Fréttir

Fyrirsagnalisti

Lagabreyting um frestun nauðungarsölu í gildi á morgun - 30.12.2013

Breyting á lögum um nauðungarsölu um frestun nauðungarsölu tekur gildi á morgun 31. desember. Með breytingunni er kveðið á um að sýslumaður skuli verða við ósk gerðarþola um að fresta fram yfir 1. september 2014 að taka ákvörðun um byrjun uppboðs eða ráðstöfun eignar á almennum markaði.

Lesa meira

Drög að reglugerð um áhöfn í almenningsflugi til umsagnar - 30.12.2013

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um áhöfn í almenningsflugi. Unnt er að gera athugasemdir við drögin og skulu þær berast ráðuneytinu eigi síðar en 10. janúar næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til setningar - 23.12.2013

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til setningar, vegna leyfis skipaðs dómara. Miðað er við að sett verði í embættið frá og með 17. febrúar 2014 til og með 31. desember 2014, eða hið fyrsta eftir að dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti hefur lokið starfi sínu. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira

Samið við Reykjavíkurborg um þjónustu við hælisleitendur - 20.12.2013

Útlendingastofnun hefur fyrir hönd innanríkisráðuneytisins samið við Reykjavíkurborg um þjónustu við hælisleitendur og tekur samningurinn gildi í janúar næstkomandi. Samningurinn er liður í hlutverki stjórnvalda í að tryggja þjónustu við hælisleitendur á meðan mál þeirra eru til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum.

Lesa meira

Endurskoðuð úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga 2013 - 18.12.2013

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga fyrir árið 2013, skv.13. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Við endurskoðunina var tekið mið af leiðréttum hámarkstekjum á íbúa í hverju sveitarfélagi.

Lesa meira

Endurskoðuð úthlutun tekjujöfnunarframlaga 2013 - 18.12.2013

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga fyrir árið 2013, skv. 12. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 960/2010. Við endurskoðunina var tekið mið af endanlegum útsvarsstofni sveitarfélaga  vegna tekna á árinu 2012.

Lesa meira

Starfshópur um þróun og regluverk í póstverslun skilar skýrslu - 16.12.2013

Helstu tillögur starfshóps um samkeppnisstöðu póstverslunar eru að lagt er til að erlendum fyrirtækjum sem selja vörur og póstleggja til Íslands verði heimilt að innheimta og skila virðisaukaskatti og aðflutningsgjöldum af þeim sendingum. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar forsætisráðuneytis, innanríkisráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, Samtaka verslunar og þjónustu, Neytendasamtakanna og talsmanns neytenda. Fulltrúi innanríkisráðuneytis var Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Lesa meira

Frumvarp um frestun á nauðungarsölum lagt fram - 12.12.2013

Innanríkisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um nauðungarsölu og mun frumvarpið fá flýtimeðferð á Alþingi. Frumvarpið mun gefa heimilum sem eru í alvarlegum fjárhagsvanda tækifæri til að meta hvort nýboðaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldavanda heimilanna geti komið í veg fyrir nauðungarsölu. 

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um öryggis- og verndarbúnað í ökutækjum til umsagnar - 11.12.2013

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um öryggis- og verndarbúnað í ökutækjum. Unnt er að gera athugasemdir við drögin og skulu þær berast ráðuneytinu eigi síðar en 18. desember næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra ræddi um öryggi almennings á fundi Varðbergs - 6.12.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti á dögunum erindi á fundi Varðbergs um öryggi almennings og nýjar áskoranir í öryggis og varnarmálum. Í erindi sínu ræddi ráðherra um öryggi borgaranna frá ýmsum hliðum, öryggi í samgöngum, á heimilum, öryggi þegar vá steðjar að, öryggi í netheimum og fleira.

Lesa meira

Frumvarp um frestun nauðungarsölu samþykkt í ríkisstjórn - 6.12.2013

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að vísa til Alþingis frumvarpi Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra um breytingu á lögum um nauðungarsölu. Frumvarpið er liður í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti um nýliðna helgi vegna skuldavanda heimilanna.

Lesa meira

Auglýsing um hækkun áfrýjunarfjárhæðar - 5.12.2013

Innanríkisráðuneytið auglýsir hækkun á áfrýjunarfjárhæð vegna einkamála. Áfrýjunarfjárhæð samkvæmt 1. mgr. 152. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91 31. desember 1991, sbr. 6. gr. laga nr. 38 19. apríl 1994, er kr. 761.423.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um skipsbúnað til umsagnar - 4.12.2013

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 589/2004, um skipsbúnað, með síðari breytingum, eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 18. desember næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðuneytið gerir þjónustusamning við Íslenska ættleiðingu - 4.12.2013

Frá undirskrift þjónustusamnings Íslenskrar ættleiðingar og innanríkisráðuneytisins.

Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing hafa gert með sér þjónustusamning sem gilda á út árið 2014. Samningurinn kveður á um að Íslensk ættleiðing, sem hefur löggildingu innanríkisráðherra til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá tilteknum erlendum ríkjum, veiti skilgreinda þjónustu sem því tengist. Fjárveitingar til verkefna samningsins eru ákveðnar með fjárlögum hverju sinni.

Lesa meira

Óháð úttekt vegna netöryggis almennings - 3.12.2013

Innanríkisráðuneytið hefur ákveðið að láta gera óháða úttekt á netöryggi almennings vegna þess alvarlega öryggisbrests sem átti sér stað vegna tölvuinnbrots hjá Vodafone um síðustu helgi.

Lesa meira

Auglýsing um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis - 29.11.2013

Innanríkisráðuneytið minnir á auglýsingu ráðuneytisins frá 23. október síðastliðnum varðandi kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem sest hafa að erlendis. Þeir halda kosningarrétti sínum í átta ár frá því að þeir fluttu lögheimili sitt talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Þeir sem vilja vera á kjörskrá en fluttu af landi brott fyrir 1. desember 2005 og hafa verið búsettir erlendis síðan þurfa að senda Þjóðskrá Íslands umsókn fyrir 1. desember næstkomandi til að halda kosningarrétti sínum. Auglýsingin fer hér á eftir:

Lesa meira

Alþjóðleg jafnréttisverðlaun til Íslands - 29.11.2013

Iðnaðar- og viðskiptaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og innanríkisráðherra tóku við jafnréttisverðlaunum.

Ísland hlaut í gær alþjóðleg jafnréttisverðlaun fyrir framúrskarandi árangur í jafnréttismálum á ráðstefnunni Women in Parliaments sem haldin var í Brussel. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tóku á móti verðlaununum fyrir hönd Íslands. 

Lesa meira

Reykjavíkurborg og ríkisskattstjóri fá viðurkenningu fyrir bestu vefina - 29.11.2013

Reykjavíkurborg er með besta vef meðal sveitarfélaga og ríkisskattstjóri meðal ríkisstofnana.

Reykjavíkurborg og ríkisskattstjóri fengu í gær viðurkenningu fyrir bestu vefina meðal sveitarfélaga og ríkisstofnana. Viðurkenningarnar voru afhentar á fjölsóttri ráðstefnu þar sem fjallað var um stefnuna um upplýsingasamfélagið og þau verkefni sem henni tengjast. Ráðstefnan var haldin á vegum innanríkisráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Ský, Skýrslutæknifélags Íslands.

Lesa meira

Ísland undirritar Höfðaborgar-samkomulag um öryggi fiskiskipa - 27.11.2013

Ragnhildur Hjaltadóttir skrifaði undir Höfðaborgar-samkomulagið fyrir hönd Íslands.

Undirritað var í gær svonefnt Höfðaborgar-samkomulag sem snýst um ákvæði bókunar við Torremolinos-alþjóðasamninginn um öryggi fiskiskipa. Breytt er ákveðnum atriðum um smíði og búnað nýrra skipa sem auðvelda á gildistöku bókunarinnar. Samninginn undirritaði Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytisins, fyrir hönd Íslands á ársfundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar sem nú stendur yfir í London.

Lesa meira

Drög að reglum um hönnun þjóðvega til umsagnar - 27.11.2013

Til umsagnar eru hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglum um hönnun þjóðvega sem eru opnir almenningi til frjálsrar umferðar. Umsagnarfrestur um regludrögin er til og með 6. desember næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Djúpsprengjum beitt til að fæla síld úr Kolgrafafirði - 27.11.2013

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur tekið yfir samhæfingu aðgerða vegna síldarinnar í Kolgrafafirði. Ákveðið hefur verið að ráðast í fælingaraðgerðir með djúpsprengjum í firðinum í því skyni að hrekja síldina út úr firðinum. Landhelgisgæslan mun sjá um verkið sem gert er ráð fyrir að fari fram á morgun, fimmtudaginn 28. nóvember.

Lesa meira

Erindi frá Mannréttindadómstól Evrópu vegna máls Geirs H. Haarde - 26.11.2013

Innanríkisráðuneytinu hefur borist erindi Mannréttindadómstóls Evrópu þess efnis að kæra Geirs H. Haarde gegn íslenska ríkinu sé til meðferðar hjá dómstólnum.

Lesa meira

Af stöðu mála í Kolgrafafirði - 25.11.2013

Stjórnvöld fylgjast grannt með stöðu mála í Kolgrafafirði eftir að mikið magn síldar gekk inn í fjörðinn. Gripið hefur verið til ýmissa aðgerða til að bjarga verðmætum, reyna að fæla síldina af hættuslóðum og bæta vöktun á ástandi fjarðarins og mat á hættu. Einnig liggur fyrir viðbragðsáætlun ef nýr síldardauði verður. Áfram eru skoðaðar fyrirbyggjandi aðgerðir til lengri tíma, en fyrir liggur að helstu kostir í þeim efnum eru dýrir og tímafrekir og veruleg óvissa er um árangur sumra þeirra.

Lesa meira

Dagur upplýsingatækninnar á fimmtudag - 25.11.2013

Dagur upplýsingatækninnar verður haldinn 28. nóvember næstkomandi en að honum standa innanríkisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Ský, Skýrslutæknifélag Íslands. Dagskrá fer fram á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík og stendur dagskrá frá klukkan 13 til 17.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini til umsagnar - 25.11.2013

Til umsagnar eru hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini. Umsagnarfrestur er til og með 5. desember næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að reglugerð um málsmeðferð við beitingu tiltekinna innlendra tæknireglna vegna löglega markaðssettrar vöru í öðru aðildarríki á EES - 25.11.2013

Drög að reglugerð um málsmeðferð við beitingu tiltekinna innlendra tæknireglna vegna löglega markaðssettrar vöru í öðru aðildarríki á Evrópska efnahagssvæðinu, eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 9. desember næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Vegna umræðu um málefni hælisleitanda - 22.11.2013

Vegna umræðu um að upplýsingar er varða mál einstaka hælisleitanda hafi með einhverjum hætti borist fjölmiðlum vill ráðuneytið taka fram að ekkert bendir til þess að slík gögn hafi verið afhent frá embættismönnum innanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um innleiðingu reglugerða varðandi hafnarríkiseftirlit til umsagnar - 20.11.2013

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 314/2012, um innleiðingu reglugerða framkvæmdastjórnar ESB varðandi hafnarríkiseftirlit, eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 4. desember næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Viðbrögð stjórnvalda við skýrslu pyntingarnefndar Evrópuráðsins vegna úttektar á Íslandi 2012 - 19.11.2013

Íslensk stjórnvöld hafa nú svarað athugasemdum í skýrslu pyntingarnefndar Evrópuráðsins sem hún lagði fyrir stjórnvöld eftir reglubundna heimsókn hingað haustið 2012. Stjórnvöld fagna eftirliti nefndarinnar og telja rýni hennar til gagns fyrir stjórnsýslu og samfélag. Hér að neðan verður greint frá svörum við helstu athugasemdum í skýrslunni. Skýrsluna má sjá hér svo og svar Íslands í heild.

Lesa meira

Þurfum að íhuga ábyrgð okkar í umferðinni - 17.11.2013

Innanríkisráðherra flutti ávarp við athöfnina í morgun.

Minnst var þeirra sem látist hafa í umferðarslysum með athöfn við bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi í dag þar sem innanríkisráðherra flutti ávarp og tveir sem hafa komið við sögu í umferðarslysum og afleiðingum þeirra deildu reynslu sinni. Minnst var látinna með einnar mínútu þögn og um leið var þeim starfsstéttum þakkað sem sinna viðbrögðum og meðferð fólks vegna umferðarslysa.

Lesa meira

Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa sunnudaginn 17. nóvember - 16.11.2013

Athöfn verður við bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi í Reykjavík á morgun, sunnudag, klukkan 11 þar sem minnst verður þeirra sem farist hafa í umferðarslysum. Efnt er til hliðstæðrar athafnar víða um heim að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna sem hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember þessari minningu.

Lesa meira

Innanríkisráðherra ávarpaði kirkjuþing - 16.11.2013

Innanríkisráðherra ávarpaði kirkjuþing í morgun.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti í morgun ávarp við setningu kirkjuþings. Ráðherra tilkynnti þar að skipaður verði starfshópur um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju og hefur Sigríður Anna Þórðardóttir, fyrrverandi ráðherra, verið skipuð formaður hans. Starf hópsins á að byggjast á ákvæði í samningi svonefnds kirkjujarðasamkomulags og hins vegar á lögum um sóknargjöld.

Lesa meira

Stýrihópur um innanlandsflug hittist á fyrsta fundi - 15.11.2013

Frá Reykjavikurflugvelli.

Fyrsti fundur stýrihóps ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um málefni innanlandsflugs átti fund í dag. Fulltrúi ríkisins er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir lögfræðingur, fulltrúi Reykjavíkurborgar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og Matthías Sveinbjörnsson verkfræðingur er fulltrúi Icelandair Group. Formaður hópsins er Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, sameiginlegur fulltrúi aðilanna þriggja.

Lesa meira

Skýrsla nefndar um breytt skipulag og tilhögun vegna efnahagsbrotamála kynnt í ríkisstjórn - 15.11.2013

Nefnd sem þáverandi innanríkisráðherra skipaði í byrjun árs 2012 til að leggja fram tillögur um breytt skipulag og tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum hefur skilað skýrslu sinni. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur tillögurnar nú til skoðunar en hún kynnti þær í ríkisstjórn í dag.

Lesa meira

Hanna Birna Kristjánsdóttir setti af stað fyrstu sprenginguna í Norðfjarðargöngum - 14.11.2013

Innanríkisráðherra sprengdi fyrstu sprenginguna í Norðfjarðargöngum í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra sprengdi í dag fyrstu formlegu sprenginguna í Norðfjarðargöngum en undirbúningsframkvæmdir hófust síðla sumars. Hanna Birna er þar með fyrsta konan sem setur af stað sprengingu fyrir jarðgöngum. 

Lesa meira

Verkefni flutt frá ráðuneyti - 14.11.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi á Alþingi sem felur í sér flutning verkefna frá innanríkisráðuneytinu til undirstofnana. Frumvarpið er liður í áformum ráðherra að bæta þjónustu, auka skilvirkni og færa framkvæmd verkefna nær almenningi. Lesa meira

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til lækkunar skulda og hagræðingar - 12.11.2013

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, EFS, ritaði nýlega sveitarfélögum landsins bréf er varða ýmis atriði um fjármál sveitarfélaga. Er þar annars vegar minnt á fjárhagsleg viðmið um fjármál sveitarfélaga og hins vegar óskað eftir upplýsingum varðandi daglega fjármálastjórn. Þá hvetur nefndin sveitarstjórnir til að lækka skuldir og gæta leita hagræðingar.

Lesa meira

Skýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga komin út - 11.11.2013

Komin er út ársskýrsla eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga fyrir árið 2012. Þar er að finna upplýsingar um helstu verkefni nefndarinnar á síðasta ári, yfirlit um þróun fjármála sveitarfélaga, bæði tekjur og gjöld svo og um skuldir og greint er frá sérstökum aðgerðum og samningum við sveitarfélög sem óskuðu eftir liðsinni nefndarinnar vegna slæmrar fjárhagsstöðu.

