Fréttir innanríkisráðuneytisins 2011-2017

Lagabreyting um frestun nauðungarsölu í gildi á morgun - 30.12.2013

Breyting á lögum um nauðungarsölu um frestun nauðungarsölu tekur gildi á morgun 31. desember. Með breytingunni er kveðið á um að sýslumaður skuli verða við ósk gerðarþola um að fresta fram yfir 1. september 2014 að taka ákvörðun um byrjun uppboðs eða ráðstöfun eignar á almennum markaði.

Lesa meira

Drög að reglugerð um áhöfn í almenningsflugi til umsagnar - 30.12.2013

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um áhöfn í almenningsflugi. Unnt er að gera athugasemdir við drögin og skulu þær berast ráðuneytinu eigi síðar en 10. janúar næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til setningar - 23.12.2013

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til setningar, vegna leyfis skipaðs dómara. Miðað er við að sett verði í embættið frá og með 17. febrúar 2014 til og með 31. desember 2014, eða hið fyrsta eftir að dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið starfi sínu. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira

Samið við Reykjavíkurborg um þjónustu við hælisleitendur - 20.12.2013

Útlendingastofnun hefur fyrir hönd innanríkisráðuneytisins samið við Reykjavíkurborg um þjónustu við hælisleitendur og tekur samningurinn gildi í janúar næstkomandi. Samningurinn er liður í hlutverki stjórnvalda í að tryggja þjónustu við hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum.

Lesa meira

Endurskoðuð úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga 2013 - 18.12.2013

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga fyrir árið 2013, skv.13. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Við endurskoðunina var tekið mið af leiðréttum hámarkstekjum á íbúa í hverju sveitarfélagi.

Lesa meira

Endurskoðuð úthlutun tekjujöfnunarframlaga 2013 - 18.12.2013

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga fyrir árið 2013, skv. 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Við endurskoðunina var tekið mið af endanlegum útsvarsstofni sveitarfélaga  vegna tekna á árinu 2012.

Lesa meira

Starfshópur um þróun og regluverk í póstverslun skilar skýrslu - 16.12.2013

Helstu tillögur starfshóps um samkeppnisstöðu póstverslunar eru að lagt er til að erlendum fyrirtækjum sem selja vörur og póstleggja til Íslands verði heimilt að innheimta og skila virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum af þeim sendingum. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, innanríkisráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, Samtaka verslunar og þjónustu, Neytendasamtakanna og talsmanns neytenda. Fulltrúi innanríkisráðuneytis var Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Lesa meira

Frumvarp um frestun á nauðungarsölum lagt fram - 12.12.2013

Innanríkisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um nauðungarsölu og mun frumvarpið fá flýtimeðferð á Alþingi. Frumvarpið mun gefa heimilum sem eru í alvarlegum fjárhagsvanda tækifæri til að meta hvort nýboðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna geti komið í veg fyrir nauðungarsölu. 

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um öryggis- og verndarbúnað í ökutækjum til umsagnar - 11.12.2013

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um öryggis- og verndarbúnað í ökutækjum. Unnt er að gera athugasemdir við drögin og skulu þær berast ráðuneytinu eigi síðar en 18. desember næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra ræddi um öryggi almennings á fundi Varðbergs - 6.12.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti á dögunum erindi á fundi Varðbergs um öryggi almennings og nýjar áskoranir í öryggis og varnarmálum. Í erindi sínu ræddi ráðherra um öryggi borgaranna frá ýmsum hliðum, öryggi í samgöngum, á heimilum, öryggi þegar vá steðjar að, öryggi í netheimum og fleira.

Lesa meira

Frumvarp um frestun nauðungarsölu samþykkt í ríkisstjórn - 6.12.2013

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að vísa til Alþingis frumvarpi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um breytingu á lögum um nauðungarsölu. Frumvarpið er liður í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti um nýliðna helgi vegna skuldavanda heimilanna.

Lesa meira

Auglýsing um hækkun áfrýjunarfjárhæðar - 5.12.2013

Innanríkisráðuneytið auglýsir hækkun á áfrýjunarfjárhæð vegna einkamála. Áfrýjunarfjárhæð samkvæmt 1. mgr. 152. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91 31. desember 1991, sbr. 6. gr. laga nr. 38 19. apríl 1994, er kr. 761.423.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um skipsbúnað til umsagnar - 4.12.2013

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 589/2004, um skipsbúnað, með síðari breytingum, eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 18. desember næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðuneytið gerir þjónustusamning við Íslenska ættleiðingu - 4.12.2013

Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing hafa gert með sér þjónustusamning sem gilda á út árið 2014. Samningurinn kveður á um að Íslensk ættleiðing, sem hefur löggildingu innanríkisráðherra til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá tilteknum erlendum ríkjum, veiti skilgreinda þjónustu sem því tengist. Fjárveitingar til verkefna samningsins eru ákveðnar með fjárlögum hverju sinni.

