem sinna viðbrögðum og meðferð fólks vegna umferðarslysa.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um framtíðarskipan ákæruvalds til umsagnar - 14.11.2014

Drög að frumvarpi til laga um framtíðarskipan ákæruvalds eru nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Unnt er að senda umsagnir um frumvarpið á netfangið postur@irr.is til og með 21. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Einn umsækjandi um setningu í embætti dómara við Hæstarétt - 13.11.2014

Embætti dómara við Hæstarétt Íslands var nýlega auglýst laust til setningar frá 1. janúar 2015 til 15. september 2017. Umsóknarfrestur var til 13. október sl. og barst ein umsókn um embættið, frá Ingveldi Einarsdóttur, settum dómara við Hæstarétt Íslands.

Lesa meira

Dr. Hjörtur Bragi Sverrisson skipaður formaður kærunefndar útlendingamála - 12.11.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað dr. Hjört Braga Sverrisson, framkvæmdastjóra mannréttindadeildar ÖSE í Kosovo, formann kærunefndar útlendingamála. Alls bárust sextán umsóknir um embættið en sérstök valnefnd mat Hjört Braga hæfastan umsækjenda. Lesa meira

Fræðsla, umferðareftirlit og framkvæmdir til að fækka banaslysum - 10.11.2014

Stjórnvöld vörðu um 366 milljónum á síðasta ári í þágu aukins umferðaröryggis samkvæmt umferðaröryggisáætlun samgönguáætlunar. Lögð var áhersla á sérstakar aðgerðir sem eiga að leiða til fækkunar slysa og lækkunar kostnaðar samfélagsins af umferðarslysum. Markmið stjórnvalda um aukið umferðaröryggi til ársins 2022 er tvíþætt; annars vegar að fjöldi látinna í umferð á hverja 100.000 íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum það ár. Hins vegar að fjöldi látinna og alvarlega slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um ekki minna en 5% á ári til ársins 2022. Þetta kemur fram í ársskýrslu um framkvæmd umferðaröryggisáætlunar árið 2013 sem var að koma út.

Lesa meira

Innanríkisráðherra og borgarstjóri tóku fyrstu skóflustungu að stækkun flugstjórnarmiðstöðvar - 10.11.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tóku fyrstu skóflustungu að stækkun flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík 7. nóvember síðastliðinn. Starfsemin, sem er nú á fjórum stöðum í borginni, verður í kjölfar stækkunarinnar færð undir eitt þak við Reykjavíkurflugvöll. Ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun síðari hluta ársins 2016.  

Lesa meira

Innanríkisráðherra keypti neyðarkall af Lilju Steinunni í Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík - 7.11.2014

Árleg söfnun Landsbjargar  hófst í gær með sölu nýs neyðarkalls björgunarsveita. 

Lesa meira

Árlegur minningardagur um þá sem látist hafa í umferðarslysum - 6.11.2014

Sunnudaginn 16. nóvember verður minnst þeirra sem látist hafa í umferðarslysum á Íslandi. Efnt verður í fjórða sinn til þessarar athafnar en efnt er til hliðstæðrar athafnar víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

Lesa meira

Frumvarpsdrög um flutning netöryggissveitar til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra til umsagnar - 5.11.2014

Drög að lagafrumvarpi um flutning netöryggissveitar frá Póst- og fjarskiptastofnun til almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er nú til umsagnar hjá ráðuneytinu. Í frumvarpinu er jafnframt lagt til að starfssvið sveitarinnar verði víkkað. Unnt er að senda umsagnir um frumvarpið á netfangið postur@irr.is til og með 17. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Breyting á reglugerð um skoðanir ferja til umsagnar - 4.11.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 743/2001, um skoðanir ekjuferja og háhraðafarþegafara í millilandasiglingum, með síðari breytingum. Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið postur@irr.is til og með 17. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um flugvernd til umsagnar - 4.11.2014

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 985/2011. Breytingarnar varða meðal annars flugverndarþjálfun, bakgrunnsathuganir, skimun farþega og fleira. Umsagnarfrestur er til 21. nóvember næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Nærri 200 manns sóttu rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar - 1.11.2014

Nærri 200 manns sóttu þrettándu rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var í Reykjavík í gær og hlýddu á 20 fyrirlestra um margs konar rannsóknir og kannanir á sviði vega-, umferðar- og hafnamála. Samkvæmt vegalögum eiga 1,5% af mörkuðum tekjum Vegagerðarinnar að renna til rannsókna- og þróunarstarfs og eru mörg verkefna sem Vegagerðin styrkir kynnt á þessum árlegu ráðstefnum.