Lesa meira

Innanríkisráðherra kynnti sér aðkomu einkaaðila að samgöngumálum - 8.11.2013

Hanna Birna Kriistjánsdóttir og norskur starfsbróðir hennar Ketil Solvik-Olsen

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fundaði á mánudag með Ketil Solvik-Olsen, ráðherra samöngu- og fjarskiptamála, í nýrri ríkisstjórn Noregs. Á fundi sínum, sem fram fór í Osló, ræddu ráðherrarnir um sameiginleg verkefni ríkjanna tveggja er snúa að samgöngu- og fjarskiptamálum. Þá ræddi Hanna Birna sérstaklega við norska ráðherrann um aðkomu einkaaðila að vegaframkvæmdum.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til setningar - 7.11.2013

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá og með 1. janúar 2014 til og með 31. desember 2014, vegna leyfis skipaðs dómara. Ráðherra setur í embættið að fenginni ábendingu dómstólaráðs, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira

Vel heppnuð fræðsluþing Vitundarvakningar um land allt - 5.11.2013

Frá fræðsluþingi vitundarvakningar á Hvolsvelli.

Lokið er röð fræðsluþinga, sem haldin voru í október um land allt á vegum Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Þátttaka var góð og sátu þau um 830 manns. Fyrsta fræðsluþingið var á Sauðárkróki 1. október þar sem um 120 þátttakendur voru mættir. Síðasta fræðsluþingið var haldið í Reykjavík með um 150 þátttakendum.

Lesa meira

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - 5.11.2013

Undanfarna mánuði hefur á vegum innanríkisráðuneytisins verið unnið að þýðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Verkið er unnið á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014 sem samþykkt var af Alþingi en það er hluti af undirbúningi fullgildingar sáttmálans.

Lesa meira

Drög að reglugerðarbreytingu um öryggisstjórnun vega til umsagnar - 4.11.2013

Drög að breytingu á reglugerð nr. 866/2011 um öryggisstjórnun vegamannvirkja eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til 15. nóvember og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Dómnefnd skilar áliti um umsækjanda um dómaraembætti - 1.11.2013

Dómnefnd hefur samkvæmt 4. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 skilað umsögn sinni um umsækjenda um embætti dómara sem auglýst var laust til umsóknar 13. september síðastliðinn.

Lesa meira

Drög að reglugerð um almenningsflug og fleira til umsagnar - 29.10.2013

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu nr. 812/2012 eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 8. nóvember næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra ávarpaði aðalfund Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu - 26.10.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir ávarpaði aðalfund Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ávarpaði í gær aðalfund Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem haldinn var í Reykjavík. Ráðherra hefur undanfarnar vikur sótt marga aðalfundi landshlutasamtaka sveitarfélaga, meðal annars hjá Eyþingi, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Samkomulag um innanlandsflug undirritað í dag - 25.10.2013

Fulltrúar ríkisstjórnar, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group skrifuðu í dag undir samkomulag um innanlandsflug.

Lesa meira

Auglýsing um kosningarrétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis - 25.10.2013

Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis eiga íslenskir ríkisborgarar, sem flust hafa af landi brott og sest að erlendis, kosningarrétt á Íslandi í átta ár frá því þeir fluttu lögheimili sitt, talið frá 1. desember næstum fyrir kjördag. Þeir eru því sjálfkrafa á kjörskrá þann tíma. Að þessum tíma liðnum falla menn af kjörskrá nema sérstaklega sé sótt um að fá að halda kosningarrétti.

Lesa meira

Innanríkisráðherra vígði Norðausturveg í Vopnafirði - 23.10.2013

Innanríkisráðherra vígði Norðausturveg milli Hringvegar og Vopnafjarðar í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra opnaði formlega í dag nýjan kafla á Norðausturvegi milli Hringvegar og Vopnafjarðar með því að klippa á borða ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra. Viðstaddir voru fjölmargir íbúar Vopnafjarðar, þingmenn kjördæmisins og aðrir gestir og var þessari samgöngubót síðan fagnað með kaffisamsæti á Vopnafirði.

Lesa meira

Innanríkisráðherra á ferð um Austurland - 23.10.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur í gær og í dag heimsótt Austurland og átt fundi með fulltrúum nokkurra sveitarstjórna. Einnig ræddi hún í gær við sýslumennina á Eskifirði og Seyðisfirði. Síðdegis í dag vígir ráðherra ásamt Hreini Haraldssyni vegamálastjóra nýjan kafla á Norðausturvegi milli Hringvegar og Vopnafjarðar.

Lesa meira

Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2014 - 22.10.2013

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 16. október síðastliðnum um áætlaðar úthlutanir eftirfarandi framlaga á árinu 2014:

Lesa meira

Drög að breyttri reglugerð um gerð og búnað ökutækja til umsagnar - 22.10.2013

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Breytingunni er ætlað að innleiða fimm tilteknar gerðir en auk þess innihalda þær nokkur önnur atriði sem rétt þykir að breyta á þessari stundu. Umsagnarfrestur er til og með 1. nóvember og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Íslenski sjávarklasinn kynnti innanríkisráðherra stefnu sína til 2030 - 17.10.2013

Fulltrúar Íslenska sjávarklasans kynntu innanríkisráðherra í dag skýrslu um stefnu til 2030.

Flutninga- og hafnahópur Íslenska sjávarklasans hefur gefið út ritið Stefna til 2030 en þar er að finna samantekt um bakgrunn og stefnumótun fyrir Ísland sem miðstöð fyrir flutninga um Grænland og þjónustumiðstöð í Norður-Atlantshafi. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tók á móti fulltrúum Sjávarklasans sem afhentu henni ritið en ráðherra skrifar formála þess.

Lesa meira

Drög að reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra og fleira til umsagnar - 16.10.2013

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um skírteini flugumferðarstjóra og starfsleyfi þjálfunarfyrirtækja. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 31. október næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Fjallað um samgöngumál, sóknaráætlanir og byggðamál á Fjórðungsþingi Vestfirðinga - 14.10.2013

Fjórðungsþing Vestfirðinga var haldið um síðustu helgi í Trékyllisvík.

Samgöngumál, byggðamál, sóknaráætlanir og samskipti ríkis og sveitarfélaga voru meðal umfjöllunarefna á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var í Trékyllisvík 11. og 12. október. Fjallað var um málin í erindum og hópaumræðum.

Lesa meira

Kynnt drög að breytingu á reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftara - 11.10.2013

Innanríkisráðuneytið birtir til kynningar drög að reglugerð til breytingar á reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, nr. 380/2013.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti Fangelsismálastofun og Litla-Hraun - 10.10.2013

Innanríkisráðherra heimsótti Litla-Hraun og Fangelsismálastofnun í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í dag Fangelsismálastofnun ríkisins í Reykjavík og fangelsið að Litla-Hrauni við Eyrarbakka ásamt nokkrum samstarfsmönnum. Páll E. Winkel fangelsismálastjóri og samstarfsmenn hans og Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns, skýrðu frá starfseminni og því sem framundan er í starfinu.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma til umsagnar - 10.10.2013

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 21. október næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja til umsagnar - 10.10.2013

Til kynningar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð um skoðun ökutækja. Þeir sem óska geta sent ráðuneytinu umsagnir á netfangið postur@irr.is til og með 21. október næstkomandi.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsækir Slysavarnafélagið Landsbjörg - 9.10.2013

Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar kynnti starfsemi félagsins fyrir innanríkisráðherra.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í dag Slysavarnafélagið Landsbjörg í aðalstöðvar þess við Skógarhlíð í Reykjavík. Þar tóku á móti henni formaður félagsins og fleiri  fulltrúar í stjórn félagsins ásamt framkvæmdastjóra og fleiri starfsmönnum.

Lesa meira

Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu í fyrra liðlega 32 milljörðum króna - 4.10.2013

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var haldinn 2. október.

Á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn var í Reykjavík 2.október kom fram í máli Elínar Pálsdóttur, forstöðumanns sjóðsins, að framlög sjóðsins á síðasta ári til sveitarfélaga og verkefna hafi numið liðlega 32 milljörðum króna og að tekjuafgangur hefði verið 176 milljónir. Árið 2011 námu framlögin 29,5 milljörðum og á þessu ári er gert ráð fyrir að framlögin verði alls rúmlega 34 milljarðar króna.

Lesa meira

Drög að reglugerð um þóknanir og gjöld Flugöryggisstofnunar Evrópu kynnt - 4.10.2013

Innanríkisráðuneytið birtir hér með til kynningar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 118/2009, um þóknanir og gjöld sem Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) leggur á.

Lesa meira

Drög að reglugerð um rafræna gjaldtöku veggjalda til kynningar - 2.10.2013

Innanríkisráðuneytið kynnir drög að reglugerð um rekstrarsamhæfi rafræns gjaldtökukerfis veggjalda innan Evrópska efnahagssvæðisins sem innleiðir tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2004/52 frá 29. apríl 2004 um rekstrarsamhæfi rafræns vegatollkerfis innan EES. Umsagnir skulu berast á netfangið postur@irr.is eigi síðar en 11. október næstkomandi.

Lesa meira

Úttekt á opinberum vefjum hafin í fimmta sinn - 1.10.2013

Nú stendur yfir úttekt á um 270 opinberum vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga. Slík úttekt hefur verið gerð á tveggja ára fresti frá 2005 og er hún mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun opinberra vefja með tilliti til innihalds þeirra, nytsemi, aðgengis fyrir blinda og sjónskerta, þjónustu og möguleika almennings til lýðræðislegrar þátttöku á vefjum.

Lesa meira

Fræðsluþing um kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi verða haldin í október - 26.9.2013

Vitundarvakning

Fræðsluþing vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum verða haldin á ellefu stöðum á landinu í október. Herferðin er á vegum innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis.

Lesa meira

Nýr formaður refsiréttarnefndar - 25.9.2013

Svala Ísfeld Ólafsdóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað nýjan formann refsiréttarnefndar. Er það Svala Ísfeld Ólafsdóttir dósent og tekur hún við af Róbert Spanó.

Lesa meira

Drög að breytingum á reglugerð um flutning á hættulegum farmi til umsagnar - 20.9.2013

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi eru nú til umsagnar. Þeir sem óska geta sent ráðuneytinu umsagnir til og skulu þær berast eigi síðar en 3. október á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Boðaði breytingar á hafnalögum og aðkomu annarra en ríkisins við uppbyggingu innviða - 20.9.2013

Hafnasambandsfundur var haldinn í Grindavík í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ávarpaði í morgun fund Hafnasambands Íslands sem haldinn var í Grindavík. Hún kvaðst á komandi þingi munu leggja fram  lagafrumvarp um breytingar á hafnalögum sem miði að því að bregðast við fjárhagsvanda hafna og styðja betur endurnýjun hafnamannvirkja. Ennfremur varpaði ráðherra því fram að opna fyrir hugmyndir að aðkomu annarra en ríkissjóðs að uppbyggingu innviða í landinu, til dæmis vega, flugsamgangna eða hafnarmannvirkja.

Lesa meira

Kynnt drög að reglugerð um kröfur um notkun loftrýmis og verklagsreglur fyrir árekstrarvara í flugi - 19.9.2013

Drög að reglugerð um sameiginlegar kröfur um notkun loftrýmis og verklagsreglur fyrir árekstrarvara í flugi eru nú til kynningar hjá innanríkisráðuneytinu.

Lesa meira

Fræðsluefni um Ellu umferðartröll sýnt yngstu grunnskólanemendunum - 19.9.2013

Leikrit um Ellu umferðartröll var kynnt í gær en það er eins konar umferðarfræðsla fyrir yngstu nemendur grunnskóla.

Fræðsluefni um Ellu umferðartröll var kynnt í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur en það er leikrit ætlað nemendum í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var viðstödd kynninguna ásamt Jóni Gnarr borgarstjóra og fleiri gestum og fengu þau afhent endurskinsmerki Ellu til að minna á mikilvægi notkunar þeirra.

Lesa meira

Samráð um breytingu á tilskipun um ökumenn bifreiða til fólks- og vöruflutninga - 18.9.2013

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leita samráðs um hugsanlegar breytingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2003/59 um hæfni og þjálfun ökumanna stórra bifreiða til fólks- og vöruflutninga. Þeir sem hafa ábendingar geta komið þeim á framfæri á vef Evrópusambandsins til 25. október næstkomandi.

Lesa meira

Samráð um aðgang að gögnum um umferð og ferðir innan Evrópusambandsins - 16.9.2013

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að leita samráðs um aðgang að gögnum um umferð og ferðir innan Evrópusambandsins. Öllum sem telja sig geta komið með ábendingar er gefinn kostur á að taka þátt. Framkvæmdastjórnin tekur við athugasemdum til 25. október 2013.

Lesa meira

Kynnti fyrirhugaða lagabreytingu um afnám lágmarksútsvars á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi - 13.9.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í gær.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra ávarpaði í gær aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn var í Reykholti í Borgarfirði. Í ávarpi sínu á fundinum sagði ráðherra að hafinn væri undirbúningur að lagabreytingu þess efnis að lágmarksútsvar verði afnumið á kjörtímabilinu. Vísaði ráðherra til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í því sambandi og sagði hún þetta lið í því að færa valdið í auknum mæli til sveitarfélaga og jafnframt auka frelsi þeirra.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til umsóknar - 12.9.2013

Samkvæmt ákvæðum laga um dómstóla nr. 15/1998, auglýsir innanríkisráðuneytið laust til umsóknar embætti dómara sem ekki mun eiga fast sæti við tiltekinn dómstól, heldur sinna störfum við alla héraðsdómstólana eftir því sem honum kann að verða úthlutað málum við hvern þeirra í skjóli almennra heimilda dómstólaráðs. Dómstólaráð hefur ákveðið að starfsstöð héraðsdómarans verði við héraðsdóm Reykjaness, sbr. 15. gr. laga nr. 15/1998.

Lesa meira

Íslendingar tóku þátt í leitar- og björgunaræfingu við Grænland - 12.9.2013

Íslendingar tóku þátt í björgunaræfingu á Norðurslóðum sem haldin var við Grænland.

Fjölmargir fulltrúar íslenskra leitar- og björgunaraðila tóku þátt í árlegri æfingu á Grænlandi nýverið, SAREX Greenland Sea 2013. Æfingin gekk út á að bjarga fólki í nauð úr 200 manna skemmtiferðaskipi sem hafði strandað á eyjunni Ellu (Ella Island), undan austurströnd Grænlands en um borð var auk farþega 48 manna áhöfn. Hafði eldur kviknað um borð í skipinu. 

Lesa meira

Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt - 11.9.2013

Íslenskupróf vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt verða næst haldin á vegum Námsmatsstofnunar í desember og er skráning hafin.

Lesa meira

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir styrki - 10.9.2013

Frímerkja- og póstsögusjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til sjóðsins. Umsóknarfrestur er til 30. september næstkomandi. Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð um í hvaða skyni sótt er um styrk.

Lesa meira

Drög að lagafrumvarpi um flugvernd, siglingavernd og vopnalög til umsagnar - 10.9.2013

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um flugvernd, siglingavernd og vopnalögum er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 17. september næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Ráðið í tvær stöður lögreglumanna í Vík í Mýrdal - 9.9.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Hvolsvelli.

Ráðið verður í tvær stöður lögreglumanna í Vík í Mýrdal frá 1.október. Innanríkisráðherra átti nýlega fundi með nokkrum sveitarstjórnum og lögreglustjórum á Suðurlandi. Fram kom á þessum fundum að brýnt væri að hafa lögreglumenn staðsetta í Vík en næstu lögreglustöðvar eru annars vegar á Kirkjubæjarklaustri og hins vegar á Hvolsvelli.

Lesa meira

Vararáðherra iðnaðar og viðskipta í Kína á fundi í innanríkisráðuneyti - 4.9.2013

Kínverskur ráðherra iðnaðar og viðskipta heimsótti innanríkisráðuneytið.

Vararáðherra iðnaðar og viðskipta í Kína, Liu Yuting, heimsótti innanríkisráðuneytið í dag, ásamt föruneyti. Í ráðuneytinu tóku á móti ráðherranum og fylgdarliði hans Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri, Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri innviðaskrifstofu, Steinunn Valdís Óskarsdóttir sérfræðingur, Björn Freyr Björnsson lögfræðingur og Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður - 4.9.2013

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið haustið 2013. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Heildarendurskoðun á reglum um fjárfestingar útlendinga - 3.9.2013

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að tillögu innanríkisráðherra að hefja undirbúning að endurskoðun á lögum og reglum er varða fjárfestingar og afnotarétt útlendinga á fasteignum hér á landi. Markmið endurskoðunar yrði meðal annars að tryggja að skýr lög og reglur gildi á þessu sviði. Mikilvægt er að treysta lagalegan grunn erlendra fjárfestinga og tryggja að ákvarðanir tengdar þeim byggist á skýrum almennum reglum en ekki á undanþáguákvæðum eða ívilnunum.