Lesa meira

Óháð úttekt vegna netöryggis almennings - 3.12.2013

Innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að láta gera óháða úttekt á netöryggi almennings vegna þess alvarlega öryggisbrests sem átti sér stað vegna tölvuinnbrots hjá Vodafone um síðustu helgi.

Lesa meira

Auglýsing um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis - 29.11.2013

Innanríkisráðuneytið minnir á auglýsingu ráðuneytisins frá 23. október síðastliðnum varðandi kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem sest hafa að erlendis. Þeir halda kosningarrétti sínum í átta ár frá því að þeir fluttu lögheimili sitt talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Þeir sem vilja vera á kjörskrá en fluttu af landi brott fyrir 1. desember 2005 og hafa verið búsettir erlendis síðan þurfa að senda Þjóðskrá Íslands umsókn fyrir 1. desember næstkomandi til að halda kosningarrétti sínum. Auglýsingin fer hér á eftir:

Lesa meira

Alþjóðleg jafnréttisverðlaun til Íslands - 29.11.2013

Ísland hlaut í gær alþjóðleg jafnréttisverðlaun fyrir framúrskarandi árangur í jafnréttismálum á ráðstefnunni Women in Parliaments sem haldin var í Brussel. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Íslands. 

Lesa meira

Reykjavíkurborg og ríkisskattstjóri fá viðurkenningu fyrir bestu vefina - 29.11.2013

Reykjavíkurborg og ríkisskattstjóri fengu í gær viðurkenningu fyrir bestu vefina meðal sveitarfélaga og ríkisstofnana. Viðurkenningarnar voru afhentar á fjölsóttri ráðstefnu þar sem fjallað var um stefnuna um upplýsingasamfélagið og þau verkefni sem henni tengjast. Ráðstefnan var haldin á vegum innanríkisráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Ský, Skýrslutæknifélags Íslands.

Lesa meira

Ísland undirritar Höfðaborgar-samkomulag um öryggi fiskiskipa - 27.11.2013

Undirritað var í gær svonefnt Höfðaborgar-samkomulag sem snýst um ákvæði bókunar við Torremolinos-alþjóðasamninginn um öryggi fiskiskipa. Breytt er ákveðnum atriðum um smíði og búnað nýrra skipa sem auðvelda á gildistöku bókunarinnar. Samninginn undirritaði Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, fyrir hönd Íslands á ársfundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar sem nú stendur yfir í London.

Lesa meira

Drög að reglum um hönnun þjóðvega til umsagnar - 27.11.2013

Til umsagnar eru hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglum um hönnun þjóðvega sem eru opnir almenningi til frjálsrar umferðar. Umsagnarfrestur um regludrögin er til og með 6. desember næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Djúpsprengjum beitt til að fæla síld úr Kolgrafafirði - 27.11.2013

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur tekið yfir samhæfingu aðgerða vegna síldarinnar í Kolgrafafirði. Ákveðið hefur verið að ráðast í fælingaraðgerðir með djúpsprengjum í firðinum í því skyni að hrekja síldina út úr firðinum. Landhelgisgæslan mun sjá um verkið sem gert er ráð fyrir að fari fram á morgun, fimmtudaginn 28. nóvember.

Lesa meira

Erindi frá Mannréttindadómstól Evrópu vegna máls Geirs H. Haarde - 26.11.2013

Innanríkisráðuneytinu hefur borist erindi Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að kæra Geirs H. Haarde gegn íslenska ríkinu sé til meðferðar hjá dómstólnum.

Lesa meira

Af stöðu mála í Kolgrafafirði - 25.11.2013

Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu mála í Kolgrafafirði eftir að mikið magn síldar gekk inn í fjörðinn. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða til að bjarga verðmætum, reyna að fæla síldina af hættuslóðum og bæta vöktun á ástandi fjarðarins og mat á hættu. Einnig liggur fyrir viðbragðsáætlun ef nýr síldardauði verður. Áfram eru skoðaðar fyrirbyggjandi aðgerðir til lengri tíma, en fyrir liggur að helstu kostir í þeim efnum eru dýrir og tímafrekir og veruleg óvissa er um árangur sumra þeirra.