Lesa meira

Margar ástæður nefndar fyrir minnkandi kosningaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum í vor - 30.10.2014

Enginn flokkur í framboði í mínu sveitarfélagi höfðaði til mín, mér fannst of margir flokkar vera í framboði, mér fannst ekki skipta máli hver yrði kosinn í sveitarstjórn, ég taldi að atkvæði mitt myndi ekki hafa áhrif á úrslit kosninganna. Allt eru þetta ástæður sem fram komu í svörum kjósenda í rannsókn á ástæðum fyrir minnkandi kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðið vor.

Lesa meira

Ný reglugerð um stjórn fjarskiptasjóðs og verkefnisstjórn - 30.10.2014

Reglugerð um stjórn fjarskiptasjóðs og verkefnisstjórn um framkvæmd fjarskiptaáætlunar hefur tekið gildi og kemur í stað eldri reglugerðar um sama efni. Ástæða þessarar breytingar er sú að tilfærsla hefur orðið á verkefnum með sameiningu ráðuneyta, uppfæra þurfti lagatilvísanir í reglugerðinni og um leið var breytt nokkrum öðrum efnisatriðum.

Lesa meira

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2015 sem þegar hafa komið til úthlutunar nema  um 33 milljörðum króna - 29.10.2014

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um heildarúthlutun framlaga á næsta ári til hinna ýmsu málaflokka sem sjóðurinn sinnir samanber reglugerðir um starfsemi sjóðsins. Alls nema úthlutanirnar nú um 33 milljörðum króna.

Lesa meira

Drög að reglugerð um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi - 29.10.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi. Með henni er innleidd EES-gerð, þ.e. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 996/2010 frá 20. október 2010 um rannsóknir og forvarnir gegn slysum og flugatvikum í almenningsflugi og um niðurfellingu á tilskipun 94/56/EB). Unnt er að senda athugasemdir og ábendingar um drögin á netfangið postur@irr.is til og með 10. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Drög að átta reglugerðum um flugleiðsögu til umsagnar - 23.10.2014

Innanríkisráðuneytið er nú með til umsagnar drög að átta reglugerðum vegna innleiðingar á svokölluðum SES II pakka sem varðar samræmt evrópskt loftrými og tekinn hefur verið upp í EES-samninginn með þeim aðlögunum sem af ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar leiðir. Reglugerðirnar varða allar hin ýmsu svið flugleiðsögu og atriði sem tengjast henni svo sem frammistöðukerfi, gjaldtöku og fleira.

Lesa meira

Starfshópur vinnur að stefnumótun og skipulagi í málaflokkum Þjóðskrár Íslands og Útlendingastofnunar - 23.10.2014

Starfshópur á vegum innanríkisráðuneytisins er nú að hefja vinnu við að móta nýja framtíðarsýn í málaflokkum Þjóðskrár Íslands og Útlendingastofnunar. Stefnt er að því að hópurinn skili áfangaskýrslu til ráðherra eigi síðar en 1. apríl 2015.

Lesa meira

Vegna umræðna um skotvopnaeign lögreglunnar - 21.10.2014

Vegna umfjöllunar um skotvopnaeign lögreglunnar vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Lesa meira

Norrænir dómsmálaráðherrar funda á Íslandi - 21.10.2014

Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna sitja nú reglulegan fund sem fram fer á Íslandi og stýrir honum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra. Á fundinum er meðal annars rætt um ýmsar hliðar dóms- og réttarvörslukerfisins, unga afbrotamenn og samspil refsinga og félagslegrar aðstoðar.

Lesa meira

Drög að breytingum á reglugerðum um almannaflug til umsagnar - 21.10.2014

Innanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerðum um breytingu á reglugerð um almannaflug flugvéla, nr. 694/2010 og reglugerð um almannaflug þyrlna, nr. 695/2010. Umsagnir um drögin óskast sendar á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 3. nóvember næstkomandi.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um breytta hugtakanotkun til umsagnar - 20.10.2014

Innanríkisráðuneytið kynnir til umsagnar drög að lagafrumvarpi um breytta hugtakanotkun í íslenskri löggjöf. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin á netfangið postur@irr.is til og með 27. október næstkomandi.

Lesa meira

Auglýsing um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis - 20.10.2014

Þeir íslenskir ríkisborgarar, sem átt hafa lögheimili hér á landi en sest hafa að erlendis, eiga kosningarrétt við alþingiskosningar, forsetakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur á Íslandi í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt frá landinu, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Að þessum tíma liðnum fellur kosningarrétturinn niður nema sérstaklega sé sótt um að halda honum.