Lesa meira

Innanríkisráðherra skipar þrjá héraðsdómara - 3.9.2013

Innanríkisráðherra hefur skipað í þrjú embætti héraðsdómara, þar af tvær konur og einn karl. Sigríður Elsa Kjartansdóttir var skipuð í embætti dómara við héraðsdóm Vestfjarða og verður jafnframt dómsstjóri. Þau Sigríður J. Hjaltested og Þórður Clausen Þórðarson voru skipuð dómarar við héraðsdóm Reykjavíkur. Embættin voru auglýst laus til umsóknar þann 6. júní síðastliðinn.

Lesa meira

Dómnefnd skilar áliti um umsækjendur um tvö dómaraembætti - 2.9.2013

Dómnefnd hefur samkvæmt 4. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti tveggja dómara með fast sæti við héraðsdóm Reykjavíkur og eins dómara með fast sæti við héraðsdóm Vestfjarða sem auglýst voru laus til umsóknar þann 6. júní síðastliðinn. Umsækjendur um embættin voru átta en tveir drógu umsóknir sínar til baka, Unnsteinn Örn Elvarsson og Hrannar Már S. Hafberg.

Lesa meira

Innanríkisráðherra flutti ávarp á norrænni ráðstefnu um netöryggi - 29.8.2013

Innanríkisráðherra ávarpaði norræna ráðstefnu um netöryggi.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti í morgun ávarp við setningu norrænnar ráðstefnu um netöryggi sem haldin er í Reykjavík. Ráðstefnan stendur í dag og á morgun og fjalla innlendir og erlendir sérfræðingar um ýmsar hliðar á tölvuöryggismálum.

Lesa meira

Hádegisverðarfundur um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið - 27.8.2013

Hádegisverðarfundur um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnulífið verður haldinn mánudaginn 2. september næstkomandi á Grand hóteli Reykjavík. Fundurinn stendur milli kl. 12 og 14 og er þátttökugjald kr. 3.500. Erlendir sérfræðingar greina frá því hvernig helst megi ná árangri á þessu sviði. þátttakendur beðnir að skrá sig fyrirfram á vef Viðskiptaráðs Íslands.

Lesa meira

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn 2. október næstkomandi - 26.8.2013

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verður haldinn miðvikudaginn 2. október næstkomandi  á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 16:00. Ársfundurinn verður með svipuðu sniði og áður.

Lesa meira

Skrifað undir þjónustusamning við Neytendasamtökin - 26.8.2013

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á samfélagslegt mikilvægi frjálsra félagasamtaka og í anda þess hefur innanríkisráðherra nú skrifað undir þjónustusamning við Neytendasamtökin og er hann framhald fyrri samnings. Upphæð samningsins er ákveðin af Alþingi og er hún í ár 8,4 milljónir króna.

Lesa meira

Afstaða ráðherra um óskerta þjónustu ítrekuð - 24.8.2013

Innanríkisráðherra heimsótti lögregluna á Selfossi í gær.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lauk í gær yfirferð sinni um Suðurlandið þar sem hún hefur meðal annars átt fundi með sveitarstjórnum og sýslumönnum. Ferðin endaði á fundi með Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanni og lögreglustjóra á Selfossi, og starfsmönnum lögregluembættisins.

Lesa meira

Innanríkisráðherra kynnir sér samgöngu- og sveitarstjórnarmál á Suðurlandi - 23.8.2013

Í heimsókn hjá Vegagerðinni á Höfn.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra kynnti sér í gær samgöngu- og sveitarstjórnarmál á Suðausturlandi í fylgd aðstoðarmanna, ráðuneytisstjóra og vegamálastjóra. Ráðherra ræddi meðal annars við fulltrúa sveitarstjórna á Höfn og Skaftárhreppi, ræddi við sýslumanninn á Höfn og vegamálastjóri greindi frá ýmsum umfangsmiklum framkvæmdum sem framundan eru á næstu árum samkvæmt samgönguáætlun.

Lesa meira

Fjórir styrkir veittir til orkuskipta í skipum - 21.8.2013

Fjórir styrkir til orkuskipta í skipum voru afhentir í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra afhenti í dag styrki til verkefna á sviði orkuskipta í skipum. Verkefnin miða að því að auka notkun innlendra orkugjafa í skipum og draga þar með úr notkun jarðefnaeldsneytis, afla þekkingar á þessu sviði og auka rannsóknir og samstarf. Styrkirnir eru alls að upphæð 30 milljónir króna og verður 20 milljónum til viðbótar úthlutað síðar á árinu.

Lesa meira

Umsagnarfrestur framlengdur um drög að breytingu á reglugerð um alþjónustu - 20.8.2013

Framlengdur hefur verið umsagnarfrestur um drög að breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003. Umsagnarfrestur er nú til og með 2. september næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Kirkjustaðurinn Hólar samofinn sögu og menningu þjóðarinnar - 19.8.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp á Hólahátíð.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp á hátíðarsamkomu á Hólahátíð í gær, sunnudag. Þar var þess meðal annars minnst að 250 ár eru liðin frá byggingu Hóladómkirkju.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins - 19.8.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir kynnti sér í dag starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í dag Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og nánustu samstarfsmenn hans greindu frá starfseminni og sýndu ráðherra og fylgdarliði aðsetur lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu.

Lesa meira

Kynningarfundur og undirbúningsnámskeið vegna löggildingarprófa fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur - 19.8.2013

Löggildingarpróf fyrir dómtúlka og skjalaþýðendur verða haldin 10. og 11. febrúar 2014, að undangengnu kynningar- og undirbúningsnámskeiði á vegum Þýðingarseturs Háskóla Íslands. Sýslumaðurinn á Hólmavík annast framkvæmd laga um löggilta dómtúlka og skjalaþýðendur.
Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti Rauða krossinn - 15.8.2013

Hermann Ottósson framkvæmdastjóri Rauða krossins, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti höfuðstöðvar Rauða krossins í Reykjavík í gær og kynnti sér starfsemina. Kastljósinu var beint að verkefnum Rauða krossins innan lands og utan og samstarfsverkefnum innanríkisráðuneytisins og Rauða krossins.
Lesa meira

Innanríkisráðherra fundaði með dómsmálaráðherra Noregs um útlendingamál - 15.8.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Grete Faremo, dómsmálaráðherra Noregs.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra átti í síðustu viku fund með Grete Faremo, dómsmálaraðherra Noregs. Megintilefni heimsóknar innanríkisráðherra til Noregs var að fræðast um löggjöf þar í landi á sviði útlendingamála og það skipulag og verklag sem Norðmenn hafa komið sér upp í málaflokknum.
Lesa meira

Fréttabréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um húsaleigubætur - 2.8.2013

Komin eru út 1. og 2. tölublað 2013 af rafrænu fréttabréfi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um húsaleigubætur.

Lesa meira

Innanríkisráðherra skipar nefnd til að undirbúa millidómstig - 1.8.2013

Innanríkisráðherra hefur skipað nefnd til að undirbúa millidómstig.

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa millidómstig.  Meðal markmiða í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er að tekið verði upp millidómstig bæði í einkamálum og sakamálum og að Hæstiréttur starfi í einni deild.

Lesa meira

Gísli Freyr Valdórsson ráðinn aðstoðarmaður innanríkisráðherra - 1.8.2013

Gísli Freyr Valdórsson er nýr aðstoðarmaður innanríkisráðherra

Gísli Freyr Valdórsson, stjórnmálafræðingur og blaðamaður, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráherra. Gísli Freyr mun starfa við hlið Þóreyjar Vilhjálmsdóttur sem hóf störf í ráðuneytinu í byrjun sumars en innanríkisráðherra hefur samkvæmt lögum og skipulagi ráðuneytisins tvo aðstoðarmenn.

Lesa meira

Reglugerð um rétt útlendinga til fasteignakaupa felld brott - 29.7.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skrifað undir reglugerð sem fellir brott reglugerð fyrrverandi innanríkisráðherra, nr. 358/2013, um rétt útlendinga til að öðlast eignarétt eða afnotarétt yfir fasteignum. Í því felst að útlendingar, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, þurfa ekki að sækja um leyfi til til að öðlast yfirráðarétt yfir fasteign eða landareign hér á landi.

Lesa meira

Ræddi við japanska umhverfisráðherrann - 29.7.2013

Nobutero Ishihara, umhverfisráðherra Japan, og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra á Þingvöllum.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tók í gær á móti japanska umhverfisráðherranum, Nobutero Ishihara, í Þingvallabænum þar sem þau áttu viðræðufund en japanski ráðherrann hefur dvalið hér síðustu daga og átt viðræður við umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra.

Lesa meira

Skjölin vís á Ísland.is - 29.7.2013

Samstarf Tryggingastofnunar ríkisins og Þjóðskrár Íslands hefur nú skilað því að milljónir skjala frá Tryggingastofnun eru nú aðgengileg í pósthólfinu á mínum síðum á Ísland.is.  Um er að ræða greiðsluseðla, yfirlit og fleira en álagningaseðlar fasteignagjalda frá öllum sveitarfélögum og tilkynningaseðlar um fasteignamat frá Þjóðskrá Íslands hafa verið þar aðgengileg í nokkur ár.

Lesa meira

Fjarskipta- og siglingaráðherra Indlands á fundi með innanríkisráðherra - 25.7.2013

Innanríkisráðherra fundaði með siglinga- og fjarskiptaráðherra Indlands í dag.

Ráðherra Indlands á sviði fjarskipta, upplýsingatækni og siglingamála heimsótti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra í dag ásamt fylgdarliði. Ráðherrann heimsótti einnig Vakstöð siglinga, Neyðarlínuna, Almannavarnir, Faxaflóahafnir og Eimskip og kynnti sér starfsemi þessara aðila.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu til umsagnar - 18.7.2013

Drög að breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003 eru nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Umsagnarfrestur er til og með 20. ágúst næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Endurskoðuð drög að reglugerð um eldsneytisáfyllingu loftfara til umsagnar - 16.7.2013

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um endurskoðuð drög að reglugerð um eldsneytisáfyllingu loftfara. Umsagnarfrestur er til 6. ágúst næstkomandi og skulu umsagir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Þúsund tonn af sprengiefni fyrir Vaðlaheiðargöng - 12.7.2013

Fyrsta formlega sprenging í Vaðlaheiðragöngum fór fram í dag.

Sprengivinna vegna Vaðlaheiðarganga hófst formlega í dag þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, gangsetti fyrstu sprenginguna við gangamunnann Eyjafjarðarmegin í fjarveru innanríksráðherra. Sprengivinna Fnjóskadalsmegin hefst næsta vor og gert er ráð fyrir að göngin verði tilbúin í árslok 2016.

Lesa meira

Hópur um stefnumótun í net- og upplýsingaöryggi stofnaður - 9.7.2013

Hópur um stefnumótun í net- og upplýsingaöryggi hefur verið settur á fót á vegum innanríkisráðuneytisins. Aðal verkefni hópsins er að móta stefnu stjórnvalda um net- og upplýsingaöryggi og vernd upplýsingainnviða er varða þjóðaröryggi. Í starfshópnum sitja fulltrúar innanríkisráðuneytis, Ríkislögreglustjóra, Póst- og fjarskiptastofnunar og utanríkisráðuneytisins.

Lesa meira

Átta sækja um þrjú embætti dómara við héraðsdóma - 5.7.2013

Þrjú embætti héraðsdómara voru auglýst laus til umsóknar 6. júní síðastliðinn og rann umsóknarfrestur út 28. júní. Eitt embættið er við héraðdóm Vestfjarða og tvö við héraðsdóm Reykjavíkur.

Lesa meira

Birna Lárusdóttir skipuð formaður samgönguráðs - 5.7.2013

Birna Lárusdóttir er nýr formaður samgönguráðs.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur skipað Birnu Lárusdóttur formann samgönguráðs til næstu fjögurra ára. Í samgönguráði sitja auk formanns sem ráðherra skipar forstöðumenn samgöngustofnana sem heyra undir ráðuneytið.  

Lesa meira

Átak vegna útlendingamála framlengt - 3.7.2013

Framlengja á átaki innanríkisráðuneytisins vegna málefna hælisleitenda en umsóknum um hæli fjölgaði umtalsvert á fyrri hluta ársins miðað við síðasta ár. Kostnaður vegna þessarar fjölgunar hefur vaxið mjög bæði vegna fjölda umsókna og lengri málsmeðferðartíma. Með því að fjölga stöðum tímabundið hefur tekist að stytta meðal málsmeðferðartímann fyrstu fimm mánuði ársins úr 548 dögum í 393.

Lesa meira

Framlög til jöfnunar á tekjutapi sveitarfélaga vegna fasteignaskatts - 2.7.2013

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá því í júní að áætluðu uppgjöri framlaga til sveitarfélaga á árinu 2013 til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts á grundvelli reglugerðar, nr. 80/2001, með síðari breytingum.

Lesa meira

Tvær nýjar samgöngustofnanir taka til starfa - 1.7.2013

Samgöngustofu og Vegagerðinni var formlega hleypt af stokkunum í dag.

Tvær nýjar samgöngustofnanir sem verða til við sameiningu fjögurra eldri stofnana taka til starfa í dag: Samgöngustofa, stjórnsýslustofnun á sviði samgöngumála og Vegagerðin framkvæmdastofnun á sviði samgöngumála. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp á blaðamannafundi þegar stofnanirnar voru kynntar og sagði þetta nýja skipulag meðal annars hafa það markmið að bæta þjónustu við almenning.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti Útlendingastofnun - 27.6.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í dag Útlendingastofnun og kynnti sér starfsemina þar.

Lesa meira

Fyrsti fundur samráðsvettvangs um mansal - 27.6.2013

Hópurinn sem sótti fyrsta fund samráðsvettvangs um mansal í innanríkisráðuneytinu í dag.

Fyrsti fundur samráðsvettvangs um mansal, sem stofnað er til á grundvelli nýrrar áætlunar um aðgerðir gegn mansali á tímabilinu 2013 til 2016, var haldinn í innanríkisráðuneytinu í dag. Aðgerðaáætlunin var samþykkt í ríkisstjórn 26. apríl síðastliðinn og í henni er lögð áhersla á fræðslu, áhættugreiningu, verklag, þjónustu, samráð og mat á árangri auk þess sem 25 aðgerðir eru skilgreindar. 

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð - 27.6.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti í gær Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð og kynnti sér starfsemi stjórnstöðva viðbragðsaðila sem þar eru.

Lesa meira

Drög að breytingu á hafnarreglugerð fyrir Hvammstangahöfn til umsagnar - 27.6.2013

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um breytingu á hafnarreglugerð fyrir Hvammstangahöfn nr. 283/2006. Umsagnarfrestur er til 11. júlí næstkomandi og skulu umsagir berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Róbert Spanó kjörinn dómari við Mannréttindadómstól Evrópu - 27.6.2013

Þing Evrópuráðsins kaus 25. júní sl. Róbert Ragnar Spanó dómara við Mannréttindadómstól Evrópu.

Lesa meira

Vitundarvakningin nær nú einnig til ofbeldis og vanrækslu á börnum - 27.6.2013

Ný verkefnisstjórn Vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum hefur hafið vinnu í samræmi við útvíkkað hlutverk sitt sem nær nú einnig til líkamlegs og andlegs ofbeldis.

Lesa meira

Innanríkisráðherra á málþingi um samgöngumál á Vestfjörðum - 21.6.2013

Málþing um samgöngumál á Vestfjörðum var vel sótt.

Áherslur Fjórðungssambands Vestfirðinga í samgöngumálum, leiðaval fyrir Vestfjarðaveg nr. 60, heilsárssamgöngur í Árneshrepp, samgöngur og ferðaþjónusta og rekstur fiskeldis voru umfjöllunarefni á málþingi Fjórðungssambandsins sem haldið var á Tálknafirði í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra var meðal frummælenda svo og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri.