Lesa meira

Dagur upplýsingatækninnar á fimmtudag - 25.11.2013

Dagur upplýsingatækninnar verður haldinn 28. nóvember næstkomandi en að honum standa innanríkisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Ský, Skýrslutæknifélag Íslands. Dagskrá fer fram á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík og stendur dagskrá frá klukkan 13 til 17.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini til umsagnar - 25.11.2013

Til umsagnar eru hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini. Umsagnarfrestur er til og með 5. desember næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að reglugerð um málsmeðferð við beitingu tiltekinna innlendra tæknireglna vegna löglega markaðssettrar vöru í öðru aðildarríki á EES - 25.11.2013

Drög að reglugerð um málsmeðferð við beitingu tiltekinna innlendra tæknireglna vegna löglega markaðssettrar vöru í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 9. desember næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Vegna umræðu um málefni hælisleitanda - 22.11.2013

Vegna umræðu um að upplýsingar er varða mál einstaka hælisleitanda hafi með einhverjum hætti borist fjölmiðlum vill ráðuneytið taka fram að ekkert bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um innleiðingu reglugerða varðandi hafnarríkiseftirlit til umsagnar - 20.11.2013

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 314/2012, um innleiðingu reglugerða framkvæmdastjórnar ESB varðandi hafnarríkiseftirlit, eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 4. desember næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Viðbrögð stjórnvalda við skýrslu pyntingarnefndar Evrópuráðsins vegna úttektar á Íslandi 2012 - 19.11.2013

Íslensk stjórnvöld hafa nú svarað athugasemdum í skýrslu pyntingarnefndar Evrópuráðsins sem hún lagði fyrir stjórnvöld eftir reglubundna heimsókn hingað haustið 2012. Stjórnvöld fagna eftirliti nefndarinnar og telja rýni hennar til gagns fyrir stjórnsýslu og samfélag. Hér að neðan verður greint frá svörum við helstu athugasemdum í skýrslunni. Skýrsluna má sjá hér svo og svar Íslands í heild.

Lesa meira

Þurfum að íhuga ábyrgð okkar í umferðinni - 17.11.2013

Minnst var þeirra sem látist hafa í umferðarslysum með athöfn við bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi í dag þar sem innanríkisráðherra flutti ávarp og tveir sem hafa komið við sögu í umferðarslysum og afleiðingum þeirra deildu reynslu sinni. Minnst var látinna með einnar mínútu þögn og um leið var þeim starfsstéttum þakkað sem sinna viðbrögðum og meðferð fólks vegna umferðarslysa.

Lesa meira

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa sunnudaginn 17. nóvember - 16.11.2013

Athöfn verður við bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi í Reykjavík á morgun, sunnudag, klukkan 11 þar sem minnst verður þeirra sem farist hafa í umferðarslysum. Efnt er til hliðstæðrar athafnar víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

Lesa meira

Innanríkisráðherra ávarpaði kirkjuþing - 16.11.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti í morgun ávarp við setningu kirkjuþings. Ráðherra tilkynnti þar að skipaður verði starfshópur um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju og hefur Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrverandi ráðherra, verið skipuð formaður hans. Starf hópsins á að byggjast á ákvæði í samningi svonefnds kirkjujarðasamkomulags og hins vegar á lögum um sóknargjöld.

Lesa meira

Stýrihópur um innanlandsflug hittist á fyrsta fundi - 15.11.2013

Fyrsti fundur stýrihóps ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um málefni innanlandsflugs átti fund í dag. Fulltrúi ríkisins er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lögfræðingur, fulltrúi Reykjavíkurborgar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og Matthías Sveinbjörnsson verkfræðingur er fulltrúi Icelandair Group. Formaður hópsins er Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, sameiginlegur fulltrúi aðilanna þriggja.

Lesa meira

Skýrsla nefndar um breytt skipulag og tilhögun vegna efnahagsbrotamála kynnt í ríkisstjórn - 15.11.2013

Nefnd sem þáverandi innanríkisráðherra skipaði í byrjun árs 2012 til að leggja fram tillögur um breytt skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum hefur skilað skýrslu sinni. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur tillögurnar nú til skoðunar en hún kynnti þær í ríkisstjórn í dag.

Lesa meira

Hanna Birna Kristjánsdóttir setti af stað fyrstu sprenginguna í Norðfjarðargöngum - 14.11.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sprengdi í dag fyrstu formlegu sprenginguna í Norðfjarðargöngum en undirbúningsframkvæmdir hófust síðla sumars. Hanna Birna er þar með fyrsta konan sem setur af stað sprengingu fyrir jarðgöngum. 