Lesa meira

Tillaga að frumvarpi til breytinga á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar til kynningar - 20.10.2014

Innanríkisráðuneytið birtir hér með til kynningar tillögu að frumvarpi til breytinga á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, nr. 78/1997. Frumvarpið var áður lagt fram á 143. löggjafarþingi en var ekki afgreitt en frumvarpið hefur verið unnið í innanríkisráðuneytinu í samræmi við tillögur kirkjuþings þar að lútandi.

Lesa meira

Innanríkisráðherra lagði áherslu á náið samstarf ríkis og sveitarfélaga á ársþingi SSNV - 17.10.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ávarpaði ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra í gær en meðal umfjöllunarefna ársfundarins auk aðalfundarstarfa var erindi um landsskipulagsstefnu, stefnumörkun og aðkomu sveitarfélaga, um stöðu og framtíð Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og um sóknaráætlanir landshluta. Auk ráðherra ávörpuðu fundinn þeir Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.

Lesa meira

Áætluð úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2014 - 15.10.2014

Innanríkisráðherra  hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 8. október sl. um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga á árinu 2014 á grundvelli 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Lesa meira

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2015 vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti - 15.10.2014

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 8. október sl. um áætlaða heildarúthlutun framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2015, sbr. reglugerð, nr. 80/2001 með síðari breytingum. Lesa meira

Kynnti sér framkvæmdir við nýtt fangelsi - 10.10.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í gær fangelsisbygginguna á Hólmsheiði sem nú er að rísa. Páll E. Winkel fangelsismálastjóri og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnisstjórnar, og fleiri sögðu frá stöðu framkvæmdanna.

Lesa meira

Unnið verður að útfærslu breytinga á regluverki Jöfnunarsjóðs í vetur - 8.10.2014

Tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á síðasta ári námu alls 34,6 milljörðum króna og framlög úr sjóðnum 34,8 milljörðum króna. Er það rúmlega tveggja milljarða króna hækkun á tekjum og framlögum frá árinu 2012. Þetta kom fram á ársfundi sjóðsins sem fór fram í Reykjavík í dag.

Lesa meira

Drög að reglugerðum um ný umdæmi lögreglu- og sýslumannsembætta til umsagnar - 8.10.2014

Innanríkisráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerðum um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta en breytingar á umdæmunum ganga í gildi 1. janúar 2015. Rökstuddar umsagnir um drögin óskast sendar á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 17. október næstkomandi.

Lesa meira

Stuttmyndin Stattu með þér frumsýnd 9. október - 8.10.2014

Stuttmyndin Stattu með þér verður frumsýnd í grunnskólum landsins á morgun, 9. október, og þá verður myndin einnig gerð aðgengileg öllum á vefnum. Myndin fjallar um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk og er unnin á vegum samstarfsverkefnisins Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum, sem er samstarfsverkefni innanríkisráðuneytis, velferðarráðuneytis og mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Lesa meira

Drög að reglugerð um öryggisráðstafanir vegna viðburða við vegi til umsagnar - 7.10.2014

Til umsagnar eru nú hjá ráðuneytinu drög að nýrri reglugerð um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna starfsemi og viðburða á og við vegi. Drögin eru unnin hjá Samgöngustofu og verður nú leitað umsagnar lögreglu og Vegagerðarinnar. Unnt er að senda umsögn um drögin á netfangið postur@irr.is til 24. október næstkomandi.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi til breytinga á vopnalögum til umsagnar - 7.10.2014

Innanríkisráðuneytið kynnir drög að lagafrumvarpi til breytinga á vopnalögum. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin til ráðuneytisins á netfangið postur@irr.is til 17. október næstkomandi.

Lesa meira

Breytingar á ýmsum ákvæðum réttarfarslaga til umsagnar - 6.10.2014

Innanríkisráðuneytið kynnir drög að lagafrumvarpi sem réttarfarsnefnd hefur samið að tilhlutan innanríkisráðherra. Eru þar lagðar til fjölmargar breytingar á ákvæðum réttarfarslaga. Unnt er að koma umsögnum um frumvarpsdrögin til ráðuneytisins á netfangið postur@irr.is til 14. október næstkomandi.