Lesa meira

Innanríkisráðherra kynnir sér vegamál á Vestfjörðum. - 21.6.2013

Innanríkisráðherra kynnir sér vegamál á Vestfjörðum.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tekur í dag þátt í málþingi á Tálknafirði á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga um samgöngumál á Vestfjörðum. Á dagskrá er umfjöllum um ýmsar hliðar samgöngumála á Vestfjörðum og mun vegamálastjóri flytja þar erindi ásamt ráðherra og fulltrúum frá Fjórðungssambandinu.

Lesa meira

Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur til starfa - 15.6.2013

Rannsóknarnefnd samgönguslysa kom saman til fyrsta fundar síns í gær í húsnæði nefndarinnar við Flugvallarveg í Reykjavík. Ný lög um rannsókn samgönguslysa tóku gildi 1. júní síðastliðinn og hefur innanríkisráðherra skipað nýja nefnd sem annast skal rannsókn samgönguslysa.

Lesa meira

Innanríkisráðherra á starfsmannafundi Samgöngustofu - 14.6.2013

Innanríkisráðherra ávarpaði fyrsta fund starfsmanna hinnar nýju Samgöngustofu í morgun.

Innanríkisráðherra ávarpaði í morgun fyrsta fund starfsmanna hinnar nýju Samgöngustofu, stjórnsýslustofnunar á sviði samgöngumála sem tekur  formlega til starfa 1. júlí. Ríflega 100 manns sátu fundinn.

Lesa meira

Innanríkisráðherra fundaði með biskupi Íslands - 14.6.2013

Innanríkisráðherra átti fund með biskupi 13. júní.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra átti í gær fund á biskupsstofu með Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands. Með í för voru Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Þórey Vilhjálmsdóttir aðstoðarmaður.

Lesa meira

Landhelgisgæslan vill auka samstarf við aðra viðbragðsaðila - 13.6.2013

Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara var haldinn 12. júní.

Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara sem Landhelgisgæslan gengst fyrir var haldinn í gær í fundarsal gæslunnar á öryggissvæðinu í Keflavík. Þar var kynnt yfirlit yfir helstu björgunaraðgerðir Landhelgisgæslunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar á síðasta ári. Er þetta í þriðja sinn sem fundur sem þessi er haldinn.

Lesa meira

Mælti fyrir lagabreytingu um flýtimeðferð mála um gengistryggð eða vísitölutryggð lán - 11.6.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra mælti í kvöld fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðferð einkamála sem miðar að því að hraðað verði dómsmálum sem lúta að ágreiningi um lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla. Þetta var jómfrúarræða innanríkisráðherra á Alþingi. Gert er ráð fyrir að lögin öðlist þegar gildi og að þau gildi út árið 2014.

Lesa meira

Ísland fær vottun á flugverndarráðstöfunum - 11.6.2013

David Gordner, fulltrúi Transportation Security Administration (TSA) í Bandaríkjunum, afhenti á dögunum fulltrúum Flugmálastjórnar Íslands að viðstöddum fulltrúum innanríkisráðuneytisins, formlegt vottunarskjal eða staðfestingu á að þær flugverndarráðstafanir sem Ísland hefur innleitt og viðhafðar eru við farm- og póstflutninga með flugi hér á landi séu sambærilegar flugverndarráðstöfunum sem viðhafðar eru í Bandaríkjunum.

Lesa meira

Innanríkisráðherra skipar rannsóknarnefnd samgönguslysa - 10.6.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur skipað Geirþrúði Alfreðsdóttur formann rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur tekið til starfa samkvæmt lögum nr. 18/2013 sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Með lögunum sem tóku gildi 1. júní er starfsemi rannsóknarnefndar flugslysa, rannsóknarnefndar sjóslysa og rannsóknarnefndar umferðarslysa sameinuð og falla lög um nefndirnar þrjár þar með úr gildi.

Lesa meira

Óvissu vegna þyrlumála eytt - 7.6.2013

Landhelgisgæslan hefur skrifað undir framlengingu á leigusamningi fyrir björgunarþyrlur til fjögurra ára.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra veitti í gær forsvarsmönnum Landhelgisgæslunnar heimild til þess að ganga til samninga vegna áframhaldandi leigu á tveimur björgunarþyrlum til fjögurra ára. Landhelgisgæslan hefur því í dag gengið frá samningum vegna leigunnar.

Lesa meira

Drög að reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat til umsagnar - 7.6.2013

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um lánshæfis- og greiðslumat. Umsagnarfrestur er til 8. júlí næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Skorað á innanríkisráðherra að taka mál Martins til efnislegrar meðferðar - 7.6.2013

Innanríkisráðherra tók í dag við áskorun Samtakanna '78.

Samtökin ‘78 afhentu innanríkisráðherra í dag áskorun um að endurskoðuð verði ákvörðun innanríkisráðuneytisins um synjun efnislegrar meðferðar vegna umsóknar Martins, hælisleitanda frá Nígeríu, um hæli á Íslandi. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra upplýsti er hún tók við áskoruninni að ráðuneytið hefði orðið við beiðni Martins um frestun á flutningi hans úr landi þar til niðurstaða í dómsmáli annars hælisleitanda frá Nígeríu liggur fyrir.

Lesa meira

Embætti þriggja héraðsdómara laus til umsóknar - 6.6.2013

Innanríkisráðuneytið auglýsir laus til umsóknar embætti tveggja dómara með fast sæti við héraðsdóm Reykjavíkur og embætti eins dómara með fast sæti við héraðsdóm Vestfjarða, sbr. ákvæði laga um dómstóla nr. 15/1998. Þar sem einn dómari er starfandi við héraðsdóm Vestfjarða, er hann einnig dómstjóri, sbr. 1. mgr. 16. gr. laga nr. 15/1998.

Lesa meira

Anna Hallin og Olga S. Bergmann hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni um listskreytingu fangelsis - 5.6.2013

Verðlaun fyrir tillögur að listskreytingu í fangelsinu á Hólmsheiiði voru afhent í dag

Niðurstöður samkeppni um listskreytingar í nýju fangelsi á Hólmsheiði voru kynntar í dag og tilkynnti  Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður dómnefndar, niðurstöður dómnefndar og afhenti verðlaunin. Tólf tillögur voru teknar til dóms í samkeppninni. Dómnefnd hefur undanfarið farið ofan í saumana á tillögum sem bárust og valið úr eina til útfærslu en veitt eru þrenn verðlaun.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um vernd skipa og hafnaraðstöðu til umsagnar - 4.6.2013

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 474/2007, um vernd skipa og hafnaraðstöðu, með síðari breytingum. Umsagnarfrestur er til og með 19. júní næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsækir ríkislögreglustjóra - 3.6.2013

Innanríkisráðherra heimsótti ríkislögreglustjóra í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti ríkislögreglustjóra í dag ásamt fylgdarliði og er það fyrsta stofnun sem heyrir undir málasvið ráðuneytisins sem ráðherra heimsækir. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri tók á móti ráðherra og kynnti starfsemi embættisins.

Lesa meira

Drög að reglugerð um rannsókn samgönguslysa til umsagnar - 3.6.2013

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um rannsókn samgönguslysa. Umsagnarfrestur er til og með 10. júní næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Reglugerð um netöryggissveit hefur tekið gildi - 31.5.2013

Reglugerð um svonefnda CERT-ÍS netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar hefur tekið gildi. Markmiðið með starfsemi netöryggissveitarinnar er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netumdæmi hennar eins og kostur er og sporna við og lágmarka tjón á ómissandi upplýsingainnviðum sem af slíku kann að hljótast.

Lesa meira

Innanríkisráðuneytið óskar endurskoðunar á reglum Siglingastofnunar um RIB báta - 27.5.2013

Innanríkisráðuneytið hefur úrskurðað í stjórnsýslukæru fyrirtækisins Gentle Giants á ákvörðun  Siglingastofnunar varðandi kröfur um fjölda farþega og björgunarbúnað í svonefndum RIB bátum.

Lesa meira

Þórey Vilhjálmsdóttir ráðin aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra - 25.5.2013

Þórey Vilhjálmsdóttir

Þórey Vilhjálmsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og hóf hún störf í gær.

Lesa meira

Ráðherraskipti í innanríkisráðuneytinu - 24.5.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við lyklavöldunum úr hendi Ögmundar Jónassonar í morgun.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýr innanríkisráðherra, tók við lyklavöldum í ráðuneytinu í morgun úr höndum Ögmundar Jónassonar sem gegnt hefur embættinu frá stofnun ráðuneytisins í ársbyrjun 2011.

Lesa meira

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn - 23.5.2013

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra flutti ávarp á Hólahátíð.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrsti þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður, tók við embætti innanríkisráðherra á ríkisráðsfundi sem lauk nú fyrir stundu. Hún tekur við af Ögmundi Jónassyni sem gegndi því embætti fyrstur manna en innanríkisráðuneytið var formlega stofnað 1. janúar 2011.

Lesa meira

Á fimmtánda þúsund aðilar hafa fengið Íslykil - 23.5.2013

Innleiðing Íslykils til innskráningar á vefi stofnana, sveitarfélaga, félagasamtaka og fyrirtækja hefur gengið vonum framar. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti Íslykilinn þann 12. apríl og síðan hefur hefur eftirspurn og notkun farið stigvaxandi. Í dag þegar Íslykillinn er rúmlega mánaðargamall hafa á fimmtánda þúsund einstaklingar og á annað hundrað lögaðilar eignast Íslykil.

Lesa meira

Telur eðlilegt að funda áður en gengið verði frá verksamningum vegna Álftanesvegar - 23.5.2013

Innanríkisráðherra sendi í dag bréf til vegamálastjóra og bæjarstjórnar Garðabæjar í framhaldi af greinargerð Vegagerðarinnar og bæjarstjórnarinnar um lagningu nýs kafla Álftanesvegar sem ráðuneytinu hefur borist og var birt í gær. Ráðherra telur eðlilegt að efnt verði til fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar, sveitarfélagsins og ráðherra til að yfirfara málið í nýju ljósi áður en gengið verði frá samningum um verkið.

Lesa meira

Um skýrslu nefndar Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum - 22.5.2013

Nefnd Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum heimsótti Ísland í september 2012 í reglulegri úttekt hennar í samræmi við ákvæði samnings Evrópuráðsins um varnir gegn pyndingum sem Ísland er aðili að. Stjórnvöld telja mikilvægt að skoða vel ábendingar og tilmæli eftirlitsaðila á borð við umrædda  nefnd og munu gefa sér tíma til þess að vinna greinargerð til nefndarinnar sem birt verður samhliða skýslu hennar í samræmi við ákvæði samningsins. Ljóst er að leiðrétta þarf nokkur atriði í skýrslunni sem stjórnvöld munu benda á í greinargerð sinni.

Lesa meira

Innanríkisráðherra hefur skipað í endurupptökunefnd - 18.5.2013

Innanríkisráðherra hefur skipað í endurupptökunefnd í samræmi við 34. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 og 2. gr. laga nr. 15/2013. Þrír aðalmenn sitja í nefndinni. Alþingi kýs einn aðalmann og varamann hans og dómstólaráð og Hæstiréttur Íslands tilnefna hvort um sig einn aðalmann og varamann.

Lesa meira

Breytingar á reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni til umsagnar - 16.5.2013

Til umsagnar eru nú drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 507/2007 um akstursíþróttir og aksturskeppnir. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir við reglugerðardrögin til 24. maí næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Dómur EFTA-dómstólsins um neytendalánatilskipun - 15.5.2013

Í morgun féll dómur í samningsbrotamáli sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) höfðaði gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólnum. Málið rekur rætur sínar til þess að tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/48/EB um lánssamninga fyrir neytendur var tekin upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 16/2009, frá 5. febrúar 2009, sem birt var 19. mars 2009 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16/2009 (II. neytendalánatilskipunin).

Lesa meira

Innanríkisráðherra þakkaður stuðningur við Siðmennt - 11.5.2013

Ögmundur Jónasson flutti ávarp á fundi Siðmenntar.

Siðmennt fagnaði því með hátíðarfundi í gær, föstudag, að félagið hefði öðlast skráningu sem lífsskoðunarfélag. Í ávörpum við það tækifæri þökkuðu þau Hope Knútsson formaður og Bjarni Jónsson varaformaður Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra fyrir stuðning hans við að gera þetta mögulegt.

Lesa meira

Umsagnarfrestur framlengdur um drög að stefnu almannavarna- og öryggismálaráðs - 8.5.2013

Ákveðið hefur verið að framlengja frest til að veita umsögn um drög að stefnu almannavarna- og öryggismálaráðs til 30. maí næstkomandi. Unnt er að senda inn umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Hjólað í vinnuna í ellefta sinn - 8.5.2013

Átakið hjólað í vinnuna hófst í morgun.

Hleypt var af stokkunum í morgun átakinu ,,Hjólað í vinnuna” sem Íþrótta- og ólympíusamband Íslands stendur nú að í ellefta sinn. Liðlega 500 tóku þátt fyrsta árið en í fyrra voru þeir yfir 11 þúsund. Vinnustaðir voru 45 fyrsta árið en 666 í fyrra.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um umferðarmerki til umsagnar - 7.5.2013

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingu á reglugerð nr. 289/1995 um umferðarmerki og notkun þeirra. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um reglugerðardrögin til 21. maí á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Siðmennt skráð fyrsta lífsskoðunarfélagið - 3.5.2013

Bjarni Jónsson, Hope Knútsson, Ögmundur Jónasson og Ragnhildur Hjaltadóttir fagna skráningu Siðmenntar sem lífsskoðunarfélags.

Lífsskoðunarfélagið Siðmennt verður fyrst slíkra félaga til að hljóta skráningu hjá innanríkisráðuneytinu sem lífsskoðunarfélag. Breyting á lögum um skráð trúfélög nr. 108/1999 tók gildi 30. janúar á þessu ári og er markmið breytingarinnar að jafna stöðu lífsskoðunarfélaga á við skráð trúfélög. Lögin heita nú lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög.

Lesa meira

Breyttar reglur um kaup EES borgara á fasteignum hér á landi - 2.5.2013

Innanríkisráðherra undirritaði þann 17. apríl reglugerð um breytingu á reglugerð sem varðar kaup útlendinga með lögheimili á evrópska efnahagssvæðinu á fasteignum hér á landi. Reglugerðin er sett með stoð í lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966 og hefur hún þegar öðlast gildi.

Lesa meira

Embætti héraðsdómara laust til setningar - 2.5.2013

Innanríkisráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur til setningar frá og með 1. júlí 2013 til og með 31. desember 2013, vegna leyfis skipaðs dómara. Ráðherra setur í embættið að fenginni ábendingu dómstólaráðs, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira

Afgreiðsla ríkisborgararéttar verður framvegis hjá Útlendingastofnun - 30.4.2013

Frá og með næstu mánaðamótum verða málefni er snerta afgreiðslu ríkisborgararéttar vistuð hjá Útlendingastofnun. Þeir sem hyggjast sækja um ríkisborgararétt skulu því framvegis snúa sér til Útlendingastofnunar með fyrirspurnir og umsóknir sínar. Lokaákvörðun verður eftir sem áður tekin í ráðuneytinu.

Lesa meira

Áætlun um aðgerðir gegn mansali samþykkt í ríkisstjórn - 30.4.2013

Ríkisstjórnin samþykkti föstudaginn 26. apríl áætlun innanríkisráðherra um aðgerðir gegn mansali á tímabilinu 2013 til 2016. Áætlunin tekur annars vegar mið af þörf á að veita fórnarlömbum mansals stuðning og öryggi og hins vegar þörf á bættu verklagi og viðbúnaði stjórnvalda einkum innan réttarvörslukerfisins til þess að sporna gegn mansali hér á landi.

Lesa meira

Skrifað undir samning um árangursstjórnun við Fangelsismálastofnun - 30.4.2013

Pálll E. Winkel og Ögmundur Jónasson skrifuðu undir samninginn.

Innanríkisráðherra og fangelsismálastjóri skrifuðu í síðustu viku undir þjónustusamning sem kveður á um gagnkvæmar skyldur innanríkiráðuneytis og Fangelsismálastofnunar ríkisins. Tilgangurinn er að festa í sessi ákveðið samskiptaferli milli aðila og skerpa áherslur um stefnumótun, framkvæmd verkefna og áætlanagerð.