Lesa meira

Verkefni flutt frá ráðuneyti - 14.11.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi á Alþingi sem felur í sér flutning verkefna frá innanríkisráðuneytinu til undirstofnana. Frumvarpið er liður í áformum ráðherra að bæta þjónustu, auka skilvirkni og færa framkvæmd verkefna nær almenningi. Lesa meira

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til lækkunar skulda og hagræðingar - 12.11.2013

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, EFS, ritaði nýlega sveitarfélögum landsins bréf er varða ýmis atriði um fjármál sveitarfélaga. Er þar annars vegar minnt á fjárhagsleg viðmið um fjármál sveitarfélaga og hins vegar óskað eftir upplýsingum varðandi daglega fjármálastjórn. Þá hvetur nefndin sveitarstjórnir til að lækka skuldir og gæta leita hagræðingar.

Lesa meira

Skýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga komin út - 11.11.2013

Komin er út ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga fyrir árið 2012. Þar er að finna upplýsingar um helstu verkefni nefndarinnar á síðasta ári, yfirlit um þróun fjármála sveitarfélaga, bæði tekjur og gjöld svo og um skuldir og greint er frá sérstökum aðgerðum og samningum við sveitarfélög sem óskuðu eftir liðsinni nefndarinnar vegna slæmrar fjárhagsstöðu.

Lesa meira

Innanríkisráðherra kynnti sér aðkomu einkaaðila að samgöngumálum - 8.11.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fundaði á mánudag með Ketil Solvik-Olsen, ráðherra samöngu- og fjarskiptamála, í nýrri ríkisstjórn Noregs. Á fundi sínum, sem fram fór í Osló, ræddu ráðherrarnir um sameiginleg verkefni ríkjanna tveggja er snúa að samgöngu- og fjarskiptamálum. Þá ræddi Hanna Birna sérstaklega við norska ráðherrann um aðkomu einkaaðila að vegaframkvæmdum.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til setningar - 7.11.2013

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá og með 1. janúar 2014 til og með 31. desember 2014, vegna leyfis skipaðs dómara. Ráðherra setur í embættið að fenginni ábendingu dómstólaráðs, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira

Vel heppnuð fræðsluþing Vitundarvakningar um land allt - 5.11.2013

Lokið er röð fræðsluþinga, sem haldin voru í október um land allt á vegum Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Þátttaka var góð og sátu þau um 830 manns. Fyrsta fræðsluþingið var á Sauðárkróki 1. október þar sem um 120 þátttakendur voru mættir. Síðasta fræðsluþingið var haldið í Reykjavík með um 150 þátttakendum.

Lesa meira

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - 5.11.2013

Undanfarna mánuði hefur á vegum innanríkisráðuneytisins verið unnið að þýðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Verkið er unnið á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 sem samþykkt var af Alþingi en það er hluti af undirbúningi fullgildingar sáttmálans.

Lesa meira

Drög að reglugerðarbreytingu um öryggisstjórnun vega til umsagnar - 4.11.2013

Drög að breytingu á reglugerð nr. 866/2011 um öryggisstjórnun vegamannvirkja eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 15. nóvember og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Dómnefnd skilar áliti um umsækjanda um dómaraembætti - 1.11.2013

Dómnefnd hefur samkvæmt 4. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 skilað umsögn sinni um umsækjenda um embætti dómara sem auglýst var laust til umsóknar 13. september síðastliðinn.

Lesa meira

Drög að reglugerð um almenningsflug og fleira til umsagnar - 29.10.2013

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu nr. 812/2012 eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 8. nóvember næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra ávarpaði aðalfund Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - 26.10.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ávarpaði í gær aðalfund Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem haldinn var í Reykjavík. Ráðherra hefur undanfarnar vikur sótt marga aðalfundi landshlutasamtaka sveitarfélaga, meðal annars hjá Eyþingi, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Samkomulag um innanlandsflug undirritað í dag - 25.10.2013

Fulltrúar ríkisstjórnar, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group skrifuðu í dag undir samkomulag um innanlandsflug.

Lesa meira

Auglýsing um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis - 25.10.2013

Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eiga íslenskir ríkisborgarar, sem flust hafa af landi brott og sest að erlendis, kosningarrétt á Íslandi í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Þeir eru því sjálfkrafa á kjörskrá þann tíma. Að þessum tíma liðnum falla menn af kjörskrá nema sérstaklega sé sótt um að fá að halda kosningarrétti.

Lesa meira

Innanríkisráðherra vígði Norðausturveg í Vopnafirði - 23.10.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra opnaði formlega í dag nýjan kafla á Norðausturvegi milli Hringvegar og Vopnafjarðar með því að klippa á borða ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra. Viðstaddir voru fjölmargir íbúar Vopnafjarðar, þingmenn kjördæmisins og aðrir gestir og var þessari samgöngubót síðan fagnað með kaffisamsæti á Vopnafirði.