Lesa meira

Ferðaþjónusta, samgöngur og sóknaráætlanir meðal efnis á aðalfundi Eyþings - 3.10.2014

Ört vaxandi ferðaþjónusta, áhrif hennar, samgöngur, sóknaráætlanir og byggðaþróun voru meðal umræðuefna á aðalfundi Eyþings, samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, sem nú stendur að Narfastöðum í Reykjadal. Einnig var kynnt áfangaskýrsla um almenningssamgöngur og á morgun verða almenn aðalfundarstörf.

Lesa meira

Davíð Þór Björgvinsson settur ríkissaksóknari - 3.10.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra hefur sett Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómara við Mannréttindadómstól Evrópu, ríkissaksóknara til að gefa endurupptökunefnd umsögn um viðhorf embættisins til tveggja endurupptökubeiðna Ragnars Aðalsteinssonar hrl., dags. 4. september sl., f.h. Erlu Bolladóttur og Guðjóns Skarphéðinssonar sem fram eru komnar vegna Hæstaréttarmálsins nr. 214/1978: Ákæruvaldið gegn Kristjáni Viðari Viðarssyni, Sævari Marínó Ciesielski, Tryggva Rúnari Leifssyni, Albert Klahn Skaftasyni, Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni.

Lesa meira

Drög að reglugerð um vistun ungra fanga til umsagnar - 29.9.2014

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um afplánun ungra fanga á aldrinum 15 til 18 ára. Unnt er að veita umsögn um reglugerðardrögin til 10. október og skal umsögn berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð um upplýsinga- og fjarskiptatækni fyrir samgöngukerfi til kynningar - 26.9.2014

Til kynningar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um upplýsinga- og fjarskiptatækni til notkunar fyrir svokölluð skynvædd samgöngukerfi. Unnt er að senda umsögn til ráðuneytisins og skal hún berast eigi síðar en 10. október næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð um flutning á hættulegum farmi til umsagnar - 26.9.2014

Drög að breytingu á reglugerð um flutning á hættulegum farmi á landi eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til 10. október næstkomandi og skal umsögn berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Farþegum hefur fjölgað á nánast öllum leiðum almenningssamgöngukerfisins - 25.9.2014

Efling almenningssamgangna á landsbyggðinni í kjölfar þess að sérleyfakerfið var lagt niður var umræðuefni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra á fundi með fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaga sem haldinn var í gær í tengslum við landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú stendur á Akureyri.

Lesa meira

Kynnti sér framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum - 25.9.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í dag miðstöð Vegagerðarinnar á Akureyri og skoðaði einnig framkvæmdirnar við Vaðlaheiðargöng. Alls hafa verið sprengdir tæplega 2.700 metrar Eyjafjarðarmegin í göngunum en greftri þar var hætt í lok ágúst og byrjað að bora í Fnjóskadal og eru gangamenn komnir vel á annað hundrað metra inn þeim megin.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til setningar - 25.9.2014

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá og með 1. janúar 2015 til og með 30. júní 2015, vegna leyfis skipaðs dómara.

Lesa meira

Embætti hæstaréttardómara laust til setningar - 25.9.2014

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Hæstarétt Íslands, til setningar meðan á leyfi skipaðs dómara stendur. Miðað er við að sett verði í embættið frá og með frá og með 1. janúar 2015 til og með 15. september 2017.

Lesa meira

Hvítbók um stöðu og framtíð sveitarstjórnarstigsins fyrir áramót - 24.9.2014

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var sett á Akureyri nú síðdegis og flutti Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ræðu við upphaf þingsins. Halldór Halldórsson, formaður Sambandsins, setti þingið en yfirskrift þess er áskoranir í bráð og lengd. Um 200 manns voru við þingsetninguna en þingið stendur fram á föstudag.

Lesa meira

Þingmannanefnd vinnur að umbótum í útlendingamálum - 24.9.2014

Þverpólitísk þingmannanefnd sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði endurskoðar nú lög um útlendinga og er stefnt að því að frumvarp til nýrra útlendingalaga verði lagt fyrir Alþingi á komandi vetri. Nefndina leiðir Óttarr Proppé alþingismaður. Auk hans sitja í nefndinni alþingismennirnir Svandís Svavarsdóttir, Össur Skarphéðinsson, Birgitta Jónsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Lesa meira

Dómsmálaráðherra sendir réttarfarsnefnd og stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd erindi vegna símahlustunar - 24.9.2014

Dómsmálaráðherra hefur ritað stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis bréf í framhaldi af því að athygli ráðuneytisins hefur verið vakin á fullyrðingum um að framkvæmd símahlustunar við rannsókn sakamála og eftirlit með þeim kunni að vera ábótavant. Er lagt í hendur nefndarinnar að meta hvort ástæða sé til athugunar á téðum fullyrðingum á vettvangi nefndarinnar. Undir bréfið skrifar Eygló Harðardóttir sem nú gegnir embættinu fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráherra.