Lesa meira

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins mikið heimsóttur - 29.4.2013

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins, kosning.is.

Kosningavefur innanríkisráðuneytisins, kosning.is, var mikið heimsóttur í aðdraganda alþingiskosninganna og á kjördaginn 27. apríl. Tæplega 40.000 heimsóttu vefinn síðustu tvær vikurnar fyrir kosningarnar, þar af um 17.000 á kjördag.

Lesa meira

Þjónustusamningur um rekstur Slysavarnaskóla sjómanna til 2018 - 29.4.2013

Þjónustusamningur innanríkisráðuneytis og Slysavarnafélagsins Landsbjargar undirritaður.

Fulltrúar innanríkisráðuneytis, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Siglingastofnunar hafa skrifað undir þjónustusamning um rekstur Slysavarnaskóla sjómanna. Markmið skólans er að auka öryggi sjómanna með fræðslu um slysavarnir á sjó og er tilgangur samningsins að efla öryggisfræðslu sjómanna með kraftmiklu skólastarfi sem uppfyllir íslenskar og alþjóðlegar kröfur um þjálfun sjómanna.

Lesa meira

Samningur um fræðsluefni fyrir réttarvörslukerfið um meðferð kynferðisbrota gegn börnum - 29.4.2013

Verkefnisstjórn vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni hafa gert með sér samstarfssamning um gerð fræðsluefnis fyrir réttarvörslukerfið um meðferð kynferðisbrota gegn börnum. Í framhaldinu eru ráðgerð námskeið ætluð fagfólki sem kemur að meðferð kynferðisbrota, þar á meðal lögreglumönnum, saksóknurum, dómurum, réttargæslumönnum, lögmönnum, barnaverndarstarfsfólki og öðrum sérfræðingum.

Lesa meira

Nærri 238 þúsund manns á kjörskrá við kosningar til Alþingis í dag - 27.4.2013

Alls eru 237.957 á kjörskrá vegna alþingiskosninganna sem fram fara í dag.

Kosið er til Alþingis í dag og stendur kjörfundur víðast hvar til klukkan 22 í kvöld. Alls eru 237.957 kjósendur á kjörskrá. Atkvæði eru talin á vegum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmanna sex og má búast við að úrslit liggi fyrir þegar kemur fram á sunnudagsmorgun.

Lesa meira

Fulltrúar ÖSE fylgjast með framkvæmd alþingiskosninganna - 27.4.2013

Sendinefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, er í heimsókn á Íslandi og hefur síðustu daga kynnt sér undirbúning alþingiskosninganna. Einnig munu fulltrúar og starfsmenn nefndarinnar fara í dag á kjörstaði og fylgjast með framkvæmd kosninganna.

Lesa meira

Þjónusta á kjördag - 26.4.2013

Hér að neðan er tilgreint hvar kjósendur geta leitað almennra upplýsinga á kjördag, s.s. um kjörskrá, kjörstaði og atriði er lúta að framkvæmd alþingiskosninganna á kjördag, laugardaginn 27. apríl 2013.

Lesa meira

Áfram unnið að fullgildingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks - 26.4.2013

Innanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag stöðu mála á fullgildingu á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem Ísland undirritaði 30. mars 2007. Markmið sáttmálans er að fatlað fólk fái notið mannréttinda sinna til fulls í samfélaginu. Tekin hefur verið saman greinargerð um verkið og tafla yfir reglugerðir sem lögð eru fram til umsagnar. Unnt er að senda umsögn á netfangið postur@irr.is til loka maímánaðar.

Lesa meira

Innanríkisráðherra setur leiðbeinandi reglur um endurgjald fyrir innheimtu - 26.4.2013

Innanríkisráðherra hefur gefið út leiðbeinandi reglur um endurgjald sem lögmenn geta áskilið umbjóðendum sínum úr hendi skuldara vegna kostnaðar af löginnheimtu peningakröfu. Reglurnar eiga að taka gildi 1. júlí 2013.

Lesa meira

Skrifað undir þjónustusamning Isavia og innanríkisráðuneytis - 26.4.2013

Innanríkisráðherra og forstjóri Isavia skrifa undir þjónustusamning Isavia og ráðuneytisins.

Skrifað hefur verið undir þjónustusamning milli innanríkisráðuneytisins og Isavia ohf. vegna starfsemi Isavia á þessu ári. Samninginn undirrituðu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, í ráðuneytinu í morgun.

Lesa meira

Góður árangur af rannsóknateymi um skipulagða glæpastarfsemi - 25.4.2013

Góður árangur hefur verið af starfi sameiginlegs rannsóknateymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum sem komið var á fót fyrir tveimur árum og einbeitir sér að rannsóknum á skipulagðri glæpastarfsemi. Lagt hefur verið hald á fíkniefni og vopn, meðlimum vélhjólagengja hefur verið snúið tilbaka við komu þeirra til landsins og brotastarfsemi tengd vændi og mansali hefur verið skoðuð sérstaklega.

Lesa meira

Samningur um brúðuleikhússýningu um vitundarvakningu endurnýjaður - 25.4.2013

Samningur um brúðuleikhússýningar hefur verið endurnýjaður.

Samningur um sýningar á brúðuleikhússýningunni Krakkarnir í hverfinu hefur verið endurnýjaður. Sýningin er liður í vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum í samstarfi innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis og í samræmi við samning Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misneytingu og misnotkun.

Lesa meira

Rauði krossinn á Íslandi og innanríkisráðuneytið semja um þjónustu við hælisleitendur - 24.4.2013

Ögmundur Jónasson og Kristján Sturluson skrifuðu í gær undir samning ráðuneytisins og RKÍ um verkefni vegna hælisleitenda.

Undirritaður var í gær samningur milli Rauða krossins á Íslandi og innanríkisráðuneytisins um aðstoð og þjónustu Rauða krossins við hælisleitendur á Íslandi. Samninginn undirrituðu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á  Íslandi.

Lesa meira

Hönnun og smíði Vestmannaeyjaferju boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu - 23.4.2013

Innanríkisráðherra og forráðamenn Vestmannaeyjabæjar ræddu um smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju á fundi í Eyjum í dag.

Innanríkisráðherra hefur ákveðið að hönnun og smíði Vestmannaeyjaferju verði boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu. Hönnun verður boðin út sérstaklega og í framhaldi af hönnun skipsins verður smíðin boðin út. Farið verður í opið útboð á EES svæðinu með kröfum á tilboðsgjafa, svo sem um reynslu, getu og tungumálakunnáttu.

Lesa meira

Lögreglan fær 25 milljóna króna viðbótarframlag til rannsóknar á skipulagðri brotastarfsemi - 23.4.2013

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að tillögu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að veita 25 milljónum króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til áframhaldandi vinnu lögreglu í viðureign við skipulagða glæpastarfsemi. Innanríkisráherra segir að þetta framlag þurfi síðan að endurskoða í tengslum við fjáraukalög í haust og fjárlög næsta árs með það fyrir augum að framlög til þessa starfs verði eigi minni en verið hafa. Hann segir jafnframt að rannsóknir lögreglu og aðgerðir hafi skilað miklum árangri.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um flugvernd til umsagnar - 22.4.2013

Til umsagnar eru nú drög að breytingu á reglugerð um flugvernd nr. 985/2011. Breytingarnar snúast meðal annars um atriði er varða öryggisskanna til gegnumlýsingar á vökva, flugverndareftirlit og fleira. Umsagnarfrestur er til 28. apríl næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra vill að forsendur nýs Álftanesvegar verði kannaðar á ný - 22.4.2013

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ritað vegamálastjóra og bæjarstjóra Garðabæjar og farið þess á leit við þá að þeir fari sameiginlega að nýju yfir forsendur fyrir lagningu nýs kafla Álftanesvegar. Fer hann fram á að verksamningur verði ekki undirritaður meðan á þeirri athugun stendur.

Lesa meira

Slysavarnafélagið Landsbjörg og ríkið semja um styrk til endurbóta á björgunarskipum - 21.4.2013

Ögmundur Jónasson spjallar við Jón Gunnarsson flutningsmann þingsályktunartillögunnar um björgunarskipin og til vinstri sést í Hörð M. Harðarson, formann Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Undirritað var í dag samkomulag milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og innanríkisráðherra um greiðslur úr ríkissjóði vegna viðhalds og endurbóta björgunarskipa félagsins. Samkomulagið undirrituðu Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Hörður H. Harðarson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Lesa meira

Samkomulag ríkis og borgar um endurbætur á aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli - 19.4.2013

Innanríkisráðherra og borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag um endurbætur á aðstöðu á Reykjavíkurflugvelli í dag.

Innanríkisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík skrifuðu í dag undir samkomulag um  endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli. Í samkomulaginu felst meðal annars að Isavia taki yfir rekstur og eignarhald á núverandi flugstöð Flugfélags Íslands, að gerð verði viðskiptaáætlun fyrir nýja flugstöð og að fallið verði frá fyrri áformum um byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýri.

Lesa meira

Fyrstu niðurstöður rannsóknar á meðferð nauðgunarmála afhentar ráðherra - 19.4.2013

Innanríkisráðherra hefur verið afhent skýrsla um rannsókn á meðferð nauðgunarmála árin 2008 og 2009.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur tekið við skýrslu um niðurstöður fyrsta áfanga á rannsókn um meðferð nauðgunarmála í réttarkerfinu sem ráðuneytið hafði frumkvæði að og unnin er í samvinnu við EDDU – öndvegissetur við Háskóla Íslands. Nær hún til nauðgunarmála sem tilkynnt voru lögregluembættum landsins árin 2008 og 2009.

Lesa meira

Árétting vegna umfjöllunar í Kastljósi 17. apríl - 18.4.2013

Vegna umfjöllunar í Kastljósi í gær, miðvikudaginn 17. apríl, um siglingar Herjólfs og Landeyjahöfn, vilja innanríkisráðherra og vegamálastjóri koma eftirfarandi á framfæri.

Lesa meira

Ýmsar tölur um umferðarslys undir meðaltali síðustu tíu ára - 18.4.2013

Innanríkisráðherra og fulltrúar Umferðarstofu kynntu skýrslu um umferðarslys 2012 í dag.

Skýrsla um umferðarslys á Íslandi 2012 var kynnt á blaðamannafundi Umferðarstofu og innanríkisráðuneytis í dag. Kom þar meðal annars fram hjá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra að síðasta ár hefði að flestu leyti verið gott í umferðinni, tölur um slys og slasaða væru undir meðaltali síðustu tíu ára. Hörmuleg slys síðustu vikur skyggðu þó á þessa góðu þróun.

Lesa meira

Umbætur í húsnæðismálum stofnana innanríkisráðuneytisins á Akureyri - 17.4.2013

Fagnað var í dag endurbótum á húsnæði sýslumanns á Akureyri og því að skrifstofa Þjóðskrár Íslands á Akureyri flytur í húsið.

Endurgert húsnæði þriggja stofnana innanríkisráðuneytisins að Hafnarstræti 107 á Akureyri var formlega opnað í dag. Þar eru til húsa Sýslumaðurinn á Akureyri, Héraðsdómur Norðurlands eystra og í dag bættist við skrifstofa Þjóðskrár Íslands á Akureyri.

Lesa meira

Innanríkisráðherra flutti ávarp við setningu prestastefnu - 16.4.2013

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er hér með sr. Þóri Stephensen og sr. Bernharði Guðmundsssyni við setningu prestastefnu í dag.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flutti ávarp á prestastefnu sem sett var í Háteigskirkju í dag. Á prestastefnu er fjallað um málefni kirkju og starf presta og djákna og hefur prestastefna tillögu- og umsagnarrétt um mál er varða kenningu kirkjunnar og helgisiði og mál sem annars heyra undir biskup og kirkjuþing.

Lesa meira

Ný stefna ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016 - 16.4.2013

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn í dag nýja stefnu um upplýsingasamfélagið 2013 til 2016. Kjarnahópur fulltrúa allra ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur unnið að mótun stefnunnar og tillagna um aðgerðir og í því skyni átt víðtækt samráð á fundum og á netinu.

Lesa meira

Innanríkisráðherra efnir til hugmyndasamkeppni um framtíð Hegningarhússins við Skólavörðustíg - 16.4.2013

Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Mynd af vef Fangelsismálastofnunar.

Ögmundur Jónasson kynnti í ríkisstjórn í dag hugmynd um að efnt verði til hugmyndasamkeppni um framtíð Hegningarhússins við Skólavörðustíg í Reykjavík. Framkvæmdir við fangelsisbyggingu á Hólmsheiði eru að hefjast og þegar nýtt fangelsi tekur til starfa er meðal annars gert ráð fyrir að fangelsisstarfsemin í Hegningarhúsinu verði aflögð.

Lesa meira

Drög að frumvarpi til breytinga á almennum hegningarlögum til umsagnar - 16.4.2013

Drög að frumvarpi til breytinga á almennum hegningarlögum (mismunun á grundvelli kynvitundar og viðbótarbókun við samning Evrópuráðsins um tölvubrot) eru nú  til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins. Unnt er að gera athugasemdir við frumvarpið til 24. maí næstkomandi og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Breyting fyrirhuguð á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja - 15.4.2013

Breyta á reglugerð nr. 822/2004 um gerð og búnað ökutækja og felur breytingin í sér innleiðingu á tilskipun 2007/46/EB og afleiddum gerðum. Markmið þeirrar tilskipunar er fyrst og fremst að tryggja að ný ökutæki, íhlutir og aðskildar tæknieiningar sem sett eru á markað uppfylli kröfur um öflugt öryggi og öfluga umhverfisvernd.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um almenningsflug til umsagnar - 15.4.2013

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu nr. 812/2012 eru nú til umsagnar og eru áhugasamir hvattir til þess að senda inn umsagnir. Unnt er að senda inn athugasemdir til 24. apríl og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að stefnu almannavarna- og öryggismálaráðs til umsagnar - 12.4.2013

Drög að stefnu almannavarna- og öryggismálaráðs eru nú til umsagnar á vef innanríkisráðuneytisins og eru áhugasamir hvattir til þess að senda inn umsagnir. Unnt er að senda inn athugasemdir til 26. apríl og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is og eru einstaklingar jafnt sem hópar hvött til að senda inn umsagnir.

Lesa meira

Íslykill tekinn í notkun í innskráningarþjónustu Ísland.is - 12.4.2013

Ögmundur Jónasson opnaði formlega íslykilinn í dag. Hér er hann með Margréti Hauksdóttur aðstoðarforstjóra Þjóðskrár Íslands.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti í dag nýjan veflykil sem Þjóðskrá Íslands hefur þróað til að tryggja einfalda og örugga leið til auðkenningar inn á vefi og opnaði hann formlega. Lykillinn nefnist Íslykill og hann má nota til innskráningar á einstaklingsmiðaðar síður hjá stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum og fyrirtækjum sem nýta sér innskráningarþjónustu Ísland.is.

Lesa meira

Skrá yfir listabókstafi stjórnmálasamtaka - 11.4.2013

Frestur stjórnmálasamtaka til að tilkynna innanríkisráðuneytinu ósk um listabókstaf rann út þriðjudaginn 9. apríl kl. 12 á hádegi vegna alþingiskosninganna 27. apríl 2013. Ráðuneytið birtir hér með skrá yfir listabókstafi stjórnmálasamtaka sem buðu fram lista við síðustu almennar alþingiskosningar ásamt bókstöfum þeirra stjórnmálasamtaka sem tilkynntu ráðuneytinu að þau hygðust bjóða fram lista við komandi alþingiskosningar, sbr. 38. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.

Lesa meira

Breytt heiti stjórnmálasamtaka og nýr listabókstafur - 11.4.2013

Innanríkisráðuneytinu hafa borist tilkynningar frá tvennum stjórnmálasamtökum um breytt heiti. Jafnframt hefur ráðuneytið ákveðið listabókstaf fyrir ein stjórnmálasamtök. Ráðuneytið hefur birt auglýsingar þar að lútandi í samræmi við lög um kosningar til Alþingis.

Lesa meira

Ræða um þýðingu alþjóðlegrar íhlutunar, sáttmála og skuldbindinga í baráttu við glæpi gegn mannkyni - 11.4.2013

Ögmundur Jónasson flutti setningarræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um mannréttindamál sem nú stendur í Reykjavík.