Lesa meira

Innanríkisráðherra á ferð um Austurland - 23.10.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur í gær og í dag heimsótt Austurland og átt fundi með fulltrúum nokkurra sveitarstjórna. Einnig ræddi hún í gær við sýslumennina á Eskifirði og Seyðisfirði. Síðdegis í dag vígir ráðherra ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra nýjan kafla á Norðausturvegi milli Hringvegar og Vopnafjarðar.

Lesa meira

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2014 - 22.10.2013

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 16. október síðastliðnum um áætlaðar úthlutanir eftirfarandi framlaga á árinu 2014:

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð um gerð og búnað ökutækja til umsagnar - 22.10.2013

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Breytingunni er ætlað að innleiða fimm tilteknar gerðir en auk þess innihalda þær nokkur önnur atriði sem rétt þykir að breyta á þessari stundu. Umsagnarfrestur er til og með 1. nóvember og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Íslenski sjávarklasinn kynnti innanríkisráðherra stefnu sína til 2030 - 17.10.2013

Flutninga- og hafnahópur Íslenska sjávarklasans hefur gefið út ritið Stefna til 2030 en þar er að finna samantekt um bakgrunn og stefnumótun fyrir Ísland sem miðstöð fyrir flutninga um Grænland og þjónustumiðstöð í Norður-Atlantshafi. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tók á móti fulltrúum Sjávarklasans sem afhentu henni ritið en ráðherra skrifar formála þess.

Lesa meira

Drög að reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra og fleira til umsagnar - 16.10.2013

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra og starfsleyfi þjálfunarfyrirtækja. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 31. október næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Fjallað um samgöngumál, sóknaráætlanir og byggðamál á Fjórðungsþingi Vestfirðinga - 14.10.2013

Samgöngumál, byggðamál, sóknaráætlanir og samskipti ríkis og sveitarfélaga voru meðal umfjöllunarefna á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var í Trékyllisvík 11. og 12. október. Fjallað var um málin í erindum og hópaumræðum.

Lesa meira

Kynnt drög að breytingu á reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftara - 11.10.2013

Innanríkisráðuneytið birtir til kynningar drög að reglugerð til breytingar á reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, nr. 380/2013.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti Fangelsismálastofun og Litla-Hraun - 10.10.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í dag Fangelsismálastofnun ríkisins í Reykjavík og fangelsið að Litla-Hrauni við Eyrarbakka ásamt nokkrum samstarfsmönnum. Páll E. Winkel fangelsismálastjóri og samstarfsmenn hans og Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns, skýrðu frá starfseminni og því sem framundan er í starfinu.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma til umsagnar - 10.10.2013

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 21. október næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja til umsagnar - 10.10.2013

Til kynningar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja. Þeir sem óska geta sent ráðuneytinu umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 21. október næstkomandi.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsækir Slysavarnafélagið Landsbjörg - 9.10.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í dag Slysavarnafélagið Landsbjörg í aðalstöðvar þess við Skógarhlíð í Reykjavík. Þar tóku á móti henni formaður félagsins og fleiri  fulltrúar í stjórn félagsins ásamt framkvæmdastjóra og fleiri starfsmönnum.

Lesa meira

Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu í fyrra liðlega 32 milljörðum króna - 4.10.2013

Á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn var í Reykjavík 2.október kom fram í máli Elínar Pálsdóttur, forstöðumanns sjóðsins, að framlög sjóðsins á síðasta ári til sveitarfélaga og verkefna hafi numið liðlega 32 milljörðum króna og að tekjuafgangur hefði verið 176 milljónir. Árið 2011 námu framlögin 29,5 milljörðum og á þessu ári er gert ráð fyrir að framlögin verði alls rúmlega 34 milljarðar króna.

Lesa meira

Drög að reglugerð um þóknanir og gjöld Flugöryggisstofnunar Evrópu kynnt - 4.10.2013

Innanríkisráðuneytið birtir hér með til kynningar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 118/2009, um þóknanir og gjöld sem Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) leggur á.

Lesa meira

Drög að reglugerð um rafræna gjaldtöku veggjalda til kynningar - 2.10.2013

Innanríkisráðuneytið kynnir drög að reglugerð um rekstrarsamhæfi rafræns gjaldtökukerfis veggjalda innan Evrópska efnahagssvæðisins sem innleiðir tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/52 frá 29. apríl 2004 um rekstrarsamhæfi rafræns vegatollkerfis innan EES. Umsagnir skulu berast á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 11. október næstkomandi.

Lesa meira

Úttekt á opinberum vefjum hafin í fimmta sinn - 1.10.2013

Nú stendur yfir úttekt á um 270 opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Slík úttekt hefur verið gerð á tveggja ára fresti frá 2005 og er hún mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja með tilliti til innihalds þeirra, nytsemi, aðgengis fyrir blinda og sjónskerta, þjónustu og möguleika almennings til lýðræðislegrar þátttöku á vefjum.