Lesa meira

Reglugerð um flýtimeðferð hælisumsókna gefin út - 24.9.2014

Innanríkisráðherra hefur skrifað undir reglugerð um hvaða skilyrði geta verið fyrir sérstakri málsmeðferð umsækjenda um hæli hér á landi, svokallaða flýtimeðferð. Í flýtimeðferð felst að ekki er talin þörf á fullri efnismeðferð umsóknar um hæli, afgreiðslu umsóknar er forgangsraðað á undan öðrum umsóknum og/eða frestir í málsmeðferðinni eru styttri en þegar mál hljóta fulla efnismeðferð, svo sem vegna gagnaöflunar.

Lesa meira

Lög um frestun á nauðungarsölum hafa tekið gildi - 23.9.2014

Lög um að nauðungarsölum verði frestað áfram á meðan vinnsla umsókna um höfuðstólslækkun húsnæðislána stendur yfir hafa tekið gildi. Með lögunum er sýslumönnum veitt heimild til að fresta nauðungarsölum fram yfir 1. mars 2015.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um prófun á ökuritum til umsagnar - 23.9.2014

Drög að breytingu á reglugerð um prófun á ökuritum eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin og er umsagnarfrestur til 3. október næstkomandi. Skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Breytt umdæmaskipan meðal umræðuefna á aðalfundi Sýslumannafélags Íslands - 20.9.2014

Breytt umdæmaskipan sýslumannsembætta, aðgerðaáætlun um breytingarnar, fjármál og fleira efni var til umræðu á aðalfundi Sýslumannafélags Íslands sem lauk í Borgarfirði í dag. Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis, ávarpaði fundinn í gær, flutti fundarmönnum kveðju innanríkisráðherra og þakkaði sýslumönnum fyrir góð samskipti og umræður við undirbúning breytinga á embættunum sem koma eiga til framkvæmda 1. janúar næstkomandi.

Lesa meira

Dómsmálaráðherra kynnti sér starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur - 20.9.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra heimsótti Héraðsdóm Reykjavíkur nýverið og kynnti sér starfsemi dómstólsins. Ingimundur Einarsson dómstjóri og Skúli Magnússon, héraðsdómari og formaður í Dómarafélagi Íslands, gengu með ráðherra og fylgdarliði um húsnæði héraðsdóms. Greindu þeir síðan frá helstu þáttum starfseminnar ásamt þeim Símoni Sigvaldasyni, héraðsdómara og formanni dómstólaráðs, Ólöfu Finnsdóttur, framkvæmdastjóra dómstólaráðs, og Friðriki Þ. Stefánssyni, rekstrar- og mannauðsstjóra.

Lesa meira

Nauðsynlegt að bæta og efla samskipti ríkis og sveitarfélaga - 18.9.2014

Samskipti ríkis og sveitarfélaga voru eitt aðal umræðuefna á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem fór fram í dag í Búðardal. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var meðal frummælenda um efnið ásamt Gunnari Sigurðssyni, formanni SSV, Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Haraldi Benediktssyni alþingismanni.

Lesa meira

Innanríkisráðuneytið fellir úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um Breiðafjarðarferju - 18.9.2014

Innanríkisráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun Samgöngustofu um að ekki sé heimilt að flytja inn og skrá á íslenska skipaskrá norsku ekjuskipsferjuna Vågen, sem Sæferðir hyggjast nota til siglinga um Breiðafjörð. Telur ráðuneytið að fyrirtækinu sé heimilt að flytja inn ferjuna en ráðgert er að hún taki við af Baldri sem Breiðafjarðarferja og er því ekkert til fyrirstöðu að skipið geti hafið siglingar þegar það kemur til landsins.

Lesa meira

Innanríkisráðherra leggur til að fjarskiptasjóður styrki hringtengingu ljósleiðara á Vestfjörðum - 15.9.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var til andsvara við sérstaka umræðu á Alþingi í gær þegar staða og öryggi í fjarskiptum á landsbyggðinni og uppbygging háhraðatenginga í dreifbýli var til umfjöllunar. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður var málshefjandi. Ráðherra kvaðst hafa lagt til við fjarskiptasjóð að styrkja lagningu ljósleiðara milli Súðavíkur og Brúar í Hrútafirði og myndi slík hringtenging bæta mjög rekstraröryggi almennra fjarskipta sem og neyðarfjarskipta.