Rætt er um alþjóðlega íhlutun og hvernig alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmálar gagnast í baráttu við glæpi gegn mannkyni, stríðsátök og deilur bæði fyrr og síðar á alþjóðlegri ráðstefnu um mannréttindamál sem nú stendur í Reykjavík. Ráðstefnunni lýkur um hádegisbil á morgun, föstudag en hún fer fram á ensku.

Lesa meira

Félagshagfræðileg greining á mikilvægi áætlunarflugs innanlands að fara af stað - 9.4.2013

Frá Reykjavíkurflugvelli

Um 30 manns, flugrekendur, fulltrúar samgönguyfirvalda, flugráðs og Reykjavíkurborgar sátu í dag fund í innanríkisráðuneytinu þar sem kynnt var úttekt á innanlandsfluginu sem nú er að fara af stað.

Lesa meira

Umhverfi vega skiptir máli þegar öryggi er annars vegar - 9.4.2013

Frá fundi um verndandi vegi sem haldinn var í dag.

Verndandi vegir var yfirskrift fundar sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda stóð fyrir í dag um öryggi á vegakerfum. Að fundinum með FÍB stóðu International Road Federation, IRF, innanríkisráðuneytið, Vegagerðin og Samtök fjármálafyrirtækja. Í ávarpi í upphafi fundar sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra að brýnt væri að Vegagerðin og aðrir sem hönnuðu samgöngumannvirki hefðu í huga þá hugmyndafræði að umhverfi vega skipti máli þegar öryggi væri annars vegar og sagði hann Vegagerðina einmitt hafa lagt sig eftir henni.

Lesa meira

Alþjóðleg ráðstefna um mannréttindi, stjórnmál og alþjóðalög - 8.4.2013

Human-Rights-radstefnulogo

Fjallað verður um alþjóðleg viðbrögð við glæpum gegn mannúð og öðrum grimmdarverkum á ráðstefnu undir heitinu „Human Rights Protection & International Law: The Dilemma of Restraining and Promoting International Interventions“. Ráðstefnan fer fram í Norðurljósasal Hörpu í Reykjavík dagana 11.–12. apríl 2013.

Lesa meira

Drög að reglugerð um netöryggissveit til umsagnar - 5.4.2013

Drög að reglugerð um starfsemi netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar eru nú til umsagnar og eru áhugasamir hvattir til þess að senda inn umsagnir. Unnt er að senda inn athugasemdir til 19. apríl og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Fleiri lögreglumenn verða ráðnir til að rannsaka kynferðisbrotamál - 5.4.2013

Þrír ráðherrar kynntu tillögur samráðshóps um aðgerðir fyrir þolendur kynferðisbrota.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja nú þegar 79 milljónum króna í ýmsar forgangsaðgerðir til að bregðast við neyðarástandi í kynferðisbrotum gegn börnum. Meðal annars á að ráða fleiri lögreglumenn til að rannsaka kynferðisbrotamál, ráða aðstoðarsaksóknara við embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ráða saksóknara við embætti ríkissaksóknara og að fjölga sérfræðingum í Barnahúsi.

Lesa meira

Aðeins má mæla með einum framboðslista - 5.4.2013

Meðmælandi framboðslista skal vera með kosningarrétt í hlutaðeigandi kjördæmi og má aðeins mæla með einum lista við hverjar alþingiskosningar. Ef sami kjósandi hefur mælt með fleiri en einu framboði verður hann ekki talinn meðmælandi neins þeirra. Kjósandi getur ekki afturkallað stuðningsyfirlýsingu sína eftir að framboð hefur verið afhent yfirkjörstjórn.

Lesa meira

Bílastæðasjóði verður heimilað að flytja brott ökutæki - 5.4.2013

Innanríkisráðuneytið kynnir drög að reglum fyrir Reykjavíkurborg til að flytja brott ökutæki sem lagt hefur verið ólöglega og auglýsingu um heimild til slíks brottflutnings. Unnt er að senda inn umsagnir um reglurnar til 19. apríl næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Nýr kafli í fangelsissögu landsins með fyrstu skóflustungu að nýju fangelsi - 4.4.2013

Innanríkisráðherra tók fyrstu skóflustungu fangelsisbyggingar á Hólmsheiði 4. apríl.

Nýr kafli hefst í fangelsissögu landsins með því skrefi sem við stígum í dag, sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í ávarpi þegar hann tók fyrstu skóflustunguna að byggingu fangelsis á Hólmsheiði í dag. Viðstaddur var fjöldi gesta og auk ráðherra flutti ávarp Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. Athöfninni stýrði Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður verkefnisstjórnar um byggingu nýs fangelsis.

Lesa meira

Upplýsingar um skráningu á kjörskrá - 3.4.2013

Kjósendur geta nú kannað hvar þeir eru á kjörskrá í alþingiskosningunum laugardaginn 27. apríl næstkomandi á kosningavef innanríkisráðuneytisins, kosning.is, og á vefnum island.is. Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn, lögheimili og sveitarfélag. Í mörgum tilvikum birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild.

Lesa meira

Opin samkeppni um listskreytingu í fangelsi - 3.4.2013

Teikning fangelsisbyggingar á Hólmsheiði.

Opin samkeppni verður um listskreytingu í fangelsi á Hólmsheiði sem reist verður á næstu misserum og taka á í notkun á árinu 2015. Kynningarfundur um samkeppnina verður haldinn klukkan 17 í dag, miðvikudag, í húsnæði Sambands íslenskra myndlistarmanna að Hafnarstræti 16 í Reykjavík.

Lesa meira

Drög að breytingu á hafnarreglugerð Þorlákshafnar til umsagnar - 3.4.2013

Drög að breytingu á hafnarreglugerð Þorlákshafnar eru nú til umsagnar. Unnt er að senda inn athugasemdir til 17. apríl og skulu þær berast á netfangið postur@irr.is. Reglugerðarbreytingin er í þá veru að framvegis yrði hafnsöguskylda í höfninni fyrir skip að ákveðinni stærð og með tiltekinn farm. Hafnarstjórn Þorlákshafnar hafði frumkvæði að breytingunni.

Lesa meira

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um viðvarandi lofthæfi loftfara og fleira til umsagnar - 2.4.2013

Til umsagnar eru drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 206/2007 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði. Umsagnarfrestur er til 10. apríl næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Drög að reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og framleiðslufyrirtækja til umsagnar - 2.4.2013

Til umsagnar eru drög að reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja. Umsagnarfrestur er til 10. apríl næstkomandi og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Einn nýr listabókstafur - 27.3.2013

Innanríkisráðuneytið hefur ákveðið listabókstaf fyrir ein stjórnmálasamtök sem ekki buðu fram lista við síðustu almennar alþingiskosningar 2009. Þá hefur ráðuneytinu borist tilkynning um að stjórnmálasamtökin Bjartsýnisflokkurinn hyggist ekki bjóða fram lista við alþingiskosningarnar 27. apríl næstkomandi.

Lesa meira

Skipaðar í embætti dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur - 27.3.2013

Kristrún Kristinsdóttir, lögfræðingur við embætti landlæknis, og Barbara Björnsdóttir, settur héraðsdómari, hafa verið skipaðar í embætti héraðsdómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Embættin tvö voru auglýst laus til umsóknar þann 30. janúar síðastliðinn.

Lesa meira

Dómnefnd um tvö embætti héraðsdómara skilar umsögn - 26.3.2013

Dómnefnd hefur samkvæmt 4. gr. laga nr. 15/1998 um dómstóla með síðari breytingum skilað umsögn sinni um umsækjendur um tvö embætti héraðsdómara sem auglýst voru laus til umsóknar þann 30. janúar síðastliðinn.

Lesa meira

Veigamiklar ástæður til að taka Guðmundar- og Geirfinnsmál upp á ný - 25.3.2013

Ögmundur Jónasson og starfshópur um Guðmundar- og Geirfinnsmál kynntu skýrslu hópsins í dag.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og starfshópur sem hann skipaði í október 2011 til að fara yfir rannsókn tveggja sakamála, Guðmundar- og Geirfinnsmála, kynntu skýrslu starfshópsins á blaðamannafundi í ráðuneytinu í dag. Þar kom fram að í ljósi þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu skýrslunnar að framburðir dómfelldra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hafi verið óáreiðanlegir telji starfshópurinn veigamiklar ástæður fyrir því að málin verði tekin upp á ný.

Lesa meira

Skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál - 25.3.2013

Skýrsla um Guðmundar- og Geirfinnsmál var kynnt í ráðuneytinu í dag.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og starfshópur sem hann skipaði í október 2011 til að fara yfir rannsókn tveggja sakamála, Guðmundar- og Geirfinnsmála, kynntu skýrslu starfshópsins á blaðamannafundi í ráðuneytinu í dag. Þar kom fram að í ljósi þeirrar afdráttarlausu niðurstöðu skýrslunnar að framburðir dómfelldra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum hafi verið óáreiðanlegir telji starfshópurinn veigamiklar ástæður fyrir því að málin verði tekin upp á ný.

Lesa meira

Samningar um sóknaráætlanir landshluta marka tímamót - 22.3.2013

Ögmundur Jónasson flutti ávarp við undirritun samninga um sóknaráætlanir landshluta.

Samningar um sóknaráætlanir í átta landshlutum voru undirritaðir í Reykjavík í morgun að viðstöddum nokkrum ráðherrum, fulltrúum landshlutasamtaka sveitarfélaga um land allt, fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila sem komið hafa við sögu. Samningarnir taka til 6 til 16 verkefna í hinum einstöku landshlutum en alls eru verkefnin 73 og fjárhæð samninganna alls um 620 milljónir króna.

Lesa meira

Eiga stjórnvöld að fjalla um klám? - 21.3.2013

Netsía fyrir Ísland: Vænleg leið til að stemma stigu við klámi og óværum? var yfirskrift fundar Skýrslutæknifélags Íslands miðvikudaginn 20. mars um möguleg úrræði til að stemma stigu við aðgangi á netinu að klámi eða öðru efni sem talið er óæskilegt. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, flutti erindi á fundinum sem hún nefndi: Eiga stjórnvöld að fjalla um klám?

Lesa meira

Álit innanríkisráðuneytisins um samning Tálknafjarðarhrepps og Hjallastefnunnar - 21.3.2013

Innanríkisráðuneytið hefur gefið út álit er varðar samning milli Tálknafjarðarhrepps og Hjallastefnunnar ehf. um rekstur á grunnskóla sveitarfélagsins. Mennta- og menningarmálaráðuneytið vakti athygli innanríkisráðuneytisins á umræddum samningi og taldi í bréfi til sveitarfélagsins að skólastarf Hjallastefnunnar á Tálknafirði félli utan gildissviðs laga um grunnskóla.

Lesa meira

Efling almenningssamgangna ekki aðeins skynsamleg heldur nauðsynleg - 20.3.2013

Frá málþingi um almenningssamgöngur

Samferða skynseminni var yfirskrift upphafserindis Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á  málþingi ráðuneytis og Vegagerðarinnar, Stuð í strætó, sem haldið var í Reykjavík í dag. Þar var fjallað um framtíðarsýn og stefnu almenningssamgöngum og hvernig unnið hefur verið að breyttu skipulagi og samræmingu þeirra innan sveitarfélaga og milli sveitarfélaga undanfarin misseri.

Lesa meira

Opin bréf til innanríkisráðherra vegna umræðu um ofbeldisfullt klám - 20.3.2013

Innanríkisráðherra hefur borist bréf undirritað af 110 einstaklingum og samtökum víðsvegar að úr heiminum þar sem lýst er yfir stuðningi við hugmyndir íslenskra stjórnvalda um sporna gegn dreifingu ofbeldisfulls kláms á netinu. Er fagnað vilja íslenskra stjórnvalda til að takast á við þann skaða sem klám veldur með heildstæðum hætti, þar með talið sem lið í því að draga úr völdum klámiðnaðarins sem veltir gífurlegum fjárhæðum á hverju ári. Þá er sérstaklega áréttað mikilvægi þess að vernda börn fyrir skaðsemi kláms og að ófært sé að gera þá kröfu til foreldra og skóla einna. Þvert á móti beri samfélaginu skylda til að grípa til aðgerða til að verja börn.

Lesa meira

Leiðbeiningarmyndbönd um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar - 20.3.2013

Innanríkisráðuneytið hefur látið gera leiðbeiningarmyndbönd um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna alþingiskosninganna 27. apríl nk., á íslensku og ensku. Myndböndin er bæði að finna á kosningavef ráðuneytisins, kosning.is, og á YouTube.

Lesa meira

Drög að námskrá fyrir bifhjólaréttindi til umsagnar - 20.3.2013

Drög að nýrri námskrá fyrir bifhjólaréttindi sem samin hafa verið af Umferðarstofu liggja nú fyrir. Meðal hlutverka Umferðarstofu er að setja námskrár fyrir einstaka flokka ökuréttinda í samráði við Ökukennarafélag Íslands og skal innanríkisráðherra staðfesta námskrár. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um námskrárdrögin til 27. mars og skulu þær sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Margir skráðir á málþing um almenningssamgöngur - 19.3.2013

Kringum 80 manns hafa skráð sig á málþing um almenningssamgöngur sem innanríkisráðuneytið stendur að á Hótel Sögu í Reykjavík á morgun, 20. mars, í samvinnu við Vegagerðina. Flutt verða erindi um framtíðarsýn um skipulag almenningssamgangna og fulltrúar sveitarfélaga og almenningssamgöngufyrirtækja segja frá reynslu sinni.

Lesa meira

Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2013 - 19.3.2013

Innanríkisráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaðar áætlanir um úthlutanir framlaga á árinu 2013:

Lesa meira

Tilkynningarskylda um ofbeldi áréttuð í póstkorti til landsmanna - 19.3.2013

Þetta póstkort hefur verið sent á heimili landsmanna.

Landsmenn eru hvattir til að taka þátt í að útrýma kynferðislegu ofbeldi gegn börnum með póstkorti sem dreift er á öll heimili um þessar mundir. Með póstkortinu er almenningur minntur á það alvarlega viðfangsefni sem ofbeldi gegn börnum er og þá skyldu fólks að tilkynna barnavernd ef grunur vaknar um að barn búi við ofbeldi eða misnotkun. Hægt er að fá samband við viðeigandi barnaverndarnefnd í gegnum neyðarlínuna í síma 112.

Lesa meira

Fáðu Já! vinnur til verðlauna í Tallinn - 15.3.2013

Stuttmyndin Fáðu já! – um mörkin milli ofbeldis og kynlífs vann til verðlauna á ráðstefnu þrjátíu Evrópuríkja sem nú stendur yfir í Tallinn. Ráðstefnan er liður í samstarfi um netöryggisáætlun Evrópusambandsins en Ísland er meðal þeirra ríkja sem starfa eftir þeirri áætlun. SAFT heldur utan um það starf fyrir hönd íslenskra stjórnvalda. Fáðu já hlaut fyrstu verðlaun í flokknum „myndbönd og fræðslumyndir“ og var gerður góður rómur að myndinni. 

Lesa meira

Áfram veginn – innanríkisráðherra ávarpaði landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga - 15.3.2013

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ávarpar landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

  „Við höfum fetað saman lýðræðisveginn,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra í ávarpi sínu á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið er í dag á Grand Hótel í Reykjavík. Ráðherra vísaði þar til áherslna innanríkisráðuneytisins og Sambandsins og kvaðst telja að með góðu samstarfi hafi brýnum umbótaverkefnum í lýðræðismálum sveitarfélaga verið komið í framkvæmd á liðnum árum.

Lesa meira

Málþing um almenningssamgöngur 20. mars – skráning stendur yfir - 14.3.2013

Skráning er í fullum gangi á málþingið Stuð í strætó sem haldið verður miðvikudaginn 20. mars nk. Fjallað verður um almenningssamgöngur um land allt og munu sérfræðingar samgöngufyrirtækja og fulltrúar yfirvalda og notenda fjalla um ýmsar hliðar málsins.

Lesa meira

Drög að reglugerð um markaðseftirlit, faggildingu o.fl. til umsagnar - 14.3.2013

Innanríkisráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerð um markaðseftirlit, faggildingu o.fl. Umsagnarfrestur er til 28. mars nk. og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is

Lesa meira

Margrét Hauksdóttir skipuð forstjóri Þjóðskrár Íslands frá 1. maí 2013 - 13.3.2013

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði í dag Margréti Hauksdóttur í embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands frá og með 1. maí 2013.