Lesa meira

Fræðsluþing um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi verða haldin í október - 26.9.2013

Fræðsluþing vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum verða haldin á ellefu stöðum á landinu í október. Herferðin er á vegum innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis.

Lesa meira

Nýr formaður refsiréttarnefndar - 25.9.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað nýjan formann refsiréttarnefndar. Er það Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent og tekur hún við af Róbert Spanó.

Lesa meira

Drög að breytingum á reglugerð um flutning á hættulegum farmi til umsagnar - 20.9.2013

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi eru nú til umsagnar. Þeir sem óska geta sent ráðuneytinu umsagnir til og skulu þær berast eigi síðar en 3. október á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Boðaði breytingar á hafnalögum og aðkomu annarra en ríkisins við uppbyggingu innviða - 20.9.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ávarpaði í morgun fund Hafnasambands Íslands sem haldinn var í Grindavík. Hún kvaðst á komandi þingi munu leggja fram  lagafrumvarp um breytingar á hafnalögum sem miði að því að bregðast við fjárhagsvanda hafna og styðja betur endurnýjun hafnamannvirkja. Ennfremur varpaði ráðherra því fram að opna fyrir hugmyndir að aðkomu annarra en ríkissjóðs að uppbyggingu innviða í landinu, til dæmis vega, flugsamgangna eða hafnarmannvirkja.

Lesa meira

Kynnt drög að reglugerð um kröfur um notkun loftrýmis og verklagsreglur fyrir árekstrarvara í flugi - 19.9.2013

Drög að reglugerð um sameiginlegar kröfur um notkun loftrýmis og verklagsreglur fyrir árekstrarvara í flugi eru nú til kynningar hjá innanríkisráðuneytinu.

Lesa meira

Fræðsluefni um Ellu umferðartröll sýnt yngstu grunnskólanemendunum - 19.9.2013

Fræðsluefni um Ellu umferðartröll var kynnt í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur en það er leikrit ætlað nemendum í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var viðstödd kynninguna ásamt Jóni Gnarr borgarstjóra og fleiri gestum og fengu þau afhent endurskinsmerki Ellu til að minna á mikilvægi notkunar þeirra.

Lesa meira

Samráð um breytingu á tilskipun um ökumenn bifreiða til fólks- og vöruflutninga - 18.9.2013

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leita samráðs um hugsanlegar breytingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2003/59 um hæfni og þjálfun ökumanna stórra bifreiða til fólks- og vöruflutninga. Þeir sem hafa ábendingar geta komið þeim á framfæri á vef Evrópusambandsins til 25. október næstkomandi.

Lesa meira

Samráð um aðgang að gögnum um umferð og ferðir innan Evrópusambandsins - 16.9.2013

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leita samráðs um aðgang að gögnum um umferð og ferðir innan Evrópusambandsins. Öllum sem telja sig geta komið með ábendingar er gefinn kostur á að taka þátt. Framkvæmdastjórnin tekur við athugasemdum til 25. október 2013.

Lesa meira

Kynnti fyrirhugaða lagabreytingu um afnám lágmarksútsvars á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi - 13.9.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ávarpaði í gær aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var í Reykholti í Borgarfirði. Í ávarpi sínu á fundinum sagði ráðherra að hafinn væri undirbúningur að lagabreytingu þess efnis að lágmarksútsvar verði afnumið á kjörtímabilinu. Vísaði ráðherra til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í því sambandi og sagði hún þetta lið í því að færa valdið í auknum mæli til sveitarfélaga og jafnframt auka frelsi þeirra.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til umsóknar - 12.9.2013

Samkvæmt ákvæðum laga um dómstóla nr. 15/1998, auglýsir innanríkisráðuneytið laust til umsóknar embætti dómara sem ekki mun eiga fast sæti við tiltekinn dómstól, heldur sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir því sem honum kann að verða úthlutað málum við hvern þeirra í skjóli almennra heimilda dómstólaráðs. Dómstólaráð hefur ákveðið að starfsstöð héraðsdómarans verði við héraðsdóm Reykjaness, sbr. 15. gr. laga nr. 15/1998.

Lesa meira

Íslendingar tóku þátt í leitar- og björgunaræfingu við Grænland - 12.9.2013

Fjölmargir fulltrúar íslenskra leitar- og björgunaraðila tóku þátt í árlegri æfingu á Grænlandi nýverið, SAREX Greenland Sea 2013. Æfingin gekk út á að bjarga fólki í nauð úr 200 manna skemmtiferðaskipi sem hafði strandað á eyjunni Ellu (Ella Island), undan austurströnd Grænlands en um borð var auk farþega 48 manna áhöfn. Hafði eldur kviknað um borð í skipinu. 