Lesa meira

Reglur um hæfnisnefnd lögreglu til umsagnar - 15.9.2014

Reglur um skipan hæfnisnefndar lögreglunnar eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 22. september og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is

Lesa meira

Innanríkisráðherra flutti ávarp á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum - 13.9.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp í dag á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem nú stendur í Sveitarfélaginu Vogum. Ræddi hún meðal annars samstarf ríkis og sveitarfélaga, tekjustofna sveitarfélaga, atvinnuuppbyggingu og fleira. Fundurinn hófst í gær og voru þar meðal annars til umræðu menntamál, almenningssamgöngur, málefni fatlaðs fólks og fjallað var um tækifærin á Keflavíkurflugvelli.

Lesa meira

Dómsmálaráðherra kynnti sér þróun mála í Bárðarbungu á fundi hjá almannavörnum - 10.9.2014

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra heimsótti í morgun almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ásamt ráðuneytisstjórum innanríkisráðuneytis og forsætisráðuneytis og nokkru samstarfsmönnum úr báðum ráðuneytum. Fulltrúar almannavarnadeildar fóru yfir stöðuna í Bárðarbungu og í Holuhrauni og upplýstu ráðherra um nokkrar mögulegar sviðsmyndir. Ríkisstjórnin mun ræða stöðuna á fundi sínum síðar í dag.

Lesa meira

Svar við bréfi umboðsmanns Alþingis frá 25. ágúst - 9.9.2014

Innanríkisráðherra hefur í dag svarað umboðsmanni Alþingis vegna bréfs hans frá 25. ágúst síðastliðnum. Bréfið fer hér á eftir:

Lesa meira

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir styrki - 8.9.2014

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 30. september næstkomandi. Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð um í hvaða skyni sótt er um styrk.

Lesa meira

Málþing um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi haldið 25. september - 8.9.2014

Málþing um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi verður haldið á Grand hótel Reykjavík 25. september næstkomandi. Málþingið ber heitið „Zero Tolerance“ og fer fram á ensku. Norræna ráðherranefndin, innanríkisráðuneytið og velferðarráðuneytið ásamt Jafnréttisstofu halda málþingið sem er hluti af formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2014.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimilað að undirbúa samkomulag ríkis og kirkju um leiðréttingu sóknargjalda - 5.9.2014

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fékk í dag heimild ríkisstjórnarinnar til að hefja undirbúning að gerð samkomulags milli ríkis og kirkju á grundvelli tillagna starfshóps sem gera ráð fyrir að umframskerðing sóknargjalda verði jöfnuð út á fjórum árum. Markmiðið með samningnum er að upphefja þann hluta aðhaldskrafna árin 2009-2012 sem gekk lengra en gert var gagnvart öðrum aðilum sem byggja rekstur sinn á framlögum af fjárlögum.

Lesa meira

Innanríkisráðherra setti norræna ráðstefnu um gjafsóknarreglur í einkamálum - 5.9.2014

Norræn ráðstefna um gjafsóknarreglur í einkamálum á Norðurlöndum er haldin í Reykjavík í dag. Ráðstefnan er á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands í samvinnu við innanríkisráðuneytið og Lögmannafélag Íslands og með styrk frá Norræna ráðherraráðinu og Norræna húsinu.

Lesa meira

Óskað umsagnar um drög að lagafrumvarpi um fullnustu refsinga - 5.9.2014

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um fullnustu refsinga. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til 18. september nk. og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður - 5.9.2014

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið haustið 2014. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Lög og reglur, öryggismál og fjárveitingar til umræðu á hafnasambandsþingi - 4.9.2014

Meðal efnis á hafnasambandsþingi sem nú stendur yfir á Ólafsfirði er umfjöllun um fjárhagslega stöðu hafna sem Gunnlaugur Júlíusson ræddi og síðan ræddi Valur Rafn Halldórsson, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði Hafnasambandsins, um efnhagsleg áhrif hafna. Kom meðal annars fram í máli hans að þó að beint framlag hafna væri aðeins 0,3% í landsframleiðslu væru óbein áhrif mun meiri og spurði hvar til dæmis væru stödd byggðarlög eins og Súðavík, Þorlákshöfn, Grenivík, Höfn eða Vestmannaeyjar ef ekki væru hafnir í þessum byggðarlögum.

Lesa meira