Lesa meira

Tímabundið átak í stjórnsýslu- og búsetumálum hælisleitenda - 13.3.2013

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu innanríkisráðherra um að efna nú þegar til tímabundins átaks til að stytta málsmeðferðartíma hælisumsókna og tryggja búsetu og aðbúnað hælisleitenda. Ráðinn hefur verið verkefnisstjóri sem hefur yfirumsjón með átakinu og starfsmönnum verður fjölgað tímabundið hjá innanríkisráðuneytinu og Útlendingastofnun. Þá verður gengið til samninga við Rauða kross Íslands um aðkomu að búsetumálum og þjónustu við hælisleitendur.

Lesa meira

Kastljósinu beint að aukinni þátttöku íbúa í stjórnun sveitarfélaga á hádegisverðarfundi - 12.3.2013

„Mál málanna er beint lýðræði,“ sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundi í dag þar sem kastljósinu var beint að aukinni þátttöku íbúa í stjórnun sveitarfélaga. Þar fluttu erindi þeir Bruno Kaufmann, sveitarstjórnarmaður í Falun í Svíþjóð og formaður evrópskra samtaka um beint lýðræði og Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga auk ráðherra. Innanríkisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og samtökin  Initiative and Referendum Institute Europe stóðu fyrir fundinum sem haldinn var í Iðnó.

Lesa meira

Drög að reglugerð um flutningaflug flugvéla til umsagnar - 12.3.2013

Til umsagnar eru drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um flutningaflug flugvéla nr. 1263/2008. Umsagnarfrestur er til 26. mars og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Aðgerðir vegna fjölgunar hælisleitenda - 12.3.2013

Innanríkisráðherra gerði ríkisstjórn grein fyrir stöðu mála vegna fjölgunar hælisleitenda á fundi í morgun ásamt því að útlista tillögur ráðuneytisins um lausnir á þeim bráðavanda sem nú er uppi. Mikil fjölgun hefur orðið á hælisumsóknum á undanförnum mánuðum. Á fyrstu 65 dögum þessa árs bárust Útlendingastofnun 49 hælisumsóknir en til samanburðar má nefna að 115 umsóknir bárust allt síðasta ár, sem var jafnframt mesti fjöldi umsókna frá árinu 2002. Þá hefur fjölskyldufólki fjölgað í hópi umsækjenda.

Lesa meira

Rannsóknarnefnd samgönguslysa tekur til starfa 1. júní - 12.3.2013

Samþykkt hafa verið á Alþingi lög um rannsókn samgönguslysa. Með þeim lögum er starfsemi Rannsóknarnefndar flugslysa, Rannsóknarnefndar sjóslysa og Rannsóknarnefndar umferðarslysa sameinuð. Nefndirnar þrjár verða sameinaðar í eina sjö manna rannsóknarnefnd samgönguslysa sem heyrir undir innanríkisráðherra.

Lesa meira

Endurbætur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á Keflavíkurflugvelli fyrir um þrjá milljarða króna - 11.3.2013

Margs konar endurbætur standa nú yfir á Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Framkvæmdir eru hafnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem miða að því að auka afköst í stöðinni og stytta biðtíma við afgreiðslu flugfarþega meðal annars með fjölgun sjálfsinnritunarstöðva, fjölgun brottfararhliða, fjölgun landamærabásum og með nýjum biðsvæðum. Nokkur fjárfesting verður einnig vegna sjálfs flugvallarins og er gert ráð fyrir að framkvæmdir á þessu ári og því næsta kosti um þrjá milljarða króna.

Lesa meira

Drög að reglugerð um hæfi loftfara og fleira til umsagnar - 11.3.2013

Til umsagnar eru drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 206/2007 um viðvarandi lofthæfi loftfara og flugtæknilegra framleiðsluvara, hluta og búnaðar og um samþykki fyrir viðhaldsstöðvum og starfsfólki á þessu sviði. Umsagnarfrestur er til 25. mars og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Enn hægt að skrá þátttöku á hádegisfund á morgun um beint lýðræði - 11.3.2013

Enn er unnt að skrá sig til þátttöku á hádegisfund á morgun, þriðjudaginn 12. mars, um beint lýðræði á vegum innanríkisráðuneytisins og fleiri aðila. Fundurinn fer fram í Iðnó í Reykjavík og stendur frá klukkan 12 til 13.30. Skráning fer fram á netfangið skraning@irr.is.

Lesa meira

Útboð auglýst á jarðvinnu og heimlögnum vegna nýs fangelsis á Hólmsheiði - 11.3.2013

Tillaga Arkís arkiteka að nýju fangelsi.

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fyrir hönd innanríkisráðuneytisins óskað eftir tilboðum í framkvæmdir við jarðvinnu á lóð fangelsis á Hólmsheiði og nýlagnir veitna að henni. Verkinu skal að fullu vera lokið eigi síðar en 15. október 2013 en þó skal skila framkvæmdum innan lóðar fyrr, eða þann 28. júní 2013.

Lesa meira

Áætlun í mannréttindamálum komin fram á Alþingi - 8.3.2013

Dreift hefur verið á Alþingi tillögu til þingsályktunar um áætlun í mannréttindamálum til fjögurra ára, 2013 til 2016. Markmið hennar er að styrkja innviði samfélagsins til þess að tryggja að mannréttindasjónarmið hafi aukin áhrif á stefnumótun, lagasetningu og ákvarðanatöku stjórnvalda og stuðla að aukinni mannréttindavernd.

Lesa meira

Fimm nýir listabókstafir - 8.3.2013

Innanríkisráðuneytið hefur ákveðið listabókstafi fyrir fimm stjórnmálasamtök sem ekki buðu fram lista við síðustu almennar alþingiskosningar 2009.

Lesa meira

Stuð í strætó - ráðstefna um almenningssamgöngur sem raunhæfan kost - 8.3.2013

Innanríkisráðuneytið efnir miðvikudaginn 20. mars til ráðstefnu um almenningssamgöngur um land allt. Fjallað verður um nýja stefnu í samgönguáætlun og snýst um endurskipulagningu almenningssamgangna innan sveitarfélaga og milli sveitarfélaga. Ráðstefnan mun standa frá kl. 10 til 13.

Lesa meira

Fyrirhuguðu útboði á strandsiglingum frestað - 8.3.2013

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu innanríkisráðherra um að fresta útboði á strandsiglingum við Ísland. Bæði Samskip og Eimskip hafa tilkynnt fyrirætlanir um strandsiglingar sem hefjast munu á næstu vikum. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir að með því megi ætla að markmið verkefnisins nái fram að ganga og í því ljósi lagði hann til að útboði yrði frestað en áfram fylgst með framvindu málsins.

Lesa meira

Hádegisverðarfundur á þriðjudag um aukna þátttöku íbúa í stjórnun sveitarfélaga - 7.3.2013

Hádegisverðarfundur um aukna þátttöku íbúa í stjórnun sveitarfélaga verður haldinn í Iðnó í Reykjavík þriðjudaginn 12. mars næstkomandi. Að fundinum standa auk innanríkisráðuneytisins Samband íslenskra sveitarfélaga og samtökin Initiative and Referendum Institute Europe.

Lesa meira

Drög að reglugerð um upplýsinga- og fjarskiptatækni fyrir skynvædd samgöngukerfi til umsagnar - 6.3.2013

Í ráðuneytinu liggja nú fyrir drög að reglugerð um þróun upplýsinga- og fjarskiptatækni til notkunar fyrir skynvædd samgöngukerfi (ITS) en þau innleiða tilskipun 2010/40/ESB frá 7. júlí 2010 um ramma um útbreiðslu skynvæddra flutningakerfa á sviði flutninga á vegum og um tengingu þeirra við aðra flutningsmáta. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til og með 20. mars næstkomandi á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna alþingiskosninganna 27. apríl 2013 - 1.3.2013

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna alþingiskosninganna 27. apríl getur hafist 2. mars innan lands og utan, samkvæmt 57. gr. laga um kosningar til Alþingis. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram hjá sýslumönnum um land allt á aðalskrifstofum eða útibúum þeirra. Utanríkisráðuneytið sér um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar erlendis og kynnir hvar og hvenær hægt er að greiða atkvæði.

Lesa meira

Strandsiglingar á leið í útboð - 1.3.2013

Ríkisstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti í morgun tillögu innanríkisráherra um að hefja útboð fyrir strandsiglingar og var innanríkisráðherra og fjármálaráherra falin framkvæmd útboðsins þannig að strandsiglingar gætu hafist síðar á þessu ári.

Lesa meira

Kjördagur auglýstur 27. apríl næstkomandi - 28.2.2013

Innanríkisráðuneytið hefur samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis auglýst að kjördagur vegna komandi alþingiskosninga skuli vera laugardagurinn 27. apríl 2013. Þá hefur ráðuneytið upplýst sýslumenn og utanríkisráðuneytið um þessa auglýsingu svo kosning utan kjörfundar geti hafist innanlands og erlendis laugardaginn 2. mars næstkomandi samkvæmt 57. gr. laganna.

Lesa meira

Skoðanakönnun um nafnabreytingar á Farsýslu og Vegagerð - 28.2.2013

Ögmundur Jónasson heimsótti samgöngustofnanir og kynnti tillögur um skoðanakönnun á nafni nýrra stofnana.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti í dag samgöngustofnanir og ræddi við starfsmenn um tillögur um nafnabreytingar á hinum nýju stofnunum sem taka eiga til starfa 1. júlí, þ.e. Farsýslunni og Vegagerðinni. Efnt verður til skoðanakönnunar meðal allra starfsmanna og niðurstöður lagðar fyrir Alþingi til ákvörðunar.

Lesa meira

Ráðstefnur innanríkisráðuneytisins um lýðræði aðgengilegar á vefnum netsamfelag.is - 27.2.2013

Innanríkisráðherra kynnti sér vefinn netsamfelag.is hjá Flensborgarskóla í dag.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra opnaði í dag formlega aðgang að efni frá ráðstefnum innanríkisráðuneytisins um lýðræðismál á vefnum netsamfelag.is sem upplýsinga- og fjölmiðladeild Flensborgarskóla rekur. Athöfnin fór fram í matsal skólans að viðstöddum nemendum og gestum.

Lesa meira

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd til umsagnar - 27.2.2013

Til umsagnar eru drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um flugvernd, nr. 985/2011. Tekur breytingin meðal annars til fyrningarfrests brota í tengslum við bakgrunnsathuganir og atriða er varða flugvernd og öryggisleit á flugvelli. Umsagnarfrestur er til 13. mars og skulu umsagnir sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Kynningarrit um tólf ára samgönguáætlun komið út - 26.2.2013

Komið er út ritið Samgönguáætlun 2011-2022 sem er kynning á gildandi tólf ára samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi í fyrra. Gerð er grein fyrir stefnumótun áætlunarinnar og markmiðum hennar og er texti ritsins að miklu leyti óbreyttur úr þingsályktunartillögunni.

Lesa meira

Indverjar vilja læra af reynslu Íslendinga - 26.2.2013

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra átti fund á Indlandi með dr. Ashwari Kumari dómsmálaráðherra.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fundaði í síðustu viku með dómsmálaráðherra Indlands, dr. Ashwani Kumar, í ferð sinni til Indlands. Á fundinum var meðal annars rætt um mikilvægi laga og réttar fyrir lýðræðisríki og þróun þeirra en Indland er stærsta lýðræðisríki heims en Ísland hið elsta og eitt af þeim minnstu.

Lesa meira

Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt - 25.2.2013

Íslenskupróf vegna umsóknar um íslenskan ríkisborgararétt verða næst haldin í maí og júní á vegum Námsmatsstofnunar og hefst skráning í prófin 1. mars nk.

Lesa meira

Viðrar hugmynd um að komið verði á fót alþjóðlegum dómstól fyrir fjármálaglæpi - 21.2.2013

Innanríkisráðherra hélt fyrirlestur í háskóla í Nýju Dehli.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hélt í gærkvöldi ræðu við lagadeild South Asian háskólann Nýju Delhi á Indlandi. Þetta er önnur ræðan sem innanríkisráðherra heldur við háskóla í borginni í heimsókn sinni til landsins.

Lesa meira

Samskipti Íslands og Indlands á sviði ættleiðingarmála rædd - 20.2.2013

Innanríkisráðherra situr ráðstefnu um ættleiðingarmál á Indlandi.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra tók þátt í opnunardagskrá alþjóðlegrar ráðstefnu um ættleiðingar sem indversk stjórnvöld standa fyrir þessa vikuna í Nýju Delhi á Indlandi. Ráðstefnan er sú þriðja í röðinni sem indversk stjórnvöld standa fyrir um ættleiðingarmál en auk fulltrúa ráðuneytisins sitja ráðstefnuna fulltrúar félagsins Íslenskrar ættleiðingar.

Lesa meira

Vill að Ísland verði tilraunastöð fyrir félagslegt réttlæti - 20.2.2013

Innanríkisráðherra hélt fyrirlestur í háskóla í Nýju Dehli

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hélt í dag ræðu við O. P. Jindal Global University í Nýju Delhi á Indlandi. Í ræðu sinni fjallaði Ögmundur um þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir á sviði umhverfis- og félagsmála í hinu alþjóðlega samhengi.

Lesa meira

Innanríkisráðherra setur reglur um ráðgjöf og sáttameðferð - 20.2.2013

Innanríkisráðherra hefur sett reglur um ráðgjöf og sáttameðferð samkvæmt 33. gr. og 33. gr. a. barnalaga nr. 76/2003, með síðari breytingum. Með reglum þessum, sem ætlað er að gilda til bráðabirgða, er lagður grundvöllur undir störf sáttamanna í samræmi við breytingar á barnalögum sem öðluðust gildi 1. janúar sl.

Lesa meira

Innanríkisráðherra heimsótti heimili fyrir munaðarlaus börn á Indlandi - 18.2.2013

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti barnaheimili á Indlandi í gær ásamt Herði Svavarssyni frá Íslenskri ættleiðingu og Guðmundi Eiríkssyni sendiherra.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti í gær heimili fyrir munaðarlaus börn í Kalkútta á Indlandi. Frá þessu heimili eru langflest börn sem ættleidd hafa verið til Íslands frá Indlandi undanfarin ár.

Lesa meira

Ný útgáfa lagasafns á vef Alþingis - 13.2.2013

Ný útgáfa lagasafnsins (141a) hefur verið birt á vef Alþingis. Þar er lagasafnið uppfært til 14. janúar 2013. Í nýju útgáfunni hefur verið bætt við ofanmálsgrein til að auka skýrleika og auðvelda aðgang að upplýsingum um það undir hvaða ráðherra eða ráðuneyti tiltekinn lagabálkur heyrir.

Lesa meira

Nýjum listabókstöfum úthlutað - 13.2.2013

Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis skal innanríkisráðuneytið halda skrá um listabókstafi stjórnmálasamtaka og ákveða bókstaf nýrra samtaka að fengnum óskum þeirra, með hliðsjón af listabókstöfum annarra stjórnmálasamtaka í undangengnum kosningum. Þó að stjórnmálasamtök hafi fengið úthlutað listabókstaf er það ekki formleg tilkynning um framboð. Landskjörstjórn auglýsir framboðslista eigi síðar en tíu dögum fyrir kjördag.

Lesa meira

Óska eftir endurskoðun á nafni Farsýslunnar - 13.2.2013

Innanríkisráðherra hafa verið afhentar óskir um endurskoðun á nafni Farsýslunnar.

Fulltrúar væntanlegra starfsmanna Farsýslunnar, hinnar nýju stjórnsýslustofnunar samgöngumála sem taka á til starfa 1. júlí næstkomandi, afhentu Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í dag ósk um endurskoðun á nafni hennar. Alls hefur 81 starfsmaður skrifað undir listann af þeim 130 starfsmönnum sem munu starfa hjá Farsýslunni.

Lesa meira

Þrír sækja um að verða tilnefndir sem dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu - 12.2.2013

Þrír hafa óskað eftir því að verða tilnefndir sem dómaraefni við Mannréttindadómstól Evrópu en kjörtímabil íslensks dómara við dómstólinn rennur út þann 31. október n.k. Evrópuráðið fór þess á leit við íslensk stjórnvöld að tilnefnd verði af hálfu Íslands þrjú dómaraefni og var auglýst eftir þeim 24. janúar síðastliðinn.