Lesa meira

Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt - 11.9.2013

Íslenskupróf vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt verða næst haldin á vegum Námsmatsstofnunar í desember og er skráning hafin.

Lesa meira

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir styrki - 10.9.2013

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 30. september næstkomandi. Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð um í hvaða skyni sótt er um styrk.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um flugvernd, siglingavernd og vopnalög til umsagnar - 10.9.2013

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um flugvernd, siglingavernd og vopnalögum er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 17. september næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Ráðið í tvær stöður lögreglumanna í Vík í Mýrdal - 9.9.2013

Ráðið verður í tvær stöður lögreglumanna í Vík í Mýrdal frá 1.október. Innanríkisráðherra átti nýlega fundi með nokkrum sveitarstjórnum og lögreglustjórum á Suðurlandi. Fram kom á þessum fundum að brýnt væri að hafa lögreglumenn staðsetta í Vík en næstu lögreglustöðvar eru annars vegar á Kirkjubæjarklaustri og hins vegar á Hvolsvelli.

Lesa meira

Vararáðherra iðnaðar og viðskipta í Kína á fundi í innanríkisráðuneyti - 4.9.2013

Vararáðherra iðnaðar og viðskipta í Kína, Liu Yuting, heimsótti innanríkisráðuneytið í dag, ásamt föruneyti. Í ráðuneytinu tóku á móti ráðherranum og fylgdarliði hans Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri innviðaskrifstofu, Steinunn Valdís Óskarsdóttir sérfræðingur, Björn Freyr Björnsson lögfræðingur og Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður - 4.9.2013

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið haustið 2013. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Heildarendurskoðun á reglum um fjárfestingar útlendinga - 3.9.2013

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að tillögu innanríkisráðherra að hefja undirbúning að endurskoðun á lögum og reglum er varða fjárfestingar og afnotarétt útlendinga á fasteignum hér á landi. Markmið endurskoðunar yrði meðal annars að tryggja að skýr lög og reglur gildi á þessu sviði. Mikilvægt er að treysta lagalegan grunn erlendra fjárfestinga og tryggja að ákvarðanir tengdar þeim byggist á skýrum almennum reglum en ekki á undanþáguákvæðum eða ívilnunum.

Lesa meira

Innanríkisráðherra skipar þrjá héraðsdómara - 3.9.2013

Innanríkisráðherra hefur skipað í þrjú embætti héraðsdómara, þar af tvær konur og einn karl. Sigríður Elsa Kjartansdóttir var skipuð í embætti dómara við héraðsdóm Vestfjarða og verður jafnframt dómsstjóri. Þau Sigríður J. Hjaltested og Þórður Clausen Þórðarson voru skipuð dómarar við héraðsdóm Reykjavíkur. Embættin voru auglýst laus til umsóknar þann 6. júní síðastliðinn.

Lesa meira

Dómnefnd skilar áliti um umsækjendur um tvö dómaraembætti - 2.9.2013

Dómnefnd hefur samkvæmt 4. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti tveggja dómara með fast sæti við héraðsdóm Reykjavíkur og eins dómara með fast sæti við héraðsdóm Vestfjarða sem auglýst voru laus til umsóknar þann 6. júní síðastliðinn. Umsækjendur um embættin voru átta en tveir drógu umsóknir sínar til baka, Unnsteinn Örn Elvarsson og Hrannar Már S. Hafberg.

Lesa meira

Innanríkisráðherra flutti ávarp á norrænni ráðstefnu um netöryggi - 29.8.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti í morgun ávarp við setningu norrænnar ráðstefnu um netöryggi sem haldin er í Reykjavík. Ráðstefnan stendur í dag og á morgun og fjalla innlendir og erlendir sérfræðingar um ýmsar hliðar á tölvuöryggismálum.

Lesa meira

Hádegisverðarfundur um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið - 27.8.2013

Hádegisverðarfundur um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið verður haldinn mánudaginn 2. september næstkomandi á Grand hóteli Reykjavík. Fundurinn stendur milli kl. 12 og 14 og er þátttökugjald kr. 3.500. Erlendir sérfræðingar greina frá því hvernig helst megi ná árangri á þessu sviði. þátttakendur beðnir að skrá sig fyrirfram á vef Viðskiptaráðs Íslands.

Lesa meira

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn 2. október næstkomandi - 26.8.2013

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 2. október næstkomandi  á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 16:00. Ársfundurinn verður með svipuðu sniði og áður.

Lesa meira

Skrifað undir þjónustusamning við Neytendasamtökin - 26.8.2013

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á samfélagslegt mikilvægi frjálsra félagasamtaka og í anda þess hefur innanríkisráðherra nú skrifað undir þjónustusamning við Neytendasamtökin og er hann framhald fyrri samnings. Upphæð samningsins er ákveðin af Alþingi og er hún í ár 8,4 milljónir króna.

Lesa meira

Afstaða ráðherra um óskerta þjónustu ítrekuð - 24.8.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lauk í gær yfirferð sinni um Suðurlandið þar sem hún hefur meðal annars átt fundi með sveitarstjórnum og sýslumönnum. Ferðin endaði á fundi með Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanni og lögreglustjóra á Selfossi, og starfsmönnum lögregluembættisins.

Lesa meira

Innanríkisráðherra kynnir sér samgöngu- og sveitarstjórnarmál á Suðurlandi - 23.8.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti sér í gær samgöngu- og sveitarstjórnarmál á Suðausturlandi í fylgd aðstoðarmanna, ráðuneytisstjóra og vegamálastjóra. Ráðherra ræddi meðal annars við fulltrúa sveitarstjórna á Höfn og Skaftárhreppi, ræddi við sýslumanninn á Höfn og vegamálastjóri greindi frá ýmsum umfangsmiklum framkvæmdum sem framundan eru á næstu árum samkvæmt samgönguáætlun.

Lesa meira

Fjórir styrkir veittir til orkuskipta í skipum - 21.8.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra afhenti í dag styrki til verkefna á sviði orkuskipta í skipum. Verkefnin miða að því að auka notkun innlendra orkugjafa í skipum og draga þar með úr notkun jarðefnaeldsneytis, afla þekkingar á þessu sviði og auka rannsóknir og samstarf. Styrkirnir eru alls að upphæð 30 milljónir króna og verður 20 milljónum til viðbótar úthlutað síðar á árinu.

Lesa meira

Umsagnarfrestur framlengdur um drög að breytingu á reglugerð um alþjónustu - 20.8.2013

Framlengdur hefur verið umsagnarfrestur um drög að breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003. Umsagnarfrestur er nú til og með 2. september næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Kirkjustaðurinn Hólar samofinn sögu og menningu þjóðarinnar - 19.8.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp á hátíðarsamkomu á Hólahátíð í gær, sunnudag. Þar var þess meðal annars minnst að 250 ár eru liðin frá byggingu Hóladómkirkju.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins - 19.8.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í dag Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og nánustu samstarfsmenn hans greindu frá starfseminni og sýndu ráðherra og fylgdarliði aðsetur lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu.

Lesa meira

Kynningarfundur og undirbúningsnámskeið vegna löggildingarprófa fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur - 19.8.2013

Löggildingarpróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur verða haldin 10. og 11. febrúar 2014, að undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingarseturs Háskóla Íslands. Sýslumaðurinn á Hólmavík annast framkvæmd laga um löggilta dómtúlka og skjalaþýðendur.
Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti Rauða krossinn - 15.8.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti höfuðstöðvar Rauða krossins í Reykjavík í gær og kynnti sér starfsemina. Kastljósinu var beint að verkefnum Rauða krossins innan lands og utan og samstarfsverkefnum innanríkisráðuneytisins og Rauða krossins.
Lesa meira

Innanríkisráðherra fundaði með dómsmálaráðherra Noregs um útlendingamál - 15.8.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra átti í síðustu viku fund með Grete Faremo, dómsmálaraðherra Noregs. Megintilefni heimsóknar innanríkisráðherra til Noregs var að fræðast um löggjöf þar í landi á sviði útlendingamála og það skipulag og verklag sem Norðmenn hafa komið sér upp í málaflokknum.
Lesa meira

Fréttabréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um húsaleigubætur - 2.8.2013

Komin eru út 1. og 2. tölublað 2013 af rafrænu fréttabréfi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um húsaleigubætur.

Lesa meira

Innanríkisráðherra skipar nefnd til að undirbúa millidómstig - 1.8.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa millidómstig.  Meðal markmiða í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er að tekið verði upp millidómstig bæði í einkamálum og sakamálum og að Hæstiréttur starfi í einni deild.

Lesa meira

Gísli Freyr Valdórsson ráðinn aðstoðarmaður innanríkisráðherra - 1.8.2013

Gísli Freyr Valdórsson, stjórnmálafræðingur og blaðamaður, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráherra. Gísli Freyr mun starfa við hlið Þóreyjar Vilhjálmsdóttur sem hóf störf í ráðuneytinu í byrjun sumars en innanríkisráðherra hefur samkvæmt lögum og skipulagi ráðuneytisins tvo aðstoðarmenn.

Lesa meira