Lesa meira

Minnisblað um komu bandarísku Alríkislögreglunnar til Íslands í ágúst 2011 - 12.2.2013

Hér á eftir fer texti minnisblaðs sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lagði fram á ríkisstjórnarfundi í dag. Minnisblaðið var jafnframt lagt fram á sameiginlegum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem haldinn var í dag.

Lesa meira

Frestur til að skila ábendingum á grundvelli úttektar á Istanbúl-samningnum til 11. febrúar - 7.2.2013

Innanríkisráðuneytið lét í haust vinna yfirgripsmikla úttekt á efni Evrópuráðssamnings um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, svokölluðum Istanbúl-samningi. Frestur til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum á grundvelli úttektarinnar er til 11. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

Innanríkisráðuneytið óskar eftir samráði - 6.2.2013

Stöðumat fyrir málaflokka innanríkisráðuneytisins liggur nú fyrir. Tilgangur­inn er að auðvelda og gera markvissara það samráð sem framundan er. Í stöðumatinu er að finna stutta greiningu á stöðu einstakra málaflokka. Grein­ingin er ekki tæmandi en veitir innsýn í umfang ráðuneytisins og málefni sem það og stofnanir þess vinna að.

Lesa meira

Samkomulag um samstarf um neytendavernd undirritað við Kína - 5.2.2013

Zhou Bohua, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifa undir samninginn.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur átt viðræður við kínversk stjónvöld um neytendavernd  og undirritaði hann ásamt  Zhou Bohua, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína, samstarfssamning milli ríkjanna þessa efnis í Peking í gær. Fundurinn er í framhaldi af heimsókn aðstoðarráðherra Kína, Wang Dongfeng til Íslands í júlí 2012 en þá ræddu ráðherrarnir mikilvægi neytendaverndar í ljósi vaxandi viðskipta ríkjanna.

Lesa meira

Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga - 4.2.2013

Innanríkisráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 24. janúar síðastliðinn um úthlutanir framlaga úr sjóðnum.

Lesa meira

Breytingar á barnalögum kynntar sýslumönnum - 4.2.2013

Sýslumönnum voru kynntar breytingar á barnalögum í síðustu viku.

Innanríkisráðuneytið stóð í síðustu viku fyrir kynningu fyrir sýslumenn landsins á breytingum á barnalögum nr. 76/2003 sem samþykktar voru á Alþingi á síðasta ári. Breytingarnar taka til ýmissa atriða varðandi forsjá, búsetu og umgengni en mál á því sviði eru meðal verkefna sýslumannsembætta.

Lesa meira

Námskeið til undirbúnings prófi til að öðlast réttindi til að verða héraðsdómslögmaður - 31.1.2013

Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið vorið 2013. Prófið skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar.

Lesa meira

Námskrá um nám og próf vegna ADR-réttinda til umsagnar - 31.1.2013

Til umsagnar er nú á vef innanríkisráðuneytisins námskrá um nám og próf til réttinda til að mega flytja hættulegan farm á landi, svonefnd ADR-réttindi. Frestur til að skila athugasemdum um námskrána er til 11. febrúar næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Tvö embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur laus til umsóknar - 30.1.2013

Innanríkisráðuneytið auglýsir laus til umsóknar embætti tveggja dómara með fast sæti við héraðsdóm Reykjavíkur, sbr. ákvæði laga um dómstóla nr. 15/1998. Miðað er við að skipað verði í embættin frá og með 1. apríl 2013 eða hið fyrsta eftir að nefnd um hæfni dómara hefur lokið starfi sínu í samræmi við 4. gr. a, sbr. 3. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 og reglur um störf dómnefndar sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti nr. 620/2010. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs.

Lesa meira

Mælti fyrir lagafrumvarpi um ný lög um útlendinga - 29.1.2013

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi til nýrra laga um útlendinga. Er það samið á vegum innanríkisráðuneytisins og felur í sér heildarendurskoðun á núgildandi lögum um útlendinga, nr. 96/2002.

Lesa meira

Stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs frumsýnd - 29.1.2013

Þrír ráðherrar voru viðstaddir frumsýningu myndarinnar, þau Katrín Jakobsdóttir, Ögmundur Jónasson og Guðbjartur Hannesson.

Fáðu já - stuttmynd um mörkin milli ofbeldis og kynlífs var frumsýnd Bíó Paradís í dag að viðstöddum ráðherrunum Ögmundi Jónassyni, Katrínu Jakobsdóttur og Guðbjarti Hannessyni, leikurum og öðrum aðstandendum myndarinnar. Í myndinni eru skýrð mörkin milli kynlífs og ofbeldis og er markmiðið að vega upp á móti áhrifum kláms og klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.

Lesa meira

Lagabreytingartillögur vegna siglingaverndar og flugverndar til umsagnar - 28.1.2013

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til breytinga á lögum um siglingavernd, nr. 50/2004 og lögum um loftferðir, nr. 60/1998, með síðari breytingum. Umsagnarfrestur um drögin er til 11. febrúar næstkomandi og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra skipar tvo nýja dómara - 25.1.2013

Innanríkisráðherra hefur skipað í embætti tvo nýja dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. febrúar að telja, þær Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, settan héraðsdómara, og Ragnheiði Snorradóttur, héraðsdómslögmann. Skipan þeirra tekur gildi þann 1. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

Frumvarpsdrög kynnt um breytingar á lögum um eignarrétt og afnotarétt erlendra aðila - 25.1.2013

Á vegum innanríkisráðuneytis hafa verið samin drög að frumvarpi að breytingu á lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna sem varða skilyrði fyrir eign erlendra aðila til að öðlast fasteignaréttindi hér á landi. Breytingin miðar að því að afmörkuð verði nánar undanþáguheimild ráðherra til að veita erlendum aðilum eignar- eða afnotarétt yfir fasteignum hér á landi. Frumvaprsdrögin eru hér með kynnt til umsagnar og ábendinga á vefnum eins og kappkostað er að gera á vegum ráðuneytisins.

Lesa meira

Forstjórar undirbúa starfsemi Farsýslu og Vegagerðar í samvinnu við stýrihóp - 25.1.2013

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra með hinum nýju forstjórum Vegagerðar og Farsýslu, Hreini Haraldssyni, lengst til vinstri, og Hermanni Guðjónssyni lengst til hægri.

Ákveðið hefur verið að þann 1. júlí næstkmandi verði Hermann Guðjónsson siglingamálastjóri fluttur í embætti forstjóra Farsýslunnar og að Hreinn Haraldsson vegamálastjóri verður fluttur í embætti forstjóra Vegagerðarinnar. Lög um stjórnsýslustofnun samgöngumála, Farsýsluna, og um framkvæmdastofnun samgöngumála, Vegagerðina, koma til framkvæmda þann dag en þau voru samþykkt á Alþingi 30. nóvember síðastliðinn.

Lesa meira

Ríkisstjórnin heimilar undirbúning að hönnun og smíði Vestmannaeyjaferju - 25.1.2013

Ríkistjórnin áréttaði á fundi sínum í dag sem haldinn var á Selfossi að haldið yrði áfram undirbúningi vegna útboðs og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju. Að fengnum jákvæðum niðurstöðum undirbúningsins yrði ráðist í næsta áfanga sem er að bjóða út hönnun og síðan smíði hennar út. Samkvæmt áætlunum yrði ný Vestmannaeyjaferja tekin í notkun árið 2015.

Lesa meira

Staða íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu - 24.1.2013

Kjörtímabil íslensks dómara við Mannréttindadómstól Evrópu rennur út þann 31. október 2013. Evrópuráðið hefur því farið þess á leit að tilnefnd verði af Íslands hálfu þrjú dómaraefni en samkvæmt 22. gr. mannréttindasáttmálans sbr. lög nr. 62/1994 eru dómarar við Mannréttindadómstólinn kjörnir af þingi Evrópuráðsins af lista með þremur mönnum sem samningsaðili tilnefnir. Miðað er við að kosið verði á milli þeirra á þingi Evrópuráðsins í júní 2013 að undangengnum viðtölum í undirnefnd þingsins sem fjallar um val dómara.

Lesa meira

Dómnefnd skilar umsögn um umsækjendur um embætti héraðsdómara - 24.1.2013

Dómnefnd um umsækjendur um tvö embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur sem auglýst voru laus til umsóknar 18. október síðastliðinn hefur skilað umsögn sinni. Umsækjendur voru átta og telur dómnefndin tvo umsækjendur hæfasta til að gegna embættunum.

Lesa meira

Drög að breytingu á reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug til umsagnar - 24.1.2013

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um sameiginlegar reglur um almenningsflug og stofnun Flugöryggisstofnunar Evrópu nr. 812/2012. Umsagnarfrestur um drögin er til 7. febrúar og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn aðgerðir er lúta að klámi - 23.1.2013

Innanríkisráðherra kynnti í ríkisstjórn á þriðjudag áform sín er varða klám og dreifingu kláms á Íslandi. Forsögu málsins má rekja til þess að frá 2010 hefur innanríkisráðuneytið (áður dómsmála- og mannréttindaráðuneyti) staðið fyrir umræðu um meðferð kynferðisbrota í réttarkerfinu. Hafa sérfræðingar og fagaðilar ítrekað bent á að klámnotkun hafi færst í aukana hér á landi og að hún hafi bein áhrif á viðhorf ungs fólks til kynlífs og kynfrelsis. Þannig sé hætta á að klám ýti undir kynferðisbrot.

Lesa meira

Samráð um mótun nýrrar stefnu um upplýsingasamfélagið - 23.1.2013

Nýverið skipaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kjarnahóp til að vinna að mörkun stefnu upplýsingasamfélagsins 2013-2017. Viðfangsefni hópsins er að móta tillögur um framtíðarsýn, markmið og verkefni hinnar nýju stefnu. Í kjarnahópnum eiga sæti fulltrúar allra ráðuneyta og tveir fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Verklag við umsóknir hælisleitenda tekið til skoðunar - 21.1.2013

Innanríkisráðherra hefur ákveðið að fara yfir allt verklag er lýtur að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd eða hæli, hérlendis. Nær sú endurskoðun til verkferla allt frá því að hælisleitandi gefur sig fram við komu til Íslands, meðferð Útlendingastofnunar, ráðuneytisins og annarra aðila sem koma þurfa að málum.

Lesa meira

Umsagnarfrestur framlengdur um reglugerð um meðferð eldsneytis við loftför - 21.1.2013

Frestur til að skila umsögnum um drög að reglugerð um meðferð eldsneytis, geymslu, gæði og áfyllingu loftfara hefur verið lengdur til 12. febrúar en frestur átti að renna út á morgun. Umsagnir óskast sendar á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Innanríkisráðherra óskar eftir fundi með forstjóra Útlendingastofnunar - 18.1.2013

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur óskað eftir skýringum Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, á ummælum hennar í fjölmiðlum í gær um að hælisleitendur teldu Ísland fýsilegan kost þar sem málsmeðferð tæki langan tíma og að hér gætu þeir fengið frítt fæði og húsnæði á meðan.

Lesa meira

Drög að breytingum á reglugerð um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum til umsagnar - 17.1.2013

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að breytingum á reglugerð nr. 348/2007 um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum. Umsagnarfrestur um drögin er til 31. janúar og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Samfélag axli ábyrgð og skyldur vegna heimilisofbeldis og ofbeldis gegn konum - 17.1.2013

Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, flutti ávarp á fundinum.

Sendinefnd frá Íslandi sótti ráðstefnu á vegum finnska þingsins og utanríkiráðuneytisins og Evrópuráðsins í Helsinki sem haldin var í dag. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra fór fyrir sendinefndinni sem samanstóð af Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands, og Maríu Rún Bjarnadóttur, sérfræðingi innanríkisráðuneytisins í mannréttindamálum. Þuríður Backman alþingismaður sótti einnig fundinn fyrir hönd þingmannanefndar Evrópuráðsins.

Lesa meira

Ný reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða - 16.1.2013

Innanríkisráðherra hefur undirritað nýja reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða sem mun leysa af hólmi reglugerð nr. 326/1996 um könnun hjónavígsluskilyrða. Tekur hún gildi 1. febrúar næstkomandi.

Lesa meira

Ökuskírteini munu gilda til 15 ára í senn - 14.1.2013

Breyting hefur verið samþykkt á umferðarlögum nr. 50/1987 um fullnaðar ökuskírteini þannig að það gildi ekki lengur þar til hlutaðeigandi er fullra 70 ára heldur einungis í 15 ár frá útgáfu þess. Frá og með 19. janúar næstkomandi skulu skírteinin gefin út samkvæmt hinum nýja gildistíma eða í 15 ár.

Lesa meira

Fleiri gögn í Guðmundar- og Geirfinnsmálum - 14.1.2013

Í byrjun janúar bárust starfshópi innanríkisráðuneytis um Guðmundar- og Geirfinnsmál enn skjöl sem tengjast rannsókn málanna. Um er að ræða talsvert af gögnum frá lögreglu og höfðu verið í vörslu Þjóðskjalasafns Íslands. Að hluta til eru þetta gögn sem starfshópurinn hafði ekki haft undir höndum og stendur frekari úrvinnsla þeirra nú yfir.

Lesa meira

Samráðsfundur öryggisnefnda ráðuneyta um aðgerðir gegn einelti - 11.1.2013

Mikilvægt skref var stigið í vinnuverndarmálum Stjórnarráðsins í vikunni þegar verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti stóð fyrir fyrsta samráðsfundi öryggisnefnda ráðuneytanna. Markmið fundarins var að stuðla að samræmdu verklagi og samskiptaneti milli þeirra.

Lesa meira

Prentun sjóferðabóka undirbúin - 11.1.2013

Innanríkisráðherra hefur ákveðið, á grundvelli tillagna starfshóps á vegum innanríkisráðuneytisins, að fela Siglingastofnun Íslands að undirbúa prentun nýrra sjóferðabóka.

Lesa meira

Gildistími vegabréfa lengdur - 9.1.2013

Samþykktar hafa verið á Alþingi lagabreytingar sem snúast um að lengja gildistíma vegabréfa úr fimm árum í tíu. Breytingin á gildistímanum tekur gildi 1. mars og má sjá lögin hér..

Lesa meira

Drög að reglugerð um meðferð eldsneytis og fleira til umsagnar - 8.1.2013

Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um meðferð eldsneytis, geymslu, gæði og áfyllingu loftfara. Umsagnarfrestur um drögin er til 22. janúar og skal senda umsagnir á netfangið postur@irr.is.

Lesa meira

Sýslumaðurinn á Blönduósi gegnir einnig embætti sýslumanns á Sauðárkróki - 7.1.2013

Innanríkisráðherra hefur falið Bjarna G. Stefánssyni, sýslumanni á Blönduósi, að gegna embætti sýslumannsins á Sauðárkróki frá og með 1. febrúar næstkomandi til og með 31. janúar 2014. Ríkarði Mássyni, sýslumanni á Sauðárkróki, hefur verið veitt lausn frá 1. febrúar fyrir aldurs sakir.

Lesa meira

Frumvarp um persónukjör tilbúið í innanríkisráðuneytinu - 4.1.2013

Í innanríkisráðuneytinu liggur fyrir frumvarp til breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna og er meginefni þess að auka vægi persónukjörs. Frumvarpið byggjast á skjali frá starfshópi innanríkisráðherra um persónukjör sem kynnt var á vef ráðuneytisins í september síðastliðnum.

Lesa meira

Aukin neytendavernd flugfarþega í nýrri reglugerð - 3.1.2013

Tekið hefur gildi ný reglugerð, nr. 1048/2012, um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum í flugi sem neitað er um far og þegar flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum. Með henni er leitast við að auka neytendavernd með því að skýra réttindi farþega og kveða á um meðferð kvartana með það fyrir augum að einfalda málsmeðferð og auðvelda úrlausn mála.

Lesa meira

Breytingar á barnalögum hafa tekið gildi - 2.1.2013

Breytingar sem gerðar hafa verið á barnalögum nr. 76/2003 hafa tekið gildi. Breytingarnar snúa einkum að ákvæðum um forsjá og umgengni og er ýmis mikilvæg nýmæli að finna meðal þeirra.

Lesa meira